Morgunblaðið - 28.01.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LATJGARDAGUR 28. JANÚAR 1978
35
,,Best að fara
öllu með gát”
- segja Torfusamtökin um skipulag Hallærisplansins
„Torffusamtökin', baráttusamtök
ffriðunarmanna gamalla húsa á Bern-
höfftstorfu og i Grjótaþorpinu, boð-
uðu til blaðamannafundar í gær.
Stjórnarfélagar samtakanna kynntu
þar greinargerð sína i tilefni skipu-
lagssýningar Reykjavíkurborgar á
Kjarvalsstöðum haustið 1976. Á
fundinum kom ffram mjög hörð gagn-
rýni á viðleitni eða öllu heldur getu-
leysi borgarstjórnar, eins og það var
orðað, til að glæða mannlifið i gamla
miðbænum. Þær tillögur, er
félagarnir beindu spjótum sínum þó
einkum að, varða Hallærisplanið
svonefnda og eiga að vera þáttur i
aðalskipulagi Reykjavikurborgar.
Var það álit þeirra stjórnarmanna er
tillögurnar kynntu, Guðrúnar Jóns-
dóttur, Sigurðar Harðarsonar og
Harðar Ágústssonar, að bæði væri
lagaleg meðferð þeirra einkennileg
og eins myndu þær að öllum líkind
um missa marks sem tilraun til að
gera miðbæinn meira aðlaðandi.
Þykir rétt að birta hér greinargerðina
i heild, en að henni standa auk
áðumefndra stjórnarmanna, Guðrún
Auðunsdóttir og Drifa Kristjánsdótt-
ir.
„Haustið 1 976 var haldin stór skipu-
lagssýning á Kjarvalsstöðum á vegum
Reykjavíkurborgar. I kynningarriti. sem
útbýtt var á sýningunni er m a komist
svo að orði í ávarpi borgarstjóra:
..Þróunarstofnun Reykjavikur hefur i
mörg ár unnið að endurskoðun aðal-
skipulagsins frá 1965 undir yfirstjórn
skipulagsnefndar Reykjavikur. sem
hefur rætt allar tillögur og hugmyndir
jafnóðum og þær hafa komið fram
Þótt talað sé um endurskoðun aðal-
skipulagsins. er réttara að segja. að hér
sé nýtt aðalskipulag á ferðinni"
Aðal markmið sýningarinnar var að
kynna borgarbúum hið nýja aðalskipu-
lag, sem þá var búið að samþykkja i
skipulagsnefnd borgarinnar áður en
borgarráð og borgarstjórn samþykktu
það endanlega
Þessi sýning var á margan hátt hin
merkilegasta og lofsvert framtak Sýn-
ingunni var skipt i nokkra aðalkafla
Einn þeirra kafla var nefndur ..Endur-
nýjun eldri hverfa" Það svæði sem
fjallað var um undir þeirri fyrirsögn
sést á meðfylgjandi korti og er nánar
tiltekið svæði sem afmarkast til vesturs
af Aðalstræti, Vesturgötu og Grófinni,
en i aðrar áttir af Vonarstræti, Amt-
mannsstig, Hallveigarstig, Þórsgötu.
Skólavörðuholti, Snorrabraut, Njáls-
götu, Rauðarárstig og Skúlatorgi
I umræddu kynningarriti stendur í
sama kafla: „Aðdráttarafl þessa svæðis
er einkum fólgið í þeim fjölda sér-
verslana og þjónustufyrirtækja sem þar
eru í nánum tengslum við ibúðarbyggð
og því þétta, gróna og fjölbreytta um-
hverfi sem þar er'\
Ennfremur má lesa eftirfarandi i
sama kafla
..íbúum athugunarsvæðisins hefur
að undanförnu farið stöðugt fækkandi
Árið 1945 bjuggu þar um 12000
manns, en nú er íbúafjöldinn þar ein-
ungis 5000 manns. Þar búa nú færri
börn og unglingar yngri en 1 9 ára og
fleira roskið fólk 50 ára og eldra en i
Reykjavík í heild
Margar upplýsingar um markmið og
leiðir mátti lesa á Kjarvalsstöðum og
var því eins og fyrr er getið hér um
lofsverða fræðslusýningu að ræða
Hvort almennt komu fram miklar
athugasemdir við það sem á sýning-
unni var er okkur ekki kunnugt um. en
borgarstjórn samþykkti tillögu að nýju
aðalskipulagi 25 4 1977.
Þetta kort sýnir þau svæði,
vegum Reykjavíkurborgar.
er til stendur að endurnýja á
óeðlileg vinnubrógð
BORGARSTJÓRNAR____________
Ekki verður nánar farið út í að gera
grein fyrir þeim tillögum, sem fram
komu á Kjarvalsstöðum hér, heldur eru
fyrrnefnd atriði dregin fram til skýring-
ar á því sem á eftir kemur Eins og
fram hefur komið í blaðaviðtölum hef-
ur nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavik
ekki enn verið lagt fram lögum sam-
kvæmt og þar af leiðandi ekki verið
staðfest og hefur því ekkert formlegt
gildi Skal þetta nú skýrt nokkru nánar
Skv V kafla skipulagslaga nr
1 9/ 1 964 á að auglýsa aðalskipulags-
tillögu formlega, eftir að borgarstjórn
hefur gengið frá henni og skipulags-
stjórn ríkisins fallist á framlagningu.
Tillagan á síðan að liggja frammi
almenningi til sýnis skv sérstakri aug-
lýsingu sem a m k á að birtast í Lög-
birtingarblaði, bæði uppdrættir og
greinargerð, i 6 vikur þannig að menn
eigi kost á því á þeim tíma og tveeim
vikum betur að koma á framfæri at-
hugasemdum við tiilöguna Um þær
athugasemdir þarf borgarstjórn síðan
aað fjalla, taka til greina eða hafna með
rökstuðningi Síðan fer málið á ný til
skipulagsstjórnar ríkisins sem metur þá
hvort hún mælir með þvi við félags-
málaráðherra að hann staðfesti skipu-
lagstillöguna Þegar búið er að stað-
festa hana, á að birta hana í Stjórnar-
tiðindum Þá — og þá fyrst hefur hin
nýja tillaga öðlast gildi
Deiliskipulagstillaga eins og hér er
um að ræða, það er um Hallærisplanið
á síðan að vera innan þess ramma,
sem aðalskipulagið setur skv 9 gr
reglugerðar nr 217/ 1966 og þarf
a m k þegar um er að ræða land í
einkaeign að fá samskonar meðferð og
aðalskupulag. þ e auglýsingu og
staðfestingu
Af þessu sést að skipulagslögin
ganga út frá því, að almenningi gefist í
tvigang i sliku tilfelli sem hér um ræðir
gott ráðrúm til að kynna, sér skipulags-
tillögur og rökstuðnmginn að baki
þeirra
Það eru því ákaflega óeðlileg vinnu-
brögð sem' hér hafa átt sér stað að
leggja fram til samþykktar i borgar-
stjórn deiliskipulagstillögu sem brýtur
algjörlega í bága við staðfest skipulag
frá 1967, sem enn er í fullu gildi skv.
framansögðu.
Þvi má spyrja Af hverju hefur tillaga
að aðalskipulagi sem samþykkt var í
borgarstjórn fyrir tæpu ári ekki verið
lögð fram skv. lögum?
