Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1977 15 þeíta er fita eða eitthvað annað" — Ég kasta ekki yfir 22 metra f ár, nema einhver hlaupi með kúl- una sfðasta spölinn. Spjallað við llroin Halléórsson, strætisvagnsstjóra með meiru gömlu dansana villt og brjálað, en nú gefur maður sér ekki tíma til þess. Ég spilaði lfka mikið á nikk- una og geri enn þegar tími gefst til. Eitthvað reyndi ég að semja af lögum" sjálfur, en það fór út í tóma vitleysu svo ég steinhætti þvf." Að þessum orðum sögðum stendur Hreinn upp úr sófanum og gengur að harmonikkunni sinni. Innan stundar er hann sezt- ur með gripinn í fangið og stórir og sverir fingurnir leika lipurlega um hljómborðið. Meðan liflegur valsinn dunar i stofunni, blaðar fréttamaður í plötusafninu, og kennir þar margra grasa. Hreinn segist hafa jafn gaman af allri tónlist, en harmonikkan er þó greinilega vinsælust. Á stofuborð- inu liggur hulstur utan af plötu með safni af lögum Carls Jular- bos. Lagið er á enda hjá Hreini og Jóhanna húsmóðir býður upp á kaffi og kræsingar. Undir borðum er ýmislegt spjallað, og við spyrj- um Hrein hvort hann sé ekki spenntur þessa dagana. Fjölgunar von í f jölskyldunni og i ýmsu að snúast, bíllinn á bilasöiu, flutn- ingur fyrir dyrum, kúluvarp. — Eg hef það mottó að taka veruleikann eins og hann er, taka hvern hlut eins og hann kemur fyrir. Ég reyni að taka þessu öllu með heimspekilegri ró og hvað það varðar að vera að verða f aðir i fyrsta skipti, þá held ég að ég hafi mara staðið mig vel — hingað til að minnsta kosti." Þolir ekki þessi eilífu • • • Meðan við sötrum kaffið og spjöllum saman, spyrjum við Hrein, hvort kúluvarpari í „heimsklassa" þurfi ekki að neyta sérstakra fæðutegunda. „Nú veit ég ekki, sjálfur ét ég allt sem að kjafti kemur, finnst allur matur góður. Reyndar borða ég lítið af fiski, finnst hann að visu bragð- góður, en þessi eilifu smábein fara ofboðslega í taugarnar á mér, svo ég held ég myndi ekki taka þátt i að drepa síðasta þorskinn," segir Hreinn og við spyrjum hann hvort þeir kúluvarparar, sem náð hafa beztum árangri, neyti ekki einhverra lyfja til að verða sterk- ari. — „Það sem fyrst og fremst hefur gert árangur minn þetta sem hann er, þakka ég æfingum og aftur æfingum." — Hvað með lyfin? — „Lyfin já, þú vilt ég svari því. Ef ég segist ekki nota nein lyf segir fólk að ég sé að ljúga. Segist ég nota slíkt, er ég þá að segja satt! Er það það, sem fólk vill fá að heyra," segir Hreinn og hann heldur áfram: — „Annars er fólk alltof kröfu- hart. Það skiptir mig að vísu ekki máli, en þegar eitt Islandsmet er komið þá þykir það lélegur árang- ur, ef maður bætir ekki sinn bezta árangur í næstu keppni á eftir. Mér er svo sem sama um þetta, en er þetta ekki einum of mikið? Eg held að þessi kröfuharka fólks fari illa með ýmsa iþróttamenn, sérstaklega þá yngri, sem hafa minni reynslu." Fá mér eitthvað aðeins rýmra Bílar hafa verið snar þáttur i lifi Hreins undanfarin ár, en hann er strætisvagnsstjóri hjá SVR, ekur hægri hringleið, núm- er 8. Sjálfur á Hreinn Volks- wagen og hefur átt þá tegund í nokkur ár. Reyndar byrjuðum við spjall okkar á að ræða sameigin- leg vandamál, sem upp hafa kom- ið vegna skyndiskoðunar lögregl- unnar, en það er sorgarsaga, sem óþarfi er að rifja upp hér. „Annars er ég að selja Eólks- vagninn minn núna og meiningin var að fá sér eitthvað aðeins rýmra, en nýi bfllinn má ekki vera mikið dýrari, en sá gamli. Þetta er náttúrulega hálfgert bras á manni, Jóhanna var fyrirvinnan á heimilinu