Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
I tilefni
Kjarvals-
sýningar
Að undanförnu hefur staðið
yfir sýning á verkum Jóhannes-
ar Sveinssonar Kjarvals að
Kjarvalsstöðum. Hér er um að
ræða listaverk í eigu Reykja-
víkurborgar, og nú bregður svo
við, að myndir þessar eru í
sýningarskrá nefndar
KJARVALSSAFN, en ég man
ekki eftir þeirri nafngift á þeim
áður. A sýningunni eru flest
verkin gamlir kunningjar, sem
búið er að margsýna á Kjarvals-
stöðum, og ef ég man rétt, eru
það aðeins örfáar myndir, sem
ekki hafa komið fyrir almenn-
ingssjónir þar á staðnum áður,
svo fáar, að vart verður tekið
eftir því, að þar sé um nýjar
myndir í eigu borgarinnar að
ræða. Það er þvi raunverulega
fáránlegt að vera að skrifa um
þessa sýningu — fremur en um
önnur söfn í borginni. I rauninni
er ég búinn að fja.lla um þessi
verk áðu hvað eftir annað, og
þeir, sem lesa skrif mín í þessu
blaði, þurfa víst ekki að efast
um hrifningu mína á verkum
Kjarvals fyrr og síðar. En það
er heldur ekkert launungarmál,
að Kjarval voru mislagðar
hendur eins og öðrum snilling-
um, og verk hans eru stundum
mjög misjöfn að gæðum. Það
vita allir, sem einhverja rækt
hafa lagt við list Kjarvals, en
ekki aðeins fallið í starfi við það
eitt að sjá nafn meistarans á
myndfletinum. Sannleikurinn er
sá, að eftir þá stórbrotnu
sýningu á verkum Kjarvals, sem
var á Kjarvalsstöðum nýlega,
verður sú heild, sem nú er þar
á veggjum, heldur fátækleg,
enda þótt sum þessara verka séu
mikil gersemi og sýni meistar-
ann í sínu besta formi. Heildin
er að mínum dómi misheppnuð
og Jóhannesi Kjarval lítill greiði
gerður með þvi að endursýna
sum þessara verka, en meiri
hluti þeirra eru teikningar,
mjög misjafnar að gæðum. Eg
ætla að vona, að enginn mis-
skilji mig, þegar ég fetti fingur
út í það, hvernig þessi sýning er
úr garði gerð. Hún er ágætlega
hengd á veggi, og eins og áður
segir eru þarna gersemar, sem
sannarlega standa fyrir sínu. Af
þeim örfáu nýju verkum, sem á
sýningunni eru, er það myndin
„Sænskir kvikmyndatökumenn",
sem ég hafði mestan áhuga á.
Þar notar Kjarval snör handtök
og er auðsjáanlega ekki síður
argur en ánægður yfir átroðn-
ingi þessara erlendu fjölmiðl-
ara. Það er listaverk, sem gert
er af miklum skaphita, og segja
mætti mér, að þar mætti lesa
ýmislegt um listamanninn sjálf-
an. Þetta verk kom mér
skemmtilega á óvart, en það er
einmitt það, sem ætti að gerast
á hverri nýrri sýningu í
Kjarvalssafni.
Þegar þessi sýning er skoðuð,
kemur það glöggt í ljós, að hún
er ekki sett saman með neitt
ákveðið takmark fyrir augum*
réttara sagt, hér er tínt til
ýmislegt úr eigu borgarinnar, en
ekkert gert til að gera sýning-
una forvitnilega eða spennandi.
Þarna er ekkert sérstakt tema,
ekkert sérstakt myndefni: and-
litsmyndir, hugarflug, hraun
eða tækni.
Nú veit ég vel, að það er
takmarkað, hvað borgin á af
hinni miklu framleiðslu Kjar-
vals, en ég held, að fullyrða
megi, að í vissum tilvikum megi
fá lánað úr einkasöfnum til að
koma saman sýningum, sem
hafa markmið. Til að mynda
væri skemmtilegt að sjá, hvern-
ig Kjarval fór með fyrirmyndir
sínar: Þingvelli, Vífilsfell, Snæ-
fellsjökul, og svo mætti lengi
telja. Það eru til ótal möguleik-
ar á að setja saman sýningar á
verkum Jóhannesar Kjarvals,
þannig að í þeim felist tilgang-
ur. Tilgangur, sem gerði hluta
Kjarvals meiri og útskýrði
Sænskir kvikmyndatökumenn, eftir Jhs. Sv. Kjarval.
Myndllst
eftir VALTÝ
PETURSSON
lífsverk hans þannig, að unga
kynslóðin fengi að njóta hans,
sem vera ber. Ef litið er á
Ásgrímssafn, eru þar stöðugt
nýjar sýningar á ferð, og hverju
sinni tekið fyrir sérstakt verk-
efni. Sama máli gegnir um
Listasafn Alþýðusambandsins.
