Morgunblaðið - 04.04.1978, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
Umferðarljós ekki
virt — engin vitni
12. febrúar 1975 varð árekstur
á Katnamótum Grensásvegar og
Mikiubrautar í Reykjavík, bif-
reiðinni X var ekið suður
Grensásveg og bifreiöinni Y
austur Miklubraut, en á þessum
gatnamótum eru umferðarljós.
Á árekstrarstað kvaðst öku-
maður X hafa ekið á u.þ.b. 40 km
hraða miðað við klukkustund.
Þegar hann hafi verið að aka
inn á gatnamótin hafi skipt á
umferðarljósunum frá grænu
yfir á gult, en hann sagðist hafa
verið kominn það langt að hann
taldi sig ekki geta stöðvað
bifreiðina og ók því áfram yfir.
. Rétt áður en bílarnir rákust
saman hefði hann litið á um-
ferðarljósin og þá hafi verið
komið rautt ljós, en fyrr hefði
hann ekki séð Y.
Ökumaður Y kvaðst hafa
stöðvar augnablik við Grensás-
veg á meðan ljósin hafi skipt frá
rauðu yfir á grænt og hefði rétt
verið búinn að aka af stað aftur
á grænu ljósi þegar X hafi
komið í veg fyrir sig. Y hefði
hemlað, en bifreiðin runnið í
hálkunni og bifreiðarnar rekist
saman og eftir áreksturinn hefði
X snúist í hálfhring. Y var ekið
í fyrsta ganghraðastigi. Öku-
maður kvaðst ekki hafa séð til
X enda hefði hún ekki reiknað
með því að hún þyrfti að líta til
hægri eða vinstri þegar ekið
væri yfir gatnamót á grænu
Ijósi.
Iláðir töldu hinn eiga alla sök
— engin vitni
8. apríl s.á. höfðaði ökumaður
Y mál fyrir bæjarþingi Reykja-
víkur gegn ökumanni X til
greiðslu á kr. 120.670 auk 2%
dráttarvaxta f.vrir hvern byrjað-
an mánuð frá 3. mars þ.á. til
greiðsludags og málskostnaðar,
og stefndi jafnframt trygg-
ingarfélagi X til réttargæzlu.
Stefndi krafðist aðallega sýknu,
og málskostnaðar sér að skað-
lausu en til vara að sök yrði
skipt og honum yrði einungis
gert að greiða lægstu hugsan-
legar bætur og að málskostnað-
ur yrði felldur niður. Trygg-
ingarfélagið setti engar kröfur
fram í málinu enda voru engar
kröfur gerðar á hendur því.
Stefnufjárhæðin sem krafist
var greiðslu á var fyrir vinnu og
efni vegna viðgerðar og
málningar, varahlutir, númer-
spjald og ljósastilling.
Stefnandi rökstuddi kröfur
sínar með því m.a. að stefndi
hafi með ólöglegum og ógætileg-
um akstri sínum yfir gatnamót-
in valdið árekstri bifréiðanna,
en hann hafi ekið gegn gulu og
síðan rauðu ljósi suður Grensás-
veg yfir gatnamótin. Bóta-
kröfurnar byggðust fyrst og
fremst á 69. gr., sbr. 67. gr.
umferðarlaga nr. 40/1968, en
akstur stefnda væri skýlaust
brot á 1. mgr. 37. gr., 38. gr., sbr.
66. gr. og 3. mgr. 49. gr. c-lið
umferðarlaga svo og reglugerð
61/1959, sbr. rgj. 106 og
240/1968. Ennfremur vísaði
Af hálfu stefnda var því
haldið fram, að af skýrslu
lögreglunnar og frumburðum
aðila verði einungis ráðin sú
staðreynd að um kl. 14.30
þennan dag hafi bifreiðinni Y í
eigu stefnda verið ekið inn í
hægri hlið bifreiðarinnar X í
eigu stefnanda á gatnamótum
Miklubrautar og Grensásvegar.
Samkvæmt framburðum aðila í
sömu skýrslu hafi árekstur þessi
orðið rétt í sama mund og
umferðarijós voru að stöðva
umferð um G-veg og heimila
umferð um M-braut. Um að-
draganda að árekstrinum sé
einungis frásögn aðila málsins
og því verði að meta framburð
þeirra og kanna að hve miklu
leyti þeir samrýmist stöðu
bifreiðanna og aðstæðum eftir
áreksturinn.
