Morgunblaðið - 25.04.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 39
þess fjármagns, sem til þessara
mála er varið.
Telja verður þátttöku sveitar-
félaga í útgjöldum sjúkratrygg-
inga, þ.e.a.s. 7% af heildarútgjöld-
um, gagnslitla. Mætti eins stíga
skrefið til fulls og láta ríkissjóð
einan standa undir útgjöldum, en
flytja í þess stað tekjustofn, sem
svarar til útgjaldaaukningarinnar,
frá sveitarfélögum til ríkisins.
Virðist þetta vera á stefnuskrá
samtaka sveitarfélaga. Með tilliti
til þess, að rekstur og fjárhagsleg
ábyrgð þyrfti að fara saman, væri
rökrétt afleiðing, að ríkið stefndi
síðan að því að taka við rekstri
sem flestra sjúkrahúsa og að
sjúkrasamlög yrðu þá lögð niður,
en við tæki umboðsskrifstofur
Tryggingastofnunar ríkisins. Ann-
að mál er, hvort þetta þykir fýsileg
lausn. Að þessu máli verður að
vinna mikiu betur áður en hægt
verður að taka afstöðu til þess,
hvað þá leggja fram frumvarp.
Ekki er ætlunin með þessum
breytingum, sem hér liggja
frammi að hrófla neitt við því
kerfi, sem þegar er við lýði, heldur
er hér aðeins um ábendingar um
hugsanlega lausn að ræða.
Margt af því, sem ég hefi þegar
tíundað hér, hefur nefndin fjallað
um og lagt til að sumu verði breytt
með lagafrumvarpi þessu.
Greinargerð
með breytingum
Skal nú leitast við að gera grein
fyrir þeim breytingum, sem frum-
varpi þessu er ætlað að hafa í för
með sér á lögum um almanna-
tryggingar:
Eins og þjóðfélagsháttum er nú
komið, fara fæðingar með örfáum
undantekningum fram á fæðinga-
stofnunum, en núgildandi reglur
eru miðaðar við að heimafæðingar
séu allmargar. Er löngu orðið
tímabært að aðhæfa reglurnar
breyttum tímum. Er því lagt til að
greitt verði fyrir fæðingarvist á
stofnun eftir sömu reglum og
sjúkrahúsvist, en fæðingarstyrkur
verði þá ekki greiddur. Hins vegar
er gert ráð fyrir að greidd verði
ljósmóðurhjálp við heimafæðingar
og að auki styrkur, er nemur
fjárhæð sjúkradagpeninga í 10
daga, með hliðsjón af þörf fyrir
aukna heimilisaðstoð þann tíma.
Vísast nánar um þetta til 5. gr.
frumvarpsins sbr. 43. gr. f.-lið
gildandi iaga.
í 39. gr. gildandi laga er kveðið
á um hlutverk sjúkratrygginga-
deildar Tryggingastofnunarinnar.
Lagt er til að lögfestar verði þær
reglur sem myndast hafa hjá
tryggingaráði um framkvæmd
b-stafliðar 39. gr. þannig að
styrkir nái ekki eingöngu til
greiðslna vegna hjálpartækja og
æfingameðferðar, heldur og einnig
til styrkja til æfingameðferðar eða
þjálfunar vegna afleiðinga alvar-
legra, langvinnra sjúkdóma eða
slysa og jafnframt til aðgerða hjá
tannlækni umfram það, sem 43. gr.
nær til, þegar um er að ræða
meðfædda galla, svo sem klofinn
góm eða meiri háttar tannvöntun.
Gert er ráð fyrir að trygginga-
ráð geti sem áður sett reglur um
greiðslur þessara styrkja. Hér er
raunverulega ekki um annað að
ræða en að lögfesta venju, sem
tryggingaráð hefur mótað og farið
eftir á undanförnum árum.
Lagt er til að stuttur biðtími, 6
vikur, fyrir réttindi hjá sjúkra-
samlögum verði upp tekinn við
flutning til landsins.
