Morgunblaðið - 23.07.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1977
3
Brá illa
vid spreng-
ingarnar
FáskrúAsrirði 22. júU.
MJÖG bráðlega verða hafnar
framkvæmdir við smfði nýrrar
hafskipakryggju, sem verður 60
metra stálþil.
Nokkur aukning hefur orðið á
byggingu fbúðarhúsa og fyrir dyr-
um stendur að byrja á byggingu
leigufbúða í tólf fbúða húsi, en
mikill skortur er á húsnæði hér
nú.
Á vegum Búðahrepps er hafinn
undirbúningur að varanlegri
gatnagerð.
I fyrrakvöld fór fram sprengi-
vinna í sambandi við íþrótta-
mannvirki, sem er i byggingu.
Ekki voru fbúar staðarins aðvar-
aðir um hvað f hönd færi og brá
mörgum ónotalega við, er húsin
hristust og drunur heyrðust.
Reyndar var það mikil mildi að
ekki skyldi hljótast af mann- eða
eignatjón, þvf grjótið þeyttist allt
að kilómetra frá sprengistaðnum,
en íþróttavöllurinn er steinsnar
frá innsta húsi bæjarins.
Fréttaritari.
Amanda Marga
opnar leikskóla
YOGA-hreyfingin Amanda Marga
opnar leikskóla að Einarsnesi 76,
Skerjafirði, 1. ágúst n.k., og
verður leikskólinn rekinn með
svipuðu sniði og aðrar slfkar
stofnanir. Tólf til 15 börn verða
tekin fyrir hádegi og annar eins
hópur eftir hádegið.
Allt starf i sambandi við leik-
skólann verður unnið í sjálfboða-
vinnu, en þar sem leikskólinn
nýtur engra styrkja verður gjald-
ið 10.000 krónur á barn fyrir
mánuðinn.
INNLENT
Skálholtshátíð á sunnudagiim
HIN árlega Skálholtshátið
verður á morgun, sunnudag, og
hefst með messu kl. 14. Biskup
Islands, herra Sigurbjörn
Einarsson og sr. Guðmundur
Öli Ölafsson þjóna fyrir altari
og sr. Heimir Steinsson prédik-
ar. Skálholtskórinn syngur
undir stjórn Glúms Gylfasonar
og við orgelið er Hörður
Áskeisson, forsöngvarar eru
Ingvar Þórðarson, Bragi
Þorsteinsson og Sigurður
Erlendsson. Trompetleikarar
eru Lárus Sveinsson og
Snæbjörn Jónsson.
Síðdegis, kl. 16:30 verður sfð-
an samkoma í krikjunni og
munu Helga Ingólfsdóttir, sem-
balleikari og Manuela Wiesler
flautuleikari flytja verk eftir
Handel og Mozart. Ræðu flytur
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra. Þá verð-
ur einnig frumflutt partíta eft-
ir Hallgrím Helgason og flytur
hana Glúmur Gylfason organ-
leikari. Samkomunni lýkur með
ritningarlestri og bæn sem sr.
Magnús Guðjónsson annast.
Þennan sama dag, þ.e. kl.
10:30 verður prestsvígsla í
Skálholtskirkju og vígir biskup
íslands herra Sigurbjörn
Einarsson, Gísla Jónasson, can.
theol. til skólaprests, en Kristi-
leg skólasamtök og Kristilegt
stúdentafélag hafa ráðið hann
til að gegna því embætti. Vfgslu
lýsir séra Jónas Gislason.
Vígsluvottar eru: Sr. Guðmund-
ur Öli Ölafsson, sr. Arngrímur
Jónsson sr. Jón Dalbrú Hró-
bjartsson og sr. Heimir Steins-
son.
I tengslum við Skálholtshátið
verður ferð frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 11:30 pg frá'
Skálholti kl. 18:00.
Pétur Dantelsson
Pétur á
Borginm
látinn
PÉTUR Daníelsson, hótel-
stjóri á Hótel Borg, lézt I sjúkra-
húsi I fyrrinótt 71. árs að aldri.
Veikindi Péturs bar brátt að, þvf
daginn áður hafði hann sinnt sln-
um störfum. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Rannveig Asgrfms-
dóttir og áttu þau einn son, en
Pétur lætur einnig eftir sig þrjú
börn frá fyrra hjónabandi.
Pétur Danielsson var fæddur 4.
febrúar 1906 í Björgvin á Stokks-
eyri, sonur Daniels Arnbjarnar-
sonar sjómanns og konu hans,
Þóru Pétursdóttur. Pétur lauk
framreiðslunámi i Danmörku
1929 og iðnréttindi f framreiðslu
hlaut hann 1943. Hann var fram-
kvæmdastjóri Hótel Skjald-
breiðar í Reykjavfk í 18 ár og
framkvæmdastjóri Hótel Borgar
frá 1960 til dauðadags.
