Morgunblaðið - 23.07.1977, Side 28

Morgunblaðið - 23.07.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULI 1977 Glóa bar sigurorð af Loku á Faxaborg Hvort verður það? — Það var Ægir sem sigraði í 250 metra stökkinu eftir harða baráttu vi8 Kóng. Knapi á Ægi er Vilhjálmur Hrólfsson en á Kóng Einar Karelsson. Ljósm. Þorsteinn Helgason HESTAÞING FAXA fór fram á skeiðvelli félagsins á Faxaborg við Hvítá um síðustu helgi. Fram fóru kappreiðar og gæðingar voru dæmdir. Þá voru einnig sýnd og dæmd kynbótahross. Hér á eftir verður greint frá úrslitum á kapp- reiðum og niðurstöðum dóma gæðinga en síðar verður sagt frá kynbótasýningunni og dómum kynbótahrossanna. Einnig fór fram keppni unglinga, 15 ára og yngri, og tóku 22 unglingar þátt i henni. í A-flokki gæðinga varð efstur Flugsvin. Guðbjargar Ólafsdóttur, knapi Jón Ólafsson, með einkunn- ina 8,60, en í öðru sæti varð Nótt, Eddi Hinriksdóttur, knapi Ragnar Hinriksson, með einkunnina 8,50 og í þriðja sæti varð Sörli Magnúsar Jósepssonar með einkunnina 7,96 Af klárhestum með tölti stóð efstur Penni, eigandi og knapi Reynir Aðal- steinsson, með einkunnina 8,40 Annar varð Kolskeggur, knapi og eigandi Bragi Ásgeirsson. með einkunnina 8,20 og þriðji varð Orm- ur, Sigriðar Númadóttur, knapi Örn Einarsson, með einkunnina 8,1 6 Skeiðhesturinn Fannar, Harðar G Albertssonar, Knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, sigraði í 250 metra skeiði á timanum 23,6 sek , sem teljast verður mjög góður timi miðað við aðstæður, en völlurinn var blaut- ur og þungur. Öðrum bezta tíman- um náði Grettir, Ragnars Hinriks- sonar, á 24,5 sek., en þess má geta að Grettir keppir á Evrópumóti ís- lenzkra hesta í Danmörku siðar í sumar og þá í skeiði. Þriðji varð Hrimnir, Fríðar Steinarsdóttur, knapi Sigurbjörn Bárðarson, á 25,0 sek Vafi, Erlings Ólafssonar, keppti þarna einnig en náði beztum tíma 25,2 sek Úrslitaspretturinn í 250 metra stökkinu var mjög spennandi en þar börðust um fyrsta sætið Ægir, Harð- ar G Albertssonar, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, og Kóngur, Jóhannesar Jóhannessonar, knapi Einar Karels- son. Hafði Ægir betur og sigraði á 19 1 en Kóngur var á sama tíma en sjónarmun á eftir í þriðja sæti varð Lotta, Steingríms Björnssonar, knapi Guðný B Þorgeirsdóttir, á 20 1 sek. Úrslitin í 300 metra stökkinu komu á óvart en þar voru það Loka, Þórdísar H Albertsson, og Glóa, Harðar G. Albertssonar, sem börð- ust um sigurinn. í úrslitahlaupinu tókst Glóu, knapi Sigurður Sæmundsson, að sigra á 22,3 en Loka, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, varð að láta sér nægja annað sætið á tímanum 23,2 sek Þriðji varð Eyfirðingur, Guðrúnar Fjeldsted á 23,9 sek. í 800 metra stökkinu sigraði Geysir, Helga og Harðar Harðarsona, knapi Vilhjálmur Hrólfsson, á 63,1 sek. Annar varð Gutti, Sigursteins Sigursteinssonar, knapi Einar Karelsson, á 65,0 sek. Hestar eftir TRYGGVA GUNNARSSON og þriðji Móði, Harðar og Sigur- björns, á 65,2 sek í 1500 metra brokkinu sigraði Móri, eigandi og knapi Skúli Kristjánsson, á 3 mín. 26,3 sek., annar varð Fasi, eigandi og knapi Jóhann Christiansen, á 3 mín. 35.8 sek. og i þriðja sæti varð Þytur, eigandi og knapi Ragnar Tómasson, á 3 mín. 38,2 sek. Faxi, Eggerts Hvanndal, knapi Eyjólfur ísólfsson, náði mjög góðum tíma 3 mín. 09.0 sek, en lá ekki allan tímann. Sem fyrr sagði verður nánar greint síðar frá dómum kynbóta- hrossanna. Þ.H. Reynir Aðalsteinsson á Penna, sem varð efstur af klárhestum með tölti. Sigfús, Rosemarie og Skúli Steins- son sigurvegarar á Murneyrum HESTAÞING hestamannafél- aganna Sleipnis og Smára var haldið á skeiðvelli félaganna að Murneyrum á Skeiðum um síð- ustu helgi. Mótið hófst kl. 5 á laugardag meií töltkeppni. Ágætt veður var nema hvað síðari hluta sunnudagsins var nokkur úrkoma. Efstur i A-flokki alhliða gæðinga hjá Smára varð Þytur, rauður, 1 1 vetra frá Hlemmiskeiði í Árnessýslu, eigandi Sigfús Guðmundsson, Vestra-Geldingaholti, með einkunn- ma 8,30 Annar varð Fáni, rauðbles- óttur, 8 vetra frá Hjaltastaðahvammi í Skagafirði, eign Höllu