Þessi biðtími á ekki að ná til
þjónustu í skyndilegum veikinda-
tilfellum. Eins og áður hefur verið
rakið hér að framan, veita núgild-
andi reglur allt of auðveldan
aðgang til misnotkunar. Hins
vegar er lagt til að maður, sem
flytur af landi brott eftir a.m.k.
tveggja ára dvöl, haldi sjúkra-
tryggingu sinni í 6 mánuði. Er
þetta gert til þess að umþóttunar-
tími gefist til að kynnast reglum
og afla sér tryggingar á nýjum
búsetustað.
Hvað snertir flutninga til
Norðurlanda og frá þeim, þá hafa
þessar breytingar engin áhrif
vegna þeirra samninga, sem um
þessi mál gilda milli Norðurland-
anna.
Ferðakostnaður
sjúklinga
Einhver veigamesta breyting,
sem lagt er til að gerð verði með
frumvarpi þessu er breyting á 43.
gr. gildandi almannatrygginga-
laga. Um breytingar á f-lið 43.
greinar skírskotast til þess, sem ég
hefi sagt hér rétt áður. Gert er ráð
fyrir viðbót, er fjalli um ferða-
kostnað sjúklinga. Til þessa hefur
verið óheimilt að greiða annan
ferðakostnað sjúklinga en „sjúkra-
flutning" til innlagningar í sjúkra-
hús í nánar afmörkuðum, bráðum
tilfellum. Ætlast er til að þetta
verði áfram aðalregla, fyrst og
fremst vegna augljósra erfiðleika
á að halda skýrum mörkum milli
ferða, sem eru nauðsynlegar vegna
þarfa fyrir sjúkrahjálp, og ann-
arra, sem farnar eru meðfram og
jafnvel aðallega í öðrum erindum.
Einn hópur sjúklinga hefur þó
sérstöðu, að því leyti að þörf fyrir
ferð til lækninga verður hvað eftir
annað og jafnvel óumdeildanlega
brýn, svo að vart er undanfæri,
hver sem kostnaðurinn er. Er þá
yfirleitt um að ræða langvinna,
stundum alvarlega sjúkdóma. Ef
taka ætti upp greiðslu ferða-
kostnaðar í slíkum tilvikum, er
nauðsynlegt að afmarka þau skýrt.
Að öðru leyti er ekki lagt til að
hróflað verði við núgildandi regl-
um að því leyti þó, að tekinn er af
vafi, sem valdið hefur mismunandi
framkvæmd, og ákveðið að sjúkra-
flutningur innanbæjar skuli ekki
greiddur. Agreiningur hefur verið
uppi um það, hvort greiddur skuli
flutningur frá einu sjúkrahúsi í
annað. Talið er eðlilegt að ákvörð-
un um slíkan flutning og kostnað
af honum verði á einum og sama
stað. Þess skal getið að oftast mun
það vera sjúkrahúsið sjálft, sem
sendir sjúkling frá sér, eftir
atvikum í samráði við sjúklinginn,
sem ákvörðun tekur.
Ekki er talið æskilegt að al-
mannatryggingalög kveði á um
skyldur sjúkrahúsa og er því Iátið
nægja að vísa í greininni til þess,
sem ákvæði kunna að verða í
lögum um heilbrigðisþjónustu, en
eins og þingmönnum mun kunnugt
hefur þegar verið mælt fyrir nýju
frumvarpi til laga um heilbrigðis-
þjónustu á yfirstandandi þingi.
Að lokum er lagt til í 5. gr.
frumvarpsins um breytingar á 43.
gr. gildandi laga, að ákvæði um
frekari bætur en hinar lögákveðnu
megi setja með reglugerð í stað
samþykkta samlaga. Hlýtur þetta
að teljast eðlilegt meðan fjár-
mögnun sjúkratrygginga er ekki
gjörbreytt í átt við það, sem áður
var, sbr. það sem ég hefi áður
greint frá í framsögu minni.
