Morgunblaðið - 04.04.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL 1978
Þýzk ferðáhand-
bók um ísland
NÝLEGA er komin út í Þýzka-
landi ferðahandbók um ísland og
er það útgáfufyrirtekið Inter-
tours sem stendur að útgafunni.
Tveir starfsmenn fyrirtækisins
voru á ferð hérlendis nýlega og
kynntu ritið, en undirbúningur
að útgáfu þess hefur staðið yfir
síðan fyrir rúmu ári.
Forstjóri Intertours Jiirgen F.
Bethge og samstarfsmaður hans
Herbert Czoschke sögðu að megin-
efni ferðahandbókarinnar væri
skrifað af þýzkum rithöfundi, sem
dvaldi hérlendis í nokkrar vikur á
s.1. ári, og væri bókin skrifuð af
þjóðverja og fyrir þjóðverja, sem
gerði það að verkum að þar kæmi
bezt fram það sem hinn almenni
þýzki ferðamaður vill fá að vita
um landið. Þá eru í bókinni allar
nauðsynlegar upplýsingar um
hvernig komast má til landsins,
hvar sé hótel að finna, mataræði,
verzlanir, hvernig komast má um
landið, tjaldstæði o.s.frv. Þeir
félagar lögðu á það áherzlu að
bókin væri unnin af starfsmönn-
um Intertours og væri með því
tryggt að allar upplýsingar væru
hlutlausar, þar væri aðeins bent á
þá þjónustu sem væri fyrir hendi.
Intertours hefur áður staðið
fyrir útgáfu ferðahandbóka, m.a.
um Norðurlöndin, og hyggst í
framtíðinni gefa þessi rit út
árlega. Áður hefur hún einnig
gefið út bæklinga um nokkrar
borgir í Þýzkalandi. Um dreifingu
ferðahandbókarinnar sögðu þeir
m.a.:
— Bókin um ísland verður í
þetta sinn gefin út í 20 þúsund
eintökum og er henni dreift
þannig, eins og öðrum ferðahand-
bókum okkar, að ferðaskrifstofur
fá senda 1—2 bæklinga til að byrja
með og síðan geta þær pantað
meira. Þannig sendum við til
ferðaskrifstofa í Þýzkalandi, Aust-
urríki og Sviss og er bæklingurinn
ókeypis, það eru auglýsingar, sem
greiða kostnaðinn við hann. Á
þennan hátt fá ferðaskrifstofurn-
ar og viðskiptavin%r þeirra hlut-
lausar upplýsingar um viðkomandi
land og allar upplýsingar um
ferðir þangað, ferðir innan lands-
ins og um flest það sem ferðamað-
urinn þarf að vita um land og þjóð.
Þeir Bethge og Czoschke sögðu
að nokkur gagnrýni hefði komið
fram á þau vinnubrögð að erlendir
aðilar gæfu út ferðahandbækur og
þegar þeir hefðu verið að vinna að
undirbúningnum þá hefðu menn
jafnvel efast um að þær myndu sjá
dagsins ljós. Þessar efasemdir
hefðu þeir einnig orðið varir við
hérlendis, en þær væru að veita
þjóðverjum sem gleggstar upplýs-
ingar um allt er varðaði ferðalög
á Islandi.
Böðvar Valgeirsson framkvstj.
Atlantik Travel hefur verið þeirra
umboðsmaður hérlendis og aðstoð-
að þá og sögðu þeir að yrðu menn
varir við eitthvað sem mætti
leiðrétta í ferðahandbókinni gætu
viðkomandi snúið sér til hans og
einnig ef bæta þyrfti við ein-
hverju.
Ljósm. Kristján.
Jiirgen F.Bethge (t.v.) og Herbert Czoschke eru hér með
ferðahandbækur Intertours um Norðurlöndin og bækling um
Hamborg.
Sænska sjónvarpið:
Vill kaupa óséðar
myndir af Þorsteini
SÆNSKA sjónvarpið og jafnvel
hið finnska er tilbúið að kaupa á
hæsta verði dreifingarréttinn á
tveimur kvikmyndum Þorsteins
Jónssonar kvikmyndagerðar-
manns, sem hann hefur á prjón-
unum en aðeins kynnt þessum
aðilum f frumdrögum. Sænska
sjónvarpið hefur jafnframt boðið
honum aðstöðu til klippingar og
hljóðvinnslu.
Að sögn Þorsteins á önnur
myndin að fjalla um líf sjómanns
á Islandi og lýsa hversu háðir
íslendingar eru sjósókn en hitt
verkefnið er um íslenzka fjöl-
skyldu í paradísarleit í Svíþjóð, og
inn í þá mynd hyggst Þorsteinn
flétta Norðurlöndum sem menn-
ingarheild, skilningi landanna á
milli ásamt athugun á þessu
norræna lýðræði og félagslega
öryggi.
Þorsteinn sagði, að þótt þetta
boð væri óneitanlega mikils virði,
þá hrykki það engu að síður
skammt til að fjármagna verkefn-
ið í heild sinni, sem hann gizkaði
á að næmi um 7 til 10 milljónum
króna. Taldi Þorsteinn að tiiboð
sænska sjónvarpsins stæði undir
sem næst 1/10 af kostnaði við
verkefnið, en afganginn yrði hann
að fjármagna sjálfur.
Þorsteinn kvaðst því hafa í
hyggju á næstunni að leita til um
10 innlendra stofnana og fyrir-
tækja eftir fjárstuðningi vegna
gerðar sjómannamyndarinnar en
hins vegar kvaðst hann ekki sjá
aðra leið til að standa undir
kostnaði við gerð hinnar myndar-
innar en að sækja um styrk til
Norræna menningarmálasjóðsins.
Á þessu stigi væri því ekkert hægt
um það að segja hvenær eða hvort
honum tækist að hrinda þessum
áformum sínum í framkvæmd.
Þorsteinn fékk fyrstu verðlaun á
fyrstu íslenzku kvikmyndahátíð-
inni fyrir heimildamynd sína,
Bóndi.
. JÉÍ: 1, j * '$&■ ■ •. mtliÉttfiflðÍÉKi
Audi Avant kostar frá 4,6 millj. og upp í 4,9 millj.
Audi 100 og
Audi Avant
FYRIR nokkrum árum hóf
Hekla h.f. innflutning á
Audi bflum frá Þýzkalandi og
komu fyrstu bflarnir til lands-
ins árið 1974. Hafa þeir tekið
nokkrum breytingum á þessum
árum og nú er einnig kominn
til sögunnar minni gerð, Audi
80 og Audi Avant, sem er
frábrugðinn Audi 100 á þann
veg að hann hefur stóra gátt að
afan og má leggja aftursætið
niður til að fá aukið farangurs-
rými.
Nú eru framleiddir um það bil
1400 Audi bílar á dag og telja
v'erksmiðjurnar sig nú vera í
sókn á heimamarkaði með tæp-
lega 10% markaðarins. Audi er
bíll af stærri gerðinni og jafn-
framt vandaðri og kostar frá 4,4
m.kr. upp í 4,9 auk þess sem má
fá hann með ýmsum aukabúnaði
svo sem vökvastýri, sjálfskipt-
ingu o.fl. sem þá hækkar verðið.
Má því segja að billinn tilheyri
efri hluta millistærðarflokka.
Audi 100 er um 4,7 m á lengd,
1,76 á breidd, 1,39 á hæð og
vegur 1150 kg. Vél er 4 strokka,
vatnskæld, 115 hestafla DIN við
5500 snúninga, en einnig má fá
hann með 5 strokka vél 136 DIN
hestafla. Talið er að eyðslan
nemi 13 1 á 100 km en geti farið
niður I um 10 1 úti á vegum.
Hemlakerfið er tvöfalt með
diskum að framan, en skálum að
aftan og eru bremsur mjúkar og
léttar. Allir venjulegir fylgi-
hlutir tilheyra hinni venjulegu
útgáfu, þ.e. LS-gerðinni, svo sem
öryggisbelti, útispeglar, rafhit-
uð afturrúða, höfuðpúðar. Lítil
ábending um þægindi er að
útispegillinn er stillanlegur inn-
anfrá -og er það vissulega
hentugt og bendir til þess að
mikið er hugsað um þægindi
bílstjóra. Fer líka vel um hann
undir stýri, sætið styður vel við
mjóhrygginn og er stillanlegt
eftir þörfum og auðvelt ef að ná
til stjórntækja. Gott rými er í
aftursæti, einnig fyrir fætur, og
stórir gluggar veita mjög gott
útsýni.
Allur frágangur virðist vand-
aður, teppi eru á gólfum og það
vekur e.t.v. athygli að stokkur er
aftur eftir gólfinu þrátt fyrir að
bíllinn sé framhjóladrifinn. En
í honum er m.a. komið fyrir
púströri, sem hlýtur að reiknast
plús þar sem hljóðkútar ættu að
vera betur varðir, og síður er
nokkuð sem hangir um of niður
úr undirvagnjnum.
Bflar
eftir JÓHANNES
TÓMASSON
Um akstur er það að segja, að
hann er mjög þægilegur, ekki er
hávaði frá vél, en nokkuð mikið
heyrist í vetrardekkjum eins og
alltaf er. Við þessa stuttu
athugun á Audi 100 er því ekki
neina sérstaka galla að finna, en
frekar má hæla honum fyrir
vandaðan frágang og þægindi
þar sem hugsað er um vellíðan
ökumanns og farþega.
Audi 100 er rennilegur að sjá. Hann má fá I ýmsum gerðum og kostar frá rúmum 4,4 m.kr.
Að innan er allur frágangur vandaður. Auðvelt er að ná til allra
stjórntækja og eru þau flest í örmum í stýrinu. Hægt er að beina
köldum blæstri á hendur ökumanns undan stýrinu og getur það
verið notalegt þegar ekið er í miklum hita, en er e.t.v. sjaldan
nauðsynlegt hériendis.
5 strokka vélin er 136 DIN hestöfl og ef hún er tekin hækkar verðið
um rúm 430 þúsund kr.