Sýknukröfuna byggði stefndi
á því m.a. að hann hafi ekki átt
sök á því, að tjón varð á bifreið
Dómur Hæstaréttar 7. mars s.l.: árekstur
hann m.a. til lögregluskýrslu Og
fleiri skjala, en þar er því haldið
fram að ef framburður öku-
manns X um að hann sjái rautt
Ijós rétt u.þ b. sem árekstur
verður eða u.þ.b. 27,8 m frá
stöðvunarlínu hljóti hann að
hafa séð gula Ijósið kvikna
þegar hann er staddur u.þ.b. 6,8
m frá stöðvunarlinu og því átt
að geta stöðvað. Miðað við 40 km
hraða ætti hann að sleppa yfir
götuna ef gult ljós kviknaði um
leið og hann fer yfir stöðvunar-
línu og þess þá heldur ef hann
hafi verið kominn lengra inn á
gatnamótin og til viðbótar
ferðatíma þessum hafi hann 2
sekúndur, sem rautt ljós logar á
öllum ljósum og 2. sek., sem gult
ljós lifi með rauðu.
Því virtist augljóst af öllum
gögnum málsins, að stefndi
hefði með akstri sínum þver-
brotið reglur umferðarlaga og
væri því skaðabótaskyldur
gagnvart stefnanda.
stefnanda og að ósannað væri að
stefndi hefði á nokkrun hátt
hegðað sér gagnstætt umferðar-
lögum. Orsökin fyrir tjóninu á
bifreið stefnanda hafi verið
ógætni hans sjálfs, skortur á
aðgæzlu og röng viðbrögð. Ólík-
legt væri að stefnandi hefði ekið
úr kyrrstöðu þar sem hemlaför
eftir bifreið hans hefðu verið
rúmir 2 metrar og ákoman
allhörð. Út frá tímaskiptingu
umferðarljósa og hraða eigin
bifreiðar vildi hann halda því
fram að nær lægi að álykta að
stefnandi hafi ekið yfir
stöðvunarlínu gegnt rauðu ljósi
eða rauðu með gulu og árekstur-
inn væri því hans sök, og hann
verði því að bera tjón sitt
sjálfur. Ennfremur mótmælti
stefndi fjárhæð stefnukröfu sem
allt of hárri og rangri og færði
rök fyrir því.
Varakröfuna setti stefndi
fram af því tilefni, að dómurinn
kæmist að þeirri niðurstöðu, að
hann ætti einhverja sök á tjóni
stefnanda.
Óskipt fébótaábyrgð dæmd
í niðurstöðum undirréttar
segir m.a. að engar vitnaleiðslur
hefðu farið fram í máli þessu,
enda ekki vitað um önnur vitni
en 9 ára gamla dóttur stefn-
anda. Til rökstuðnings kröfum
sínum hefðu lögmenn aðila
vísað m.a. til skýrslu lögregl-
unnar, framburða aðila fyrir
dómi og bréfs gatnamálastjór-
ans í Reykjavík um tímaskipt-
ingu umferðarljósa á gatnamót-
um Miklubrautar og Grensás-
vegar. En snjókoma og hálka
hafi verið er áreksturinn varð.
Þegar litið væri til framburð-
ar stefnda um, að ha.m hafi ekið
inn á gatnamótin á um 40 km
hraða á grænu ljósi, gult ljós
hafi hann séð þá er hann var
kominn á miðja nyrðri akbraut
Miklubrautar, er. rautt ljós hafi
hann séð skömmu áður en
áreksturinn varð, en í bréfi
DÓMSMÁL
Umsjón: ÁSDÍS
RAFNAR
gatnamálastjóra kæmi það
fram, að gult ljós á eftir grænu
fyrir umferð suður Grensásveg
lifi í 3 sekúndur, þá virtist
framburður hans ekki geta
staðist. Lögmenn aðila væru
sammála um það, að bifreið sem
ekið væri með 40 km hraða á
klst., berist 11,1 m á sekúndu.
Samkvæmt uppdrætti af gatna-
mótunum væri vegalengdin frá
stöðvunarlínu fyrir umferð
suður Grensásveg og þar til
komið væri suður yfir gatna-
mótin um 35 metrar, en vega-
lengdin frá miðri nyrðri akbraut
Miklubrautar að árekstrarstað
um 17 metrar.
Ákvæði 4. mgr. 32. gr. reglu-
gerðar nr. 61/1959 þótti verða að
skilja þannig að ökumaður sem
ekur yfir gatnamót á gulu ljósi
beri að haga akstri sínum
þannig, að ekki stafi meiri
hætta eða röskun umferðar af
akstrinum en af stöðvun bifreið-
ar. Var ennfremur tekið tillit til
þess að bifreið stefnanda kom
stefnda á hægri hönd.
Framburði stefnanda um að
hún hefði ekið yfir gatnamótin
á grænu ljósi þótti ekki hafa
verið hnekkt og ekkert þótti
benda til þess að hún hefði ekið
ógætilega.