Jafnframt er sleppt ákvæði, sem
undanþiggur samlög greiðslu
sjúkrakostnaðar ef greiða beri
samkvæmt sóttvarnarlögum og er
það gert þar sem slíkt hefur enga
þýðingu lengur.
Tannlækningar
Á árinu 1972 voru gerðar
viðamiklar breytingar á lögum um
almannatryggingar í þá átt að
teknar voru inn í almannatrygg-
ingalög greiðslur um tannlækna-
þjónustu miðað við viss skilyrði.
Það er álit nefndarinnar að þegar
hafi myndast nokkur reynsla á
þessu sviði og leggur nefndin til að
44. gr. sem fjallar um greiðslur
fyrir tannlæknaþjónustu verði
breytt með hliðsjón af þeirri
reynslu, sem fengist hefur á
undanförnum árum. Helstu breyt-
ingar eru eftirfarandi:
Lagt er til að neðra aldursmark
barna, þ.e.a.s. sem nú er 3 ár verði
fellt niður, en það hefur reynst
óheppilegt. Ennfremur er gert ráð
fyrir að þátttaka í tannlækningum
barna 5 ára og yngri verði hækkuð
úr 50% í 75%. Er þetta gert til
þess að reyna að koma í veg fyrir,
að hinn mikli munur á greiðslum
vegna 6 ára barna og yngri valdi
skaða með hliðsjón af drætti á
tannlækningum yngstu barnanna.
Að mati tannlækna er hér um
brýnt hollustumál að ræða.
Fyrir börn og unglinga á aldrin-
um 6—15 ára, hafa hvers konar
tannlækningar verið greiddar að
fullu, þ.e.a.s. að hálfu af sjúkra-
samlögum en að hálfu af sveitar-
félögum. Er þetta eini hópurinn,
sem rétt hefur átt til nokkurrar
þátttöku í hinum dýrustu tannað-
gerðum, svo sem krónum, brúm og
gullfyllingum. Þetta hefur í mörg-
um tilvikum leitt til geysilegs
kostnaðar og eru dæmi um kostn-
að allt upp í 2 milljónir fyrir
einstakling. Þykir ástæðulaust og
reyndar óviðunandi, að ákvarðanir
um slíka fjárfestingu séu teknar
án nokkurrar íhlutunar greiðslu-
aðila. I þessu tilviki er um tvo
valkosti að ræða, annað hvort að
áskilja samþykki trygginganna,
þ.e.a.s. trúnaðartannlæknis áður
en til aðgerða kemur eða láta hina
tryggðu sjálfa taka þátt í
kostnaðinum. Mælir nefndin með
síðari kostinum, enda augljósir
erfiðleikar á framkvæmd fvrri.
Verður þátttaka hinna tryggðu
samkvæmt frumvarpsgreininni
25% kostnaðarins. Hvað snertir
alm. tannlækningar fyrir þennan
hóp er ekki ætlunin að breyta
neinu.
Tannréttingar skal eftir gild-
andi lögum greiða að fullu að 16
ára aldri, en að hálfu fyrir 16 ára
aldurshópinn, og ekki fyrir eldra
fólk. Þessi ákvæði hafa verið óvirk
að mestu, þar sem sérfræðingar í
tannréttingum hafa verið ófáan-
legir til að starfa á samningi. Sú
ástæða hefur verið tilfærð að
kostnaðarþátttaka sjúkling sé
mikilvæg til þess að hann fáist til
nægjanlegrar góðrar samvinnu
um meðferð og sömuleiðis hafa
sérfræðingar bent á það, að það
hafi óheppileg áhrif að greiðslur
breytist eða falli niður á tilteknum
afmælisdögum, án tillits til hvað
meðferð líður, en hún stendur oft
í rtieira en eitt og jafnvel upp í tvö
ár. Með hliðsjón af þessu er lagt
Framhald á bls. 37.
