Morgunblaðið - 05.04.1977, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977
Tvær allóvenjulegar flugvélar lentu á Reykjavlkurflugvelli I gærdag, en þær komu frá Dublin og eru á
leið til Goose Bay f Kanada. Um er að ræða herflugvélar af gerðinni Douglas Skyrider, en þessar flugvélar
voru smfðaðar I lok strfðsins eða 1944. Hreyflarnir eru sams konar og notaðir voru ( DC-7 og voru miklir
benslnhákar. —Ljósm.: RAX
— Spassky
— Aflinn á vetrarvertíðinni
Sjómanns
saknað
í Eyjum
SJÓMANNS er saknað í Vest-
mannaeyjum frá því á laugar-
dagskvöld, er hann hvarf. Mjög
víða hefur verið spurzt fyrir um
manninn I Eyjum, en hann fór
upp úr bát sínum I höfninni
skömmu fyrir miðnætti á laugar-
dag, ætlaði sér þá I ákveðið hús,
en þangað kom hann aldrei.
1 gær var slætt I höfninni, ef
vera skyldi að hann hefði fallið I
sjóinn. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar I Eyjum verður leit
að manninum haldið áfram í dag.
Ný símaskrá
eftir páska
AFHENDING nýrrar sfmaskrár
hefst þriðjudaginn 12. aprfl næst
komandi og tekur hún gildi frá og
með 1. maf næstkomandi. Frá
þessu er skýrt f fréttatilkynn-
ingu, sem Morgunblaðinu barst f
gær, en jafnframt er f henni vfsað
á auglýsingar, sem birtast munu f
blaðinu næstu daga um afhend-
ingu skrárinnar.
Upplag sfmaskrárinnar er nú
um 94 þúsund eintök og er brot
hennar óbreytt frá sfmaskrá 1976.
Hins vegar hefur blaðsfðutal
skrárinnar aukizt um 32 sfður.
Skrá yfir neyðar- og öryggissíma,
sem birt er á forsfðu kápunnar
innanverðri er einnig á baksfðu
hennar. Þegar er farið að senda
sfmaskrána út um land til dreif-
ingar.
Sovét:
Handtekinn á
bænasamkomu
Mwkvu —4. aprfl Reutcr
23 ára gamall sjúkraiiði,
Alexander Podrabinek að nafni,
var handtekinn við bænasam-
komu Babtistasafnaðar f Moskvu
f gær að þvf er málsvarar andófs-
manna skýrðu frá f dag.
Podrabinek starfar f nefnd, sem
hefur það verkefni að kanna
meðferð á pólitfskum föngum í
geðveikrahælum f Sovét-
rfkjunum, og sótti hann bæna-
samkomuna til að grennslast um
afdrif babtistaeins.sem taliðer að
hafi verið flttur í geðveikrahæli f
sfðustu viku.
í fyrra mánuði gerðu óein-
kennisklæddir lögreglumenn hús-
rannsókn heima hjá Podrabinek,
og gerðu þá upptækt handrit að
bók, sem hann var að semja um
meinta misbeitingu geðlækninga
í Sovétríkjunum.
Þá hefur rithöfundurinn Lev
Kopelev, sem mjög hefur beitt sér
fyrir mannréttindum í landinu,
verið rekinn úr hinu opinbera
rithöfundasambandi I Sovét-
ríkjunum, og er enginn vafi
talinn á þvi að ástæðan sé
stuðningur hans við andófsmenn.
Kopalev er 64 ára að aldri. í
fyrra komu út eftir hann á
Vesturlöndum endurminningar
úr heimsstyrjöldinni síðari.
Kopalev hefur sent rithöfunda-
sambandinu bréf, þar sem hann
tekur fram, að hann muni ekki
áfrýja brottrekstrinum, þar sem
hann hafi hagað sér f samræmi
samvizku sína og það, sem hann
telji vera borgaralega skyldu.
— Flugslys
Framhald af bls. 1.
var á leið til Atlanta og báðir
hreyflarnir virðast hafa bilað.
Slysið varð skammt frá
skóla, en börnin voru nýfarin.
Þotan rakst á verzlun og
kirkju. Flugmaðurinn virðist
hafa reynt að komast til Dobb-
ins-flugstöðvarinnar 24 km i
burtu til að nauðlenda.
— Svíar
Framhald af bls. 1.
vestur-þýzka sendiráðið fyrir
tveimur árum.
Lögreglan gerði leit í mörgum
öðrum íbúðum, en ekki er vitað til
þess að nokkuð markvert hafi
fundizt.