Samkvæmt þessu þótti stefndi
eiga sök á árekstrinum og bera
óskipta fébótaábyrgð á tjóni
stefnanda skv. 1. og 3. mgr. 69.
gr. umferðarlaga.
Meðdómendur töldu fjárkröf-
una ekki óeðlilega háa og voru
kröfur stefnanda teknar til
greina að öðru leyti en því að
vextir voru ákveðnir 13% árs-
vextir.
Ökumaður X áfrýjaði málinu
til Hæstaréttar, en með vísan til
forsendna undirréttardómsins
var hann staðfestur í Hæsta-
rétti.
í héraði dæmdu Auður Þor-
bergsdóttir borgardómari,
Haraldur Þórðarson bifreiða-
smíðameistari og Finnbogi
Eyjólfsson bifvélavirkjameist-
ari. En í Hæstarétti dæmdu
hæstaréttardómararnir Ár-
mann Snævar, Benedikt Sigur-
jónsson, Björn Sveinbjörnson,
Magnús Þ. Torfason og Þór
Vilhjálmsson.
Eyjólfur Guðmundsson:
Heræfingar
í Noregi
Konur geta gegnt herþjónustu í oregi rétt eins og karlar. Ungir
Norðmenn af báðum kynjum sýna landvörnum vaxandi áhuga.
Skjoiden, Noregi —
I Norður-Noregi hafa staðið
yfir heræfingar á vegum
Atlandshafsvandalagsins
(NATO) og með þátttöku um
15000 hermanna frá 7 þjóðum
innan bandalagsins. Sovéskum
hershöfðingjum hefur verið boð-
ið að fylgjast með æfingunum,
en það er í samræmi við
samkomulag, sem náðst hefur
milli NATO-landanna annars
vegar og Varsjárbandalagsins
hins vegar. Norðmenn eiga þá í
staðinn að fá að fylgjast með
heræfingum Sovétmanna á
Kolaskaganum, en miðað er við
að um 25 þúsund hermenn, eða
fleiri, taki þátt í slíkum æfing-
um.
Heræfingarnar i N-Noregi
munu í heild hafa tekist vel,
þrátt fyrir fimbulvetur, og
snjódýpt kringum einn og tvo
metra og frosthörku niður í +35
stig á celsíus. Eftir því sem
komið hefur fram í blöðum,
skeði það þó að flytjá varð
bandaríska hermenn út af kald-
asta æfingarsvæðinu, þar sem
kuldinn var að gera útaf við þá.
Norskir herflokkar, sem voru á
sama svæði, héldu áfram æfing-
um sínum eftir áætlum, og
brutust áfram yfir snæviþakta
fjallhryggi, meðan þeir banda-
rísku voru fluttir annað.
Þetta atriði, með öðru, hefir
orðið til þess að styrkja þá
skoðun Norðmanna, að ef til
ófriðar drægi, muni þeir verða
að treysta meira á eigin heralfa
en herflokka annarra þjóða.
Opinberlega hafa Bandaríkja-
menn lofað að hjálpa Norð-
mönnum við að verja landið, og
Kanadamenn hafa sérþjálfaða
herdeild sem ætluð er til þess að
berjast við hlið Norðmanna
gegn sovéskum liðsgrúa á
norðurslóðum. Vitað er að þessir
menn munu gera sitt bezta, en
kjarni málsins er samt sá að
herstyrkur og bardagavilji
Norðmanna sjálfra skiptir
meginmáli. Talið er að Sovét-
menn hafi nú um 100.000 manna
herlið á Kolaskaganum gegnt
landamærum Noregs, en á
skömmum tíma geta þeir tvö-
faldað þann liðstyrk með því að
flytja lið frá Leningradsvæðinu.
Norðmenn hafa á hinn bóginn
aðeins nokkur þúsund hermenn
á norðurslóðum, en gert er ráð
fyrir að hægt sé að vopna
nokkra tugi þúsunda á tiitölu-
lega skómmum tíma.
í sambandi við heræfingar
hefir m.a. eftirfarandi komið
fram:
Ef til ófriðar dregur, er
vafamál að Norðmönnum takist
að halda yfirráðum í lofti, nema
því aðeins að flugherinn verði
efldur og F—16 orrustuflugvélin
tekin í notkun. í annan stað,
nauðsynlegt er að efla loftvarnir
við flugvelli og þéttbýli, en að
öðrum kosti má ætla að Sovét-
Framhald á bls. 31
Þyrlurnar gegna vaxandi hlutverki í hernaði og þá ekki síst sem flutningatæki.