UMHVERFI ^ ^
oc mengun: ökorður við
skaðlegum áhrifum
GUNNAR Thoroddsen, félags-
málaráðherra, mælti sl. laugar-
dag fyrir stjórnarfrumvarpi að
lögum um umhveríismál, þ.e.
heildarlöggjöf um umhverfis-
og mengunarmál og hvern veg
stjórnarfyrirkomulagi skuli
háttað á þessu sviði. Frv. er
lagt fram til kynningar og
almennrar umræðu en verður
væntanlega tekið til afgreiðslu
á næsta þingi.
• Endurskoðuð
og samræmd
ákvæði
Tildrög þess að þetta frv. var
samið, vóru þau, sagði ráðherra,
að heildarákvæði skortir í ís-
lenzkri löggjöf á þessu mikil-
væga sviði. Einu lögin sem
alfarið lúta að þessum málum í
dag, eru lögin um náttúruvernd
frá 1971, en önnur lög, sem taka
að nokkru til þeirra vandkvæða
og hættu, sem umhverfinu
stafar af mengun og hættuleg-
um efnum, eru m.a. lög um
hollustuhætti og heilbrigðis-
eftirlit frá 1969 og lög um
eiturefni og önnur hættuleg efni
frá 1968.
Hér var um brýnt verkefni að
ræða, sagði G.Th., að semja
frumvarp um almenna um-
hverfisvernd, sem tæki til máls-
ins í heild og fyllti upp í eyður,
sem nú eru í íslenzkri löggjöf í
þessum efnum. Á grundvelli
slíkra heildarlaga er síðan unnt
að setja reglugerðir um einstök
framkvæmdaratriði.
• Málefni sem
verður æ
þýðingarmeira
Frv. er fyrst og fremst ætlað,
sagði G.Th., að reisa skorður
við skaðlegum áhrifum á hið
ytra umhverfi, þ.e. náttúru
landsins og þá starfsemi, sem að
henni lýtur. Það nær hins vegar
ekki nema að litlu leyti til
matvælaeftirlits og öryggis á
vinnustöðum, svo að dæmi séu
nefnd. Meginverkefni frv. er
tvíþætt: 1) ákvæði um meng-
unarvarnir og 2) ákvæði um að
yfirstjórn umhverfismála skuli
sameinuð í höndurn eins stjórn-
sýsluaðila. I frv. eru samræmd-
ar reglur eldri laga og settar
nýjar þar sem á hefur þótt
skorta.
I 1. gr. frv. er tilgangur þess
markaður, að efla alhliða um-
hverfisvernd, varnir gegn hvers
konar mengun og skaðlegum
umhverfisáhrifum og að vinna
að varðveizlu náttúrugæða
landsins. Lögin eiga að stuðla að
Jón Árm. Héðinsson.
því að vernda þau lífsgæði, sem
felast í óspilltri náttúru lands-
ins, hreinu lofti og tæru vatni.
• Hér er um að ræða málefni,
sagði ráðherra, sem verður æ
þýðingarmeiraeftir því sem iðn-
þróun vex og þéttbýli eykst.
Markmið frv. er að stemma að
ósi í þessum efnum, tryggja sem
bezta sambúð lands og þjóðar.
Veruleg spjöll, sem orðið hafa
víða í iðnríkjum heims, eiga að
vera okkur víti til varnaðar.
• Sameiginleg
yfirstjórn
Nefnd sú, sem samdi frv.,
lagði til að komiö yrði á
sameiginlegri' yfirstjórn um-
hverfismála í sérstöku nýju
ráðuneyti, en jafnframt var
bent á, að vista mætti um-
hverfismál í einhverju ráðu-
neyti, sem fyrir er. Síðari
kosturinn var valinn. Og hefur
ríkisstjórnin samþykkt að
félagsmálaráðuneytinu verði
falið þetta verkefni. