Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 39

Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 39 Minning: ------ yr ArthurH. Isaks- son hifreiöastjóri Fæddur 11. júní 1915. Dáinn 24. marz 1978. I dag, þriðjudag, 4. apríl kl. 13.30, fer fram frá Fossvogskirkju útför Arthurs H. Isakssonar bif- reiðastjóra. Það var að morgni föstudagsins langa, 24. marz, að Arthur H. Isaksson, bifreiðastjóri, andaðist að Borgarspítalanum í Reykjavík. Arthur fæddist í Reykjavík 11. júní 1915. Móðir Arthurs var Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, en hún dó úr berklum árið 1924, aðeins 29 ára gömul, en hafði áður átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Faðir Arthurs var sænskur að ætt, Carl Albin Isaksson. Hann var í siglingum á skipum DFDS, en vann síðar í Sænska frystihús- inu í Reykjavík, þar til hann varð atvinnulaus hér árið 1930 og fór þá alfarinn til útlanda, í siglingar. Þá var atvinnuleysi mikið hér á landi, og þar eð Carl Albin var sænskur ríkisborgari mun það hafa ráðið nokkru um að hann var í meiri erfiðleikum en aðrir að fá vinnu, sem mun hafa verið fremur talinn skylda að láta íslendinga njóta . Vegna þessara erfiðu aðstæðna fór Arthur þegar hann var þriggja ára gamall í fóstur til þeirra ágætu hjóna Auðbjargar Guðmundsdótt- ur og Ólafs Bjarnasonar að Vitastíg 7. Þar var hann í fóstri þar til hann 15—16 ára gamall gat farið að vinna fyrir sér sjálfur. Var hann lengi vel framan af í atvinnu í Sandholts-bakaríinu hjá fósturbróður sínum Guðmundi Ólafssyni, við að bera út brauð, en síðar ók hann á sendibifreið bakarísins brauði og kökum um bæinn. Ólafur Bjarnason, fóstur- faðir Arthurs, reyndist honum mjög góður í hvívetna, og Arthur minntist hans ávallt með þökk, sem heiðvirðs og staðfasts sæmdarmanns. Þó hafa bernsku- og æskuár Arthurs verið honum erfið. Eldri bróðir Arthurs, Harry, fæddist 1913, en hann dó þegar árið 1935, aðeins 22 ára gamall. Systir þeirra bræðra, Lilly Isaksson, var yngst þeirra systkin- anna, og hún var ásamt Harry í fóstri hjá móðursystur þeirra, Þuríði Jóhannesdóttur, sem nefnd var Lóa, og bjó á neðri hæð hússins Bergþórugötu 4 í Reykja- vík, þar til árið 1940, að þau Hinn 4. apríl 1878 fæddist þeim hjónum, Runólfi Jónssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttir, í Hey- dal við Mjóafjörð vestra, dóttir. Hún var sjötta barn foreldra sinna, sem alls eignuðust átta. Hin unga mær hlaut við skýrn nöfnin Þóra Sigríður. Hún ólst upp í glöðum systkinahóp með foreldr- um sínum til fullorðins ára, en fór þá ásamt yngstu systur sinni Kristínu Guðrúnu, að leita sér mennta. Leiðin lá til Blönduóss en þar var þá þegar hinn ágætasti kvennaskóli. Að námi loknu stað- næmdust þær systur þar nyrðra við ýms störf. Barnakennslu, kaupavinnu o.fl. en hurfu fljótlega aftur heim til foreldrahúsanna, því það var aldrei ætlunin að setjast að langt frá æskustöðvun- um. Hjónin í Heydal höfðu alið upp tvo drengi. Annar þeirra Elínus Jóhannesson hafði dvalist með þeim frá fæðingu og er fóstri hans, Runólfur lést 13. sept. 1911, veitti hann fósturmóður sinni alla þá aðstoð er hann mátti við rekstur búsins. Elínus var þá rúmlega tvítugur, f. 12. jan. 1888. 