Morgunblaðið - 04.04.1978, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
Framboðslistí Alþýðuflokks á
Norðurlandi vestra ákveðinn
FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks-
ins í Norðurlandskjördæmi
vestra við næstu þingkosningar
heíur verið birtur, en skipun
hans var samþykkt á fundi
Skartgripum
stolið og skilað
INNBORT var framið í gull-
smíðavinnustofu í Hafnarfirði
aðfararnótt s.l. laugardags og
þaðan stolið skartgripum að
verðmæti um 300 þúsund krón-
ur. Daginn eftir vippaði maður
einn sér inn á vinnustofuna og
skilaði þýfinu. Eigendur vinnu-
stofunnar voru svo glaðir að fá
eignir sínar aftur að þeim
láðist að afla upplýsinga um
manninn og hefur hann ekki
fundizt þrátt fyrir eftirgrennsl-
an._______________________
r
Atelur harðlega
léleg sjónvarps-
skilyrði og
tíðar bilanir
Á FUNDI hreppsnefndar Hafnar
hrepps hinn 22. marz s.l. var m.a.
eftirfarandi ályktun samþykkti
Hreppsnefnd Hafnarhrepps í
Austur-Skaftafellssýslu átelur
harðlega léleg skilyrði til sjón-
varpsafnota og tíðar bilanir á
dreifikerfi sjónvarpsins til endur-
varpsstöðvarinnar á Höfn. Skorar
hreppsnefndin á forráðamenn
ríkisútvarpsins/Sjónvarpsins og
Póst- og símamálastofnunina að
gera nú þegar grein fyrir hvernig
verði úr bætt og hvenær.
f.h. hreppsnefndar Hafnarhrcpps
SÍKurdur Hjaltason
sveitarstjóri.
(FrcttatilkynninK).
— Heyerdahl
Framhald af bls. 1.
eþíópíska hafnarbæjarins
Massawa vegna borgarastríðs-
ins í Erítreu.
Hann kvaðst hafa sent Kurt
Waldheim framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, símskeyti
þar sem hann hefði mótmælt
styrjöldunum á austurhorni
Afríku og vígbúnaði landanna í
þessum heimshluta.
Heyerdahl sagði að yfirvöld í
Norður-Jemen hefðu einnig
neitað um leyfi til þess að
báturinn kæmi þangað af
öryggisástæðum.
Landkönnuðurinn sagði, að
það að 11 menn af ýmsu
þjóðerni — þrír Norðmenn,
tveir Bandaríkjamenn,
Mexíkani, Japani og fjórir Ind-
verjar — hefðu getað lifað
saman í sátt og samlyndi í
bátnum sýndí hvað styrjaldir
væru fáfengilegar.
Aðspurður um hvort afdrif
Tigris táknuðu að hann væri
hættur landkönnunarferðum
sagði Heyerdahl: „Eg hef engin
áform í huga að svo stöddu, en
þetta er ekki síðasta férð mín.“
Tigris var 18 metra langur og
smíðaður eftir 5.000 ára gömlum
fyrirmyndum. Minnstu munaði
að risaolíuflutningaskip kaf-
sigldu bátnum þegar hann sigldi
inn í Omanflóa um Hormuz-
sund. Skemmdir urðu á bátnum
í stórsjó nálægt en áhöfnin gerði
við þær með pálmalaufum.
Heyerdahl varð fyrst frægur
fyrir ferð sína yfir Kyrrahaf á
Kon-Tiki 1947. Hann reyndi að
sigla yfir Atlantshaf í Ra I, sem
var eftirlíking af fornegypzkum
báti, en hætti við tilraunina
eftir fellibyl. Hann gerði aðra
tilraun einu ári síðar í Ra II og
sú tilraun heppnaðist.
kjördæmisráðs flokksins, sem
haldinn var á Sauðárkróki hinn
26. mars sl.
Skipun listans er sem hér segir:
1. Finnur Torfi Stefánsson, lög-
maður, Reykjavik, 2. Jóhann Möll-
er, ritari verkalýðsfélagsins Vöku,
Siglufirði, 3. Jón Karlsson, for-
maður verkamannafélagsins
Fram, Sauðárkróki, 4. Elín Njáls-
dóttir, póstmaður, Skagaströnd, 5.
