Morgunblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.04.1978, Qupperneq 47
Stöðug- ar óeirð- ir í Iran Teheran, 3. apríl, Reuter. Mótmælaaðgerðir héldu áfram í íran áttunda daginn í röð í gær, að því er opinberar heimildir skýrðu frá í dag. Fjórir menn hafa látið lífið í þeirri hrinu óeirða sem nú stendur yfir, margir slasazt og fjöldi manna verið handtekinn. Lítið er vitað um markmið óeirðarseggja sem einkum hafa látið reiði sína í ljós með því að skemma banka, opinberar Bygg- ingar og kvikmyndahús. Yfirvöld segja skemmdarverkamennina vera samtök öfgamanna til hægri og vinstri. Óeirðirnar síðustu átta daga hafa átt sér stað í fjölmörgum borgum landsins, en opinberlega er ekki litið svo á að öryggi ríkisins stafi hætta af látunum. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 47 Schmidt dómari í einvígi Kar- povs og Korchnois Amsterdam, 3. apríl, Reuter. VESTUR-ÞÝZKI stórmeistarinn Lothar Schmidt var í dag skipað- ur yfirdómari einvígis Karpovs og Korchnois um heimsmeistara- titilinn í skák. Einvígið hefst í borginni Baguio á Filippseyjum 16. júlí. Schmidt var aðaldómari einvígis þeirra Fischers og Spasskys sem haldið var í Reykja- vík 1972. Nýtt áhrifaríkt lyf gegn krabbameini uppgötvað Houston, Texas 2. apríl. AP. Reuter. TILKYNNT var í dag, að vísindamönnum hefði tekizt að búa til lyf gegn krabhameini, og cr sagt að einn skammtur af lyfinu drepi hundruð' milijóna krabbameins- fruma í músum. Vísinda- menn segja að lyfið hafi verið uppgötvað með I aðstoð tölvu. Tilraunir sem gerðar hafa verið með lyfið við Kaliforníuháskóla benda til þess, að það hafi langvarandi áhrif á krabbameinsfrumurnar og minnki áhrif þeirra á líkamann til muna. . Martin A. Apple, sem hefur umsjón með rannsóknunum, hefur þó varað við of mikilli bjart- sýni, því ekki sé víst að lyfið hafi jafnmikil áhrif á krabbamein í mönnum og á krabbamein í mús- um. „Lyfið er sennilega áhrifaríkara en flest önnur lyf, sem notuð eru við krabbameini, að minnsta kosti miðað við tölfræðilegar niðurstöð- ur,“ sagði Apple. Hann bætti við að „tölvan hefði reynzt svo til óskeikul" við að álykta hvaða lyf verkuðu á menn. Á fundi hjá Krabba- meinsfélagi Bandaríkj- anna sagði Apple, að leyndardómur hins nýja lyfs væri sá, að það bindist krabbameins- frumunum í langan tíma. Á yfirborði hverrar krabbameinsfrumu eru sameindir sem hafa mikla tilhneigingu til að bindast öðrum sameind- um. „Sá tími sem lyfið binzt þessum sameindum ákvarðar áhrif lyfsins," sagði Apple á fundinum. Venjulegt lyf gegn krabbameini, eins og adriamycin, binzt sameindunum í eina sekúndu, en hið nýja lyf, azetomicin, binzt þeim í 1,5—1,7 sekúndur, að sögn Apples. Apple, sagði ennfrem- ur, að efnasamsetning azetomicins hefði verið uppgötvuð með aðstoð tölvu. Vísindamennirnir hefðu notfært sér upp- lýsingar tövlu, sem hefði að geyma allar efnafræði og líffræðilegar staðreyndir sem banda- rískir vísindamenn búa yfir. Tölvan sagði fyrir um efnasamsetningu og bjuggu vísindamennirnir þá til þrívíddar-líkön af sameindunum. Gátu þeir þannig gert sér glögga grein fyrir áhrifum lyfsins. Apple sagði, að í tií- raunum hefðu vísinda- mennirnir einbeitt sér að því að finna lyf sem bundizt gætu frumefnum krabbameinsfrumnanna, DNA. Þannig tókst þeim að uppgötva lyf sem bundust DNA betur en önnur lyf. Tilraunir leiddu til að uppgötvuð voru fleiri efni en azetomiein, en það lyf er hið áhrifa- ríkasta sem fundið var. Fá þekkt lyf drepa 100.000 krabbameins- frumur með einum skammti og þau sem drepa 10 milljónir frumna eru mjög sjald- gæf, en hið nýja lyf er sagt drepa 100 milljónir fruma. Að lokum sagði Apple á fundinum að kanna yrði nánar áhrif azetomicins á dýr, áður en ráðizt yrði í að nota það gegn krabbamefni í mönnum. 