Morgunblaðið - 28.01.1978, Page 3

Morgunblaðið - 28.01.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. JANÚAR 1978 3 Síld smyglað frá Noregi til Svíþjóðar t NVÚTKOMNU upplýsingabréfi Síldarútvegsnefndar segir, að Ijóst sé að mun meira hafi borizt á land f Noregi af slld af norsk- íslenzka sfldarstofninum en afla- skýrslur gefi til kynna. Þegar Ifða hafi tekið á síldarvertfðina f Nor- egi f haust muni hafa verið al- gengt að norsku vinnslustöðvarn- ar fengju „velútlátna vigt“, er þær sömdu um kaup á fersksfld- inni, enda muni umframmagnið hvergi hafa komið fram á skýrsl- um. Segir að ótrúlegar tölur hafi verið nefndar f þessu sambandi. I upplýsingabréfinu segir, að iögregluyfirvöld í Noregi séu nú að reyna að kanna þessi mál, en erfitt sé um vik þar sem síldin var lögð á lánd á mörgum og afskekkt- um stöðum á hinni löngu strand- lengju Norðvestur- og Norður- Noregs. Þá segir að norsk blöð, sem venjulega lofsyngi allt, sem við kemur norskum sjávarútvegi, hafi að mestu þagað um málið, en þó hafi SÚN nýlega borizt nokkr- ar úrklippur, þar sem skýrt sé frá þessum málum og þess m.a. getið, að heilar bílalestir hafi flutt smyglaða saltsíld („svarta síld“) yfir landamærin til Svíþjóðar. Kynna sér rekstur f iskim j ölsver ksmið j a í þremur löndum SEX menn halda utan á morgun á vegum sjávarútvegsráðuneytisins til að kynna sér rekstur fiski- mjölsverksmiðja f Færeyjum, Danmörku og f Noregi. Tillaga um þessa ferð var borin fram af Kristjáni Ragnarssyni formanni L.I.Ú. á fundi loðnusjómanna á Akureyri fyrir nokkru og þegar fulltrúar sjómanna ræddu við for- sætisráðherra um verðlagningu loðnu á Islandi var rætt um þetta mál og nú hefur sjávarútvegs- ráðuneytið boðið samtökum sjó- manna, útgerðarmanna og fram- leiðenda að senda menn f þessa ferð. Þeir sem fara í kynnisferðina eru: Agúst Einarsson frá L.Í.Ú., Gamalíel Sveinsson frá Þjóðhags- stofnun, Haraldur Gíslason fram- kvæmdastjóri Fiskimjölsverk- smiðjunnar í Eyjum, Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar í Keflavík, Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra og Óskar Vigfús- son formaður Sjómannasambands tslands. Ágúst Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir félagar myndu fyrst fara til Fær- eyja og kynna sér rekstur verk- smiðjunnar í Fuglafirði, síðan yrði haldið til Danmerkur og fiskimjölsverksmiðjur í Esbjerg og Hirtshals skoðaðar. Frá Hirts- hals yrði haldið til Bergen í Nor- egi, en þar er höfuðsetur norskra fiskrannsókna og verðlagningar- skrifstofur sjávarútvegsins í Nor- egi. Baráttuskemmtunin á Hallærisplaninu i dag BARÁTTUSKEMMTUN áhuga- fólks um verndun gömlu húsanna austan Aðalstrætis — húsanna kringum Hallærisplanið hefst kl. 2 i dag, laugardag, á Hallæris- planinu sjálfu við Björnsbakarf. Dagskráin verður á þá leið, að hornaflokkur leikur áður en fundurinn hefst en síðan talar fundarstjórinn, Pétur Gunnars- son rithöfundur. Þá flytur Hjör- leifur Stefánsson arkitekt ávarp, sýndur verður leikþáttur í flutn- ingi leiklistarskólanema, Þorvald- ur Friðriksson háskólanemi flyt- ur ávarp, kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, Guðrún Helga- dóttir háskólanemi talar, síðan verður hornablástur á ný en að því búnu talar einn ibúanna í Vík, Ólafur Gislason, þá verður söngur og harmónikuleikur, Þorgeir Þor- geirsson rithöfundur flytur ávarp, síðan syngur og leikur Spilverk þjóðanna og ioks verður borin upp ályktun fundarins. Aætlað er að dagskráin standi í eina klukkustund. Undirbúnings- nefndin hefur í dreifibréfi sagzt ætla að reyna að þurrka