Morgunblaðið - 28.01.1978, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
47
Birgir Björnsson um ieikinn við Dani í dag:
„Um líf og dauða að
tefla fyrir bæði lið"
Jón og Árni verða báðir með í dag
GUNNAR Einarsson landsliðsmarLvörður á við lítils háttar meiðsli að
strfða í dag og sagði Birgir Björnsson, að hann reiknaði ekki með að
meiðslin væru alvarleg og taldi víst að Gunnar gæti leikið með á mðti
Dönum í Randers. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenzkum tíma og
verða dómararnir rúmenskir. Islenzka landsliðið hefur ekki verið
valið en Ifklegt er að ein breyting verði gerð á liðinu, Jón H. Karlsson
komi að nýju inn. Hann æfði með liðinu f morgun og sagðist ekki hafa
fundið það mikið fyrir meiðslunum að hann gæti ekki leikið. Eitt
dönsku blaðanna velti því fyrir sér í dag hvort Árni Indriðason fengi
leikbann í einn leik vegna útilokunarinnar f leiknum gegn Sovétmönn-
um en slfkt hefur ekki við rök að styðjast að sögn landsliðsnefndar-
manna og verður Arni örugglega í liðinu á móti Dönum.
— Leikurinn við Dani er upp á
líf eða dauða fyrir bæði liðin,
sagði Birgir Björnsson í dag. Það
verður því örugglega um mikinn
baráttuleik að ræða og hvergi
Ársþingið
haldið hér
ÁRSÞING Álþjóða handknatt-
leikssambandsins verður haldið á
tslandi f septembermánuði n.k.
og er reiknað með um 200 gestum
á þingið. Undirbúningur þingsins
hefst strax að lokinni Heims-
meistarakeppninni.
verður gefið eftir, sagði Birgir.
Leif Mikkelsen þjálfari danska
liðsins sagði f dag að hann liti á
íslenzka liðið sem mjög erfiðan
andstæðing. Hann sagði að það
væri sérstaklega erfitt að gæta
Björgvins E iörgvinssonar, sem
væri mjög ste -kur línumaður.
Aðal verke.'ni íslenzku varnar-
mannanna verður að gæta þeirra
Anders Dahl-Nielsen og Michael
Berg. Þeir eru hálft danska lands-
liðið og þó að línumennirnir
dönsku hafi staðið sig vel á móti
Spáni var það fyrst og fremst
skipulagsleysi spænsku leik-
mannanna að kenna að þeir skor-
uðu mörg mörk af línunni.
— Ég á von á því að Rússar
vinni C-riðilinn með fullu húsi
£ >
Þeir JónH. Karlsson og Arni Indriðason verða báðir með f leiknum
gegn Danmörku í dag.
stiga úr þvi sem komið er og fari
með tvö stig með sér i milliriðil,
sagði Birgir Björnsson. — Spurn-
ingin er svo bara sú hvort það
verðum við eða Danir, sem kom-
ast áfram. Það kemur ekki í ljós
fyrr en að loknum síðasta leikn-
um í riðlinum hvor þjóðin það
verður en ef við sigrum Danina
eigum við að verða í hópi þeirra 8
beztu í heiminum.
Spænski markvörðurinn sagði i
blaðaviðtali í dag að hann ætti
ekki von á því að Spánn fengi stig
í keppninni fyrst liðið hefði tapað
Ólarnir óheppnu
ÓLAFUR H Jónsson fyrrum landsliðs-
fyrirliði er vænfanlegur hingað til Dan-
merkur um helgina Ekki er vist að
hann sjái leiki íslands, heldur sagði
Axel Axelsson i dag. að Ólafur myndi
fylgjast með riðli þeim, sem Ungverjar
leika i en lið þeirra Ólafs og Axels,
Dankersen, mætir næst ungverska lið-
inu Honved í Evrópukeppni meistara-
liða Fleiri fyrrum islenzkir landsliðs-
menn eru komnir hingað til að fylgjast
með keppninni Nefna má Ólaf Bene-
diktsson markvörð, sem kom hingað á
þriðjudaginn frá Sviþjóð Og loks er að
nefna það að einn Ólanna þriggja, sem
léku með lansliðinu i Austurríki. Ólafur
Einarsson. er ekki með nú Ólafur Ein-
arsson yfirgaf félaga sina i landsliðinu i
dag og fór til Kaupmannahafnar Vildi
hann heldur dvelja þar fram yfir helgi
hjá skyldmennum en með islenzka lið-
inu á Hótel Scanticon Hefur það
örygglega verið allt annað en gaman
fyrir hann að dvelja þar og fylgjast með
undirbúningi landsliðsins en geta ekki
tekið þátt i honum sjálfur
Frá Agústi I. Jónssyni
blaðamanni Morgunblaósins
á Heimsmeistarakeppninni
f handknattleik:
fyrir Dönum með fjögurra marka
mun. Gaf hann i skyn að bæði lið
Sovétríkjanna og Islands væru
betri en það danska. Dönsku
blöðin skrifa mjög mikið um
Heimsmeistarakeppnina og
virðast dönsku landsliðsmennirn-
ir ekki geta farið á salerni án þess
að ljósmyndarar fylgi þeim þang-
að. Velta dönsku blaðamennirnir
því mjög fyrir sér hvað sé að
Anders Dahl-Nielsen þessa
dagana, hann sýni ekki þá leik-
gleði, sem hann sé þekktur fyrir.