Pétur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir stétt sfna, bæði
innanlands og f Norðurlandasam-
tökunum, og undanfarin ár hefur
hann annazt opinber boð rikis-
stjórnar, ráðherra og ráðuneyta i
Ráðherrabústaðnum.
Lítil loðnuveiði
LlTIL sem engin Ioðnuveiði er
enn fyrir norðan land, en i gær
fóru þrír bátar i land með afla, en
þá var farið að bræla á miðunum.
Harpa fór þá með 200 tonn til
Siglufjarðar og Vörður 70 tonn,
þá fór Gullberg með 40 tonn til
Bolungarvíkur.
Slæmir vegir
við Akranes
Akranesi 22. júlí.
ÞAÐ LIGGJA tveir þjóðvegir
út frá Akranesi, en eru báðir
ófærir eða illfærir venjuleg-
um bifreiðum þessa dagana.
Bifreiðastjóri frá Bifreiðastöð
Akraness talaði við fréttarit-
ara og bað hann að geta um
þetta. Hann sagði að það vekti
furðu, hve þessum vegum er
illa við haldið, þar sem mjög
miklir þungaflutningar til
Grundartanga við Hvalf jörð og
vfðar fara þarna um og fólks-
flutningar með bifreiðum I
sambandi við ferðir Akraborg-
ar.
Það er einnig fullyrt að
vegurinn hér að norðanverðu
við Hvalfjörð þoli engan
samanburð við veginn sunnan
við fjörðinn, hvað viðhald og
gæði snertir.
Kappakstrar halda áfram á
steyptu götunum á Akranesi
með mjög mengandi hávaða
púströrralausra bíla, bæði á
nóttu og degi.
Júlfus
Veidifélag um
Arnarvatns-
heiði stofnað
STOFNAÐ hefur verið
Veiðifélag Borgfirðinga á
Arnarvatnsheiði, en fyrr hefur
ekki verið veiðifélag um þetta
mesta veiðisvæði landsins. Að-
ild að veiðifélaginu eiga bænd-
ur á liðlega 60 jörðum f Hálsa-
hreppi, Hvílársfðuhreppi og
Reykholtsdalshreppi. Félagið
nær til 30 vatna og vatna-
hverfa á Arnarvatnsheiði, svo
og til fiskgengra áa og lækja,
sem í vötnin falla eða tengja
þau saman.
Verkefni hins nýja félags er
að viðhalda góðri fiskgengd á
félagssvæðinu og ráðstafa
veiði á þann hátt, sem hag-
kvæmast þykir hverju sinni.
Gæzlumaður hefur þegar verið
ráðinn og verður hann við
vötnin fram á haust, en veiði-
leyfi verða fyrst um sinn seld á
tveimur stöðum — í Ferða-
skrifstofunni Úrval og að
Húsafelli.
Græna slýið gæti
valdið ódaun af
T jörninni i haust
Kindabjúgu lækka
um 57 kr. kílóið
Verðlagsskrifstofan auglýsti f
gær nýtt verð á ýmsum unnum
kjötvörum og áleggi, en þetta
nýja verð felur f sér lækkun á
þessum vörum um 2—10%. Við
verðákvörðun þessa hefur verið
tekið tillit til hækkunar á svfna-
og nautakjöti fyrr á árinu, svo og
kauphækkana i sfðustu kjara-
samningum og á móti til aukinn-
ar niðurgreiðslu á kindakjöti.
Þær kjötvörur sem innihalda
mest af kindakjöti lækka þar af
leiðandi mest.
Samkvæmt upplýsingum verð-
lagsskrifstofunnar verður verð á
A FUNDI umhverfismálaráðs
Reykjavfkurborgar f gær var
fjallað um slý það eða grænþör-
unga, sem safnazt hefur fyrir á
Stóru Tjörninni f Reykjavfk f
miklu magni. Lfffræðingarnir
Þórunn Þórðardóttir og Konráð
Þórisson frá Ilafrannsóknastofn-
un gerðu ráðinu grein fyrir at-
hugunum á þessum þörungum,
sem ekki er endanlega búið að
greina til tegundar, en munu vera
einhvers konar skúfur. Töldu þau
að þarna væri um annars konar
þörunga að ræða en oft áður hefði
borið á á Tjörninni, sem væri
leirlos á bláþörungum, eins og sjá
má stundum enn á Litlu Tjörn-
inni. Aætlar Konráð, að á Stóru
Tjörninni sé 50—100 tonn af
þessum græna vatnaskúfi.
