Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 23 Meistaraflokkuri Einliðaleikur karla* Fjórðungsúrsliti Víðir Bragason, ÍA, vann Sigurð Haralds- son, TBR, 15:1, 10:15, 15:12. Sigfús Ægir Árnason, TBR, vann Jóhann Möller, TBR, 15:3 og 15:12. Sigurður Kolbeinsson, TBR, Brodda Kristjánsson, TBR, 15:11 og 18:14 Jóhann Kjartansson, TBR, vann Hörð Ragnarsson, ÍA, 15:5 og 15:4. Undanúrsliti Sigfús Ægir vann Víði Bragason 15:11 og 15:4. Jóhann vann Sigurð 15:5, 15:17 og 15:7. Úrsliti Jóhann vann Sigfús 15:11 og 15:3. Einliðaleikur kvennat Undanúrsliti Lovísa Sigurðardóttir, TBR, vann Kristínu Kristjánsdóttur, TBR, 4:11, 12:9 og 11:7. Kristín Magnúsdóttir, TBR, vann Hönnu Láru Pálsdóttur, TBR, 11:0 og 11:8. Úrsliti Kristín vann Lovísu 10:12, 11:7 og 11:3. Tvíliðaleikur kvennai Undanúrsliti Kristín Kristjánsdóttir og Kristín Magnúsdóttir, TBR, unnu Sif Friðleifs- dóttur og örnu Steinssen, KR, 10:15, 15:6 og 15:3. Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, fengu sinn leik gefinn. Úrsliti Lovísa og Hanna Lára unnu Kristínu og Kristínu 11:15, 15:4 og 15:7. Tvenndarleikuri Undanúrsliti Sigurður Haraidsson og Hanna Lára unnu Brodda Kristjánsson og Kristínu Magnús- dóttur, 17:14 og 15:9. Jóhann Kjartansson og Kristín Kristjáns- dóttir unnu Sigfús Ægi og Vildísi Kristmannsdóttur, KR, 15:3 og 15:5. Úrsliti Jóhann og Kristín unnu Sigurð og Hönnu Láru 10:15, 15:2 og 15:12. Tvíliðaleikur karla. Undanúrsliti * Árni Sigvaldason, BH og Þórhallur Jóhannesson, Val, unnu Ágúst Jónsson og ur Jónasdóttir, ÍA, unnu Ásu Gunnars- dóttur, Val, og Jórunni Skúladóttur, TBR, 15:11 og 15:11. Tvenndarleikuri Undanúrsliti Skarphéðinn Garðarsson og Jórunn Skúla- dóttir, TBR, unnu Helga Magnússon og Ragnnheiði Jónasdóttur, ÍA, 11:15, 15:7 og 15:7. ÁVISUDS«U í p AnMlNTQN- Sigurð Ágúst Jenssson, KR, 12:15, 15:8, 15:6. Guðjón Jónsson og Gunnar Jónatansson, Val, unnu Skarphéðinn Garðarsson og Walter Lentz, TBR, 11:15, 15:6 og 15:3. Úrsliti Árni og Þórhallur unnu Guðjón og Gunnar 15:10 og 15:11. Einliðaleikur kvennat Undanúrsliti Ása Gunnarsdóttir, Val, vann Hlaðgerði Laxdal, KR, 12:11 og 11:7. Ragnheiður Jónasdóttir, í A, vann Jórunni Skúladóttur, TBR, 11:5 og 12:10. Úrsliti Ragnheiður vann Ásu 11:6 og 11:1. Tvfliðaleikur kvennai Jóhanna M. Steindórsdóttir og Ragnheið- Þórhallur Jóhannesson og Ása Gunnars- dóttir, Val, unnu Walter Lentz og Hlaðgerði Laxdai, KR 15:8, 6:15 og 15:6. Úrsliti Þórhallur og Ása unnu Skarphéðinn og Jórunni 9:15, 15:7, 18:14. Öðlingaílokkuri Einliðaleikur karia. Jón Árnason, TBR, vann Garðar Alfons- son, TBR, 15:7 og 15:1. Tvfliðaleikur karla. Garðar Alfonsson og Kjartan Magnússon, TBR, unnu Hæng Þorsteinsson og Viðar Guðjónsson, TBR, 15:11 og 15:9. Tvenndarleikur. Jón Árnason og Hulda Guðmundsdóttir, TBR, unnu Kjartan Magnússon og Snjó- laugu Sveinsdóttur, TBR, 15:9 og 18:16. BIKARMÓTÍA í BADMINTON BIKARMÓT ÍA í badminton í öllum flokkum unglinga fór fram í íþróttahúsinu á Akranesi laug- ardaginn 25. mars. Helstu