5. apríl 1918 gengu þau Þóra Sigríður og Eiínus í hjónaband og hófu búskap á litlum hluta Hey- Arthur, Lilly og Lóa móðursystir þeirra fluttust saman í íbúð. Arthur Isaksson keypti sína fyrstu vörubifreið á árinu 1942, en til þess hvatti og hjálpaði honum hans ágæti fósturbróðir Guð- mundur Ólafsson. Síðan hefur Arthur haft með höndum akstur eigin vörubifreiðar, allt þar til hann varð að leggjast á sjúkrahús vegna innri meinsemda. Hann starfaði sem vörubifreiða- stjóri við virkjunarframkvæmdir í Fljótunum nyrðra, og þar komst hann fyrst í kynni við Kaj Langvad, danskan verkfræðing, sem hafði þær framkvæmdir með höndum. Síðan starfaði hann öll árin við írafossvirkjun í Soginu, meðan sú virkjun var í smíðum, en þar var hann auk þess að starfa sem bifreiðastjóri, einnig sér- stakur trúnaðarmaður þeirra, sem stjórnuðu hluta framkvæmdanna, og þá einkum Kaj Langvad. Síðan starfaði hann að framkvæmd Mjólkurárvirkjunar á Vestfjörð- um. Allan þann tíma, sem hann vann að þessum vikrjunum, voru honum falin sérstök trúnaðarstörf við varðveislu og viðhald tækja og búnaðar og umsjón með birgða- geymslum fyrirtækja þeirra, sem hann starfaði hjá, enda var samviskusemi og trúmennska Arthurs slík, að þeir sem hann þekktu vissu, að engum var betur hægt að treysta í hvívetna. Þegar þessum virkjunarfram- kvæmdum lauk, vann Arthur sem vörubifreiðastjóri með eigin bif- reið á „Þrótti", en honum var þó aldrei um það gefið að bíða á dals en þar var þá þríbýli. Smám saman eignuðust þau þó jörðina alla og bættu hana mjög á allan hátt. Lífsbarátta var hörð í þá daga Heydalur stór jörð og erfið en fáliðað á bæ. Þar var því jafnan unnið mikið ekki síst af hús- bóndanum, sem var afburða verka- maður, þó ekki væri hann hár í lofti. Húsmóðirin var lengst af heilsulítil og það vissum við synir hennar að oft tók hún nærri sér á þeim árum. Þau hjón urðu fyrir þeirri sorg að missa 5 ára gamlan son, Einar, mesta efnisbarn, móðir okkar andaðist 3. des. 1944. Hún var 66 ára og hafði aldrei átt lögheimili annarsstaðar en í Hey- dal, sem er fegurstur Dala og skáld hafa ort um dýrðleg kvæði. Eftir lát konu sinna, bjó faðir okkar í Heydal um nokkurra ára skeið, en það gerðist honum þó ofviða svo hann leigði jörðina ágætis fólki úr sveitinni. Sjálfur keypti hann eyðijörð, Galtarhrygg, reisti hana úr algerri auðn og bjó þar notalegu smábúi í mörg ár við mikla rausn. Þegar Félag Djúpmanna var stofnað af brottfluttum Djúp- mönnum í Réykjavík og nágrenni, var fljótlega farið að svipast um stöðinni eftir einstökum ferðum. Hann átti sér sína föstu viðskipta- vini, sem leituðu til hans um verkefni, sem leysa þurfti. Þeirra á meðal voru sérhæfð störf eins og akstur á neyzluolíugeymum og niðurstening þeirra úti um landið, og einnig ýmsar bæjarfram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar, og hafði hann m.a. búið bifreið sína sérstaklega vegna ýmissa slíkra verkefna, eins og við að steypa kantrendur við gang- stéttir á staðnum. Arthur gætti þess ávallt að eiga fullkomnustu gerð vörubifreiða og halda þeim svo vel við, að alltaf væru í fullkomnu lagi og ávallt til reiðu til starfa. Meðal áhugamála Arthurs Isakssonar voru ferðalög um byggðir landsins og óbyggðir. Auk vörubifreiðarinnar átti hann oft- ast jeppa-bifreið til einkanota, og naut hann þess að skreppa úr bænum með góðum ferðafélögum. Annað áhugamál Arthurs var að hann hafði mikið yndi af að hlusta á sígilda tónlist. Arthur kvongað- ist aldrei, en byggði hluta hússins Laugateig 6, þar sem hann bjó, en alla tíð hefur han átt sérsitt annað heimili hjá systur sinni Lilly Isaksson og eiginmanni hennar Guðmundi Kristjánssyni skipstj- óra, og miklu ástfóstri tók Arthur við börn systur sinnar, sem í