Ekki er vitað af hverju þessi
skyndilegi vöxtur á þörungum
þessum stafar nú, en ýmsar get-
gátur eru á lofti. Töldu þau Þór-
unn og Konráð nauðsynlegt að
rannsaka hvað þarna er á ferð-
inni. Jafnframt töldu þau að rotn-
un á öllu þessu magni gæti i haust
vínarpylsum óbreytt af þessum
sökum eða 903 kr. kilóið, en
kindabjúgu lækka úr 965 krónum
i 908 krónur eða um tæp 6%,
kjötfars úr 513 krónum i 503
krónur eða um rétt 2%, og kinda-
kæfa úr kr. 1317 krónur i 1182
krónur eða um 10.2% en af áleggi
lækkar lambasteik í loftþéttum
umbúðum mest eða úr kr. 2875
kílóið í 2710 krónur eða um 5,7%,
hangipylsa lækkar úr kr. 3275 í
kr. 3185 eða um 2,7% og rúllu-
pylsa lækkar úr kr. 2785 í 2655
krónum eða um 4,7%.
gengið svo hratt fyrir sig á botni
Tjarnarinnar, að það gæti valdið
súrefnisskorti á vissum svæðum i
Tjörninni, til tjóns fyrir lifrikið
þar, t.d. fyrir mýflugnalirfur og
fleira, og jafnframt kæmi þá við
rotnunína mikil fýla af Tjörninni.
En þetta færi að sjálfsögðu eftir
veðri. Lögðu þau þvi til að reynt
yrði að veiða upp hluta af slýinu
meðan það flýtur i vatninu og
fjarlægja það. En jafnframt að
reyna að auka flæði úr gosbrunn-
inum með því að hafa hann sem
mest i gangi, þvi þannig ykist
súrefni í vatninu og gæti það var-
ið litlu Tjörnina.
Að sögn Elinar Pálmadóttur,
Framhald á bls. 25
Prinsinn pant-
aði „svítu,, og
langferðabíl
AL Sabah, prins frá Kuwait,
var væntanlegur hingað í nótt
með skemmtiferðaskipinu
Vistafjord, og hefur pantað
langferðabfl, leiðsögumann og
sjávarrétti og „svítuna" á
Hótel Sögu fyrir daginn I dag.
Prinsinn kemur hingað með
13 manna fylgdarlið og mun
dvelja einn dag I Reykjavík.
Vistafjord er norskt
skemmtiferðaskip með 645
farþega, aðallega Þjóðverja, og
343 manna áhöfn. Var áætlun
sú að fara til Vestmannaeyja i
gær, en hætt við vegna veður-
ofsa þar og mun því skipið
leggjast á ytri höfnina í nótt,
vera hér einn dag og halda
siðan norður með landinu, en
hafa hvergi viðdvöl. Siðan
mun skipið sigla norður til
Long Year City, og þaðan
niður eftir strönd Noregs.
A1 Sabah prins kom hingað
einnig siðastl. sumar með sama
skipi. og pantaði þá sömu
þjónustu og nú.
Fáskrúðsfjörður:
Aflaverðmæti skut-
togaranna frá ára-
mótum276 millj. kr.
Fáskrúðsfirúi 22. júlf.
SKUTTOGARARNIR tveir hafa
aflað mjög vel að undanförnu og
lönduðu þeir nú f vikunnu tæpum
300 lestum af mjög góðum fiski;
óvenjulega stórum þorski. Núna
eru báðir togararnir f veiðiferð,
sem verður sú síðasta fyrir stöðv-
un þeirra vegna aflatakmarkan-
anna á þroskveiðum.
Heildarafli togaranna frá ára-
mótum er orðinn 3.790 lestir og
aflaverðmætið 276 milljónir
króna, sem skiptast þannig, að
Hoffell, sem farið hefur 19 veiði-
ferðir, en skipið hóf ekki veiðar
fyrr en í byrjun febrúar, hefur
fengið 1927 lestir og er verðmæti
þeirra 139,5 milljónir króna.
Ljósafell hefur einnig farið 19
veiðiferðir frá áramótum og aflað
1873 lestir, sem gera í aflaverð-
mæti 136,5 milljónir króna.
Um 80% togaraaflans er unnin
i Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar
h.f. og afganginum er ekið til
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur
til vinnslu þar.
Tveir humarbátar, frá Djúpa-
vogi og Breiðdalsvik, hafa lagt
upp afla hér hjá Pólarsild h.f.
Fréttaritari