Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
+
Eiginmaöur minn
VILHJÁLMUR HÓLMAR VILHJÁLMSSON,
flugmsður og (öngvari,
ÁHaakaiði 125, Hafnarfirði,
sem lézt af slysförum aöfararnótt þriöjudagsins 28. marz s.l. í Luxemborg,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í dag þriöjudaginn 4. apríl kl. 3 e.h.
Fyrir hönd barna, annarra ættingja og vina.
Þóra Guómundadóttir.
+ Móöir okkar.
UNNUR GÍSLADÓTTIR SMITH,
kennari, Eskihlíð 18,
andaöist sunnudaginn 2. aprfl. Gunnar Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson,
Einar Páll Smith.
+
Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
BJARNI GUOMUNDSSON,
bitreióaatjóri,
Hólmgaröi 20,
lézt aö heimili sinu, aöfararnótt 3. apríl.
Magnea Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Maöurinn minn,
BOGI PÉTUR THORARENSEN,
frá Kirkjubte á Rangárvöllum,
andaöist miðvikudaginn 22. marz.
Útförin hefur fariö fram.
Steinunn Thorarenaen.
+
Eiginmaöur minn og faöir
LEIFUR GUNNARSSON,
lést í Landsspítalanum að morgni 2. apríl.
Fyrir hönd annarra vandamanna.
Hulda Jónedóttir,
Brynjar Leifeeon.
+
Eiginmaöur minn,
HARALOUR G. DUNGAL,
tannlteknir,
lézt þ. 31. marz, s.l.
Fyrir hönd aöstandenda.
Inga Bima Dungal.
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóöir.
GUÐBJÖRG FRIORIKSDÓTTIR,
Faxabraut 11, Keflavík,
andaöist aö kvöldi 1. april á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Garðar Magnúason,
Sigriður Benediktedóttir,
Sigríður Magnúedóttir,
Róbert Birdsall.
+
SIGRÍDUR ÓLAFSOÓTTIR,
Birkilundi við Vatneveituveg,
veröur jarösungin á morgun, miövikudag 5. apríl frá Fossvogskirkju kl. 13.30.
Páll Melsted Ólafsson,
Hulda Guðmundsdóttir,
Svavar Guóni Svavarsson, Brynhildur Ingólfsdóttir,
Óskar S. Ólafsson, Lára Loftsdóttir,
og barnabörn.
+
Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
GEIRS H. ZOÉGA,
forstjóra,
Kleifarvegi 8, Reykjavík.
fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Anna Zoðga,
Tómas og Jóhanna Zoöga
og börn.
Rósa Jónsdóttir
—Minningarorö
Fædd 15. ágúst 1888.
Dáin 26. marz 1978.
Að kvöldi páskadags s.l. andaðist
hér í borg Rósa Jónsdóttiiriir
Nesvegi 65. Hún var fædd í Eyjum
í Breiðdal, S. Múl. 15. ágúst 1888.
Foreldrar hennar voru hjónin
Anna Eiríksdóttir og Jón Bjarna-
son bóndi þar.
Rósa ólst upp á heimili foreldra
sinna ásamt bróður sínum
Sigurði. Um tvítugsaldur lyst hún
með fjölskyldu sinni að Ósi í
Breiðdal. Æskuheimili hennar var
orðlagt fyrir gestrisni og glaðværð
og sá heimilisbragur hefur ætíð
sett svip sinn á hennar heimili,
allt til dauðadags. Um tvítugt fór
hún til Reykjavíkur og nam
fatasaum hjá Andrési Andréssyni
klæðskera. Árið 1914 urðu þátta-
skil í lífi hennar, en þá trúlofaðist
hún Emil Guðmundssyni frá Felli
í Breiðdal. Eignuðust þau eina
dóttur, Huldu, en hún er gift Birni
Bjarnasyni bónda í Birkihlíð,
Skriðdal. Samvistir Rósu og Emils
urðu ekki langar því að ári síðar
eða 1915 andaðist Emil úr berkl-
um. Þremur árum síðar eða 18. júlí
giftist Rósa eftirlifandi manni
sínum Sigurpáli Þorsteinssyni frá
Flögu í Breiðdal. Það eru því tæp
sextíu ár sem sambúð þeirra hefur
staðið.
