Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 11

Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 11
MORGUNÖLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 11 Rækjuvertíðinni á Bolungarvík lokið: Kvótaskiptingin umdeild Bolungavík, 21. mars 1978. RÆKJUVERTÍÐINNI hér í Bol- ungarvík lauk um miðjan mars. Alls bárust um 517 lestir af rækju hér á land af 9 bátum. Rækjan er unnin hjá Ishúsfélagi Bolungarvíkur sem er eina rækju- vinnslan hér á staðnum. Rækjusjómenn hér í Bolungar- vík eru síður en svo ánægðir með þá kvótaskiptingu sem gildir um rækjuveiðarnar í Djúpinu. Alls er heimilt að veiða samkv. leyfum 2300 lestir en um síðustu áramót var aflamagnið aukið um 200 lestir. Þessi kvóti sem í gildi er var settur á 1975 og byggður upp á veiðunum á síðustu þrem árum þar á undan, kvótinn var þá settur til reynslu en stendur enn óbreytt- ur þrátt fyrir mótmæli rækjusjó- manna hér í Bolungarvík. Þegar veiðunum var skipt 1975 þá var Bolungarvík með 18.5% af heildar- afla, Isafjörður með 76,5% og Súðavík með 5%, en nú hefur þetta hlutfall raskast þannig, að 1978 Sviðsmynd úr Skírn talið frá v. Alferð G. Alfreðsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Óskar Hlíðberg og Katrín Árnadóttir. Leikfélag Sand- gerðis sýnir Skírn Sandgerði, 31. marz. Húsfyllir var í félagsheimilinu hér að kvöldi annars í páskum, þegar nýstofnað leikfélag frum- sýndi þar sitt fyrsta verkefni, en það var leikritið Skírn eftir Guðmund Steinsson. Aðalhlutverk í leikritinu eru leikin af Óskari Hlíðberg og Sæunni Guðmundsdóttur, en alls eru 27 hlutverk í leikritinu, svo að um helmingur stofnenda félagsins komst á fjalirnar á fyrstu sýningu þess og stigu þar flestir sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni. Leikstjóri sýningarinnar er Ey- vindur Erlendsson og til aðstoðar við sýninguna er barnakór undir stjórn Sigurðar Guðjónssonar. Frumsýningargestir voru mjög ánægðir með flutning verksins og voru leikendur, leikstjóri og höf- undur verksins ákaft hylltir í sýningarlok. Leikritið var síðan sýnt á þriðjudags- og miðvikudagskvöld og seldist upp á báðar þessar sýningar á nokkrum mínútum, og var ákveðið að sýna leikritið á ný á sunnudag, 2. apríl. Leikfélagið var stofnað á s.l. hausti og hlaut nafnið Leikfélag Sandgerðis. Þá hafði ekki verið starfandi leikfélag hér um ára- tugaskeið. Mjólkurfræðinga- félagið: Réttindi iðnlærðra manna skert Aðalfundur Mjólkurfræðinga- félags íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því, að réttindi iðnlærðra manna séu ekkert frá því sem nú er, „en í frumvarpi til iðnaðarlaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er um verulegar skerðingar á þessum réttindum að rðræða“. Segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir því, að atvinnurekendur í iðnaði geti ráðið óiðnlært fólk til iðnaðarstarfa án takmarkana, en sett séu takmörk við því í núgildandi lögum um iðju og iðnað. Formaður hins nýja leikfélags er Guðjón Kristjánsson og með- stjórnendur þau Óskar Guðjóns- son, Lilja Bragadóttir, Magnús Jónasson og Alfreð G. Alfreðsson. Jón. hefur Bolungarvík 17,7% ísafjörð- ur 73,5% og Súðavík 8,7%, en á þessum þrem árum hefur orðið breyting á fjölda báta á þessum verstöðvum þannig að bátum hefur fjölgað verulega í Bolungar- vík en fækkað aftur á móti á ísafirði og í Súðavík hefur orðið lítilsháttar fjölgun. Sú staða kom upp nú í lok vertíðarinnar að rækjubátar úr Bolungarvík urðu að hætta veiðum áður en það magn hafði veiðst úr Djúpinu sem leyfilegt var vegna þess að þeir höfðu veitt það magn sem rækjuverksmiðjunni hér hafði verið úthlutað og rækjuverksmiðj- ur á ísafirði treystu sér ekki til að taka afla af fleiri bátum en þær höfðu þá þegar. Þá ákváðu rækjusjómenn hér í Bolungarvík að senda tvo fulltrúa til Reykjavíkur til viðræðna við sjávarútvegsmálaráðherra. Þeir komu til baka með 36 lesta aukningu sem þýðir 4 lestir á bát, með því skilyrði að rækjubátar í Súðavík fengju sömu aukningu. Auk þess var þeim lofað endur- skoðun á veiðikvótanum fyrir næstu vertíð. Það er ljóst að þessu veiðikerfi á rækjunni hér í ísafjarðardjúpi verður að breyta þannig að það endurtaki sig ekki, að einhver afmarkaður hluti rækjuveiðiflot- ans verði að hætta