Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1977 45 VELVAKANDI SVARAR ÍSÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI orðiö satan þýðir andstæðingur Guðs. Þessari veru fylgdu margar aðrar andaverur og það eru þess- ar verur sem fólk er f sambandi við er það leitar frétta af fram- liðnum. Það er þvi ekki furða að Guð bannar algjörlega allt slikt, sama er að segja um spákonur og fleira. Fyrsta lygi Satans var þegar hann sagði við Evu að vissulega dæi hún ekki þótt hún óhlýðnað- ist Guði, heldur yrði hún eins og Guð, en hver sagði sannleikann, Guð eða Satan? Það er virkilega sorglegt hvað margir trúa þessari fyrstu lygi Satans. Ég vildi hvetja alla einlæga menn til að rannsaka Bibliuna sjálfa og finna sannleik- ann í þessu máli. Guðrfður Guðjónsdóttir, Hofsstöðum, Eyrarbakka." Svo mörg voru þau orð og við höldum okkur við efnið og hér fara á eftir nokkur orð frá Sigurði Ðraumland: 0 Einstefnu- akstur Matthías Jochumsson hefur verið klemmdur út úr sálmabók- inni Leirgerði 20. aldar. Og hver sem það nú er sem ræður vali á prestum og ræðum þeirra í út- varpi á helgidögum, þá gengur hann framhjá flestum frjálslynd- um guðfræðingum og velur hina. I húsi mínu eru margar vista- verur — stendur einhvers staðar. En er það álitið að höfundur lifs- ins hafi velþóknun á að stefna til afnáms trúfrelsis á Islandi, af- náms prestkosninga og að nýrri gerð um eignarhöld? Nú er t.d. hinn forni ættbrigða- réttur löngu úr sögunni og þjóðin yrði því berskjaldaðri en fyrrum var fyrir ásælni kirkjunnar, — ekki burðugra hjálparmeðal en sú kristnistefna er sem undanfarna áratugi hefir rikt. Þjóðkirkja á að vera á íslandi, frjálslynd mótmæl- endakirkja. En í útvarpi og með öðrum aðgerðum er nú fylgt mjó- um vegi, ekki til hjálpræðis held- ur til útskúf unarkenningarinnar i fullum krafti siðar, þótt nú sé þegar komið framhjá nokkrum vegarmerkjum sem visa þangað. Ahrifa þessara umbrota hefur um alllangt skeið gætt hér á Akureyri, ekki frá kennimönn- um, heldur i þvi formi frá nokkr- um fjölmiðlum að þola ekki að kirkjan hér heiti Matthiasar- kirkja. Hver rær undir? Að vísu ætti núverandi kirkjuhús að heita dómkirkja Akureyrar, en byggja ætti nýja kirkju tileinkaða Matthíasi. Amtsbókasafnið mætti heita Davíðsbókhlaða. Davíð frá Fagraskógi var ekki guðfræð- ingur til allrar hamingju fyrir hann sjálf an, en hver getur bent á sannari lífstrúarmenn en Matthias og Davíð, jafnvel sann- heitari guðstrúarmenn? Og má nefna þá eigi seinna en Harald Nielsson, sem eins og kunnugt er boðaði skoðanir Fjallræðuhöf- undarins snjallar og innilegar en nokkur klerklærður Islendingur fyrr og siðar. Dæmi eru um það i sögu þjóð- anna svo i trúmálum sem öðrum, að menn, yfirleitt vænir og inni- lega hrifnir af sinni stefnu, hafa lagt komandi kynslóðum til bagga að bera i formi lagasetninga og hughrifa, sem þeim verri menn beittu harðneskjulegar í langar aldir. Voru sem sagt engir menn, nema fyrir reglurnar og yfirborð- ið. Því er skylda að gá hér að og geyma síðari kynslóðum frjálsan rétt. Noti þær kynslóðir vilja sinn og vit vel, og þaó er alls engin ástæða til að efast um, geta þær miklu fremur stýrt framhjá blind- skerjum eða yfir þau, óbundnar af þrældómsoki liðins tima. Ef holskefla ris, þá er illt að vera tjóðraður. Þá skaðast það eða ferst sem alltaf þarf að bjargast, — ef til vill einkum það. Sigurður Draumland." Þessir hringdu . . . 