Morgunblaðið - 25.04.1978, Síða 36

Morgunblaðið - 25.04.1978, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Minning: EUsabet M. Jónasdótt- ir húsmœðrakennari Fædd 21. júlí 1893 Dáin 15. apríl 1978 Þegar ég kom hingaö til Reykja- víkur fyrir 10 árum síðan hafði ég áhuga á að heimsækja vinkonu mína, Elísabetu Jónasdóttur, húsmæðrakennara. Mér var þá tjáð, að hún væri sjúk og ekki þess megnug að taka á móti heimsókn- um. Mér brá við þá fregn, því þegar ég sá hana síöast var hún hress að vanda. Oft spurðist ég fyrir um líðan hennar, en það var sama svarið, að um bata væri ekki að ræða. Síðan liðu mörg erfið ár, þar til ég las á dögunum, aö hún hefði fengið hvíldina 15. þ.m. Góð og mikilhæf kona var gengin og það var eins og hvislað að mér úr öllum áttum manstu — manstu. Já, vístmundi ég margt frá okkar samverudögum og allt var það á einn veg. Hún hafði reynst mér tryggur vinur og velgjörðakona, öll framkoma hennar og athafnir sýndu gott fordæmi. Frú Elísabet var Vestfirðingur að ætt, fædd að Bakka í Hnífsdal 21. júlí 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Jónsdóttir, ættuð úr Dýra- firði, og Jónas Þorvarðarson, útvegsbóndi að Bakka. Heimilið að Bakka var orðlagt menningar- heimili. Þar réð húsum umsvifa- mikið atorkufólk. Börnin voru 7 og allt kapp lagt á að þau fengju gott uppeldi. Snemma bar á því að hún var áhugasöm um margt, er til bóta horfði, henni var ljóst að það var þörf fyrir vakandi og vinnandi hönd. Hún var tápmikil, ung stúlka, sem vildi menntast og taka svo til óspilltra málanna að námi loknu. Ung að árum sigldi hún til Danmerkur og nám húsmæðra- fræði við Skóla Birgittu Berg Nielsen í Kaupmannahöfn og þaðan lauk hún kennaraprófi með lofsamlegum vitnisburði. Að prófi loknu hvarf hún aftur heim og nokkru seinna gerðist hún kennari við húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Þar starfaði hún í 9 ár frá árinu 1923—32. við góðan orðstír. Þótti hún frábær kennari, stjórnsöm og myndvirki. Hef ég heyrt margar námsmeyjar hennar hrósa henni fyrir kennsluna og fyrir drenglyndi í hvívetna. Árið 1932 urðu þáttaskil í lífi hennar, þá giftist hún þann 10/11 Aöalsteini Pálssyni, skipstjóra, annáluðum dugnaðar- og sæmdar- manni. Var Aðalsteinn þá ekkju- maður með 5 ung börn, það yngsta 5 ára en 16 ára það elsta. Það þurfti kjark til og er ekki heiglum hent að taka að sér svo umfangs- mikið heimili. En hana skorti hvorki kjark né vilja, vilja til að veita móðurlausum börnum sem best uppeldi, hlynna að þeim og stappa í þau stálinu að verða dugandi fólk. Fallegt og hlýtt var heimilið þeirra hjóna að Hávalla- götu 3, þar var ávallt gott að koma, hjónin voru auðsjáanlega sam- hent um að láta öllum líða vel, er þangað áttu leið. Það hallaðist heldur ekki á fyrir þessum blessuðu hjónum, mér fannst þau bæði ímynd hreysti og drengskapar. Og svo voru þar litlu stúlkurnar og einkasonurinn Jónas, auga- steinn hennar, öllum til gleði, er gengu þar um garð. Þegar reyk- vískum konum datt í hug að stofna húsmæðraskóla í borginni, var kosin fjölmenn undirbúningsnefnd og var Elísabet ein af þeim, sem áttu sæti í nefndinni. Var stefnt að því, að skólinn tæki til starfa haustið 1941. Eins og ávallt er til hennar kasta kom reyndist hún góður liðsmaður, sanngjörn og tillögugóð. Það er ekki ætlun mín að rifja upp alla þá erfiðleika, er við blöstu haustið 1941, þegar skólinn átti að vera tilbúinn að taka á móti nemendum og hefja störf. En það eru ekki allar götur jafn greiðar. Þegar auglýst var eftir húsmæðrakennurum, kom engin umsókn og þó leitað væri til þeirra og gengið eftir þeim með grasið í skónum, gengu menn bónleiðir til þeirra búða, svo á tímabili virtust öll sund lokuð og ekkert líklegra en skólinn yrði óstarfhæfur sökum kennaraskorts. En þá braut blessuð Elísabet ísinn og fékk Fjólu Fjeldsted í lið með sér. Tók hún að sér kennslu á dagnámskeiði skólans, en Fjóla sinnti kvöldnámskeiðunum. Var það drengilega af sér vikið, eins og hennar var von og vísa. Nú var öllu borgið, kenndi hún síðan við skólann tvö fyrstu árin, enda þótt hún hefði stórt og umsvifa- mikið heimili að annast. Vann hún öll