Morgunblaðið - 23.07.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977
11
Það var fylgzt með af mikilli innlifun, en yngsta fólkið varð a8 standa við
sviSiS vegna þess hve bekkurinn var þétt setinn.
Kærleikurinn tekinn fyrir I upphafi dansleiks.
i sumarskapi.
Nauðsynlegt
að nýta
sólarorkuna
Spjallað við
Oft hafa menn velt þeirri
spurningu fyrir sér á hvern
hátt nýta megi sólarorkuna,
ekki sfzt nú hin slðari ár, er
augu þeirra hafa verid aó opn-
ast fyrir þvf að einhvern tfma
þrjóti orkulindir jarðarinnar.
Að undanförnu hefur' verið
staddur hérlendis þýzkur mað-
ur, Hans Rau að nafni, og hefur
hann nýlega skrifað bók um
nýtingu sólarorkunnar. Hans
Rau er verkfræðingur og hefur
skrifað bækur, starfað sem
blaðamaður og þýðandi og sfð-
ustu ár hefur hann verið á ferð
vfða um heim og m.a. safnað
efni f bók sína um sólarorkuna.
Hann fer fyrst nokkrum orðum
um efni bókarinnar:
—Bókin heitir „Heliotechnik
— Sonnenenergie in praktisch-
er Anwendung" eða „Sólar-
tækni — hagnýting sólarork-
unnar" og fjallað um reynslu
frá 40 löndum'um hvernig tek-
izt hefur að nýta þessa orkulind
okkar, sólina, sem skin 10—12
tíma á dag og jafnvel lengur og
ég þori að fullyrða að þetta er
merkileg bók, segir Hans Rau.
Hvað kom til að þú skrifar
um þetta efni?
—Árið 1956 var bandariski
sendiherrann i Bonn, prófessor
Conant, vel þekktur visinda-
maður og benti hann á á ráð-
stefnu sem haldin var að sólar-
orkan yrði æ þýðingarmeiri fyr-
ir okkur og fáum mánuðum
seinna var gefin út eftir mig
bók, sú fyrsta um þetta efni, og
hét hún einfaldlega sólarorkan
og var hún jafnframt þýzku út-
gáfunni gefin út i Bandarikjun-
um með sama tiltli.
—En 1975 skrifaði ég aðra
bók og er hún nú komin út í
þriðja sinn hjá þýzka forlaginu
Udo Pfriemer í MUnchen. í
bókinni er, eins og ég nefndi
áðan, greint frá reynslu i yfir
40 löndum viða um heim og eru
135 ljósmyndir og teikningar i
bókinni og rætt er um nýjustu
uppgötvanir til hagnýtingar sól-
arork7nnar.
Hefur bókin komið út í fleiri
löndum?
Hans Rau
Já, henni hefur verið nokkuð
vel tekið þó ég segi sjálfur frá
og hún þykir fremur aðgengi-
leg og auðveld aflestrar og þar
er lika að finna mikið af hag-
nýtum upplýsingum, en ég hef
ferðazt og skrifað viða til að fá
upplýsingar og það hefur nátt-
úrlega gengið misjafnlega. Bók-
in hefur þegar komið út í Dan-
mörku, en þeirri útgáfu hef ég
nýlokið við að ganga frá og i
september kemur út sænsk þýð-
ing, sem ég geng sjálfur frá, því
ég tala einnig nokkuð i sænsku
siðan ég dvaldi í Malmö um
tima, og siðar eru væntanlegar
útgáfur á spönsku, hollenzku,
itölsku og grísku. Og maður
sem ég hitti á ráðstefnu í Kairó
sagði að þessa bók yrði að þýða
strax á arabisku.
Það kemur á daginn að fyrir
utan sólarorkuskrif sín hefur
Hans Rau lagt stund á málanám
og talar nú um 10 tungumál,
m.a. itölsku, hollenzku,
frönsku, ensku, portúgölsku og
sænsku, sem áður er getið um.
Hans Rau sagði að uppi væri í
Þýzkalandi sterk hreyfing um
nýtingu sólar- og vindorkunnar,
samtök, sem i væru nú um 3.800
félagar. Stæðu þau fyrir allt að
fjórum ráðstefnum á ári sem
um 3.000 manns sætu, en aðal-
markmið samtakanna væri að
benda á nauðsyn þess að nýta
þessar orkulindir. Sagði Hans
Rau að þróun í þessum málum í
Þýzkalandi væri hröð, árangur
sæist jafnvel í hverjum mánuði
sem kæmi sér án efa vel fyrir
allt mannkyn.
Hér er sól-
arorkan
nýtt til að
hita mat, en
myndin er
tekin á Ind-
landi.
jatlantis!
í 11 lítra fötum
Nú seljum viö framvegis
á sama verði og framleiðandinn, þ.e
verksmiðjuverði.
—
Kvarz og úti spred. I
Byggingavöruverzlunin Virknih.f.
Ármúia 38, sími 85466 og 85471