Við skulum vona að Anders verði
ekki búinn að taka gleði sína að
nýju í leiknum á laugardaginn.
Með honum fellur eða stendur
danska liðið.
Ræða enn um
skaðabætur
ENN ræða Danir um að krefjast
skaðabóta frá Islendingum vegna
svika eins og þeir orða það þegar
íslenzka landsliðið mætti ekki til
auglýsts leiks gegn Arhus KFUM
á þriðjudaginn. Upphæðirnar.
sem þeir nefna sem skaðabætur,
eru á bilinu 3—10 þúsund krónur
danskar eða allt að 380 þúsund
íslenzkar krónur. Ennþá hefur
HSf ekki borizt nein krafa um
skaðabætur, enda verður slfkum
kröfum ekki sinnt því HSl-menn
telja mistökin algerlega vera
Dananna sjálfra.
„Við verðum að vara
okkur á íslendingum"
- sögðu dönsku blöðin eftir leik íslands og Sovétríkjanna
Skruppu í
ÆFING var hjá islenzka landslið
inu i morgun en siðan var lands
liðsmönnunum gefið fri til þess
að skreppa i bæjarferð. Siðdegis
var horft á leik Spánverja og
Dana á myndsegulbandi og loks
var ráðgerð bióferð um kvöldið.
Tímarnir fyrir leikinn verða einnig
notaðir til þess að fara yfir ýmis
atriði í sambandi við leikinn. Lið-
ið verður tilkynnt um hádegisbil
ið og ef tími gefst til verður kíkt á
leik landsliðsins gegn Rússum.
„ ÍSLENDINGARNIR þreyttu
rússneska björninn" var fyrirsögn á
grein Johns Björklund i BT i dag og
þesSi fyrrverandi landsliðsþjálfari
Dana fer lofsamlegum orðum um
leik íslendinga. Hann segir að
íslenzka liðið hafi komið mjög á
óvart með góðum leik og segir að „Í
Magnússyni (Einari) eigi íslendingar
góða skyttu. sem Danir verða að
gæta vel. Sömuleiðis verði þeir að
gæta Axels Axelssonar, sem leiki i
vestur-þýzka meistaraliðinu Danker-
sen". Aðaleinkenni leiks íslands við
Rússana segir hann hafa verið að
íslendingarnir hafi leikið betur en
nokkurn óraði fyrir. Auk þess hefðu
þeir haft með sér æsta stuðnings-
menn, sem öskruðu á þá allan leik
inn og þessir rúmlega 200 áhorfend-
ur hefðu getað látið þakið fjúka af
höllinni.
Björklund kveðst ekki vera viss um
hvort Rússarnir hafi sýnt allt sem þeir
geti. Eftir að hafa náð góðri forystu í
leikhléi hafi þeir misst leikinn niður i
eins marks mun en þá tekizt að auka
muninn aftur ..Hafa Rússarnir ekki
enn látið grímuna siga," spyr Björk
lund Hann segir að Maximov hafi
stjórnað spilinu í sókninni en i vörninni
hafi Tchernyshev gnæft upp úr i bók-
staflegum skilningi, en þessi risi, 2,07
metrar, sé eins konar sambland af
grínleikaranum Freddy Albeck og hroll-
vekjunni Frankenstein og erfitt sé að
eiga við slika menn (Þessi kappi sást á
mynd á iþróttasíðunni i gær. varnar-
maður nr 10 á myndinni þar sem
Gunnar Einarsson sótti að markinu)
í Berlingske Tidende segir, að is-
lendingar geti orðið skeinuhættir, þeir
hafi veitt Rússum miklu harðari mót-
stöðu en búizt hefði verið við Leif
Mikkelsen. landsliðsþjálfari Dana.