Sigurðar- dóttur, Hvítárholti, með einkunnina 8,28 og þriðji varð Roði, rauður, 1 5 vetra fæddur í Múlakoti í Borgar- firði, eign Guðmundar Magnússon- ar, Steinahlíð, með emkunnina 7,80 Fékk Sigfús Hreppasvipuna til varðveizlu næsta árið í B-flokki hjá Smára varð hlut- skarpastur Háleggur, brúnn, 8 vetra, fæddur á Stóru Mástungu, Gnúpaverjahreppi, eigandi Rose- marie Þorleifsdóttir, Vestur- Geldingaholti, með emkunnina 8,18 og hlaut hún Smárabikarinn í öðru sæti í þessum flokki varð Gletta, leirljós, 6 vetra frá Miðfelli, eign Magnúsar Gunnlaugssonar, Miðfelli með einkunnina 7,80 og þriðji Hrímfaxi, gráskjóttur, 8 vetra frá Miðfelli, einnig eign Magnúsar Gunnlaugssonar, Miðfelli, með einkunnina 7,66 Þá var einum félaga Smára veitt sérstök viðurkenning, Sveinsmerkið, fyrir góða ásetu og framkomu við hest sinn og hlaut það að þessu sinni Guðmundur Magnússon, Steinahlíð Af alhliða gæðingum hjá Sleipni sigraði Rauðinúpur, Skúla Steins- sonar, Eyrarbakka, með einkunnina 8,38 Þar sem þrjú ár verða að líða á milli þess að hestur hljóti Sleipnis- skjöldinn gat hann ekki fengið hann að þessu sinni, þvi skemmra er frá því að hann vann hann en þrjú ár Hlaut hann þess í stað Blesabikar- inn, sem Skúli Steinsson hefur gefið til minningar um gæðing sinn Blesa Sleipnisskjöldinn hlaut hins vegar Heyja, Skúla Steinssonar, með einkunnina 8 22 Heyja er undan Sörla frá Sauðárkróki og Blíðu Næstur kom Hamra-Jarpur. 10 vetra, frá Hömrum í Árnessýslu með einkunnina 8,20 eign Þorvalds Árnasonar, Eyra'rbakka, og þar næst Krummi, brúnn 8 vetra, fæddur í Eyjafirði, eign Magnúsar Hákonar- sonar, með einkunnina 8,1 8 í B-flokki varð efst Steinunn, grá, 5 vetra, eign Skúla Steinssonar, Eyrarbakka, með einkunnina 8,24 og annar varð Erpur, jarpur, 14 vetra, fæddur í Skagafirði, eign Skúla Steinssonar, með einkunnina 8,10 Þriðji varð Gammur, jarpur, 9 vetra, fæddur í Ártúnum, Rangár- vallasýslu. með einkunnina 7,98 en eigandi er Sigurjón Bjarnason, Hvoli Efsti hestur í þessum flokki fékk Glaumsbikarinn Af félögum Sleipnis hlaut Helgi Eggertsson, Selfossi, Riddarabikar- inn fyrir góða ásetu og framkomu við hest sinn í sameiginlegri töltkeppni Sleipnis og Smára sigraði Sigfús Guðmunds- son á Þyt, annar varð Pétur Behrens á Skálpa og þriðji Árni Svavarsson á Fífli í sérstakri barna- og unglinga- keppni sigraði Guðmundur A Sigfússon, Vestra-Geldingaholti, í flokki 1 2 ára og yngri, en af 13 ára og eldri sigraði Þorleifur Sigfússon Vestra-Geldingaholti á Spóla. Úrslit í kappreiðum urðu sem hér segir: 250 metra skeið: 1 Ás, Þorkels Bjarnasonar, knapi Birkir Þorkelsson, á 25,3 sek. 2. Skjóni, Helga Valmundssonar, knapi Magnús Guðmundsson, á 25,6 sek 3 Hrafnhildur, Más Ólafssonar, knapi Skúli Steinsson, á 25,9 sek 4 Sindri, knapi og eigandi Þorkell Þorkelsson, á 25,9 sek. 250 metra unghrossahlaup: 1 Gjálp, Gylfa Þorkelssonar á 1 9,3 sek 2 Reykur, Sigfúsar Guðmundsson- ar, knapi Þorleifur Sigfússon, á 19 7 sek 3 Blængur, Hróðmars Bjarnason- ar, knapi Sigurjón Bjarnason, á 20 3 sek. 300 metra stökk: 1 Mósi, Valmundar Gíslasonar, knapi Ingimar ísleifsson, á 22.8 sek 2 Gustur, knapi og eigandi Björn Baldursson, á 22,9 sek 3 Blákaldur, Hafþórs Hafdal, á 23 0 sek 800 metra stökk: . Rosti, Baldurs Oddssonar, á 66,1 sek. 2. Jeremías, knapi og eigandi Björn Baldursson, 66.3 sek. 3. Ljúfur, Sigurðar Sigurþórsson- ar og Gísla Þorsteinssonar, knapi Sigurður Sigurþórsson, á 66.6 sek. Sig. Sigm. SIGURSÆLL í RÖÐUM SLEIPNISMANNA — Skúli Steinsson situr hér hryss- una Hlýju en hún varð i öðru sæti í keppni alhliða gæðinga hjá Sleipni, en Skúli heldur i Rauðanúp. Á myndinni sjást verðlauna- gripirnir Sleipnisskjöldur- inn og Blesabikarinn. BESTU GÆÐINGAR SMÁRA í A-FLOKKI — Sigfús GuSmundsson á Þyt, Halla SigurBardóttir á Fána og GuSmundur Magnússon á Roða. Ljósm. Sig. Sigm. ÞAU STÓÐU SIG BEZT í FLOKKI BARNA 12 ÁRA OG YNGRI — Valgerður Gunnarsdóttir á Bonsinu, Hlin Pétursdóttir á Vini og Guðmundur A. Sigfússon á Kjána. Hjá þeim stendur Rosemarie Þorleifsdóttir. sem stjórnaði keppni barnanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.