Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 48

Morgunblaðið - 04.04.1978, Síða 48
U <;I.YSINí;ASIMI\\ ER: 22480 Al''(ÍI.YSIMÍASIMIW ER: 22480 Jílorfluublníiiö ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978 LEÓ VE Á ÞYKKVABÆJARFJÖRU. Rétt í þann mund sem Leó fór á hliðina 1 fjörunni féllu gúmmfbátar skipsins útbyrftis og blésust upp. Sjá frétt ok fleiri myndir af strandstað á bls. 29. Mbl. RAX Ú tflutningsbannið: Búizt við að bannið komi til framkvæmda 15. til 17. apríl - eitt félag boðar 10. apríl Verkamannasamhand ís- lands hélt í gær fund, þar sem fjallað var um tilmæli Læknamálið: A annað þús. manns þarf að yfirheyra RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins vinnur nú af fullum krafti að rannsókn læknamáls- ins svokallaða. Svo sem fram hefur komið í fréttum leikur Krunur á því. að Jæknir einn hafi dregið að sér fé út úr tryKgingakerfinu á þann hátt að taka jjreiðslur fyrir læknis- Framhald á bls. 30. 10-manna nefndar ASÍ um að félögin boðuðu aðgerðir, sem kæmu í veg fyrir út- flutning einhvern tíma eftir 10. apríl. Verkamannasam- bandið ákvað að senda út í aðildarfélög sín þessi til- mæli og munu nú stjórnir félaganna taka þessi tilmæli til athugunar. Er búizt við því, að útfiutningsbann verði boðað um miðjan apríl- mánuð. Tilmæli Verkamannasambands- ins munu hafa verið þau að aðgerðir yrðu boðaðar eins fljótt og auðið væri. Mestar líkur eru á að útflutningsbann geti orðið að veruleika 15. eða 17. apríl, sem eru laugardagur og mánudagur. Eitt félag hefur boðað verkfall við hafnarvinnu og útskipun. Er það Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði, sem boðað hefur verk- fall frá og með 10. apríl. Það verkfall er þó dálítið öðru vísi til orðið, þar sem inn í það fléttast deila um útskipun á loðnumjöli frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Hefur þar verið breytt um vinnutilhögun, menn hafa byrjað að flytja mjölið ósekkjað og í sambandi við það fellur niður greiðsla, sem verka- menn höfðu á hvert tonn fyrir að þurfa að handlanga sekki. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það meðal vinnuveitenda, Fleiri Eyja- bátar kærðir vegna óleyfi- legs þorskafla „SAMKVÆMT þeim gögnum. sem okkur hafa borizt í hendur, þá hafa orðið einhver brögð að því, að bátar hafi komið með meiri þorsk að landi þann tíma, sem þorskveiðibannið stóð yfir, en heimilt var, en það voru 15%,“ sagði Þórður Ásgeirsson skrif- stofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þórður sagði, að nokkrir Eyja- bátar aðrir en þeir sem voru kærðir í páskavikunni, hefðu komið með meiri þorsk að landi en leyfilegt hefði verið og mál þess- ara báta væru nú í rannsókn. Að sögn Þórðar mun þó hafa verið um lítinn óleyfilegan afla að ræða hjá þessum bátum. Um togarana sagði Þórður, að ekki hefði borið á, að þeir hefðu komíð með meiri þorskafla að landi en heimilt var. VMSI vísaði málinu áfram til aðildarfélaga hvernig þeir bregðast við þessum aðgerðum aðildarfélaga ASÍ, enda eru engar formlegar boðanir komnar fram nema frá verkalýðs- félaginu á Seyðisfirði. Fundur vinnuveitenda með ríkisstjórn hafði ekki verið ákveð- inn í gær, en búizt er við því að hann verði einhvern næstu daga. Vinnuveitendur ætla að ræða þar vandamálin við stjórnvöld í fram- haldi viðræðna, sem farið hafa fram milli aðila vinnumarkaðarins um kaupmátt og ígildi samning- anna frá því í sumar. Selja Hólm á strandstað Eigendur og tryggingaraðilar færeyska flutningaskipsins Hólms sem strandaði við Olafs- fjörð í síðustu viku hafa verið nyrðra, til þess að kanna aðstæður og möguleika á björg- un skipsins, en tilraunir land- helgisgæzlunnar í því efni báru ekki árangur. Munu eigendur skipsins nú hafa. ákveðið að selja Hólm á strandstað, en þar stendur skipið á kili í sandin- um. Um 100 tonn af salti eru í skipinu. Engin ákvörðun tekin um ný viðmiðunarmörk vegna smáfisksdráps Hafrannsóknastofnunin gcrði það að tillögu sinni í byrjun þessa árs að viðmiðunarmörkum þeim, sem giitu s.l. ár, og gripið var til vegna skyndilokunar sva“ða, yrði breytt á þessu ári, þannig að í stað þess að þegar 40% af fjölda þorska væri undir 58 sm yrði miðað við 20% af fjölda þorska undir 58 sm fram til 1. júlí og siðan 20% af fjölda undir 62 sm það sem eftir er ársins. Þegar Morgunblaðið innti Matthías Framhald á bls. 30. Bílatollsvikin: Milljónatugir voru hafðir af ríkissjóði RANNSÓKN bílamálsins svo- nefnda er vel á veg komin hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þegar hefur verið kannaður innflutningur eitthvað á annað hundrað bifreiða, aðallega frá Þýzkalandi, og liggur ljóst fyrir samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglunnar að fé hefur verið haft af ríkissjóði í formi tolla og innflutnings- gjalda svo að skiptir mörgum milljónatugum, ef upphæðirnar eru reiknaðar yfir til verðlags í dag. Björn Hermannsson tollstjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að cmbætti hans hefði sent nokkrum aðil- um kröfur um greiðslu við- bótargjalda vegna innflutnings einstakra bifreiða og hafa kröfurnar verið á bilinu 100 til 600 þúsund krónur auk vaxta. Eins og fram kom í fréttum á sínum tíma vaknaði grunar um að ákveðinn maður, sem stund- aði þá atvinnu að flytja inn notaða bíla, hefði staðið í stórfelldu svindli í sambandi við innflutninginn. Var maðurinn af þessum sökum hnepptur í gæzluvarðhald en honum var sleppt úr varðhaldinu fyrir nokkrum vikum. í ljós kom að hann hafði á árunum 1972—‘77 flutt inn mikinn fjölda notaðra bifreiða ýmist í eigin nafni eða fyrir aðra. Hafði hann stundað margvíslegt fals í sambandi við innflutninginn en í öllum til- fellunum falsaði hann vöru- reikninga að því er Rannsóknar- lögreglan tjáði Mbl. Fyrst beindist athyglin að Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.