Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULI 1977 I sandkassanum Höfundur: Þóra Bryndis 6 ára. Þegar Halli var úti að labba, sá hann Kalla í sand-kassanum á leikvellinum. Hann hljóp til háns og sagði: má ég vera með þér í sand-kassanum? Kalli svaraði ekki. Hann var í vondu skapi af því að það var strákur að skemma fyrir honum það, sem hann bjó til. Hann fór að gráta í hvert sinn, sem strákurinn skemmdi fyrir honum. Og svo varð hann reiður. En Halli fór bara heim til sín og sagði mömmu sinni frá öllu saman. Þórir S. Guðber gsson Rúna Gfsladðttir Barna- og fjölskyldösíðan RuTf/^a^a 5angs — Hreinn Framhald af bls. 15 spölinn. Ég hef bætt mig í ár um tæpan metra og þegar maður er kominn með þennan árangur, er ekki auðvelt að bæta sig um marga sentimetra frá móti til móts. Hvort ég næ einhvern tíma 22 metrum skal ósagt látið, reynslan verður að skera úr um það." „Heimsmetið i kúluvarpi er nú liðlega 22 metrar, en árið 1980 gæti það verið orðið 23 metrar. Þa'ð kæmi mér þó á óvart, en tækninni fleygir fram i þessu sem öðru. Hver kúluvarpari hefur sinn stíl, sina tækni, engir tveir kasta kúlunni eins. Sjálfur heyri ég það oft að ég kunni hreinlega ekki að kasta kúlunni, sfðast nú f vikunni skrifar sænskur blaða- maður um þetta, en blaðamenn hafa sjaldnast nokkurt vit á tækni." Eins lengi og mailur nennir — „Það háir manni mikið að fá ekki fleiri tækifæri til að keppa á stórmótum, en hvað mig snertír hefur þetta að visu lagazt I sumar. Reynslan hefur gífurlega mikið að segja og reynsluleysi getur gert margar mánaða æfingapuð að engu. Það er t.d. ekki þægilegt að vera í harðri kúluvarpskeppni á stórmóti, vera búinn að úthugsa atrennuna og einbeitingin kannski I hámarki þegar tugir þúsunda af áhorfendum byrja allt i einu að fagna 100 metra hlaup- ara sem kemur I markið. Þá er um að gera að geta útilokað sig frá öllu utanaðkomandi, ef ekki, er hætt við að árangurinn verði ekki sem skyldi." — „Kúluvarpari getur næstum því haldið áfram að bæta sig með- an hann nennir að æfa sig af kappi. Guðmundur Hermannsson er bezta dæmið um þetta, hann var á toppnum í Iþrottinni um fertugt. Þá held ég líka að þvl seinna, sem kúluvarparinn byrji að æfa fþróttina, þeim mun leng- ur endist hann. Þetta ætti að koma mér til góða, því ekki eru nema 10 ár sfðan ég byrjaði að æf a kúluvarp." — „Annars veit ég ekkert hvað ég endist lengi f þessu og hvort ég á eftir að bæta árangur minn. Framtfðin verður að skera úr um það. Eins og ég segi þá tek ég hlutina eins og þeir koma," segir Hreinn Halldórsson að lokum og brosir." Hringflug í samvinnu við Flugfélag Norðurlands og Flug- félag Austurlands hagar Flugfélag íslands áætlunum sínum þannig að þú getur farið flug- leiðis fjórðunga á milli, sparað þér þann tíma og fyrirhöfn, sem bílferð útheimtir og geymt kraftana til að skoða þig vel um á hverjum stað. Það má gista á hóteli, hjá vinum eða notast við tjaldið og svefnpokann. Lent er á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn og í Reykjavík. Hringfluginu má ljúka á einni viku, en frjálst er að dveljast lengur á hverjum stað og skemmta sér að vild. Jæja, nútímamaður, hvernig væri að*fljúga hringinn í sumar? FLUCFÉLAC /SLAJVDS INNANLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.