Þar eru settar saman sýningar
um afmarkað svið og hafa gefist
mjög vel. En aumingja Kjarval
er sýndur með sama efnið sí og
æ, og engin ástæða eða lína
finnanlega að baki sýninganna,
heldur virðist það eitt nægja, að
nafnið Kjarval sjáist einhvers
staðar í myndfletinum.
Það hefur verið tönnlast á því
hvað eftir annað, að fjármagn
skorti til að reka Kjarvalsstaði
með reisn. Vel má það vera, en
hefur nokkurt listaverk eftir
Kjarval verið keypt til safnsins?
Því hafa borist góðar gjafir, en
vart getur það verið framtíðar-
ætlun, að safnið verði aðeins til
fyrir góðvild og gjafmildi al-
mennings. — Öll söfn, sem ég
þekki til hafa þann sið að fá
íistaverk að láni í sérstökum
tilfellum, þannig að hægt sé að
setja saman sýningar, sem vekja
áhuga hjá almenningi og glæði
söfnin lífi. Meira að segja
Listasafn íslands hefur gert þó
nokkuð í þessum efnum. Á
Kjarvalsstöðum örlar helst á
slíkri viðleitni í kössum veit-
ingastofunnar á göngum, og þá
ber ekki að vanmeta það fyrir-
lestrahald, sem þar hefur farið
fram.
Nú hlýtur sú spurning að
vakna, til hvers listfræðingur
hafi verið ráðinn að Kjarvals-
stöðum. Hvernig stendur á því,
að listfróður maður sér ekki
jafn einfaldan hlut og hér hefur
verið bent á. Það er að mínum
dómi algerlega óunnið verkefni
að rannsaka verk Kjarvals, og
ætti það að vera óskaverkefni
fyrir listfræðing að fást við
slíkt, og listfræðingur hefur
starfað við Kjrvalsstaði í meira
en tvö ár. Hvað hefur hann verið
að gera? Spyr sá, sem ekki veit.
Hér verður að gerast breyting á.
Það má ekki grafa Kjarval með
þeim teikningum, sem Reykja-
víkurborg á, og örfáum málverk-
um, sem því miður eru sum hver
langt frá því að vera í flokki
bestu verka Kjarvals. Ég hef
alltaf haldið því fram, að það
tæki sinn tíma að læra að fara
með jafn merkileg vérk og
Jóhannes Kjarval hefur eftir sig
látið, og ég hef einnig haldið því
fram, að það þurfi tíma til að
komast að því, hvernig reka beri
stað eins og Kjarvalsstaði,
þannig að sem mestu gagni megi
verða. Satt að segja hélt ég, að
þessi verkefni færu að leysast,
þegar listfræðingur væri kom-
inn til starfa við húsið, en því
miður virðist það ekki ætla að
verða. Sömu myndirnar eru
sýndar aftur og aftur, en svo
mikið er hægt að drekka af
þriggja stjörnu koníaki, að
manni finnst það hreinasta
glundur.
Ég verð að játa það, að þessi
sýning á Kjarvalsstöðum olli
mér miklum vonbrigðum, og
vona ég, að mér hafi tekist að
skýra ástæðurnar fyrir því með
þessum línum. Það er erfitt verk
að eyðileggja Kjarval fyrir
íslendingum, en það er mögu-
legt, ef þannig er haldið áfram.
Tímarnir breytast og mennirnir
með. Þau vonbrigði, sem þessi
sýning olli mér, eru ekki Jó-
hannesi Sveinssyni Kjarval að
kenna, heldur meðferð verka
hans.
íslendingar drukku mjólk með
síldinni í staðinn fyrir snaps,
sagði Halldór Laxness, og var
því varla að vænta, að síld yrði
vinsæll matur meðal lands-
manna.
Valtýr Pétursson.v
Einstakur vidburdur
Það er ekki á hverjum degi, að
listamenn halda hundrað ára
afmæli sitt hátíðlegt með yfir-
litssýningu á verkum sínum. í
Finnlandi er þess konar sýning
á ferðinni þessa dagana, og að
mínu viti einsdæmi í listasög-
unni. Það hefur stundum verið
vitnað til Tizians, að hann hafi
gert sín bestu verk um nírætt.
Vel má það vera sannleikur en
samt er það nú svo, að enginn
veit með vissu, hvenær hann var
fæddur og því ekki mögulegt að
staðfesta aldur hans. Það er
aftur á móti enginn efi um aldur
finnsku listakonunnar Sigrid
Schuman, sem enn er í fullu
fjöri, og öllum kemur saman
um, að hafi gert sín bestu verk,
eftir að hún náði áttræðisaldri.
Þetta mun koma skýrt fram á
þeirri sýningu, er hún nú heldur
í Amos Andersons safninu í
Helsingfors.
Sigrid Schuman kom fyrst
fram sem málari um aldamótin
og var þá 24 ára að aldri, enn
er hún í fullu fjöri og höndlar
pensil og liti af miklum móð.