Þórarinn Tyrfingsson, héraðs-
læknir. Hvammstanga, 6. Guðni
Sig. Óskarsson, kennari, Hofsósi,
7. Unnar Agnarsson, meinatæknir,
Blönduósi, 8. Erla Eymundsdóttir,
húsmóðir, Siglufirði, 9. Herdís
Sigurjónsdóttir, húsmóðir, Sauð-
árkróki og 10. Kristján Sigurðs-
j son, fyrrv. verkstjóri, Siglufirði.
Gylfi talar um
íslenzkan ullar-
iðnað í Þýzkalandi
ÞÝZK-ÍSLENZKU félögin í Köln
og Hamborg efna til funda á
miðvikudags- og fimmtudagskvöld
í samvinnu við Flugleiðir og hafa
boðið Gylfa Þ. Gíslasyni, prófess-
or, til þess að halda fyrirlestur á
þeim um íslenzkan ullariðnað og
hinn sívaxandi útflutning á ís-
lenzkum ullarvörum.
Gylfi nefnir fyrirlestur sinn
„Alte Kunst — Neue Mode“ eða
„Fprn list — ný tízka".
A fundunum verður jafnframt
til sýnis úrval af íslenzkum
útflutningsvörum úr ull.
— Læknamálið
Framhald af bls. 48
verk, sem aldrei voru unnin.
Samkvæmt upplýsingum Erlu
Jónsdóttur deildarstjóra hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins er
hér um að ræða geysilega
umfangsmikla rannsókn. Yfir-
heyra þarf á annað þúsund
manns víðs vegur um landið og
bjóst hún við því að rannsóknin
tæki enn langan tíma. Þetta fólk
hefur samkvæmt skrám leitað
lækninga hjá umræddum lækni,
sem er sérfræðingur í einni
grein læknisfræðinnar.
— Engin
ákvörðun
Framhald af bls. 48
Bjarnason sjávarútvegsráðherra
eftir því í gær, hvort farið yrði að
tillögum Hafrannsóknastofnun-
arinnar sagði hann, að engin
ákvörðun hefði enn verið tekin í
þessu máli. Kristján Ragnarsson
formaður Landssambands fsl.
útvegsmanna sagði hins vegar að
stjórn L.Í.Ú. hefði á sfnum tíma
samþykkt einróma að farið yrði
eftir þessum nýju tillögum.
I gráu skýrslunni svonefndu,
sem Hafrannsóknastofnunin sendi
frá sér eftir áramótin, segir að
tilgangur skyndilokana veiðisvæða
sé að koma í veg fyrir óhæfilegt
smáfiskadráp. Forsendur slíkra
lokana verði að byggjast á hlut-
lægu mati og taka mið af ástandi
þorskstofnsins hverju sinni. Sú
stefna hafi verið mörkuð, að veiða
ekki meira en 18% af þriggja og
fjögurra ára fiski.
Árið 1977 giltu þau viðmiðunar-
mörk, að gripið var til skyndilok-
unar svæðis þegar 40% af fjölda
þorska í afla var undir 58 sm. Var
upphaflega gert ráð fyrir, að þessi
viðmiðunarmörk giltu fyrir tíma-
bilið janúar-júní, en að ný mörk
tækju gildi 1. júlí. Segir í skýrsl-
unni að þessi breyting hafi verið
eðlileg afleiðing af þeim vexti er
viðmiðunarárgangurinn (árg.
1973) hafi tekið út á árinu.
Sjávarútvegsráðuneytið hafi hins
vegar ógilt hin nýju viðmiðunar-
mörk og hin upprunalegu mörk því
gilt allt árið.
Þá segir í skýrslu Haf-
rannsóknastofnunarinnar að við-
miðunarárgangur þessa árs sé frá
1974. Iiann sé talinn vera 130
millj. fiska, þriggja ára gamall, og
sé því mun minni en viðmiðunar-
árgangurinn frá 1973, sem talinn
er nema 340 millj. fiska 3 ára
gamall.