móðurbróður áttu traustan vin. En Arthur Isaksson var sannur vinur allra vina sinna, ávallt reiðubúinn til að hjálpa og aðstoða hvernig sem á stóð. Það var því sárt vinum hans að fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tærði þenn- an góða dreng síðustu mánuði æfi hans, en kjarkur Arthurs og vonarneisti um bata var aðdáunar- verður. Þó kom þar, að hann gerði sér ljóst að hverju stefndi. Hann hafði gert sér ljóst, að kveðju- stundin nálgaðist. Þó var hann rólegur og án biturleika yfir örlögum sínum, þakkaði með jafnaðargeði ættingjum og vinum samfylgdina og var þakklátur og mat að verðleikum þá aðhlynn- ingu, sem hann varð aðnjótandi hjá læknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans til hinzta dags. Við sem áttum þess kost að kynnast þessum trygga vini og njóta samfylgdar hans á liðnum árum söknum hans af heilum hug, og þökkum honum innilega allar liðnar ánægjustundir. Við munum ávallt í huga okkar geyma minninguna um þennan góða dreng. Systur hans Lilly og fjölskyld- unni allri vil ég votta innilega hluttekningu. Hjálmar R. Bárðarson. eftir sumarbúðalandi miðsvæðis í Djúpinu. Bauð þá faðir okkar að gefa spildu úr landi jarðar sinnar í því augnamiði. Þessi gjöf var með þökkum þegin og Djúpmanna- félaginu mæld út rausnarleg spilda á fegursta stað í landi jarðarinnar. Því miður sá hann aldrei hafnar framkvæmdir á þessu óskalandi, því hann andaðist 3. des. 1958, sama ár og hann gaf landið. Nú stendur þar myndarleg- ur skáli. Ferðamannaþjónusta á sumrum en samkomustaður heimamanna á vetrum. í júlí 1977 fjölmenntu Djúpmenn heima og heiman að Djúpmannabúð til vígslu þessa húss. Við það tækifæri var rætt um nauðsyn girðingar umhverfis landareign félagsins, og bauð þá einn af stofnendum þess, Helgi Þórarinsson bóndi í Æðey fram styrk til þess. Helgi og Runólfur Þórarinssynir eru systursynir Þóru móður okkar, synir Kristínar Runólfsdóttur frá Heydal, og báðir meðal stofnenda Djúpmanna- félagsins, systir þeirra er látin fyrir nokkrum árum. Á fjölmennri árshátíð Djúp- mannafélagsins, 25. febrúar s.i. barst bréf frá Æðeyjarhjónum, Guðrúnu Lárusdóttur og Helga Þórarinssyni ásamt með 100 þús- und króna peningagjöf. Þessi veglega gjöf er, samkvæmt gjafa- bréfinu, minningargjöf um foreldra okkar, Þóru Sigríði Runólfsdóttur og Elínus Jóhannes- son. Skal þessi upphæð vera stofn Framhald á bls. 31. Aldarminning: Þóra Sigríður Run- ólfsdóttir Heydal Skátakveðja: Bjarni Þórarinsson Sœvar Lárus Ásgeirs- son, Neskaupstað Sævar Lárus Ásgeirsson Fæddur 4. desember 1959. Dáinn 26. marz 1978. Hólmsteinn Bjarni Þórarinsson. Fæddur 23. maí 1960. Dáinn 26. marz 1978. Okkur setti hljóð, þegar hingað til aðalstöðva skáta bárust þær fréttir, að Hólmsteinn Bjarni Þórarinsson og Sævar Lárus Ás- geirsson aðalforingjar skátafé- lagsins Nesbúa, Neskaupstað, hefðu farist um páskana í snjó- skriðu, er þeir voru á ferð í fjalllendinu milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar. Mér komu í hug orð Páls postula um æskuna: „Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver þú fyrirmynd trúaðra íorði, í hegðun, í kærleika, í trú og hreinleika." Og það var ekki að ástæðulausu, því að þessir ungu menn höfðu með öllu sínu líferni verið fyrirmynd annarra ungra manna. Áhugi þeirra og starfsþrek í félagsmálum var slíkt að fáum er gefið. Þeir voru áhugasamir og dugmiklir útilífsunnendur — miklir ferðamenn og vanir ferðum við allskonar aðstæður, þó að ungir væru