0 Veðurkort í dagblöðum? Dagný: — Einn er sá hlutur sem ég hefi saknað úr blöðum hérlendis en það er að geta séð hvernig veðrið er I hinum ýmsu löndum. Það er gaman að geta lesið um það hvernig veðrið er hér og þar, t.d. kl. 12 á hádegi, hvort að við hér á landi erum i rigningu meðan aðr- ir Evrópubúar hafa sól eða öfugt. Maður fær þetta upplýst í morgunútvarpinu i belg og biðu og nær ekki að melta það, það væri miklu betra að geta gert það í rólegheitum með morgunkaff- inu í blaði. Ég held að það geti varla verið svo mikið fyrirtæki að fá þetta upplýst á veðurstofunni SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A Olympíuskákmótinu í Haifa í fyrrahaust kom þessi staða upp i skák þeirra Toths, Italiu, sem hafði hvftt og átti leik, og Serets, Frakklandi. Siðasti leikur svarts var 29. ... Hg6-g7 og hvítur fann nú einfaldan, en snjallan leik sem gerði út um taflið: og f á gert veðurkort, svipað og er alltaf í sjónvarpinu. 0 Sólarferðir og útilegur „Utilegumaður": —Ég vil aðeins í framhaldi af orðum „sóldýrkanda" í Velvak- anda á föstudag upplýsa hann um að útilegur hérlendis eru miklu minna fyrirtæki en hann virðist halda. Hann talar um að hann nenni ekki í útilegu í fríi sínu vegna þess að það sé svo mikil vinna að tjalda og allt sem úti- legum tilheyri kosti svo mikið um- stang, að hann komi jafnvel þreyttari heim. Ég vil endilega hvetja sóldýrkandann til að prófa eina og eina útilegu milli sólar- ferðanna, þvi ekki vil ég að hann missi af þeim úr því hann hefur ánægju af, en ef hann prófaði útilegu eina helgi þá er ég viss um að hann kæmist að þvi hvað þær eru hressandi og skemmtilegar. Það er ekkert mál að útbúa nesti, bara taka eitthvað fljótlegt með, svefnpoka, einn aukaskammt af fötum og að ógleymdu tjaldi og prímus. Síðan er að aka eitthvað og finna tjaldstæði, helzt við læk, þvi þar er að finna i senn ísskáp og þvottaskál og þá er nokkurn veginn upptalin öll fyrirhöf nin. ...I flvi w w mP'Mkt P i?i I áli 'Æf. m G&3 SlGGA V/GG* É -(/LVE&4U HIÍDHJOI MEl) IMÁLPARMÓTOR Sjálfskipt. Vél 1,5 — 1,8 hefstöfl. Eyðsla 1,6 til 2 I. á 100km. Ennfremur gírahjól með 2,5 hestafla vél. Smekklegt útlit á franska vísu og hin margrómuðu Peugeot gæði. UMBOÐIÐ A AKUREYRI . HAFRAFELL HF. VIKINGUR SF. VAGNHOFÐA 7 — SÍMI 85211-85 5 05 FURUVOLLUM 11 SIMI 21670 • b c d | f g 30. Hf8+! Svartur gafst upp, þvi að eftir 30.... Kxf8 31. Dh8+ Kf7 32. Rxe5+ — Kf6 33. Rxd7+ er staða hans auðvitað með öllu von- laus. S1$? viW/ o\<Kotf swlM' 4í V£SS t9 Lí)$t%)A OtfKötf £WÚ 5Ll\W W U9? Yf£V W/' tö V£R SÉO \t\LllM \G \f£V (\\$m Á Vf/NN/ MVbY/WR/ rW %V VIEIÍT VfaMLlGM ^N VKKO^, V£Ho§v/í$iE\mo&vowwuR rý ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.