„Af þessum sökum er lagt til að
hin nýju viðmiðunarmörk verði
þannig, að gripið sé til skyndi-
lokunar svæðis ef 20% af afla
(eftir fjölda) sé undir 58 sm fram
til 1. júlí, en 20% af afla undir 62
sm það sem eftir er ársins.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að í fyrra hefði verið veitt
mun meira af árganginum frá 1973
en upphaflega hefði veri ráð fyrir
gert, sérstaklega sökum þess að
viðmiðunarreglum var ekki breytt
síðari hluta árs, eins og Haf-
rannsóknastofnunin hefði lagt til.
Nú væri Ijóst að í uppvexti væru
miklu smærri árgangar ‘74 og ‘75
en árgangurinn frá 1973 væri,
þannig að nauðsynlegt hefði verið
að leggja til að viðmiðunarreglun-
um væri breytt, öðru vísi væri ekki
hægt að ná sams konar vernd og
á árganginum frá 1973, þ.e. að
aðeins yrði drepið ákveðið hlutfall
þessa árgangs yfir árið.
Þá sagði Jakob að nú heyrði það
til algjörra undantekninga ef
svæði væri lokað. Sá fiskur sem
eftir væri af stofninum frá 1973
væri orðinn það stór að hann væri
kominn yfir viðmiðunarmörkin og
það lítið væri af árgangi ‘74 í
sjónum, að hann næði sjaldnast að
vera 40% af fjölda fiska eða meira.
Kristján Ragnarsson formaður
Landssambands ísl. útvegsmanna
sagði þegar Morgunblaðið ræddi
við hann, að stjórn L.Í.Ú. hefði
einróma samþykkt og mælt með að
farið yrði að tillögum Haf-
rannsóknastofnunarinnar. „Við
teljum það mikið vera í húfi, að við
megum ekki veiða of mikið af
smáfiskinum og að sem flestir
fiskar fái að ná eðlilegri stærð.“
Sagði Kristján að þótt farið yrði
eftir hinum nýju viðmiðunarregl-
um væri samt ekki víst að það
tryggði að við veiddum ekki of
mikið af smáfiski.
— Bílatollsvikin
Framhald af bls. 48
innflutningi á notuðum Merced-
es Benz fólks-bifreiðum frá
V-Þýzkalandi og hefur verið
kannaður innflutningur 40 til 50
bifreiða af þessari gerð. Til þess
að komast hjá því að borga tolla
og aðflutningsgjöld að fullu
hafði maðurinn þann háttinn á
auk fölsunar vörureikninga að
skipta um númeraplötur með
framleiðslunúmerum bifreið-
anna þannig að þær voru
tollflokkaðar eldri en þær í raun
voru. Síðar hefur athyglin
beinzt að innflutningi á bílum
að öðrum tegundum, sem
maðurinn hafði einnig haft
milligöngu um. Þar notaði hann
ýmsar aðrar aðferðir við svikin
auk falsana á vörureikningum.
Eru þau mál nú í nákvæmari
ránnsókn.
Ríkisendurskoðunin hefur
fylgzt náið með rannsókninni og
hún hefur gert kröfu til toll-
stjórans að hann innheimti það
sem á vantaði að greitt væri af
bílunum á sínum tíma vegna
þeirra mála, sem þegar hafa
verið afgreidd. Hefur tollstjóra-
embættið gert kröfu til eigenda
bifreiðanna að þeir greiði mis-
muninn auk vaxta og hafa þeir
í flestum tilfellum gert það. Sem
fyrr segir hefúr þessi mismunur
verið á bilinu 100—600 þúsund
krónur auk vaxta. Aðeins hafa
verið gerðar kröfur á hendur
þeim bíleigendum, sem flutti
bifreiðar inn í eigin nafni en
fyrir milligöngu fyrrnefnds inn-
flytjenda en ekki hafa ennþá
verið gerðar kröfur á inn-
flytjandann sjálfan vegna
þeirra bifreiða, sem hann flutti
inn í eigin nafni. Bjóst Björn
Hermannsson við að það yrði
gert þegar mál. mannsins hefði
hlotið afgreiðslu en þarna mun
vera um að ræða milljónir króna
og jafnvel milljónatugi.
— Carter
Framhald af bls. 1.
vopnasölubann Sameinuðu þjóð-
anna á Suður-Afríku og beita
pólitískum og siðferðilegum þrýst-
ingi til að stuðla að breytingum.
