Morgunblaðið - 25.04.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 25.04.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Ósló, 24. apríl. Fri blaóamanní Mbl. Elínu Pilmadóttur. Eftir 20 tíma yfirheyrslur yfir 10 púsund flóttamönnum lauk Kambódíuréttarhöldunum í Ósló á sunnudagskvöld með bví aö eftirfarandi orðsending var send til Kurt Waldheims, framkvæmdastjóra Sameinuöu Þjóöanna: „Á Þriggja daga fundi í Ósló 21.—23. apríl 1978, hafa Alpjóölegu Kambódíurétt- arhöldin kynnt sér með erindum sérfræöinga og frásögnum vitna ástandið í Kambódíu. Á grundvelli upplýsinga og sannana, sem komiö hafa fram við yfirheyrslurnar vilja AlÞjóðlegu Kambódíuréttarhöldin fara fram á pað við yöur, að pér, sem framkvæmdastjóri Sameinuöu pjóðanna, hafiö frumkvæöi um aö halda áfram pví verkefni, sem var tilgangur Þessara réttarhalda: að afla staöreynda og upplýsinga um ástandið í Kambódíu eftir 17. apríl 1975, meö tilliti til Mannréttindasáttmáia Sameinuöu pjóöanna. Við yfirheyrslurnar hér í Ósló hafa vissulega komið fram persónulegar frásagnir af skelfingum, sem þessir 10 flóttamenn með mismunandi bakgrunn og nýkomnir, hafa séð og upplifaö í Kambódíu eftir aö landið féll í hendur Rauöu kmeranna í apríl 1975. Þeir hafa orðið að svara stífum Franski blaðamaðurinn Jean Lacouture með tveimur vitnanna við réttarhöldin. Til vinstri er Cheng Vibol, sem var látinn búa til „þjóðleg“ lyf handa sjúklingunum, og til hægri Ear Soth, sem sá móður og tvær dætur skotnar af kmerahermanni, af því að dæturnar báðu um meiri mat. spurningum 10—20 spyrjenda um það hvort þeir hafi raunverulega séð sjálfir. það sem þeir segja frá og verið spuröir í þaula um hvaðeina í framburði þeirra. Sjálf gat ég prófað frásögn Cheng Vibols, 36 ára gamals nýkomins flóttamanns, sem starfaði í sjúkrahúsinu í Mattambang. Ég sýndi honum mynd af lækni frá sama sjúkrahúsi í viðtali mínu í Morgun- blaðinu frá flóttamannabúðum í Aramyaprathil í ágúst í haust og hann þekkti hann. Einnig fórum við yfir nöfn lækna þeirra sem í viötalinu voru nefndir. Cheng Vibol, sem aö sjálfsögöu gat aöeins lesið nöfn þeirra í íslenzku blaði, sagði það sama og þar stóð, að tannlæknirinn og læknirinn Ky Seiro hefði verið saxaður niður, svo og drr Uon Cohout, aðstoðaryfirlæknir, eftir að upp komst að hann var læknir. Er við komum að nafninu Che-Chen, sagði hann: En það er ég sjálfur, ég skipti um nafn hér! Og þó það hefði ekki enn komið fram hér í Ósló, sagði hann aðspurður, að hann hefði verið þjálfaöir og unnið viö geislalækning- ar í Battambang, eins og læknirinn hefði sagt í Mbl. Eftir að Rauðu kmerarnir tóku við var hann áfram með þeim og m.a. við að framleiða lyf. ?ví eftir að allir læknar höföu verið drepnir eða voru flúnir og engin erlend lyf komu, var farið að búa til „þjóðleg" lyf úr rótum, trjáberki og serum úr kokoshnetumjóik, sem var sett á tómar sódaflöskur eöa aörar gamlar gosdrykkjaflöskur. En sjúkl- ingarnir uröu bara enn veikari af þessu sulli og flestir dóu, sagöi hann. Þeir voru bara tilraunadýr. Ég hafði ekki uppi neina andstöðu viö Rauöu kmerana, sagði hann. En það var hræðilegt aö vera þarna og gera það sem Anka (stjórnvöld) sagöi. Þeir þurftu á mér að halda og því var ég ekki drepinn og flúði, þegar ég fékk grun um aö þeir ætluöu aö drepa mig, sagði hann. Þeir vitna um hung- ur aftökur Framburður