t.d. meira en hálft árið i fyrra. Við höfum ekki enn getað fengið okkur eigið þak yfir höfuðið. Leigjum'nú hér á Kapla- 'skjólsveginum, en flytjum í aðra ibúð á næstunni. Hins vegar gefa iþróttirnar einnig ýmislegt, t.d. ferðalög og slíkt, sem annars yrði ekki mögulegt. — Mér líkar bara ágætlega að keyra strætó í Reykjavik, þetta er ágætt fólk sem notar hringleiðina. Maður er farinn að vita hvar þessi kellingin og þessi kallinn koma I bílinn og hvar þau fara út. Fólkið heilsar sumt og ég heilsa á móti. Eg hef það lika á tilfinningunni, að þegar konurnar koma heim til manna sinna, að þær tali þá um kúluvarparann, sem keyri strætó- inn þeirra. Hvað fólk segir um mig veit ég ekki og mér er líka alveg sama. Ég hirði yfirleitt lítið um það, sem sagt er um mig, ég er i kúluvarpinu fyrir sjálfan mig, vegna áhuga mfns en ekki vegna annarra." íþróttir á villngötnm Hreinn hefur ekki mikla skóla- göngu að baki, hann lauk skyldu- námi og tók síðan þriðja bekk gagnfræðaskóla með það i huga að fara í iðnnám. Af þvi varð þó ekki og með meiraprófið að vegar- nesti varð Hreinn starfsmaður SVR. Síðastliðinn vetur var Hreini þó boðin skólavist við háskóla i Bandarikjunum. Það boð var síðan endurnýjað í sið- ustu viku. „Þetta boð er bara eitt dæmið um þá hræsni, sem viðgengst i iþróttunum. Það er í lagi að vera skrifaður inn í háskóla og æfa á vegum skólans sem atvinnumað- ur. Hins vegar er maður gerður brottrækur úr mótum áhuga- manna, ef það er sagt opinbcrlega að maður taki laun fyrir að æfa og keppa. — „Iþróttirnar í heiminum eru komnar á villugötur og komnar langt út fyrir þann ramma, sem kenndur er við áhugamennsku. Iþróttamenn æfa svo mikið að ekkert annað kemst að, og auk þess stunda áhugamennirnir sfna daglaunavinnu. Þessir menn ættu að fá greitt fyrrr að æfa fþrótt sina og það án þess að vera i nokkrum feluleik með peningana. Hrein og klár atvinnumennska er miklu heiðarlegri en þessi svo- kallaða áhugamennska, sem fyrir löngu er komin út i öfgar." — „Ólympiuhugsjónin er algjört píp f mínum augum og alltof mikil hræsni samfara um- ræðum um atvinnu- og áhuga- mennsku. Ef frjálsiþróttamaður viðurkennir að þiggja laun fyrir iþróttina er hann gerður útlægur frá mótum. Meðan hann heldur kjafti og segir ekki frá launum sinum, sem hann fær greidd und- ir borðið, er allt í lagi, jafnvel þó allir viti um þessar greiðslur." Hreinn hefur ekki fengið mikla aðstoð til æfinga i kúluvarpi. Siðastliðið ár tók hann sér sjö mánaða fri frá störfum, en Reykjavfkurborg hjálpaði honum þá nokkuð og gaf honum i sumar tveggja mánaða leyfi frá störfum á fullum launum. Hreinn hefur að mestu staðið einn og óstuddur i baráttunni við sifellt betri. árang- ur í kúluvarpi. Vitiir hans hafa þó gefið honum góð ráð. Sem þjálfari hefur hann aldrei haft heinn fast- an sérfræðing sér til aðstoðar, en þakkar vinum sínum, Guðna Hall- dórssyni og Ara Stefánssyni góða aðstoð. Ari gaf honum góð ráð undir 20 metra, en Guðni hefur verið Hreini imkil hjálparhella síðustu ár. Við spyrjum Hrein um mögu- leika hans á að bæta sig og hve lengi hann geli haldið sór á lopp- inum. „Eg held ég eigi ekki nokkra möguleika á að fara yfir 22 metra í kúluvarpi i ár — nema einhver beri þá kúluna fyrir mig síðasta Kramhald á hls. :i2 I sumar tók Hreinn sér frf frá störfum, en ekur annars hægri hringleið Hreinn Haldórsson segir eitthvað spugilegt við eldhúsborðið, Jðhanna Þorsteinsdðltir, kona hans, situr hjáSVR. viðgluggann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.