Hann tók heldur ekki fram til
hvaða aðgerða hann kynni að
grípa ef Suður-Afríkumenn gerðu
alvöru úr því að knýja fram
einhliða lausn í Namibíu. Carter
var geysivel fagnað þegar hann ók
frá flugvellinum í Monroviu til
forsetabústaðarins ásamt William
Tolbert forseta.
Um 100 manns eða helmingur
borgarbúa fögnuðu honum á göt-
um borgarinnar. Útvarpsfrétta-
maður sem lýsti móttökunum
missti næstum því stjórn á sér af
æsingi þegar hann hrópaði í
hljóðnemann: „Mannfjöldinn er
orðinn algerlega trylltur og engin
leið að hemja hann.“
Þótt vel væri tekið á móti Carter
fékk hann gagnrýni hjá upplýs-
ingamálaráðuneyti Líberíu sem
sagði i opinberu plaggi að Banda-
ríkjamenn gerðu ekki nóg til þess
að hjálpa þróunarlöndunum og
stuðla að myndun meirihluta-
stjórna blökkumanna.
I veizlu sem Tolbert forseti hélt
sagði Carter, að það væri
Bandaríkjamönnum og Líberíu-
mönnum sameiginlegt að þeir
gerðu sér vonir um myndun
meirihlutastjórnar blökkumanna í
Zimbabwe (Rhódesíu) og Namibíu
og Suður-Afríku og að á kæmist
tjáningarfrelsi, að endi yrði bund-
inn á kynþáttamisrétti og að
apartheid-kerfið yrði lagt niður.
— Rhódesía
Framhald af bls. 1.
Gert er ráð fyrir að Vance og
David Owen, utanríkisráðherra
Breta, sæki fyrirhugaða ráðstefnu
með skæruliðaleiðtogum, en fund-
arstaðurinn hefur ekki verið
ákveðinn.
Fulltrúi Bandaríkjanna á Möltu
var Andrew Young, sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem Bretar
hafa reiðzt af því hann hefur
dregið í efa vilja Breta til að finna
• sanngjarna lausn á Rhódesíumál-
inu. I siðasta mánuði höfnuðu
Young og skæruliðaforinginn
Robert Mugabe áskorun Owens um
ráðstefnu allra deiluaðila, en síðan
hefur bilið milli „víglínurikjanna"
og Breta og Bandaríkjamanna
minnkað.
í Salisbury höfnuðu fulltrúar
tveggja blökkumannahreyfinga
sem hafa samið við stjórn Ian
Smiths áskoruninni um nýja r í
Salisbury í gær að gengi Rhódesíu-
dollars hefði verið lækkað um 5%
gagnvart suður-afrísku randi og
8% gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
I Lusaka var haft eftir áreiðan-
legum heimildum um helgina að
Rhódesíumenn hefðu gert aðra
árás fyrir viku á Zambíu og sótt
um 32 til 48 km inn í landið.
— S-Líbanon
Framhald af hls. 1.
var orðrómur um að hann hefði
hitt að máli arabískan embættis-
mann ef til vill sjálfan Yasser
Arafat, leiðtoga Frclsissamtaka
Palestínu (PLO). Blað í Beirút
sagði í dag, að von væri á Arafat
til Búkarest þegar Dayan væri
farinn þaðan. Ýmsir telja ólíklegt
að Dayan og Arafat geti ræðzt við
svo stuttu eftir árás Palestínu-
manna nálægt Haifa og innrás
ísraelsmanna í Suður-Líbanon.
Áður en Dayan fór til Búkarest
neita'ði hann því að Rúmeníuferðin
stæði í sambandi við friðarumleit-
anirnar í Miðausturlöndum eins og
gizkað var á. Rúmenar munu hafa
átt þátt í því að Anwar Sadat
forseti og Menachem Begin for-
sætisráðherra hittust.
Sadat skoraði á ísraelsmenn í
dag að vera sveigjanlegri í afstöðu
sinni og lauk miklu lofsorði á Ezer
Weizman landvarnarráðherra,
sem hann ræddi við í síðustu viku.