I blaðabiðtali við skipulagsstjóra
ríkisins nú nýverið tekur hann fram, að
tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi
hafi verið sendar til baka, þar sem
greinargerðir hafi ekki verið nægar og
að auki hafi uppdrættir verið gerðir á
úrelt grunnkort Skipulagsstjóri lýsir
þeirri skoðun sinni í sama blaðaviðtali
að deiliskipulagstillagan fyrir Hallæris-
planið brjóti ótvirætt i bága við
gildandi aðalskipulag
Raunveruleg aðalskipulagstillaga
eins og lögin gera ráð fyrir virðist
samkvæmt þessu ekki vera til, þannig
að hæf sé til framlagningar
í Ijósi þessa er alveg óskiljanlegt
hvílikt ofurkapp er lagt á að samþykkja
deiliskipulagstillögu sem hlýtur skv
framansögðu að vera formlega mark-
laust plagg
Flestum mun hafa brugðið í brún,
þegar þeir lásu grein borgarminja-
varðar og sáu að engin byggingarsögu
leg könnun hefur farið fram á húsum á
svæðinu. en skv tillögunni á að rifa
allt að 1 1 hús.
Ekki virðist umhverfismálaráð borg-
arinnar hafa fjallað um tillöguna Eðli-
legt virðist þó að hafa nána samvinnu
við fyrrgreindaaðila við gerð slikrar
tillögu
„VAKTMAOUR
MEÐ HUND
___________OG BYSSU"_______________
Þvi hefur verið haldið fram i blaða-
viðtölum af fleiri en einum ábyrgum
aðila, að sú tillaga sem nú liggur fyrir
sé liður i þeirri viðleitni að færa lif i
miðbæmn
Tillagan gerir ráð fyrir að 5000 fm
húsnæði sé rifið, húsnæði, sem nú er
að lang mestu leyti i fjölbreytilegri
notkun Síðan á að byggja upp á ný á
svæðinu sem hér segir
1 5000 fm atvinnuhúsnæði m ö o
sama byggingarmagn og fyrir er
2 6000 fm ibúðarhúsnæði, þetta
rými er talið samsvara 80 litlum
ibúðum
3 Að auki á svo að byggja stóreflis
2ja hæða byggingu yfir allt Hallæris-
planið og vestasta hluta Austurstrætis
Undir þeirri byggingu er gert ráð fyrir
bifreiðageymslu fyrir 140 bíla
Um fyrsta þáttinn er það að segja.
að engar likur eru á þvi, að nýtt
atvinnuhúsnæði af sömu stærð og fyrir
er. auki á fjölbreytileika í atvinnurekstri
eða hafi afgerandi áhrif á „lífmyndun"
Um íbúðirnar 80 er það að segja. að
erfitt hlýtur að vera með þvi fyrirkomu-
lagi sem sýnt er að láta þær standast
ákvæði byggingarsamþykktar Reykja-
vikur, en skv henni skal fylgja hverri
íbúð tiltekið svæði fyrir börn (leik-
svæði) utanhúss Samsvarandi ákvæði
eru einnig í 17. gr reglugerðar félags-
málaráðuneytisins um gerð skipulags
áætlana nr 217/1966 Ennfremur
virðist i tillögunni gert ráð fyrir að hluti
þessara íbúða snúi i norður, en sam-
kvæmt byggingarsamþykkt má ekki
leyfa slikar ibúðir.
E.t.v. er ætlunin að samþykkja ein-
Félagar í stjórn Torfusamtakanna: frá v. Drífa Kristjánsd.,
Guðrún Jónsd., Hörður Ágústsson og Sigurður Harðarson.
hver sérákvæði, sem gildi um þessar
íbúðir svo sem það, að þarna megi
eingöngu búa einhleypingar, barnlaust
fólk eða aldraðir, en samkvæmt þvi
sem sagt var i ritinu á skipulagssýning-
unni á Kjarvalsstöðum eru það ekki
beinlinis þeir hópar fólks. sem skortir i
þessum borgarhluta
Vafasamt má því telja, hvort þessi
aðgerð er i samræmi við sett markmið
Og hvernig á svo að tryggja, að þessar
80 ibúðir, sem tillagan gerir ráð fyrir,
verði ekki teknar samstundis til
annarra þarfa s.s fyrir skrifstofur
o.þ.h?
