Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 10. JÚLI1977 47 Leiðrétting LEIÐ mistök urðu í blaðinu í gær, er birt var mynd af Guðlaugu Eiriksdóttur frá BlómsturvöUum, er lézt á sl. hausti, með minn- ingargrein um Guðlaugu Eiríks- dóttur fyrst til heimilis i Hafnar- firði, en nú siðustu ár ævi sinnar austur á Eyrarbakka. Er beðizt af sökunar á mistökum þessum.' Leiðrétting t undirfyrirsögn á bls 2 f blað- inu í gær, þar sem sagt var frá fiskverðshækkunum á Banda- rfkjamarkaði, stóð að hækkun hefði orðið á öllum tegundum nema 4x15 punda þorskflökum. Eins og kemur fram í fréttinni sjálfri var þetta ekki rétt. Verðið hækkaði á öllum tegundum nema 10x5 punda pakkningum. — Katrín sextug Framhald af bls. 16 voru þau nær óaðskiljanleg. Þrátt fyrir erfiðleika á æskuárum, gekk Katrín menntaveginn. Hún fékk inngöngu í Kvennaskólann í Reykjavík nokkrum árum eftir barnapróf fyrir eigin dugnað og aðstoð móðursystur sinnar og gekk henni vel i skóla, lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn. Siðan réðst hún i nám við Hjúkrunar- skóla íslands og á námsárum sín- um vann hún m.a. við Kleppsspit- alann og Landspitalann, þar sem hún hefur unnið lengst af. Eftir að hún er orðin hjúkrunarkona fór hún til starfa við Sjúkrahúsið f Húsavík sem yfirhjúkrunar- kona. I Húsavík kynntist hún eig- inmanni sinum, Gunnari Aðal- steinssyni. Þau fluttust siðar til Reykjavikur og hafa starfað þar siðan. Á þessum árum voru bræð- ur hennar að brjótast til mennta og studdi hún ætíð við bak þeirra að öllum mætti. Alla tíð var sam- heldni þeirra systkina slík að að- dáunarvert var. Þegar ég var vör þeirrar hlýju og gleði, sem ríkti, þegar þau hittust og voru saman, þá skildi ég bezt hvað systkini eru dýrmæt eign hverjum einstakl- ingi, þá eign varðveittu þau vel og mátu án efa vegna hinna mikiu bernskuerfiðleika. Það var ekkert sem þessi systkini létu ógert til að hjálpa hvert öðru. Það voru erfið- ar stundir fyrir þær systurnar, þegar bræður þeirra létust i blóma Hfsins, Hafsteinn 1967 og Hilmar 1968. Katrín hefur nú starfað í Röntgendeild Landspít- alans undan f arin ár, þar sem hún hefur hjálpað og liðsinnt fjölda fólks, sem sótt hefur geislalækn- ingu. Hún hefur verið góður starfskraftur og gegnt trúnaðar- störfum hjúkrunarfræðinga. Hún er vinsæl af sjúklingum sínum og vel metin af samstarfsfólki, þó oft þyki hún nokkuð hvatskeytt og ákveðin i skoðunum. Hún hefur yndi af skemmtilegum sögum og hnyttnum tilsvörum. Oft þykir hún nokkuð dómhörð og fylgin sér og sjaldan ann hún sér hvíld- ar. Katrin og Gunnar áttu nýverið 30 ára hjúskaparafmæli. Þau eiga fjögur uppkomin börn: Ingi- björgu Sesselju, f. 1945; Guð- mund Aðalstein, f. 1947; Jóhönnu Guðbjörgu, f. 1952; og Katrinu Gunnvör, 1957; og fjögur barna- börn. Eitt barn mætti kenna henni enn, sem hún barðist fyrir að kæmist í heiminn og henni má þakka að fæddist heilbrigt. Fyrir það vil ég þakka henni, auk alls þess sem hún hefur gefið af sínu stóra hjarta. Lifðu heil með guðs friði. Birna Bjarnadðttir. Gallinn við dýr hljómtæki kosta y -<3t mikid y.s Til er fólk, sem heldur að því meir, sem hljómtæki kosta þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið, án bjögunar Crown framleiðir einnig þannig hljómtæki. En við höfum einnig á boðstólum hljómtæki, sem uppfylla allar kröfur yðar um tæknileg gæði. CROWN SHC — 3150 LAUSNIN ER <32EE2Z^SHC 31 50 sambyggðu hljómtækin. Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar kröfur yðar. Crown sambyggðu tækin eru mest seldu stereotæki lands- ins. Ef það eru ekki meðmæli, þá eru þau ekki til. Ársábyrgðog fullkomnasta viðgerðaþjónusta landsins. Einnig fást Crown SHC3330 Verð 131.179.- SHC 3220. Verð 157.420.- ALLT í EINU TÆKI Magnari fjögurra vídda stereo magnari 12.5 W + 12.5 wött gerir yður kleift að njóta beztu hljómgæða meðfjögurravídda kerfinu. Plötuspilari fullkominn plötuspjlari, allir hraðar, vökva- lyfta, handstýranlegur eða sjálfvirkur, tryggir góða upptöku af plötu Segulband Hægt er að taka upp á segulbandið af plötuspil- aranum, útvarpinu og gegnum hljóðnema, beint milliliðalaust og sjálfvirkt. Segulbandið er gert fyrir allar tegundir af cassettum, venjulegar og Krómdioxið • Útvarp Stereoútvarp með FM- lang- og miðbylgju. Ákaf- lega næmt og skemmtilegt tæki. Chafne Stéréo Stereo-Musikanlage CROWN RADIO CORP. JAPAN Verd: 109.860.- SKIPHOLTI19 V/NÓATÚN, SfMI 23800. BÚOIRNAR CROWN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.