úrslit uröu sem hér segir> Piltar — einliðaleikur Broddi Kristjánsson TBR. Piltar — tvíliðaleikur Guðmundur Adolfsson TBR og Skarphéðinn Garðarsson. Piltar og stúlkur Sigurður Kolbeinsson og Sif Frið- leifsdóttir. Drengir — einliðaleikur Þorgeir Jóhannsson TBR. Telpur — einliðaleikur Kristín Magnúsdóttir TBR. Drengir og telpur Þorgeir Jóhannsson og Kristín Magnúsdóttir. Sveinar — einliðaleikur Þorsteinn P. Hængsson TBR. Sveinar — tvíliðaleikur TBR Gunnar Mýrdal og Þórhallur Ingason IA. Sveinar og meyjar Þorsteinn Hængsson og Mjöll Daníelsdóttir Meyjar — einliðaleikur Ingunn Viðarsdóttir IA. Meyjar — tvíliðaleikur Elín Gylfadóttir og Elísabet Þórðardóttir TBR Ilnokkar — einliðaleikur Árni Þór Hallgrímsson ÍA Tátur — einliðaleikur Þordís Klara Bridde TBR Kristín Magnúsdóttir — íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. HINN 18 ára gamli Jóhann Kjartansson úr TBR gerði sér lítið fyrir á sunnudaginn og varð þrefaldur íslandsmeistari í bad- minton. Var Jóhann vel að þessum meistaratitlum kominn og tók hann við hlutverki félaga síns, Sigurðar Haraldssonar, sem varð þrefaldur meistari á íslands- mótinu fyrir ári. Á mótinu nú gerðist það að hin kornunga Kristín Magnúsdóttir, aðeins 13 ára gömul, bar sigurorð af Lovísu Sigurðardóttur í einliðaleik kvenna og var þetta í fyrsta skipti í um 20 ár, sem Lovísa varð ekki meistari í greininni. Á íslandsmótinu, sem fram fór í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag kom glögglega fram hin aukna breidd, sem skapast hefur í íþróttinni og einnig fór það ekki framhjá neinum, að ný kynslóð er nú að taka völdin í íþróttinni. Þannig var Sigurður Haraldsson sleginn út í fjórðungs- úrslitum á móti Skagapiltinum Víði Bragasyni og þó svo að þeir Sigfús Ægir og Jóhann kepptu til úrslita í einliðaleiknum voru það þó ungu mennirnir, sem mesta athygli vöktu, einkum Jóhann, Sigurður Kolbeinsson og Broddi Kristjánsson. í einliðaleik karla var ekki um mikla keppni að ræða í úrslitun- um, Jóhann virkaði alltaf sterkari, en þurfti þó að hafa fyrir sínu framan af fyrri leiknum. I einliða- leik kvenna var aftur á móti um mikla baráttu að ræða milli Lovísu og Kristínar, en sú síðarnefnda hafði vinninginn í aukalotu, 11:3, en þá var úthald Lovísu greinilega þorrið. I tvíliðaleiknum í meistaraflokki áttust þeir við Sigurður og Jóhann á móti Haraldi Kornelíussyni og Steinari Petersen í úrslitum. Fyrstu lotuna unnu þeir fyrr- nefndu örugglega, eftir að staðan var 4:4 breyttist hún snarlega í 13:14 og Sigurður og Jóhann unnu síðan 15:6. í 2. lotunni gáfu þeir Haraldur og Steinar ekkert og unnu lotuna 15:10 eftir mikla og skemmtilega baráttu. Sömu tölur Þrefalt hjá JÓHANNI urðu síðan í oddaleiknum, en nú voru það þeir Sigurður og Jóhann sem unnu og tryggðu sér íslands- meistaratitilinn. Þeir voru vel að sigrinum komnir, en það verður þó að segjast að þeir höfðu nokkra meistaraheppni með sér. I keppni kvenfólksins héldu þær Lovísa og Hanna Lára sínum hlut í tvíliðaleiknum