Morgunblaðið - 28.01.1978, Page 26

Morgunblaðið - 28.01.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 Leiðbeiningar við útreikn- ing tekjuskatts, útsvars og fleiri opinberragjalda ’78 íviinunar á skattgjaldstekjum hjá skattstjóra, ef um hana er sótt, og færa hana í e-lið enda er ómögulegt að setja fram reglu um þetta atriði þar eð umsókn hvers framteljanda er metin sérstaklega. Þegar niðurstaða a, b og c-liða skv. framangreindum reglum er fengin skal finna prósentuhlutfall niðurstöðu- tölunnar með útsvarsprósentu ársins 1 977, þó aldrei hærri en 10%. Útkomu skal færa út á eyðublaðið lengst til hægri neðan við reiknaða útsvarsupp- hæð i 1. tölulið I 3. tölulið E-liðar skal reikna út lækkun útsvars vegna fjöl- skyldu á sama hátt og gert er í C-lið eyðublaðsins. Dragið nú útkomutölu 2. og 3. töluliðar E-liðar eyðublaðsins frá út- svarsupphæð í 1. tölulið E- liðar. Niðurstaða þessa út- reiknings er svonefnt tak- mörkunarútsvar. Hafi framteljanda, sem engan tekjuskatt á að bera, tekist að reikna út A, C, D og E-liði eyðublaðsins, þ.e. ónýttan persónuafslátt i A-lið, útsvar í C-lið, hámark ónýtts persónuafsláttar til greíðslu út- svars í D-lið og takmörkunarút- svar í E-lið þá getur hann séð hve háa upphæð ætla má að rikissjóður greiði af útsvari hans en það er lægsta upphæðin af hinum fjórum upptöldu niðurstöðum i A, C, D eða E-liðum eyðublaðsins. F. 2% álag á gjald- stofna úrsvara skv. lögum nr. 70/1977. Sjúkratryggingagjald er 2% af gjaldstofni álagðra útsvara 1 978, þó að frádregnum: a. bótum samkvæmt II og IV. kafla laga um almanna- tryggingar (í E-lið hér að framan sést hvaða bætur þetta eru). b námsfrádrætti er skattstjóh ákveður vegna þeirra er stunda nám a.m k sex mánuði á árinu; c. lækkun skattgjaldstekna (ivilnun) er skattstjóri ákveður samkvæmt 52. gr. skattalaganna; d i viðbót við þær fjárhæðir elli- og örorkulifeyrisbóta sem frá eru dregnar skv. a-lið þessa töluliðar, skal draga frá hjá þeim ein- staklingum sem nutu elli- ogkörorkulífeyris á árinu 1977, 300 000 kr , og hjá hjónum 500 000 kr Eigi skal gjald þetta lagt á þá sem ekki yrði gert að greiða útsvar væri það 10% af gjald- stofni til sjúkratryggingagjalds að frádreginni lækkun útsvars vegna fjölskyldu Sjúkratrygg- ingagjaldið skal á lagt í heilum hundruðum króna, þannig að lægri fjárhæð en 100 krónum skal sleppt G. Skyldusparnaður skv. lögum nr. 77/1977. Allir tekjuskattskyldir menn sem ekki eru orðnir 67 ára fyrir 1. janúar 1978, skuli á árinu 1978 leggja til hliðar fé til varðveislu i ríkissjóði sem hér segir.a. Eínstaklingar: 10% af skattgjaldstekjum skattársins 1977 að frá- dregnum 2.400.000 kr., auk 186.000 kr. fyrir hvert barn sem er á framfæri þeirra. b Samsköttuð hjón og karl og kona sem búa saman i óvigðri sambúð og heimild hafa til samsköttunar. 