Sænska stjórnín hefur enn til
athugunar að vísa úr landi þrem-
ur Suður-Ameríkumönnum og
Breta úr hópi hryðjuverkamann-
anna sem voru handteknir og
bíður eftir skýrslu frá lögregl-
unni um þá. Tveir Vestur-
Þjóðverjar, sem munu vera úr
samtökunum Baader-Meinhof,
hafa þegar verið framseldir
Vestur-Þjóðverjum og sendir til
Karlsruhe.
— Sadat
Framhald af bls. 1.
austurlöndum þegar hann tók á
móti Sadat en kvaðst reíðubúinn
að verja öllum nauðsynlegum
tima til að stuðla að þvi að áfram
miðaði á þessu ári í átt til réttlátr-
ar og varanlegrar lausnar.
Sadat forseti er fyrsti
Arabaleiðtoginn sem kemur til
Washington síðan Carter tók við
embætti i janúar. Viðræður
Carters við Sadat eru liður í til-
raunum hans til að fá þjóðarleið-
toga sem hann hyggst ræða við á
næstunni til að samþykkja að
Genfarráðstefnan frá 1973 verði
aftur kölluð saman.
Sadat minnti á að Carter hefði
nýlega minnzt á nauðsyn þess að
Palestínumenn fengju sitt eigið
ríki og lagði einnig áherzlu á
kröfu Egypta um brottflutning
ísraelsmanna frá öllum
arabískum svæðum sem þeir her-
tóku í stríðinu 1967.
— Svartir kassar
Framhald af bls. 1.
og hvort Pan Am-þotan var rétt
staðsett á flugvellinum.
Sænsk yfirvöld munu fá skýrslu
um bandarísku rannsóknina eftir
tvær til þrjár vikur og síðan er
það Spánverja að ákveða hvort
upplýsingarnar skuli birtar opin-
berlega.
Formaður NTSB Webster
Todd, sagði að flugmenn frá Pan
Am og KLM yrðu fengnir til að
hlusta á samtölin þannig að takast
mætti að bera kennsl á raddirnar.
Hann sagði, að ráðið mundi ekki
birta skýrslu sína um slysið fyrr
en eftir 12 til 18 mánuði.
I Dover-flugstöðinni i Delware
reyna læknar og tannlæknar enn
að að bera kennsl á lík 329 Banda-
ríkjamanna sem fórust í slysinu.
Líkin voru flutt þangað í gær.
— Skák
Framhald af bls. 47
Petrosjans lauk með jafntefli í
12. skákinni, en þá hafði sigur-
vegarinn sex og hálfan vinning
og Petrosjan fimm og hálfan.
Að annarri skák
Polugajevskis og Meckings
undanskilinni lauk öllum skák-
um þeirra með jafntefli, þannig
að einvíginu lauk með því að
Polugajevski hafði sex og hálf-
an vinning, og Mecking fimm
og hálfan.
Þegar úrslitin í einvígi
Korchnois og Petrosjans lágu
fyrir sagðist sigurvegarinn
hafa haft betri stöðu í lokaskák-
inni og hefði jafnteflið fært sér
sigurinn, en Petrosjan kvaðst
óánægður með frammistöðu
sina í einvíginu. Hann sagðist
auk þess hafa verið óheppinn,
sérstaklega i áttundu skákinni
þar sem hann hefði gert tvær
meiriháttar skyssur.
Sjá grein Margeirs Péturs-
sonar á bls. 20.
Líkfundur
FYRIR skömmu fannst lík rekið í
vík fyrir neðan bæinn á Rauða-
nesi í Borgarhreppi á Mýrum.
Reyndist þetta vera lík Jóns Vals
Magnúsaonar, tvltugs Akur-
nesings, sem drukknaði í Borgar-
firði 19. október í fyrra, en hann
vann við brúarsmiði yfir fjörðinn.
Útför Jóns Vals hefur farið fram.
FYamhald af bls. 2.
tefldar þar. Aftur á móti verður
teflt á Hótel Loftleiðum, ef ein-
vígið heldur eitthvað áfram.
Teflt verður í aðalsal Mennta-
skólans, en hann nefnist Mikli-
garður, en skákskýringar verða
í hliðarsölum. Þarna geta rúm-
ast mun fleiri áhorfendur en á
Hótel Loftleiðum eða 1500 —
2000 manns, þar af geta 400
manns setið í sjálfum skáksaln-
um. Er unnið að því að koma
fyrir sjónvarpskerfi í skólanum
til hagræðis fyrir áhorfendur.
Þess skal getið, að heilmiðar að
einviginu gilda einnig að auka-
einvígjunum.
— Norðurlanda-
ráð
Framhald af bls.47
hinum Norðurlöndunum fjórum.