sín störf við skólann með miklum sóma. Þegar þetta gerðist hófust okkar fyrstu kynni, áður hafði ég einungis þekkt þessa elskulegu konu af afspurn. Hófst brátt með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á. Eftir að hún hætti kennslu var hún um árabil prófdómari við skólann. Hún var ákaflega sanngjörn í öllum viðskiptum, heilsteypt kona, sem vildi ekki vamm sitt vita. Hún var ákveðin og stjórnsöm i starfi, hvort heldur var á heimili sínu eða við kennslu, vildi að lögum og reglum væri hlýtt, enda alin upp á þeim tíma er börn og unglingar urðu að hlýða og hafa í hávegum fornar dyggðir. Allur undansláttur og sviksemi var eitur í hennar beinum. Hún var ekki trúuð á að skólarnir og gatan gætu komið í stað góðs heimilis, og veitt þá kjölfestu, er unglingar þörfnuðust áður en lagt er af stað út í lífið. Hún var sannfærð um að heimilin væru þær stoðir, er þjóðfélagið hvíldi á og þær stoðir þyrfti að treysta annars væri voðinn vís. Mér þótti vænt um þessa góðu konu frá fyrstu kynnum og gleymi því aldrei hve drengilega hún brast við og bjargaði málum skólans þegar allt virtist komið í óefni. Mann sinn missti Elísabet 11. janúar 1956. Bar andlát hans skyndilega að og kom öllum á óvart. I tugi ára hafði hann stýrt fleyi sínu heilu í höfn og farsæld fylgt honum í sjómannsstarfinu, en það ræður enginn sínum næturstað. Allir sem til þekktu söknuðu hins stælta drengskapar- manns, þótt fráfall hans bitnaði mest á heimilinu. Geri ég ráð fyrir að blessuð Elísabet hafi aldrei borið sitt barr eftir það áfall. En hún sýndi það þá eins og oftar að hún var hetja. Einkasonúrinn Jónas er hdl. hér í borg, kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur, verkstjóra í Reykjavík Kristjánssonar. Eiga þau þrjú börn. Öllum ættingjum, vinum og venslafólki Elísabetar votta ég innilega samúð mína þá hún er kvödd og þakka henni góða vináttu og tryggð. í Guðs friði. Hulda Á. Stefánsdóttir. Aðfararnótt laugardagsins 15. apríl síðastliðinn andaðist frú Elisabet María Jónasdóttir að Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar er gerð frá Fossvogskirkju í dag, 25. apríl. Elísabet var ekkja Aðalsteins Pálssonar skipstjóra. Hún hafði dvalizt að Hrafnistu síðustu ár ævi sinnar, lengst af við mikla vanheilsu. Elísabet fæddist 21. júlí 1893 að Bakka í Hnífsdal. Foreldrar henn- ar voru Guðný Jónsdóttir og Jónas Þorvarðsson útvegsbóndi þar. Guðný Jónsdóttir var ættuð úr Dýrafirði, dóttir Jóns Bjarnasonar bónda og sjómanns, sem bjó á Læk og seinna í Lambadal. Móðir Guðnýjar var Helga Bjarnadóttir frá Felli í Dýrafirði, alsystir Ólafs skipstjóra á Ketilseyri. Börn Jóns og Helgu voru 14. Tvö þeirra dóu ung en hin komust til fullorðins- ára. Ein af systrum Guðnýjar, Björg, giftist Valdimar Þorvarðs- syni útvegsbónda í Hnífsdal, en hann var albróðir Jónasar Þor- varðssonar. Jónas Þorvarðsson var sonur Þorvarðar Sigurðssonar, bónda á Bakka í Hnífsdal, og konu hans, Elísabetar Kjartansdóttur, sem fædd var á Hrauni í Hnífsdal. Börn Þorvarðar og Elísabetar urðu sjö. Einn son misstu þau uppkom- inn, en hin bjuggu í Hnífsdal og settu mikinn svip á allt athafnalíf þar, bæði bústörf, verzlun og útgerð. Elísabet var elzt sjö systkina, en tvö dóu fyrir aldur fram, Kristj- ana 1918 og Jónas, sem stundaði verzlunarstörf, hann andaðist í Hafnarfirði á bezta aldri og ókvæntur árið 1935. Hin systkinin eru þessi: Helga, sem giftist Bjarna Snæbjörnssyni lækni í Hafnarfirði, sem nú er látinn, Bjarni Össur kaupmaður, sem kvæntist Svöfu Haraldsdóttur hjúkrunarkonu, Björg tannsmiður í Hafnarfirði og yngst er Guðný, sem lærði hjúkrunarstörf og gift- 1 Bragi Hauk- ur Kristjáns- son — Kveðja Sunnudaginn 16. apríl lést að heimili sínu okkar góði vinur. Bragi Haukur Kristjánsson, 54 ára að aldri. Hann átti við vanheilsu að stríða síðast liðin 12 ár sem hann bar með karlmennsku eins og aðra erfiðleika sem hann varð að reyna. Hann fór mjög ungur til sjós og var það hans atvinna á meðan heilsan leyfði. Eg ætla ekki að rekja ævisögu Braga en ég get ekki látið hjá líða að segja frá að hann lenti í mörgum sjóslysum og eftir þær raunir tel ég að það hafi verið hans mikla lán að eiga heimili hjá sínum foreldrum sem hann átti alla tíð heimili hjá. Meining mín með þessum línum er að þakka Braga alla þá tryggð og vináttu sem hann sýndi okkur hjónunum og börnunum okkar og ist Elíasi Ingimarssyni fiskmats- manni, sem nú er látinn. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum að Bakka, hún var snemma sett til mennta eins og öll hennar systkini síðar. Eftir að barna- skólanámi lauk í Hnífsdal var hún í unglingaskólanum á Isafirði og síðar við Kvennaskólann í Reykja- vík. Næstu sex ár þar á eftir var hún við verzlunarstörf í Ásgeirs- verzlun á Isafirði. Árið 1919 sigldi Elísabet til Kaupmannahafnar og stundaði nám við Shurskehúsmæðrakenn- araskólann þar. Hún lauk hús- mæðrakennaraprófi þaðan með ágætum árangri árið 1922 og gerðist kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Var hún þar kennari næstu tíu árin eða til ársins 1932 að hún giftist Aðalsteini Pálssyni skipstjóra og síðar útgerðarmanni. Eignuðust þau einn son, Jónas Aðalstein hæstarréttarlögmann, sem kvæntur er Guðrúnu Eiríks- dóttur. Aðalsteinn var ættaður frá Búð í Hnifsdal og var þegar orðinn landskunnur afla- og skipstjórnar- maður. Aðalsteinn var ekkjumað- ur. Fyrri kona hans, Sigríður Pálsdóttir, hafði andast tveimur árum áður, en með henni átti Aðalsteinn fimm börn, Pál skip- stjóra í Grimsby í Englandi, en Páll andaðist af slysförum fyrir nokkrum árum. Ekkja Páls er Svanhildur Valdimarsdóttir. Hin eru: Össur, kaupmaður í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur, Sigríður, apótekari á Seyðisfirði, en eiginmaður hennar, Sturla Eiríksson útvarpsvirkjameistari, er nýlátinn, Guðbjörg gift Ólafi Finsen forstjóra og Elín gift Sigurði Hallgrímssyni vélstjóra. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau Aðalsteinn og Elísabet að Marargötu 6 en byggðu síðar framtíðarheimili að Hávallagötu 3. Var heimili þeirra rómað fyrir rausn og myndarskap. Þrátt fyrir stóran barnahóp nutu margir frændur og vinir þess að eiga athvarf í lengri eða styttri tíma á heimili þeirra. Það kom sér vel að Elísabet var vel í stakk búin til að taka að sér svo stórt húsmóðurhlutverk, þegar hún giftist Aðalsteini og fórst henni það vel úr hendi, eins og raunar öll þau störf sem hún tók að sér. Hún var umhyggjusön og ástrík sínu fólki. Aðalsteinn and- aðist 1956. Þegar Húsmæðraskóli Reykjavíkur var stofnaður var Elisabet fengin til að kenna við húsmæðradeildina fyrstu árin og átti hún þátt í því að móta kennslustörf við hinn unga skóla. Elísabet var stór og gjörvuleg kona, ákveðin í framkomu, sem kom sér vel í margbrotnu lífs- starfi. Hún var glaðvær, full af velvilja, gestrisni og góðsemi, sem margir nutu og munu minnast með þakklæti. Ég, sem þessar línur skrifa, minnist hennar sem elsku- legrar frænku, sem ég og systkini mín nutum alla tíð. Fannst mér fljótt að betri frænku gæti enginn átt en „Betu frænku". Blessuð sé minning hennar. Bjarni Bjarnason. nú síðast barnabörnum. Við hjónin vottum foreldrum hans og öllum ættingjum hans innilega samúð. Við óskum Braga góðrar heim- komu og þökkum honum fyrir allt og allt. Lallý Móöir okkar t ALMA SIGRÍDUR NORMANN Dalbraut 7, Grindavfk lést aöfararnótt 22. apríl. Börnin. + Maöurinn minn BJÖRN FINNBOGASON lézt að Hrafnistu 21. apríl. Guölaug Lýtedéttir. t Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðír og afi GÍSLI JÓN EGILSSON, kaupmaöur, Markurgötu 11, Hafnarfiröi, Sigrún Þorleifsdöttir, böm, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma HERÞRUÐUR HERMANNSDÓTTIR, lézt í Borgarspítalanum laugardaginn 22. apríl. Börn, tengdabörn og bamabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, Nýbýlavegi 68, andaöist í Landspítalanum laugardaginn 22. apríl. Ingveldur Guömundsdóttir og börn. t Utför eiginmanns míns, fööur okkar og sonar EINARS ÞORSTEINSSONAR rakarameistara, Heiövangi 38, Hafnarfiröi fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 26. apríl kl. 1.30. Henný Dagný Sigurjónsdóttir Péll Heimir Einarsson Arnfríóur Einarsdóttir Arnfríöur Sigurbergsdóttir borsteinn Kristjénsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.