þjóð- hátiðarsvipinn sem mest af ásjónu fundarins og leggja meiri áherzlu á gleðina og baráttuand- ann en ræðuhöldin og fundurinn eigi að verða eins skemmtilegur og miðbærinn eigi að vera. Bæjarstjóm Njarðvíkur: 11% útsvar en fasteigna- gjöld 10% lægri en heim- ilt er samkvæmt lögum BÆJARSTJÓRN Njarðvíkur hef- ur afgreitt fjárhagsáætlun fyrir 1978 og er gert ráð fyrir að leggja á 11% útsvar, en fasteignagjöld verða 0,45% af íbúðarhúsum og 0,90% af iðnaðarhúsnæði, eða 10% lægri en heimilt er sam- kvæmt lögum. Helstu tekjuliðir eru: Útsvör kr. 167 milljónir, Að- stöðugjöld kr. 70 milljónir, fast- eignagjöld kr. 49 milljónir, gatna- gerðargjöld kr. 10 milljónir, jöfn- unarsjóður jtr. 32 milljónir, þétt- býlisfé kr. 5 milljónir. Helstu gjaldaliðir eru: Stjórn bæjarmála kr. 28 milljónir, almannatryggingar kr. 16 milljónir, heilbrigðismál kr. 11 milljónir, fræðslumál kr. 56 milljónir, félágs- og menningar- mál kr. 12 milljónir, rekstur iþróttamannvirkja kr. 24 milljón- ir, þrifnaður og hreinlætismál kr. 12 milljónir. Til nýframkvæmda verður var- ið, 140 milljónum, sem skiptast þannig: Varnanleg gatnagerð kr. 60 milljónir, ný íbúðarhverfi kr, 40 milljónir, íþróttahús, viðbygging kr. 20 milljónir, vatnsveitufram- kvæmdir kr. 18 milljónir. Þannig var umhorfs i stofunni i ibúðinni sem brann í Gaukshólum 2 i gærmorgun. Tjón á ibúð og innbúi varð mjög mikið. Ljósm. Mbl. RAX Mikið tjón í eldi að Gaukshólum 2 Starfsmenn Slökkvistöðvar- innar ónáðaðir með óþarfa símhringingum MIKIÐ tjón varð í eldi sem upp kom i Gaukshólum 2 i Reykjavik i gærmorgun, en engan sakaði. Ókunnugt er um eldsupptök. Slökkviliðinu í Reykjavik var tilkynnt um að eldur væri laus í íbúð á sjöttu hæð í fjölbýlishúsinu við Gaukshóla 2 kl. 8.12 í gærmorgun, að sögn Gunnars Sigurðssonar varaslökkviliðsstjóra. íbúar í nærliggjandi íbúðum til- kynntu um eldinn er þeir heyrðu rúður brotna og sáu reyk leggja út um glugga. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var töluverður eldur í íbúð H og hún full af reyk. Eldurinn var í stofu og var mestur í sófa þar. Kona með ungt barn bjó í íbúðinni en henni hafði verið hjálpað út úr henni. Atburðurinn hafði fengið mjög á hana og var hún og barnið flutt á slysa- varðstofuna vegna gruns um reykeitrun. Miklar skemmdir urðu í íbúðinni sem eldurinn kom upp i og einnig urðu nokkrar skemmdir vegna reyks á göngum sjöttu og sjöundu hæðar. Að sögn slökkviliðs- ins urðu ekki skemmdir af vatni, heldur eyðilagðist inn- bú í ibúðinni vegna elds og reyks. Gunnar Sigurðsson sagði að fólk í fjölbýlishúsinu hefði brugðist mjög vel við þeim ráðleggingum Slökkviliðsins að það héldi sig inni í íbúðum sinum og límdi borða fyrir dyr til að halda úti reyk. „Fólkið brást mjög vel og alveg rétt við óskum okkar. Við leggjum áherzlu á að fólk haldi sig i ibúðum sinum svo starf björgunarmannanna gangi vel. Það er hrein undantekning ef eldur kemst á milli ibúða i tilviki sem þessu,” sagði Gunnar. Gunn- Tvöfalt gler í stofuglugga splundraðist og dreifðist inn á stofugólfið. ar bætti við að starfsmenn slökkvistöðvarinnar hefðu verið truflaðir við störf sín af fólki sem hringdi á stöðina til þess eins að forvitnast. „Við vorum önnum kafnir við að leiðbeina íbúum hússins i gegnum síma og allar línur okkar rauðglóandi vegna þess að á sama tima var fólk sem heyrði í bílum okkar hringja og spyrja hvað um væri að vera. Þetta gerði það meðan við vorum á leið á brunastað og vissum í raun ög veru ekki hvað gerst hafði," sagði Gunnar að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.