sá, sem yfir 100 blaðamenn víðsvegar að úr heimin- um, hlustuðu á hér í Ósló um helgina, sannfærði okkur öll, held ég, um að ekki væri vafi á að í Kambódíu eru skipulega framin skelfileg brot á mannréttindum. Flóttamennirnir, sem voru á ýmsum stöðum í landinu, segja í smáatriöum frá aftökum og ómannlegum lífsskilyröum. Þeir vitna um aftökur á öllum fyrrverandi hermönnum, öllum ríkisstarfsmönn- um fyrri stjórnar, menntamönnum og fjölskyldum þeirra og jafnvel fram- haldsskólanemendum. Þeir vitna um það hvernig fólkiö var rekið allslaust út úr borgum og milli staöa í sveitum eftir uppgjöfina, líklega um 4 mifljónir manna. Og lýsa því hvernig börn, gamalmenni og sjúklingar hrundu niður og voru skotnir. Þeir vitna um vinnuþrælkun á öllum almenningi með tilheyrandi hungri, sjúkdómum og ótta í þeim tilgangi aö skipta landinu í akra og áveituskuröi og gera Kambódíu að „skákboröi af hrísgrjónaökrum". Þeir vitna um skipulagöa útrýmingu á allri fyrri menningu og þeim sem hana stund- uðu og útrýmingu Búddatrúar. Og þeir vitna um aðskilnaö á fjölskyld- um, þar sem börnin eru tekin frá — sagði einn flóttamannanna frá Kambódíu við yfirheyrslumar frá því, hvernig Rauöu Kmerarnir komu og drápu alla tæknimenntaða menn í verksmiðjunni og fjölskyldur þeirra, allt niður í þá, sem kunnu að aka traktor. Tilkynntu svo hinum að héöanaf yrðu allar þeirra eigur teknar, ekkert kaup greitt, en þeir ættu að vinna áfram. Aðeins 2700 manns voru þar eftir af 3500 eftir árið. Öll ferðalög voru þeim bönnuð. Buddhatrú einnig. Börnin eldri en 10 ára tekin og send annað og allir settir í þrælkunarvinnu. Formaður Kambódíuréttarhaldanna í Osló, Hans Henrich Ramm, ræðir við Lim Pach Kuon, flugmanninn, sem var með í hópi Rauðu Kmeranna frá 19. nóv. 1973, þar til hann flúði 30. april 1976 og kveðst þekkja vel hugmyndir þeirra og stefnu, að öllum eigi að útrýma öðrum en bændum og verkamönnum. foreldrum eftir 8 ára aldur og sett í sérstakt uppeldi sums staöar frá 3ja ára aldri, en þau eru Ifka látin vinna á ökrunum o.s.frv. Öllu útrýmt utan bænd- ur og verkamenn Hér í Ósló höfum við um helgina hlustað á kambódsíska landbúnaðar- verkamanninn og smábóndann Sung Chang segja frá því, hvernig hann ætlaöi að leggja hart að sér og vinna á ökrunum eftir að kmerarnir komu tii valda, eins og hann hafði alltaf gert sem fátækur bóndi í brennandi sólarhitanum, en gafst loks upp fyrir hungri, illri meöferð og ótta við að veröa drepinn af því hann kunni að iesa, og flúöi og er nú í Frakklandi, einmana og mállaus, og fær ekki vinnu af því hann kann ekkert. Við heyrðum flugmanninn Lim Pech Kuong, sem Rauðu kmerarnir notuöu til að kenna sínum mönnum meðferö þyrluflugvéla, segja frá þeim kenningum Rauðu kmeranna, að eftir að „þjóðlega“ (national) byltingin hefði verið framkvæmd eftir sigur þeirra og brottrekstur borgarfólks- ins, þá muni þeir framkvæma „demó- kratísku byltinguna“ þ.e. að halda aðeins eftir bændum og verkamönn- um, en útrýma öllum öðrum. — Og þegar Rauöu kmerarnir segja eitt- hvað, þá gera þeir það, sagöi hann sem svar við spurningunni um það, hvort hann hefði sjálfur séð menn drepna. Við heyröum frásögn Kong Samrachs, skrifstofumannsins sem yfirgaf konu og 4 börn og flúði í júní 1977, um hræöilegt mannfal! í þorpinu hans, þar sem voru 800 manns 1975 en varla 500 1977, þar af aðeins