á móti Kristínun- um, Magnúsdóttur og Kristjáns- dóttur, þannig að kynslóðaskiptin eru enn ekki algjör. í tvenndar- leiknum hins vegar sigruðu Jó- hann og Kristín Kristjánsdóttir eftir mikla spennu í oddaleik á móti Sigurði og Hönnu Láru, þar sem allir aðilar voru greinilega orðnir þreyttir og gerðu því óeðlilega mörg mistök. í keppninni í a-flokki skiptust verðlaunapeningarnir nokkuð, en þeir Þórhallur Jóhannesson og Aðalsteinn Huldarson vöktu mesta athygli. í þessum flokki var meðal keppenda og stóð sig vel, Skarphéðinn Garðarsson, sonur Garðars Alfonssonar. í öðlingaflokki var Jón Árnason, TBR, maður mótsins, hann vann örugglega í einliðaleiknum og í tvenndarkeppni ásamt Huldu Guðmundsdóttur. í úrslitunum mættu þau foreldrum Jóhanns Kjartanssonar, þeim Kjartani Magnússyni og Snjólaugu Sveins- dóttur. Þess má geta að eftir að Jón Árnason hafði fengið gott nudd á sunnudagsmorgun dreif hann sig í golf vestur á Nes, spilaði þar 9 holur. Góð upphitun fyrir badmintonið, sagði hann. GOTT AF ÞVÍ AÐ SPILA VIÐ DANANN Að lokinni keppninni á sunnu- daginn var Jóhann Kjartansson eðlilega mjög ánægður með árang- urinn, en hann varð nú í fyrsta skipti íslandsmeistari í einliðaleik. Undanfarin tvö ár hefur Sigurður Haraldsson tekið þann titil og Haraldur Kornelíusson fimm árin þar á undan. I vetur hefur Sigurður hins vegar ekki getað æft sem skyldi, þar sem hann stundar nám við Háskólann. Sigurður kemst af þeirri ástæðu ekki með landsliðinu til Færeyja í næsta mánuði. Til þeirrar farar hafa verið valdir Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason, Sigurður Jóhann Kjartansson mundar spaðann í úrslitaleikn- um í einliðaleiknum gegn Sigfúsi Ægi Árnasyni. (Ljósm. RAX). Kolbeinsson, Haraldur Kornelíus- son og Steinar Petersen. Jóhann sagði að keppnin við Færeyinga yrði í rauninni ekki nema góð skemmtun fyrir íslenzka liðið, því á undanförnum árum hefði orðið mjög miklar framfarir í íþróttinni hérlendis, en Færey- ingarnir hins vegar staðnað og þar hefði ekki orðið endurnýjun í íþróttinni. Jóhann sagðist æfa fimm sinn- um í viku og það væri sízt of mikið ef árangur ætti að nást. Það væri ekki lengur hægt að dútla í badminton og mæta síðan á mót og hirða verðlaunapeninga. Að- spurður um hvort danski þjálfar- inn, sem staddur er hér á landi á vegum BSI, hefði þjálfað hann fyrir þetta Islandsmót, sagði Jóhann svo ekki vera. Hins vegar hefði hann spilað talsvert við hann undanfarnar vikur og haft mikið gagn af því, maðurinn væri snjall spilari og léki auk þess allt öðru vísi, en íslenzkir badmintonmenn. Þess má að lokum geta að auk Jóhanns og foreldra hans, Kjart- ans og Snjólaugar, var Sveinn Kjartansson, bróðir Jóhanns mjög sterkur badmintonspilari fyrir nokkrum árum, en hann er nú læknir á ísafirði. Systur eiga þeir bræður, en hún spilar þó ekki badminton, en leikur á fiðlu í staðinn, eins og Jóhann orðaði það. — áij Kynslóðaskiptí á íslandsmótinu í badminton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.