Morgunblaðið - 23.07.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULl 1977
15
Zaire
— Hin botnlausa
risaáma Afríku
„AÐ framlengja þeim lánum,
sem Zaire hefur verið veitt,"
segir bankastjórinn þungbúinn
á svip og horfir um leið út um
gluggann á hinni loftkældu
skrifstofu sinni á hið skollita
Zaire-fljót, þar sem það liður
þungt og hægt, „hefur svipaðan
tilgang, eins og ef þjónarnir
hefðu raðað legustólunum upp
á ný á Titanic i siðustu ferð-
inni.“
Það er nákvæmlega þetta,
sem hinir vestrænu lánadrottn-
ar reyndu að gera á skuldaráð-
stefnu í París i lok siðasta árs.
Þvi að þetta stóra Afrikuríki er
gjaldþrota. Erlendar TSkuldir
Zaires eru taldar nema þremur
milljörðum dollara. Aðeins
þýzkum bönkum skuldar landið
750 milljónir marka, og það er
orðið langt síðan hætt var að
standa skil á vöxtum hvað þá
öðru.
„Á hinum tólf valdaárum
sínum hefur ríkisleiðtoginn
Mobuto með skírskotun til auð-
æfa lands síns lifað um efni
fram, og með þvi hefði eigin-
lega átt að vera búið að glata
öllu lánstrausti", segir banka-
stjórinn, en afhjúpar um leið
klípu síns eigin fyrirtækis: „En
e við veitum ekki Zaire stuðn-
ing eigi að síður, getum við
endanlega afskrifað lánsfé
okkar.“
Þess vegna safnar Zaire enn
skuldum: tröllsleg aðstoðarlán
frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum,
smágreiðar I tilefni heimsóknar
Mobutos til BrUssel frá fyrrver-
andi nýlenduveldinu Belgíu, 32
milljónif dollara á þessu ári úr
þróunarsjóði Bandaríkjanna,
tvihliða fjármagnsaðstoð frá
Evrópu — allt er þegið. Og þá
getur flokkur Franz Josefs
Strauss, sem af óskiljanlegum
ástæðum virðist vera í góðu vin-
fengi við Mobuto, ekki staðið
aðgerðarlaus. Þegar Strauss
var síðast i heimsókn i
Kinshasa, var um það samið, að
Hans-Seidel-stofnunin myndi
nú einnig láta þróunaraðstoð
við Zaire til sín taka.
„í Zaire er hægt að gera göð
viðskipti“, segir einnig hinn nýi
forsætisráðherra brosandi,
„Það þarf aðeins fjármagn." Og
Mobuto bendir sjálfur hiklaust
á það, að eftir þróun mála í
Angóla verði Vesturveldin að
treysta sambönd sín við Zaire
til að koma í veg fyrir pólitiska
þverbeygju, sem óhjákvæmi-
lega yrði tekin, ef lánaveitingar
væru stöðvaðar nú til hins stór-
skulduga lands.
Bíða eftir
endurgreiðslu
Sá efnahagslegi vitahringur,
sem mikill hluti Þriðja heims-
ins er staddur i, er vart i
nokkru landi í Afríku eins aug-
ljós eins og í Zaire. Þegar ætti
Zaire að verða að greiða um
þriðjung allra tekna sinna af
utanrikisviðskiptum i vexti og
afborganir af gömlum lánum.
Aðeins ný aðstoðarlán og prent-
un nýrra peninga i seðlabank-
anum gátu bjargað rikis-
búskapnum á síðastliðnu ári.
Hvernig hefur Zaire, sem að
mati allra Afríku-sérfræðinga
hefur einna mesta möguleika
til að blómgast efnahagslega
allra landa í álfunni, lent í þess-
ari aðstöðu, sem virðist nær
vonlaus? Einvaldurinn Mobuto
boðaói fyrir sex árum með for-
setatilskipun stórmannlega iðn-
væðingaráætlun fyrir land sitt.
En í stað þess að fjármagna
landbúnaðinn til þess að gera
þetta mikla land sjálfu sér nógt
að sem mestu leyti á sviði mat-
væla, var meira en milljarði
dollara varið til eflingar kopar-
iðnaðinum.