horfði á leikinn og hann sagði að
íslendingar væru álika erfiðir and-
stæðingar og Spánverjar Hann sagði
að miklar framfarir hefðu orðið hjá
Islendingum siðan i haust og munaði
mestu um að nú lékju með leikmenn
sem spiluðu með liðum i V-Þýzkalandi
og hefði einn þeirra, Axel Axelsson.
verið bezti maður liðsins Leif Mikkel-
sen sagði að Rússarnir hefðu skotið
mjög vitlaust á Gunnar Einarsson og
því hefði hann varið svona mörg skot.
en Danirmr myndu ekki láta slíkt henda
sig þvi þeir þekktu veikleika Gunnars
Jyllandsposten sagði að leikur ís
land gegn Rússum hefði kennt Dönum
að þeir þyrftu að vera vel á verði gegn
íslandi. ísland hafi látið Sovétmennina
vinna fyrir sigrinum og góð frammi-
staða íslands hafi komið á óvart sér-
staklega vegna þess að liðið hafi misst
..varnarklettinn” Árna Indriðason útaf
mjög snemma i leiknum
Þróttur - Fylkir:
leikur helgar-
innar í 2. deild
EFTIRFARANDI leikir fara fram i
meistaraflokki íslandsmótsins i hand-
knattleik um helgina Aðalleikur
helgarinnar verður viðureign Þróttar og
Fylkis í 2 deild karla i dag, en það er
einn af úrslitaleikjunum í deildinni
Laugardagur
íþróttahúsið i Njarðvík
Kl 1 6. UMFN — Týr, 3 deild karla
íþróttaskemman á Akureyri
Kl. 14. KA — ÍR. 2 deild kvenna
Kl 1 5, Þór — Ármann, 1 deild
kvenna
Kl 1 6, Dalvik — ÍA, 3 deild karla
Laugardalshöll
Kl 15.30, Þróttur — Fylkir, 2 deild
karla
Kl 16 45, Leiknir — Stjarnan, 2.
deild karla
Sunnudagur
íþróttahúsið í Njarðvík
Kl 13. UMFN — UBK, 2 deild
kvenna
Kl 14. ÍBK — UMFG, 2 deild
kvenna
Laugardalshöll
Kl 20.30, Vikingur — Valur, 1 deild
kvenna
Fyrstu punkta-
mótin í vetur
FVRSTU punktamót vetrarins á skiðum
verða haldin i skiðasvæðum Reykjavik-
ur i dag og á morgun Keppt verður í
alpagreinum i Skálafelli
Kl 13 i dag hefst þar keppni i
stórsvigi og á morgun kl 12 verður
keppt í stórsvigi Nafnakall verður hins
vegar 1 Vi klst fyrir keppni, báða
dagana Kringum 50 keppendur eru
skráðir til keppm i Skálafelli, frá
Reykjavik. ísafirði. Húsavik. Siglufirði
og Akureyri
Við Skiðaskálann i Hveradölum
verður punktamót i göngu og verður
keppt í 5 km, 7.5 km, 10 km og 1 5
km Keppni hefst þar í dag kl 13 og
aftur á sama tima á morgun
LEEDS
ÍBANN
LEEDS United var í gær bannað að
leika bikarleiki á heimavelli sinum,
Elland Road, næstu þrjú árín vegna
mikilla óláta meðal áhorfenda sem
urðu þar nýveríð f bikarleik liðsins
gegn Manchester City.
Enska knattspyrnusambandið tók
ákvörðun um þetta bann og einnig var
félaginu gert að setja upp girðingar við
völlinn til þess að koma í veg fyrir að
áhorfendur ryddust inn á hann. Þetta
er þriðja meiriháttar aðgerðin gegn
Leeds á örfáum árum vegna slæmrar
hegðunar áhangenda liðsins.
Heim á mánu-
dag ef allir
leikir tapast
TAKIST svo slysalega til að íslendingar
tapi leikjum sínum gegn Dönum og
Spánverjum í ríðlakeppninni um helg
ina er liðið þar með úr leik í keppninni.
Farí svo heldur liðið heimleiðis á
mánudag Ef liðið kemst áfram
keppnina um 8 efstu sætin leikur það
áfram hér i Árósum og nágrenni en i
keppninni um 9. —12. sætið verður
leikið i Kaupmannahöfn og nágrenni.
Grétu víst
örugglega
í FRÉTT um leik Dana og Spónverja á
íþróttasiðunni i gær féll aftan af sá kafli
fréttarínnar, sem fjallaði um grát Spán-
verjanna eftir leikinn og kom þvi fyrir-
sögnin eins og skrattinn úr sauða
leggnum. í þessum kafla stóð, að
Spánverjunum hefði orðið svo mikið
um ósigurinn að sumir þeirra hafi
yfirgefið völlinn hágrátandi.