veiðum áður en leyfilegur heildaraflamagni er náð. Því má bæta við að lokum að það skilyrði hefur verið sett í veiðileyfi bátanna undanfarin ár, að þeir landi aflanum í ákveðna þar til greinda vinnslustöð, en við síðustu leyfisúthlutun var þessu breytt þannig að bátunum er nú heimilt að landa aflanum þí hvaða viður- kennda vinnslustöð sem er, sem er við ísafjarðardjúp. Gunnar. Borgarholtsbraut — einbýli Höfum fengiö til sölu einbýlishús (hæö og ris) aö grunnfleti um 95 fm. ásamt tvöföldum bílskúr aö stærö um 80 til 90 fm. Húsiö skiptist þannig: Á hæö: eldhús, gestasnyrting, þvottahús, gott svefnherbergi og 2 saml. stofur. í rfsi 5 svefnherb., baö, geymsla. Geymsluris er yfir íbúöinni. Skipti óskast á einni eöa tveimur minni eignum. Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvik Gizurarson hrl. Kvöldslmi 17677 28611 Alftröö 3ja—4ra herb. íbúð í tvíbýlis- húsi. Bílskúr fylgir. Verð 13—14 millj. Mávahlíö 3ja herb. kjallaraíbúö, sér inngangur, sér hiti. íbúöin er samþykkt. Verð ca. 8 millj. Laugarnesvegur 2ja herb. 'íbúð sér hiti. ibúöin er samþykkt. Verð 7.5 millj., útb. 5.5 millj. Blöndubakki 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Herb. í kjallara fylgir. Verð 8.2 millj. Birkimelur 3ja herb. endaíbúð. Aukaherb. í risi fylgir. Verð 8.5 millj. Álfaskeið Hf. 3ja herb. endaíbúö. 96 fm. Bílskúrsréttur. Útb. 7—8 millj. Framnesvegur góð 3ja herb. íbúð, 90 fm. Verö 10.5 millj. Kópavogur góð 5 herb. íbúð í tvíbýlishúsi og hálfur kjallari fylgir. Skipti á minni eign koma til greina. Mosfellssveit Einbýlishús á einni hæð. Allt að mestu frágengiö. Skipti á 6 herb. íbúð koma til greina. Höfum fjársterka kaup- endur aö: 4ra herb. íbúð og 2ja herb. íbúð, hæð og . risi eöa hæö og kjallara. 4ra herb. íbúð í Fössvogi eða Furugerði. Útb. 12—14 millj. Einbýlishús á Seltjarnarnesi ca. 180 fm. Tilbúiö eöa í byggingu, skipti á glæsilegri hæð á Seltjarnarnesi koma til greina. Einbýlishús í Vesturbæ eða sérhæð ca. 160 fm. Útb. allt að 20 millj. 2ja og 3ja herb. íbúðir 4ra—5 herb. íbúð í Vesturbæ eða Austurbæ. Skipti á 3ja herb. íbúö á Seltjarnarnesi kemur til greina. Einbýlishús eða raðhús á einni hæð ca. 160 fm. Skipti á raöhúsi í Seljahverfi kemur til greina. Pétur Gunnlaugsson. lögfr. Laugavegi 24, simar 28370 og 28040. mm Símar: 28233-28733 Asparfell 3ja herb. 85 fm íbúð á 5. háeð. Bílskúr fylgir. Verð 12—13 millj. Útb. 7.5 millj. Bergpórugata 3ja herb. íbuð 75 fm á 2. hæð í þríbýli. Verð 7.5 millj. Útb. 5 millj. Æsufell 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð í blokk. Verð 12—12.5 millj. Útb. 8 millj. Gaukshólar 5 herb. 138 fm íbúð á 5. hæð. Bílskúr. Verð 16.5—17.5 millj. Útb. 11 —11.5 millj. Arnartangi Endaraðhús á einni hæð ca 100 fm viölagasjóöshús. Verð 13.5—14.5 millj. Útb. 9—10 millj. Hrauntunga Kóp. Keðjuhús 295 fm með bílskúr. Stórar svalir. Frág. lóð. .Verð 25—26 millj. Útb. 16—17 millj. Hjallabraut Hf. 5 herb. 130 fm íbúð á 3ju hæð. Verð 16.5 millj. Útb. 11 millj. Auðbrekka Kóp. 120 fm hæð í þríbýlishúsi. Bflskúrsréttur. Sér inngangur. Verð. Tilboð. Kópavogsbraut 4ra herb. risíbúð í tvíbýlishúsi ca. 100 fm. Stór lóð. Verð 10 til 11 millj., útb. 7 millj. Hafnargata Vogum Einbýlishús 5 herb. 143 fm +35 fm bílskúr. Verð 14—15 millj. Útb. 9—10 millj. Engjavegur Selfossi Einbylishús 135 fm + 45 fm bílskúr. Verð 17 millj. Útb. 10—11 millj. Hvolsvegur Hvolsvelli Einbýlishús 80 fm + 25 fm bílskúr. Stór 1000 fm ræktuö lóð. Verð 7—8 millj. Útb. 5 millj. Sumarhús Til sölu sumarhús á stóru eignarlandi við vatn í um 25 km fjarlægð frá Rvk. Myndir og teikningar á skrifstofunni. Verðtilboð óskast. Sölustjóri: Bjarni Ólafsson Gisli B Garðarsson. hdi Fasteignasalan REIN M iðbæja rma rkaSu rinn ASalstmti 9. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU CHRYSLER O (HRYSLER Vlymoutfi SIMCA I Oadge N ert íöruggum höndum hjá okkur Þegar þú selur eöa kaupir pér nýjan eöa notaöan bíl Viö bjóöum upp á einhvern glæsilegasta bílasal borgarinnar sem liggur í bjóöbraut. Skoöiö úrvaliö af notuöum bílum og látiö okkur selja gamla bílinn fyrir big. bú getur hreinsaö bílinn binn inni hjá okkur bár aö kostnaöarlausu. Getum bætt viö bílum á söluskrá. SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.