Þau hjónin hófu búskap sama árið
á Ósi í sambýli við bróður
Rósu,Sigurð og konu hans Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Á Ósi eignuðust þau fjögur börn
þau voru: Anna kennari gift
Magnúsi Þórarinssyni kennara en
þau eru bæði látin; Bergur múrari,
kvæntur Rósu Reimarsdóttur;
Guðbjörg gift Sigtryggi Runólfs-
syni húsasm. og Nanna, gift
Hilmari Elíassyni húsasm., en þau
hafa verið búsett í Svíþjóð síðast-
liðin 8 ár.
Þau bjuggu á Ósi næstu 19 árin
eða til ársins 1937, er þau fluttust
að Hóli í sömu sveit. Auk þeirra
fimm systkinanna ólu þau upp tvö
dótturbörn sín; Jón Guðlaug Sig-
tryggsson bifreiðastjóra sem er
ógiftur, og Sigrúnu Sigtryggsdótt-
ur gifta Emil Karlssyni húsgagna-
smið.
Eftir að þau fluttust að Hóli
bjuggu þau í sambýli við dóttur
sína og tengdason, Önnu og
Magnús, foreldra mína.
Þó heimili þeirra hjóna væri
stórt og gestakoma tíð, enda í
þjóðbraut, var ætíð tími til að
hjálpa því samferðafólki sem átti
í erfiðleikum. Rósa var sérstaklega
nærgætin og hlý við sjúka og tók
á móti mörgum börnum. í Breiðdal
var starfapdi um margra ára skeið
líknarfélag, Einingin, og var hún
virkur félagi í því og í stjórn þess
um langt skeið.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að alast upp á Hóli fyrstu ár ævi
minnar og eftir að ég fluttist
þaðan með foreldrum mínum og
bróður var hugurinn samt heima
á Hóli hjá afa og ömmu.
Árið 1954 brugðu þau búi og
fluttust til Reykjavíkur þar sem
þau bjuggu í sambýli við son sinn
og tengdadóttur, Berg og Rósu, til
hinstu stundar. Á því heimili ríkti
sérstakur samhugur og eindrægni
svo leitun er á öðru eins. Ættar-
tengsl þessarar fjölskyldu eru
mjög sterk en afkomendur þeirra
eru orðnir 79 talsins.
Amma var skapmikil kona og
trygglynd, öll börn hændust að
henni, því hjá henni fundu þau það
örygg' sem börn þarfnast, og
lítilmagninn átti góðan málsvara
þar sem hún var.
Síðustu fjögur árin hefur hún
háð harða baráttu við erfiðan
sjúkdóm og í því veikindastríði
heyrðist hún aldrei kvarta. í
þessum veikindum naut hún sér-
stakrar umhyggju eftirlifandi
eiginmanns síns, tengdadóttur og
sonar. Með henni er genginn einn
fulltrúi þess fólks, sem varð lengst
af að heyja lífsbaráttuna við mjög
frumstæð skilyrði, án allra nútíma
lífsþæginda, en leit þó ætíð
björtum augum á lífið. Hún var
ekki úr hópi kröfugerðarmanna,
heldur spurði: „Hvað get ég gert
fyrir þig? Hvernig get ég orðið
öðrum að liði?“
Nú hefur hún lagt upp í sína
hinstu för, og leiðir okkar skiljast
um stund. Minningin um ömmu
mína er með þeim dýrmætustu
sem ég og fjölskylda mín eigum og
fyrir það erum við þakklát. Við
biðjum góðan Guð að blessa
minningu hennar og styrkja afa í
söknuði sínum.
Páll R. Magnússon.
í dag er til moldar borin amma
okkar, Rósa Jónsdóttir. Við getum
aldrei fullkomlega þakkað elsku-
legri ömmu okkar fyrir alla þá
gæsku, sem hún sýndi okkur
bræðrunum. Hún var alltaf til-
búin, að rétta huggandi og hug-
hreystandi faðm á móti öllum
börnum, sem til hennar komu.
Skilningsríkari manneskju gat
maður vart hugsað sér. Það var
alltaf hægt að treysta ömmu fyrir
öllu. Það var sama hvað amaði að.
I öllum veikindum sínum heyrð-
ist aldrei nein kvörtun, nei,
æðruleysið sem amma okkar
sýndi, mun seint gleymast.
Þótt við ritum þessar fáu línur,
geta þær aldrei fullkomlega þakk-
að það sem hún var okkur.
Guð veri með ömmu.
Sonarsynir.