10% af skattgjaldstekjum skatt- ársins 1977 að frádregnum 3.100 000 kr., auk 186 000 kr. fyrir hvert barn sem er á framfæri þeirra. c. Hjón sem telja fram hvort i sínu lagi: 10% af skatt- gjaldstekjum hvors um sig á skattárinu 1977 að frá- dregnum 1 860.000 kr hjá hvoru, auk 93 000 kr. hjá hvoru fyrir hvert barn sem er á framfæri þeirra. Nemi munur vergra tekna til skatts og skattgjaldstekna hærri fjárhæð en 532.000 kr. hjá einstaklingi og hvoru hjóna sem telja fram hvort i sinu lagi, en 798 000 kr hjá sam- sköttuðum hjónum, skal hækka skattgjaldstekjur sam- kvæmt stafliðum a, b og c um þá fjárhæð sem munurinn er umfram þessar fjárhæðir, eftir þvi sem við á, og reiknast skyldusparnaður þá af þessum upphækkuðu skattgjaldstekj- um sbr. stafliði a, b og c. Hjá skattþegnum sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skal, áður en ákvæðum 2. mgr. er beitt, hækka vergar tekjur til skatts um þá upphæð sem tekjur af þessum störfum eru lægri en ætla má að laun þessara aðila miðað við vinnuframlag þeirra hefðu orðið ef þeir hefðu unnið starfið i þágu óskylds aðila. Önnur gjöld Onnur gjöld en að framan eru tilgreind, flest tengd atvinnurekstri, verða ekki talin upp hér, þó með eftirfarandi undantekningum: Slysatrygg- ing við heimilisstörf sem verður árið 1 978 4.368 kr. fyrir hvern aðila, Kirkjugarðsgjald sem er reiknuð ákveðin prósenta af út- svari, mishá hjá hinum ýmsu kirkjugarðsstjórnum. Kirkju- gjald, skv. núgildandi lögum lagt á einstaka framteljendur í Þjóðkirkjunni á aldrinum 16 — 67 ára, og samsvarandi gjöld sem aðrir þurfa að greiða annaðhvort til safnaða sinna eða til Háskóla íslands. Gjaldið er mismunandi hátt i hinum ýmsu sveitarfélögum. Á árinu 1977 var það í Reykjavik 2.000 kr. fyrir einstakling en 4.000 kr fyrir hjón. Barnabætur. Með hverju barni, sem heimilisfast er hér á landi, þar með talin stjúpbörn, kjörbörn og fósturbörn, sem ekki er fullra 16 ára i byrjun þess almanaksárs þegar skattur er lagður á og er á framfæri heimilisfastra manna hér á landi sem skattskyldir eru skv. 1 gr. skattalaganna, skal rikis- sjóður greiða barnabætur til framfæranda barnsins er nemi 63.900 kr. með fyrsta barni en 95.850 kr með hverju barni umfram eitt. Þó skal fjárhæð barnabóta skert um þær barna- bætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandi hefur fengið erlendis á skattárinu vegna barnsins. Barnabætur greiðast til fram- færanda barns að þvi marki sem eftirstöðvar nema þegar frá hafa verið dregnar greiðslur eftirtalinna opinberra gjalda framfærandans i þessari for- gangsröð: 1 Tekjuskatts sem á er lagður á greiðsluárinu. 2. Annarra þinggjalda sem á eru lögð á greiðsluárinu. 3 Ógoldinna þinggjalda frá fyrri árum. 4 Útsvars sem á er lagt á greiðsluárinu. 5. Aðstöðugjalds sem á er lagt á greiðsluárinu. Framanrituð ákvæði um barnabætur eru ákvæði 25. gr. laga nr. 63/ 1971, sbr. C-lið 9. gr. laga nr. 1 1/1 975. Auðvelt á að vera fyrir fram- teljanda eftir lestur þessara ákvæða að átta sig á hversu háar barnabætur hann fær á árinu 1 978 og hvernig greiðslu þeirra er háttað. Ef framteljanda hefur tekist að reikna út gjöld og ónýttan ptersónuafr _at á meðfylgjandi eyðublaði og ef hann hefur auk þess reiknað út barnabætur 1 978 eiga a.m.k. launþegar að geta áttað sig á hversu há opinber gjöld skv. skatt- og útsvarsskrám þeim ber að greiða á árinu 1978 að óbreyttum lögum þar um. Þeir sem hafa með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur standa ver að vígi en geta a.m.k. að einhverju marki stuðst við áætlunartölur með samanburði við fyrri ár. Fyrirframgreiddar barna- bætur. Fjármálaráðuneytið