fjóröungur karlmenn. Og frásögn hans af aftöku ungra stúlkna sem sakaðar voru um aö eiga sér ógiftar kærasta og pyndingum á þeim sem fordæmi. En allt slíkt er bannaö fyrir giftingu. Hin opinberi Anka þarf að gefa leyfi til giftingar fyrirfram og framkvæmir hana. Við heyrðum lækninn dr. Nal Oum segja frá því hvernig hann og sjúklingarnir voru reknir út úr spítölunum í Pnom Penh hoppandi á hækjum eða. í sjúkrarúmum. Og hvernig hann síðar var settur í endurhæfingu uppi í sveit, þar sem fólkið þrælaði frá morgni til kvölds í hitanum, hungrað og illa haldið í brennandi sól og regni með tvær hrísgrjónamáltíöir á dag og aðeins 3 frídaga á ári, hátíöisdaga byltingar- innar. Aðeins þeir, sem eru færir um að vinna fá matarskammt, börn og veikir aðeins hálfan skammt, 150 g á dag eöa til tveggja daga. Skotin af Því börnin báöu um mat Við heyrðum Ear Soth, steinhöggv- arann, segja frá því hvernig hann sá móður og tvær dætur hennar skotnar af Kmera-hermanni fyrir það eitt að börnin báðu um mat. Við heyrðum Chan Von, sem var bókhaldari í sykurverksmiðju, segja Borgaraleg tilfinningasemi Við heyröum kennarann Chou Try lýsa því hvernig hann þrælaöi og reyndi aö sýna byltingunni og kenningum Anka (stjórnvalda) holl- ustu og hrifningu, af ótta við að upp kæmist að hann væri kennari eöa „menntamaður" og var því trúað fyrir því aö taka á móti hópum af borgarfólki, sem kom upp í sveit , flutt nauðungarflutningum á uxakerr- um. Lýsingin á því hungraða, sjúka og vesæla fólki er óskapleg. Daglega hrundi um tugur þeirra niður og var fleygt á eða í jörðina, en ættingjar fengu ekki aö skipta sér af iíkunum. Slík tilfinningasemi dæmd smáborg- araleg. Við heyrðum Lim Nea segja frá því hvernig hermenn Rauðu Kmeranna tæmdu allar skjalageymslur og brenndu öll skjöl og bækur. Og hvernig öllum embættismönnum og liösforingjum var safnaö saman 23. apríl 1975 til að taka þátt í hátíðarhöldunum við komu Shianouks prins, að sagt var, en ekið í staöinn út í skóg og skotnir síödegis Carter fordæmir — Frakkar gengu út A LAUGARDAG barst inn á fundinn, par sem Kambódíuréttarhöldín stóðu yfir í Ósló, ytirlýsing úr ræðu, sem Carter hafði flutt, bar sem hann fordæmdi Kambódiu fyrir brot á mannréttindum, sem væru verri en nokkurs staöar annars staðar í heiminum, og Bandaríkín gætu ekki komist hjá Þeirri ábyrgð að fordæma stjórnvöld í Kambódíu. Benti hann á að flóttamenn frá Kambódíu heföu sakaö stjórnina um að leiða dauða yfir hundruð og þúsundir manna í landinu með útrýmingaraöferðum þeim, sem þar hefði verið beitt. Hrósaöi hann kanadíska þinginu fyrir að hvetja þjóðir heims til að mótmæla þessari slátrun og aðilum í Noregi, sem hefðu hafið Kambódiuréttarhöldín 21. apríl til að draga athyglina að ástandinu í Kambódíu. Undir lestri á ummælum Carters gengu ailir frönsku fyrirlesararnir þrír út, töldu ekki sitja á Bandaríkjamönnum, í Ijósi sögunnar, að gagnrýna ástandiö á Þessum slóðum. Raunar ekki Frökkum heldur, að því er Mayer sagði. Þaö ætti nú að gera á öðrum vettvangi. Allir lögðu þeir mikla áherslu á að ekki væri vafi á hinum skelfilegu mannréttinda- brotum í Kambódíu undir stjórn Rauðu Khmeranna, sem ekki mætti dragast að bregöast við. Kambódíuréttarhöldin í Osló: Höf um aðeins rétt til að þræla, hlýða, sjá ekk- ert og heyra ekkert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.