Mikinn hluta þess fjár, sem
til þess þurfti, aflaði Zaire sér á
frjálsum lánsfjármarkaði með
venjulegum vaxtakjörum. Al-
þjóðleg bankasamtök í Banda-
ríkjunum og Evrópu, sem þótti
Zaire .efnilegt viðskiptaland,
tóku lánbeiðnunum vel. Hin
rikisrekna koparnáma,
Gecamines, ein fékk þrjú lán til
stækkunar og eflingar námu-
rekstrinum alls að upphæð 220
milljónir dollara. Nöfn þeirra
banka, sem biða eftir endur-
greiðslum í Zaire, er langur og
virðulegur listi: Þar er hinn
frægi „Chase Manhattan
Bank“, Fjárfestingarbanki
Evrópu, ameriski Export-
Import-Bank og þýzkar,
japanskar, belgiskar og
franskar lánastofnanir.
„Það mætti kannski benda á
það“, segir hinn þekkti hag-
fræðingur John Kenneth
Galbraith, „að hinar alþjóðlegu
lánastofnanir dylja yfirleitt
kjarna málsins, en hann er sú
staðreynd að skuldunauturinn
getur ekki borgað, og að lán-
veitandinn hefur gert sig sekan
um stórkostlega skyssu að veita
lán yfirleitt við þessar að-
stæður — sem er andstætt öll-
um reglum um lánveitingar.
Þetta er þó i rauninni hættu-
laust fyrir þróunarlöndin, þvi
að þegar skuldir eru ekki
greiddar, er það aðeins einn,
sem líður fyrir það — nefnilega
sá, sem lét féð af hendi.“
Sú hringrás, sem hófst með
stjórnlausri dælingu milljarða-
upphæða, stöóvaðist á því
augnabliki, sem heimsmarkaðs-
verð á kopar tók að lækka á
kreppuárinu 1973. (Upp-
hæðirnar runnu að hluta til
kopariðnaðarins, en einnig til
matvælainnflutnings og kaupa
á ýmsum lúxusvörum, sviss-
neskum gullúrum o.fl.) Á árinu
1975 voru tekjur Zaires af
koparútflutningi 40% minni en
árið áður. Stórfelldar áætlanir,
sem kynntar höfðu verið með
lúðrablæstri, fóru úr skorðum.
Raflina, sem átti að flytja raf-
magn um 2000 kílómetra vega-
lengd frá Zaire-fljóti til kopar-
héraðsins, sem áður hét
Katanga, (kostnaðarverð 500
milljónir dollara), er langt á
eftir stórhuga áætlunum. Auk
þess mun hið mikla stolt Zaires,
Inga-virkjunin, geta framleitt
miklu meira rafmagn en landið
þarfnast um fyrirsjáanlega
framtið.
Jafnvel áhugi ríkisstjórnar-
innar sjálfrar á koparslegnum
útþensluáætlunum, sem krefj-
ast hundraða milljóna dollara
lánsfjár, hefur dvinað, þvi að
hið lága heimsmarkaðsverð og
löngu flutningaleiðir frá Shaba
um Ródesiu til hafna I Suður
Afríku gera útflutninginn að
hreinum taprekstri. Óhemju
fjárhæðir þyrfti til að ljúka
hinum ýmsu áætlunum, sem
byrjað hefur verið að fram-
kvæma, og jafnvel hinar gömlu
námur eru nú reknar með
minnkandi afköstum. Á svip-
aðan hátt og hin evrópsku
„smjörfjöir I birgðageymslum
iðnaðarþjóðanna hlaðast nú
upp „koparfjöll" I Zaire.
Mobuto hefur farið þá leið,
sem hlaut að enda I blindgötu.
Hann var liðsforingi I nýlendu-
her Belgiu og var gjörsneyddur
allri reynslu og þekkingu á
efnahagsmálum, er hann varð
einvaldur. Frá 1973 hefur hann
af þjóðlegum hvötum þjóðnýtt
nær öll einkafyrirtæki án þess
aó neinir þjálfaðir menn væru
hafðir tilbúnir til að taka við
rekstrinum.
Þýzkur kaupmaður hefur lýzt
því, hvað gerðist á næstu árum:
„Einkaverzlanirnar voru fyrst
afhentar zairískum einstakl-
ingum. Þeir seldu allar vöru-
birgóirnar, sem vegna reynslu-
leysir gátu þeir ekki séð sér
fyrir nýju lánsfé og urðu því
gjaldþrota eftir útsöluna. Þá
voru búðirnar faldar I umsjá
ríkisstarfsmanna, sem tóku til
við að höndla, en hugsuðu yfir-
leitt fyrst og fremst um að bæta
laun sin.“ í byrjun árs i fyrra
lofaði svo Mobuto þvi að af-
henda fyrri eigendum aftur
40% af fyrirtækjunum.