70.000 manns drepnir í norð- urhlutum Angóla London, 3. marz, AP-Reuter. KÚBANSKIR hermenn í Angóla og stjórnarherinn hafa að undan- förnu fellt um 70.000 óbreytta borgara í norðurhlutum Angóla, að því er brezka blaðið Sunday Telegraph skýrir frá í gær. Sendi- ráð Angóla í Briissel sagði í dag, að frásögn blaðsins væri uppspuni. í frétt Sunday Telegraph greinir frá viðtölum við fólk sem komizt hefur lífs af. Þar segir að vopnaðir hermenn hafi brytjað niður óbreytta borgara að hundruð þorpa hafi verið brennd til ösku eða sprengd í loft upp, heimili rænd og konum nauðgað. Talið er að um ein milljón manna hafi flúið í Angóla vegna aðgerð- anna. Margir hafa leitað inn í skógana og segir Telegráph, að sovézkar Mig-herþotur hafi varpað Mapalm-sprengjum á skógana til að hrekja flóttamennina þaðan. Samkvæmt fréttinni í Sunday Telegraph hefur börnum á aldrin- um 10—17 ára í norðurhlutunum verið skipað að yfirgefa heimkýnni sín og þau send til Kúbu til „náms“. Óttaslegnir foreldrar, sem ekki þora að gera uppsteyt gegn stjórninni, telja að börn þeirra séu send til Havana til að vinna sem þrælar á sykurplantekrunum. Hingað til hefur ekkert verið vitað um aðgerðirnar í Angóla. Segir í fréttinni að vestrænum blaðamönnum í Angóla hafi ekki verið hleypt inn á svæðin þar sem skæruliðar FNLA og UNITA hafi hreiðrað um sig. í Sunday Tele- graph er skýrt frá því, að blaða- manni blaðsins hafi verið smyglað inn í norðurhluta Angóla yfir landamæri Zaire og að hann hafi Framhald á bls. 30. Þotan hrapaði á hraðbrautina. Hinn 29. marz hrapaði bandarísk orrustuþota aí gerðinni Tomcat F-14 á hraðbraut í San Diego í Kaliforníu. Með vélinni voru tveir menn og fórst annar þeirra í slysinu. Þess má geta, að ein slík orrustuþota kostar um 20 milljónir Bandaríkjadala, eða jafnvirði um 510 milljóna króna. Búlgarskir andófsmenn senda frá sér yfirlýsingu Vín 3. apríl. AP. BÚLGARSKIR andófsmenn hafa látið frá sér fara „yfirlýsingu ‘78“ í sex greinum, þar sem deilt er harðlega á stjórn Búlgaríu fyrir að fótum troða almenn mannréttindi í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkuð hefur heyrzt í andófsmönnum þar í landi, að því er segir í austur- ríska dagblaðinu Die Presse í dag. Dagblaðið segir að engin undir- skrift hafi fylgt yfirlýsingunni. Hermir blaðið að hópur sm kallar sig „ABD“ beri ábyrgð á yfirlýs- ingunni, sem árituð var „til allra". Þá segir í Die Presse að búlgörsk yfirvöld álíti yfirlýsinguna vera frá andófsmönnum. Líklegast er talið að menntamenn í Búlgaríu hafi samið yfirlýsinguna. I fyrstu grein fyrirlýsingarinnar er þess krafizt að „mannréttindi og almenn borgararéttindi séu í heiðri höfð“. I næstu grein krefjast andófs- mennirnir þess að fólki verði leyft að flytjast til annarra landa, landamæri Búlgaríu og annarra landa verði opnuð og að allir Búlgarar fái vegabréf. Þá segir í þriðju grein að þörf sé á félagslegum umbótum, svo sem að hækka ellilífeyri, og auka samræmi í verði á neyzluvörum og almennum launum, þannig að lífsgæði verði meiri í landinu. í fjórðu grein krefjast andófs- mennirnir þess að stofnuð verði ný verkalýðsfélög í stað núverandi félaga. Skulu nýju félögin bera hag verkalýðsins fyrir brjósti. I næstsíðustu greininni er þess krafizt að öll fríðindi í þjóðfélag- inu verði afnumin og í sjöttu grein krefjast andófsmenn þess að yfirlýsing þeirra verði birt í öllum dagblöðum Búlgaríu. Hverjir hljóta Oskars- verðlaun? Hollywood 3. apríl. AP. Óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld í 50. skipti og líklegast er talið, að annaðhvort „Star wars“ eða „Annie Hall“ hljóti titilinn „Bezta kvikmynd ársins“. „Star wars“ er þegar orðin ein bezt sótta kvikmynd frá upphafi, en ekki er þó hægt að telja hana