að árum. Þeir störfuðu báðir í íþróttafélagi og í björgun- arsveit Slysavarnafélagsins og voru þar framtakssamir og ötulir um ýmis velferðarmál þessara félaga. Við hér þekkjum þá sem dug- mikla skátaforingja. — Þegar Skátafélagið Nesbúar var endur- reist 1973 hófu þeir sitt skátastarf -og tóku fljótlega forystu þar, og svo hefur það verið síðustu árin. Oft er við mikla erfiðleika að eiga, þegar rekstur æskulýðsfélaga í litlu byggðarlagi á í hlut. Þegar stofnun fer fram og hrifning hugsjóna er augljós, vilja allir leggja hönd á plóginn. En þegar hversdagsleg störf að félagsmálum koma til, þá þynnist hópurinn og oft stendur að lokum ekki eftir nema hinn hatði kjarni, sem hefur úthald og kjark til þess að halda áfram. Þessum eiginleikum voru þessir ungu menn búnir, sem nú eru „farnir heim“ eins og við skátar segjum um þá sem horfnir eru sjónum okkar. Skátar í Nesbúum eiga nú um sárt að binda, þegar 50 ungmenni sakna nú foringja sinna. Þar er hnípin „þjóð“ í vanda. En fyrst og fremst verður okkur hugsað til foreldra þessara ungu karlmenna, sem alltaf vorú boðin og búin til að styðja þá í hinum mikilvægu störfum þeirra að félagsmálum. Við skátar sendum þeim hjónun- um Huldu Bjarnadóttur og Þór- arni Sveinssyni og Unni Bjarna- dóttur og Ásgeiri Lárussyni okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum þeim störfin á liðnum árum. Megi minningar þeirra um hina glöðu og atorku- sömu syni þeirra vera þeim ljós, sem lýsir upp myrkur örvæntingar og skilur eftir minningu um drengina þeirra, sem ávallt voru fyrirmynd annarra, og höfðu þannig áhrif á umhverfi sitt á stuttri ævi, umfram það sem aðrir ná Páll Gíslason. Harðneskja lífs og dauða sýnist oft þungbær. Það er okkur erfið raun að kveðja þessa ungu félaga, sem hurfu svo sviplega. Þrátt fyrir ungan aldur skiluðu þeir næsta ótrúlegu starfi, sem mótaðist af einstakri hjálpfýsn og félags- hyggju og var unnið af lífsgleði og krafti, jafnt þau störf, sem erfið og óvinsæl þóttu, sem önnur. Þeir voru hvergi aðeins félagar að nafni til heldur hvarvetna af lífi og sál, svo aðrir hlutu að hrífast með. Þessvegna völdust þeir gjarnan til forystu í þeim félögum, sem þeir helguðu krafta sína. Þeir voru verðir þess trausts, sem borið var til þeirra og reglu sem þeirra var öðrum fyrirmynd. Ómótstæðileg löngun til að kynnast og sigrast á stórbrotnu landslaginu umhverfis bæinn, hafði þegar aflað þeim þekkingar, sem hver mætti vera stoltur af. Sú þekking kom sér vel bæði í göngunum á haustin og ekki síður í starfi björgunarsveitarinnar og skátanna. Þeir ólust upp hlið við hlið og heimili beggja voru báðum jafnt opin. Samstarf þeirra var slíkt, sem einungis getur orðið milli náinna vina og ólík persónugerð þeirra gerði þá einmitt að sterkari heild. Slík vinátta hlýtur að gera einstaklinginn sterkari og e.t.v. myndar hún grunninn að árangursríku félagsstarfi. Mikil hamingja hlotnast þeim foreldrum, sem eignast slíka syni og mikill missir hlýtur fráfall þeirra að vera. Við vottum þeim og öðrum aðstandendum samúð okkar. Skarðið í röðum okkar verður vandfyllt. Björgunarsveit S.V.F.Í. Neskaupstað. Félag iðnnema, Austurlandi Fjáreigendafélag Neskaupstaðar, íþróttafélagið Þróttur, Skátafélagið Nesbúar, Skólahljómsveit Neskaupstaðar. Afmælis- og minningargremar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast i sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarn- ar þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.