Islendingar áttu sex þingkjörna
fulltrúa á þinginu, þau Jón
Skaftason, Ragnhildi Helga-
dóttur, Sverri Hermannsson,
Halldór Ásgrímsson, Gylfa Þ.
Gislason og Gils Guðmundsson.
Þá voru fjórir íslenzkir ráðherrar
á þinginu, þeir Geir Hallgrims-
son, Vilhjálmur Hjálmarsson,
Matthías Á. Mathiesen og Einar
Ágústsson. Auk þeirra voru þar
nokkrir embættismenn, full-
truáar ungpólitiskra samtaka og
nokkrir fréttamenn.
— Kröfugerð
Framhald af bls. 48
17% i þeim efsta. Haraldur kvað
þetta hafa í för með sér að mis-
munur hæstu og lægstu launa
yrðu mun minni á eftir, en síðan
væri aftur á móti gert ráð fyrir
fullri visitölu á öll laun, og væri
það byggt á þeirri röksemd að
dýrtíðin ætti ekki að ráða því
hver launamunur væri hér á
landi.
Haraldur sagði, að ekkert væri
afráðið með viðræður við rikis-
valdið en gert væri ráð fyrir að
rikið gengi frá endanlegri skipun
samninganefndar sinnar næstu
daga en af háifu BSRB væri teflt
fram til þessara samninga 60
manna samninganefnd og hefði
hún verið fullskipuð um sl. ára-
mót og siðan unnið að mótun
framangreindrar kröfugerðar.
Haraldur sagði ennfremur, að
ætlunin væri aó hafa þann hátt á
að prenta kröfugerðina í blaði
bandalagsins Ásgarði í 15 þúsund
eintökum og senda öllum félags-
mönnum en auk þess væri stefnt
að því að halda fundi úti um allt
land á tímabilinu frá 25. april til
7. maí og kynna þar kröfurnar.
Væri áformað að halda slíka
fundi á yfir 20 stöðum utan höfuð-
borgarsvæðisins. Þetta væri nýj-
ung í starfi bandalagsins en nauð-
synleg þar sem í nýjum lögum um
kjarasamninga hins opinbera
væri gert ráð fyrir allsherjarat-
kvæða greiðslu um samninga,
hvort heldur um væri að ræða
sáttatillögu eða samkomulag og
þvi brýnt að allir félagsmenn
vissu gjörla hváð fælist í kröfu-
gerðinni sjálfri.
Framhald af bls. 48
sinni, þá fóru bátarnir alls f 275
róðra og lönduðu 1872 lestum.
Aflahæstur Ölafsvíkurbáta
er nú Garðar SH með 426,6 lest-
ir, en hann hefur róið með net
og linu. Þá kemur Matthildur
með 394,8 lestir og Steinunn
með 385,7 lestir
Þorlákshöfn
Um mánaðamót var heildar-
aflinn í Þorlákshöfn orðinn
8.633 lestir I 1087 sjóferðum, en
á sama tima í fyrra var aflinn
6.288 lestir. Höfrungur 3. er
hæsti bátur í Þorlákshöfn með
691 lest, þá kemur Jón á Hofi
með 574 lestir og Friðrik Sig-
urðsson með 58 lestir.
Keflavfk
Frá áramótum til 31. marz s.l.
nam heildarafli Keflavikurbáta
4.101 lest I 832 sjóferðum en í
frra var aflinn 4.014 lestir í 750
sjóferðum. Alls róa 30 bátar frá
Keflavík og eru nokkrir á hand-
færum. Hæsti báturinn um
mánaðamótin var Hafborg með
277 lestir, og annar f röðinni
var Boði með 275 lestir.
Sandgerði
Um mánaðamótin var búið að
landa meiri afla í Sandgerði en
alla siðustu vertíð. Hinn 31.
marz höfðu 9.100 lestir borizt á
land þar en á sama tíma í fyrra
4.668 lestir. Sjóferðir eru nú
2.137, en voru í fyrra 796. Þess
má geta að heildaraflinn ía
síðustu vertið varð 8.388 lestir.
Jón Júlíusson vigtarmaður I
Sandgerði og fréttaritari Mbl.
þar sagði í samtali að elztu
menn myndu ekki vertíð sem
þessa, vart hefði verið hægt að
tala um úrtök hjá bátunum og
því róið upp á hvern dag. Sagði
hann að gífurlegir erfiðleikar
væru i höfninni í Sandgerði,
enda bátafjöldinn, sem rær
þaðan, orðinn álíka mikill og i
Grindavík og Vestmannaeyjum.