öruggan sigurvegara, því sjálfs- ævisaga Woodys Allens, „Annie Hall“, er talið gefa henni litið eftir. Þá er einnig talið, að kvikmyndin „The turning point“ geti hlotið verðlaunin, en sú mynd fjallar um tvo ballettdans- ara. Woody Allen er einnig talinn eiga góða möguleika á að hljóta þrenn Óskarsverðlaun í viðbót, fyrir bezta karlhlutverkið, beztu leikstjórn og bezta handritið. Richard Burton er einnig tal- inn líklegur til afreka fyrir leik sína í „Equus", en hann hefur sex sinnum áður verið útnefndur til Óskarsverðlauna án þess að hljóta þau nokkurn tíma. Diane Keaton er líklegust til að hljóta verðlaunin fyrir bezta Framhald á bls. 31. Þetta gerðist 1977 — Zaire slítur stjórnmálasambandi við Kúbu, vegna þess að kúbanskir hermenn hjálpuðu byltingarsinn- um í Angóla. 1976 — Forseti Ebyptalands, Anwar Öadat, lýsir yfir að hann hafi frestað að leyfa sovézkum herskipum að nota egypzkar hafnir. 1975 — Bandarísk fiutningavél með 243 víetnamska munaðar- leysingja ferst skömmu eftir flugtak frá Saigon. Yfir 100 börn og að minnsta kosti 25 fullorðnir farast. Flug- vélin var á leið til Bandaríkjanna. 1968 — Blökkumanna ieiðtoginn Martin Luther King er myrtur í Memphis í Tennessee. 1964 — Makarios erki- biskup rýfur friðar- samninginn frá 1960 milli Grikkja, Tyrkja og Kýpurbúa, og grimmileg- ir bardagar brjótast út á Norðvestur-Kýpur. 1949 — Norður Atlantshafssamningur- inn er undirritaður í New York af ráðherrum Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Ítalíu, Portúgals, Danmerkur, íslands, Noregs og Kanada. í samningnum er kveðið á um gagn- kvæma hjálp komi til Mikill eldsvoði geisar í Manilla átaka á Norður-Atlants- hafi. 1932 — Bandaríski prófessorinn C.G. King einangrar c-vítamín. 1912 — Lýst er yfir stofnun kínversks lýðveldis í Tfbet. 1660 - Charles II, Bretakonungur gefur út Breda-yfirlýsinguna, þar sem kveðið er á um trúfrelsi. 1618 — Richelieu kardínáli er sendur í útlegð til Avignon fyrir að vera andvígur Marie de Medici, móður Frakk- landsdrottningar. 1611 — Kristján IV, Danakonungur, lýsir stríði á hendur Svíum. 1581 — Elízabet I Bretadrottning aðlar Francis Drake. í dag eiga aímæli. Grinling Gibbons, ensk- ur myndhöggvari (1648-1719), Arthur Murrey, bandarískur danskennari (1895—...), og Nicola Antonio Zin- farelli, ítalskt tónskáld (1752-1837). Hugieiðing dagsins. „Hugmyndaflug er mikil- vægara en þekking." Albert Einstein, þýzk- ættaður eðlisfræðingur (1879-1955). Manilla, Filippseyjum 3. apríl AP MIKILL eldur geisaði í fátækrahverfum Manilla f dag, og réðu slökkviliðs- menn ekki við neitt. Yfir 800 heimili höfðu orðið eldinum að bráð og 20.000 manns höfðu neyðzt .til að yfirgefa heimili sín og hafast við á götum borgarinnar. Eldurinn kviknaði í Tondo-hverfinu skömmu eftir há- degi og um kvöldið teygðu eldtung- ur sig að norðurhluta hafnarinnar í Manilla. Vatnsskortur háði mjög slökkvi- starfi og stöðugur straumur fólks úr brennandi húsunum gerði slökkviliði allt starf erfiðara. Yfirvöld kanna nú hvort rétt sé að eldurinn hafi átt upptök sín í gasofi hjá konu sem rak sælgætis- verzlun. Heimilislausir íbúar Manilla hafast nú við í skólum og öðrum byggingum á vegum hins opinbera. Ekki er vitað til þess að neinn hafi farizt í eldsvoðanum, en 16 hafa hlotið minni háttar brunasár. Ljónindrápu temjarann Dublin, Irlandi, 1. apríl. AP. ÞAÐ slys vildi til á laugardag er Ijónatemjarinn Gordon Howes var að temja fimm ljón að tvö þeirra réðust á hann og drápu. Howes var að æfa sig fyrir sýningu er átti að vera í fjöllcikahúsi daginn eftir. Nærstaddir fjölleikamenn komu Howes fljótlega til aðstoðar en þegar loks tókst að hemja ljónin voru þau búin að bíta temjarann til bana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.