En menn eru að sjálfsögðu
hikandi við að leggja fé I fyrir-
tæki — sitt eigið fé — þegar
aðstæður eru jafnóvissar og
þarna. „Fjárfesting er vissu-
lega og einmitt mál, er varðar
traust — og traustið hefur ver-
ið eyðilagt," segir verzlunar-
maður.
Rlkisleiðtogi Zaires, Sese Seco Mobuto (til hægri) gerði hnefaleika-
keppnina I oktðber 1974, sem Muhammed Ali bar kostnaðinn af, I
Kinshasa að hátfð fyrir sjálfan sig.
Ævintýralegt
óhóf
Þegar hernaðarleg stjórn er
við völd, leynist ávallt sú hætta,
að hinum fyrri uppreisnar-
mönnum verði velt úr sessi á
sama hátt og þeir náðu völdum.
Þess vegna kosta helztu herfor-
ingjarnir kapps um það — og
þá fyrst og fremst Mobuto — að
tryggja sér ellilffeyri. Spilling
og frændsemisstjórn stendur
öllum framförum mjög fyrir
Framhald á bls. 25
Meerkatze (Reykjavlkuthöfn.
Ljósm Mbl. RAX.
„Þorskastríðið
var erfiður tími”
— segir skipstjórinn á Meerkatze sem nú
hefur kvatt íslandsmið fyrir fullt og allt
ÞÝZKA eftirlitsskipið Meerkatze
kvaddi íslandsmið í síðasta sinn á
miðvikudagsmorgun, en það verður
selt á næstunni og í stað þess kemur
nýtt og stærra Meerkatze sem nú er
i smíðum i Þýzkalandi.
Upphaflega hét Meerkatze, Andorn
Dhorn og var byggt sem rannsóknar-
skip og togari. Var skipið fyrsti tveggja
þilfara siðutogarinn í heiminum, byggt
árið 1955, en Þjóðverjar gerðu þá
miklar athuganir á því hvort hentaði
betur, tveggja þilfara togarar með skut-
rennu eða venjulegu síðutrolli, en eins
um borð i skipið, bæði frá Reykjavíkur-
höfn og ekki sízt skipherrum Landhelg-
isgæzlunnar ásamt forstjóra
í samtali við Morgunblaðið sagði
Harald Paetow skipstjóri, sem er 36
ára gamall, að þetta væri sin fyrsta og
um leið siðast ferð sem skipherra. þar
sem hann tæki nú við stöðu hafnar-
stjóra í H.mborg Kvaðst hann hafa
verið á sjó frá árinu 1956 og nú
nokkuð lengi á Meerkatze, eða í 3’/2 ár,
en um borð væri 32 manna áhöfn.
,,Ég hef alla tíð kunnað vel við mig á
íslandsmiðum, nema hvað í þorska-
Á aðalþilfari Meerkatze var hlaðið veizluborð og meðal gesta var Guðmundur
Kjærnested skipherra og kona hans, Margrét S. Kjæmested.
og allir vita varð skutrennan fyrir val-
inu.
Sem rannsóknarskip kom Andorn
Dhorn oft á íslandsmið og var þá við
fiskirannsóknir Meðal annars fann
skipið hinn fræga Dhornbanda vestur
af Vestfjörðum Það kom síðan að því
að nýtt rannsóknarskip var byggt sem
fékk nafnið Andorn Dhorn og gamla
skipið var þá gert að eftirlitsskipi og
fékk þá nafnið Meerkatze, og fyrir
nokkrum árum voru 2 teknir af nafn-
inu, er nýtt Meerkatze 2 var byggt
Áður en Meerkatze lét úr höfn í
Reykjavik var nokkrum gestum boðið
striðinu leið mér aldrei vel og þá gát-
um við aldrei leitað hafnar, það var
erfiður timi Hins vegar held ég að lífið
hafi þá verið miklu erfiðara hjá fiski-
mönnunum Þá — og nú segi ég sem
betur fer, — var okkur fyrirskipað af
þýzkum stjórnvöldum að aðstoða ekki
togarana þegar islenzku varðskipin
voru að ergja þá."
Um borð i Meerkatze hélt Paetow
ávarp þar sem hann þakkaði öllum sem
veitt hefði bæði skipshöfn Meerkatze
og þýzkum sjómönnum almennt að-
stoð á undangengum árum, siðan af-
henti hann allmörgum myndir af
Meerkatze til minningar um skipið.
Einar Thoroddsen yfirhafnsögumaður tekur við mynd af Moorkatze úr hondi
Paetow skipherra.