Varðandi síðasta atriðið. yfirbygg-
ingu sjálfs torgsins er það að segja. að
slikar hugmyndir er búið að fram-
kvæma fyrir mörgum árum erlendis en
með misjöfnum árangri
Þetta er dýr framkvæmd og áhættu-
söm, hvernig sem á hana er litið og
vart verður aftur snúið, ef illa tekst til
Reynsla erlendis frá er ákaflega viða
sú, að ekki hefur tekist að halda þeirri
starfsemi sem til stóð Hér er ekki á
ferðinni neitt „Kúlturhús" eins og
stofnað er til víða erlendis enda trúlega
ofviða ekki stærri borg en Reykjavík að
halda sliku gangandi af þeirri stræðar-
gráðu sem hér er fitjað upp á
í nágrannalöndum okkar er
verslunartorgum sem þessu lokað á
ákveðnum tima og þá tekur við vörslu
vaktmaður með hund og byssu Ekki
væri gott, ef endirinn yrði sá i henni
Reykjavik
HVER VILL SVONA
__________SKIPULAG?_____________
Mjög vafasamt má þvi telja. að þessi
framkvæmd sé til nokkurs góðs fyrir
gamla miðbæinn heldur öfugt
Ef litið er á umhverfislega þætti i
þessu sambandi er af ýmsu að taka í
fyrsta lagi er ástæða til að benda á það,
að tengsl Austurstrætis og Aðalstrætis
eru algjörlega rofin Þegar búið er að
byggja 2ja hæða bygginguna á torginu
lokar hún Austurstræti til vesturs og
engin hús sjást við Aðalstræti nema
efsti hluti Morgunblaðshússins
Torgbyggingingin er það há, að hún
nær upp fyrir svalirnar á Breiðfjörðs-
húsi (Fjalakettinum, Aðalstræti 8) og
vel yfir mæni á Aðalstræti 10 því
fornfræta húsi
Fyrirhuguð hækkun á Aðalstræti 9
(Markaðnum) virðist aftur á móti jafn-
gilda þrefaldri mænishæð á Aðalstræti
10 Ekki sýnir þetta mikla tiilitssemi
gagnvart þessu húsi, sem reist er að
frumkvæði Skúla fógeta. einu sögu-
frægasta húsi Reykjavikur
Með þessum aðgerðum er Aðal-
stræti, elsta gata borgarinnar, orðin að
dimmu og óaðlaðandi húsasundi, sem
helst yrði notað til að komast í og úr
einhverjum neðanjarðarbyrjum fyrir
1 40 bíla Hver vill þetta?
Misræmið í götumynd Aðalstrætis er
augljós og báknið austan götunnar
hlýtur að rýra stórlega lífs- og starfs-
skilyrði i Grjótaþorpinu
STÖÐVA VERÐUR
FÓLKSFLÓTTANN"_____________
Við fangsefni það, sem hér er verið
að fást við er flóknara en svo að til séu
nokkrar „patentlausnir" á þvi, hvað
gera skal, ef ná á fram því markmiði að
heimta úr helju gamla miðbæmn i
Reykjavík
Áreiðanlega er þó eitt fyrsta skrefið
til björgunar það að vinna að þvi að
stöðva með öllum tiltækum ráðum,
m.a með markvissri lánafyrirgreiðslu
til viðhalds og endurbóta húsa á
ákveðnum svæðum, fólksflóttann úr
hverfunum umhverfis kvosina og gera
þau að góðum ibúðarhverfum.
. Það eru engin húsaverndunarsamtök
svo skyni skroppin, að þau haldi þvi
fram að allt sé gott sem gamalt er. en
það er áreiðanlega öllum fyrir bestu.
að i þessu máli sem svo mörgum
öðrum sé sýnd full gát, nærfærni sé
’gætt i umgengni gagnvart gömlum
húsum og gömlum hverfum
Yfirbyggt hallærisplan eins og nú er
á dagskrá stefnir í öfuga átt "
(ath. millifyrirsagnir Mbl.)