Að kvöldi páskadags barst mér
sú fregn að amma væri dáin, og í
dag þegar hún er til moldar borin
er margs að minnast, sérstaklega
frá mínum bernskuárum.
Þegar ég var ársgamall og
bróðir minn fæddist, flutti ég mig
til ömmu og afa og var eftir það
meira hjá þeim en foreldrum
mínum fram til fermingaraldurs.
Amma var alltaf tilbúin að rétta
okkur hjálparhönd og taka svari
okkar í hvívetna, jafnvel þótt við
gerðum eitthvað sem ekki mátti
gera. Þar sem bróðir minn hefur
lýst lífsferli hennar, mun ég ekki
rekja hann. Þó get ég ekki stillt
mig um að geta þess, að ég minnist
þess ekki að amma gæti nokkurn
tíma reiðst það mikið að hún segði
styggðaryrði til nokkurs manns,
heldur gekk hún í burtu á meðan
hún var að ná valdi á skapi sínu,
þar sem hún var skapmikil og
greind kona. Það má segja að hún
hafi haldið öllu sínu til hinstu
stundar án þess að gleyma nokkru
þótt veikindi hafi hrjáð hana hin
síðustu ár og að með henni sé
gengin enn einn tengiliður á milli
gamla tímans og þess nýja. Amma
hafði sérstakt yndi af ferðalögum,
en þeirri löngun sinni gat hún ekki
sinnt fyrr en eftir að hún fluttist
til Reykjavíkur, þótt aldrei færi
hún neina langferð í nútíma
merkingu. Amma kom norður í
Ólafsfjörð og hélt mínu yngsta
barni undir skírn þegar hún var
áttræð, kom hún i nokkur ár eftir
það, ennfremur fór hún austur á
land til dóttur sinnar.
Ekki fóru langömmu drengirnir
fyrir norðan varhluta af hennar
umhyggju og hjartahlýju, sem
veitt var í ríkum mæli. Þá má
segja að ömmu minni væri betur
lýst með orðum í kvæði Árna
Björnssonar, en ég gæti gert í
langri grein með mínum fátæklegu
orðum.
Ámeðan tungan geymir góðar sögur
mun gildi þinna miklu verka sjást
bétt hár þín gráni ertu alltaf fögur
ok ung og sönn í þinni tryggð og ást.
Þótt atundum dapri.st Ijómi bjartra bauga
ok hrosin sólar hylji hin myrku ský.
Þá fellur aldrei fölvi á móður auga
scm fÖKur sál og guðotrú Ijómar f.
Að endingu vil ég og fjölskylda
mín þakka Rósu og Bergi fyrir
hversu góð þau reyndust ömmu
alla tíð, þar sem hún fékk að
starfa og njóta sín allt til hins
síðasta eftir því sem heilsa og
kraftar leyfðu.
Við viljum biðja guð að blessa
afa og minningu ömmu.
Gunnar Þór Magnússon.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
GUDRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Hringbraut 101,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikud. 5. apríl kl. 3 e.h. Þeim sem
vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanlr.
Guðmundur Guðmundsson, Páll í. Guðmundsson,
Kristjana M. Guðmundsdóttir, Ástráður Valdimarsson,
og barnabörn.
+
Móöir okkar,
MAGNÍNA SALÓMONSDÓTTIR,
lézt í sjúkrahúsi ísafjaröar 1. apríl.
Haraldur Jónsaon,
Sigurður Jónsson,
Ágúst Jónsson.
+
. Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
GUÐMUNDUR INGVAR ÁGÚSTSSON,
kaupmaður,
Rauðagerði 52,
sem andaöist þann 26. marz s.l., veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju
miövikudaginn 5. apríl n.k. kl. 10.30.
Guðfinna Ólafsdóttir,
Maja Guðmundsdóttir, Hafliöi Björnsson,
Sigrún Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir,
Kristján Guðmundsson, Kristbjörg Guðlaugsdóttir,
Ingibjörg Guðmundadóttir, Benedikt Eypórsson,
og barnabörn.
+
LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Grjótá, Garöahverfi,
veröur jarösungin frá Garöakirkju miövikudaginn 5. apríl, kl. 1.30.
Jarösett veröur í Hafnarfjaröarklrkjugarði.
Tryggvi Gunnarsson,
Skúli G. Tryggvaaon, Björg Pálmadóttir,
Hulda Tryggvadóttir, Hörður Þorleifsson,