Ótrúlegt en satt. Bróðir hennar,
Eugen Schuman, var þjóðhetja í
Finnlandi um aldamótin, er
hann skaut til ólífis hinn
illræmda rússneska landstjóra
Bobrikoff, sem hafi brotið niður
styrkleika finnska hersins og
stjórnaði landinu með einræðis-
legu ofstæki. Hann var hataður
sem harðstjóri og beitti öllum
ráðum til að gera Finnland að
hluta Rússlands, að russificera-
landið, eins og sagt er á
Norðurlandamálum. Þetta sýnir
ef til vill hluta af skapgerð þess
fólks, sem að Sigrid Schuman
stendur. Hún heur allt frá
fyrstu skipað sér í fremstu röð
finnskra listamanna, og voru
verk hennar sýnd hér á landi á
þeim góðu og gömlu Norður-
landasýningum sem Norræna
listbandaiagið stóð fyrir á sín-
um tíma.
Verk Sigrid Schuman hafa
ætíð verið byggð á þeim við-
fangsefnum, sem öll sönn list
hefur jafnan fengist við. Hún
hefur verið afburðamálari á
mörgum vígstöðvum, ef svo
mætti til orða taka. Hún hefur
málað mikið af portrettum,
nöktum konum, landslagi og
nútímalegum verkum. Hún var
einn þátttakandi í þeirri frægu
sýningu „Prisma", sem var
nokkurs konar Septembersýning
,þeirra í Helsingfors. Sú sýning
var aðgerðamest á árunum 1956,
og þá var Sigrid Schuman
ekkert unglamb lengur, hún var
orðin 79 ára. í þessum fræga
hóp voru henni yngri menn, sem
enn eru taldir til framúrstefnu-
manna í Finnlandi, nefni ég þá
Carlsted, Pusa og Vanni. Þessi
nöfn hafa öll listsögulegt gildi í
Finnlandi og sýna vel í hvers
konar félagsskap Sigrid Schu-
man hefur haldið sig á langri
ævi, og ekki verður annað sagt
en að mikið vatn hefur runnið
til sævar í hennar tíð sem
þátttakanda í myndlist. Það
væri því sannarlega forvitnilegt
að sjá yfirlitssýninguna hjá
þessari merku listakonu í tilefni
hundrað ára afmælis hennar. Ef
hún væri látin, væri þetta ekki
eins einstæður viðburður og
raun ber vitni. En ef marka má
Hufvudstadsbladet og listdóm-
ara þess, Dan Sundell, þá er
heilsan ótrúleg og árvekni and-
ans engu síður, en hann skrifar
grein um sýningu Sigrid Schu-
man á safni Amos Andersen,
þann 9. febrúar. Það er einkenn-
andi fyrir þessa grein Sundell,
að hann skrifar af þekkingu og
ígrundun um þessa yfirlitssýn-
ingu, en ekki af þjóðarrembing
„Den hemlighetsfulla Selma“,
málað 1938.
eða rómantískri viðkvæmni
gagnvart aldurhnignum per-
sónuleika. Þetta eitt segir sína
sögu og hana ekki ómerka.
Það, sem einkennt hefur verk
Sigrid Schuman alla tíð, er
barátta hennar við ljós og
skugga, form og lit. Réttar væri
að mínum dómi að draga þessa
þætti saman í eitt og nefna þá
myndbyggingu. En Sundell^ er
sannfærður um, að tök listakon-
unnar hafi jafnt og þétt magn-
ast með árunum, og hann heldur
því fram, að seinustu verk
Sigrid Schuman séu það besta,
er hún hafi gert á langri lífsleið.
Enda þótt ég hafi ekki séð þessa
sýningu Sigrid Schuman, þekki
ég aðeins til verka hennar, sem
ég hef komist í kynni við á
nokkrum sýningum, sem hún
hefur verið þátttakandi í, en
ekki hefur mér auðnast að sjá
einkasýningu frá hennar hendi.
Því hef ég stuðst við skrif Dan
Sundells við að koma þessum
línum saman. En þær eru fyrst
og fremst settar á blað til að
segja frá þeim einstaka listsögu-
lega viðburði, sem þessi sýning
er. Ég veit ekki til, að nokkur
málari eða listamaður hafi
upplifað það, að haldin hafi
verið yfirlitssýning á verkum
hans og hann á lífi hundrað ára
að aldri. Ef þetta er ekki rétt
hjá mér, þá er það fávisku minni
að kenna og engu öðru.
Að lokum, má ég taka mér það
bessaleyfi að færa þessari
heiðurskonu kveðju okkar hér á
landi ásamt þökkum fyrir starf
hennar, sem maðal annars hefur
glatt okkur hér á landi, en ef til
vill einkum og sér í langi þann,
er þessar linur ritar.
/ Valtýr Pétursson