hefur, sbr. auglýsingu dags. 27. des. 1977, ákveðið að þeim gjald- endum sem vænta mega veru- legra eftirstöðva barnabóta til útborgunar við álagningu skatta árið 1978, gefist kostur á að sækja um að fá helming þeirra greiddan fyrirfram á fyrri hluta ársins 1978. Á umsókn- areyðublaði um fyrirfram- greiðslur barnabóta 1978 eru eftirfarandi leiðbeiningar: „Leiðbeiningar fyrir um- sækjanda Umsækjanda er bent á að fylgja nákvæmlega eftirfarandi leiðbeiningum og vanda út- fyllingu eyðublaðs og framtals, að öðrum kosti getur afgreiðsla umsóknar tafist eða henni verið hafnað. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að þeim gjaldendum, sem vænta mega verulegra eftirstöðva barnabóta til út- borgunar við álagningu skatta árið 1978, gefist kostur á að sækja um að fá helming þeirra greiddan fyrirfram á fyrri hluta ársins 1 978, samkvæmt eftir- farandi reglum: 1. Fyrirframútborgun fer ein- ungis fram til þeirra, er hafa fleiri en eitt barn á framfæri sínu, og einungis til þeirra, sem vænta má, að eigi meira en 60.000 kr. eftir af barnabótum sinum eftir að frá hafa verið dregin þau opinber gjöld. sem væntan- lega verða lögð á á árinu 1978, ásamt eftirstöðvum þinggjalda frá fyrri árum. Sé helmingur væntanlegra eftirstöðva barnabóta undir 30.000 krónum kemur hannekkitilútborgunarfyrir- fram. 2. Umsókn i tviriti skal senda skattstofu í umdæmi um- sækjanda 3. Umsókn skal fylgja skatt- framtali umsækjanda árið 1978. Umsókn og framtal skal leggja i umslag og ■merkja það: Umsókn um fyrirframgreiðslu barna- bóta 4. Ef um er að ræða sambýli fólks, sem átt hefur börn saman, skulu skattframtöl beggja sambýlisaðila fylgja umsókn. 5. Umsóknarfrestur er hinn sami og almennur skila- frestur framtala, þ e. 31. janúar' 1978. Þeir, sem hafa annan skilafrest fram- tala en að ofan greinir, skulu hafa sent inn umsókn í allra siðasta lagi 28. febrúar 1978. 6. Stefnt er að þvi að útborg- un barnabóta samkvæmt umsóknum, sem borist hafa innan 31 janúar 1978, hefjist i mars 1978. Út- borgun samkvæmt um- sóknum sem berast milli 1. og 28 febrúar hefst ekki fyrr en i apríl/maí 1978. 7. Skattstofa tilkynnir um- sækjanda ef umsókn er synjað en samþykktar um- sóknir munu berast hlutað- eigandi innheimtumanni rikissjóðs sem annast út- borgunina. Útborgun fyrirfram- greiðslu er háð takmörkun fjárhæðar skv. 1. tölulið að ofan og því að umsækjandi (og sambýlisaðili ef við á) eigi ekki vangreiddar eftir- stöðvar þinggjalda frá fyrri árum." Með þvi að reikna út vænt- anleg gjöld á árinu 1978 á margumræddu eyðublaði, nota neðsta hluta eyðublaðsins til samlagningar á væntanlegum gjöldum ársins 1978 og bera gjöldin saman við væntanlegar barnabætur getur framteljandi séð hvort og hve háar fyrir- framgreiddar barnabætur hann getur vænst að fá Aðeins þeir sem hafa fleiri en eitt barn á framfæri og mega vænta þess að barna- bætur til þeirra nemi hærri fjárhæð en 60.000 kr. eftir að heildarfjárhæð opinberra gjalda ársins 1978 hefur verið dregin frá barnabótum þeirra geta fengið barnabæt- ur greiddar fyrirfram. Fyrir aðra er tilgangslaust að sækja um fyrirframgreidd- ar barnabætur. Reykjavik 24. janúar 1978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.