Hins vegar er viðleguplássið í
Sandgerði aðeins 250 metrar en
í Grindavík og Vestmanna-
eyjum yfir 1 kílómetri. 70 bátar
lögðu afla á land í Sandgerði í
marzmánuði.
Aflahæsti báturinn, sem rær
frá Sandgerði er eins og oft
áður Bergþór með 542 lestir, þá
kemur Víðir 2. með 470 lestir
og þriðji báturinn í röðinni er
Arney með 462 lestir.
Akranes
Niu bátar hafa róið frá Akra-
nesi i vetur og hefur afli þeirra
verið yfirleitt mjög tregur.
Hæsti bátur þaðan eGrótta með
um 400 lestir, þá kemur
Haraldur með 373 lestir.
Að sögn vigtarmannsins á
Akranesi hefði verið lítið að
gera í frystihúsunum á
Akranesi ef togaranna nyti
ekki við til að afla frystihuæs-
unum hráefnis, og á þessu ári
og því næsta bætzt tveir togarar
við, annar er byggður á Akur-
eyri en hinn í Kristiansund í
Noregi.
Vestmanna eyjar
Þorsteinn Ingólfsson, fulltrúi
Fiskifélags lslands i Vest-
mannaeyjum, sagði að heildar-
aflinn þar væri orðinn 10.146
lestir á móti 9.188 lestum á
sama tíma i fyrra. Netabátar
frá Eyjum eru nú 33, en troll-
bátar 43. Af netabátum er
Þórunn Sveinsdóttir hæst með
442 lestir, Árni í Görðum er
með 369 lestir og ölduljón með
336 lestir. Af trollbátum er
Sigurbára hæst með 256 lestir,
síðan kemur Frár með 186
lestir.
— Sérhópa-
viðræður
Framhald af bls. 2.
hvort honum þætti þetta
ekki góðs viti og kæmi heim
við láglaunastefnu ASÍ og hvort
þetta táknaði ekki að VSÍ væri
opið fyrir kjarabótum til hinna
lægst launuðu. Björn sagði: ,,Já,
en þess hefur nú ekki séð stað i
neinum raunhæfum tillögum enn
og það sem þeir kunna að vera að
hugsa um þar, hefur ekki komið
fram. Því hafa raunverulega
engin viðbrögð komið á borði frá
þeirra hálfu. Því miður hefur það
oft viljað við brenna að tillögur
komi ekki fram, fyrr en komið er í
óefni.“
— Sjálfgert
Framhald af bls. 2.
Halldór, ..en til sliks hafði ég aldrei
fundið, enda þótt ég hefði áður
unnið á trésmiðaverkstæði, þar sem
loftið var nú ekki alltaf sem hreinast.
Ég leitaði til læknis út af þessu, en
það kom ekkert i Ijós, Siðan fór ég í
rannsókn á Vifilsstöðum, en hún
leiddi ekkert sérstakt í Ijós, enga
sjúkdóma, eða slikt."
,.Það var það sama með strákinn,"
segir Hólmfriður „Hann virtist fá
einhver andþrengsli af og til, var oft
kvefaður og svo fékk hann óeðlilega
oft hita, sem ekki var samfara nein-
um sjúkdómi. sem læknar gátu
fundið
Sjálf varð ég hins vegar aldrei vör
við neitt "
.,En hins vegar fórum við einu
sinni út á land og dvöldum þar í
hálfan mánuð," segir Halldór „Og
okkur fannst það vera allt annað líf.
Við fundum strax breytingu til hins,
betra
Og sama er að segja núna, þótt
ekki sé langt síðan við fórum frá
Straumi Og nú er strákurinn alveg
stálsleginn."
— Var þetta eitthvað, sem þið
funduð greinileg, eitthvað áþreifan-
legt?
„Nei, ekkert slikt. Það voru bara
þessir kvillar. sem komu fram I okk-
ur," segir Halldór
„Hins vegar verðum við áþreifan-
lega vör við loðnufýluna hérna,"
segir Hólmfríður og hlær við. „Það
er ekki hægt að opna glugga fyrir
þessum ófögnuði."
— Nú eruð þið fyrsta fólkið hér á
landi, sem verðið að flytja búferlum
vegna mengunarhættu Hvaða álit
hafið þið á fyrirtækjum eins og
álverinu?
„Við fordæmum slik fyrirtæki ekki
alfarið, þrátt fyrir þessa reynslu okk-
ar," segir Halldór." En það er hins
vegar forkastanlegt að ekki skuli
vera komið í veg fyrir að slikur
atvinnurekstur sé hættulegur fólki,
gróðri og skepnum i næsta
nágrenni "