í viðtali við tímaritið Október í
Kaíró kveðst Sadat eiga von á
Weizman til Egyptalands í næstu
viku og segir að Egyptar og
Israelsmenn verði að halda áfram
viðræðum. Blaðið A1 Ahram segir,
að á fundinum í síðustu viku hafi
Weizman haft meðferðis tillögu
um yfirlýsingu um grundvallar-
atriði fraiðarsamnings.
r
— Alverð . . .
Framhald af bls. 2
upp í þetta mark. Hvort það yrði
með haustinu, kvaðst hann ekki
geta sagt um.
Ragnar kvað makaðsspár, sem
gerðar hafi verið í fyrra, hafa
búizt við því að markaðsverð á áli
hefði átt að vera um þetta leyti
komið í 55 til 56 sent, en það hefði
ekki staðizt. Sá aðili, sem þessu
spáði, var fyrirtæki, sem ráðleggur
fólki hlutabréfakaup.
ÍSAL á ekki miklar birgðir áls
nú, þar sem fyrirtækið selur
jafnóðum það sem það framleiðir.
Ragnar kvaðst telja að sú stefna
að láta fyrirtæki eins og Alufin-
ance kaupa upp óseldar birgðir
væri úr sögunni. Menn stöfluðu
ekki upp áli, heldur seldu á
markaðsverði þótt lágt væri. Ef
menn söfnuðu birgðum í von um
betri tíma, kvað Ragnar verðfall
hanga áfram yfir marðkaðinum og
birgðasöfnun héngi yfir markaðin-
um og kæmi í veg fyrir hækkanir.
Þetta hefði verið gert tvisvar og
þegar ástandið síðan batnaði hafa
álbirgðir haft neikvæð áhrif á
verðþróunina. Því vildu menn
fremur selja nú á lágu verði en
taka áhættu af að safna áli.
— Angóla
Framhald af bls. 47.
dvalizt með skæruliðum FNLA í
tvær vikur.
Samkvæmt fréttinnu eru 25
þúsund kúbanskir hermenn í
Angóla til að berjast með herjum
Neto gegn FNLA og UNITA.
Jafnframt segirlandinu séu 50
þúsund óbreyttir kúbanskir borgar-
ar og tæknimenn, fimm þúsund
sovézkir ráðunautar og 14.000
aðstoðarmenn frá Austur-Evrópu.
— Ríkisstjórn-
in útvegi. . .
Framhald af bls. 2
ýmsu deildum Verðjöfnunarsjóðs
séu fiskvinnslufyrirtæki rekin með
tapi. Skjótra aðgerða sé því þörf ef
ekki eigi að koma upp sama
rekstrarstaða og var í lok síðasta
árs. Samband fiskvinnslustöðva
leggur því m.a. til, að eftirfarandi
ráðstafanir verði gerðar til úrbóta:
1. Ríkisstjórnin útvegi og
ráðstafi nú þegar því sérstaka
lánsfé að upphæð 500 milljónir
króna, sem hún hét að beita sér
fyrir að yrði til reiðu fyrir
fiskvinnslufyrirtæki skömmu eftir
að fiskverð var ákveðið 1. október
sl.
Þá verði og hraðað úthlutun á
þeim 350 milljónum króna, sem
myndast í gengismunarsjóði vegna
gengisbreytingarinnar.
2. Vextir af afurðalánum, sem
hækkað hafa úr 8 í 18% eða um
125% frá 31. júlí 1977, verði færðir
í sama horf og var fyrir þann tíma,
enda nú orðnir með öllu óbærileg-
ir. Ennfremur verði vextir af
stofnlánum til vinnslustöðva
lækkaðir verulega frá því, sem nú
er.
3. Fiskvinnslufyrirtækjum
verði tryggð sömu fríðindi í tolla-
og sölugjaldsmálum við véla- og
tækjakaup og annar samkeppnis-
iðnaður nýtur nú.
4. Launaskattur verði lækkaður
eða afnuminn með öllu.
5. Söluskattur af raforku verði
felldur niður.
Samband fiskvinnslustöðvanna
vill leggja áherzlu á samræmi og
skjót viðbrögð stjórnvalda, því að
sífellt versnandi rekstrarstaða
minnkar möguleikana á því að
nýta megi árangur aðgerðanna til
aukinnar hagræðingar. Hag-
ræðingar, sem ekki aðeins fyrir-
tækin, heldur öll þjóðin mun njóta
í framtíðinni.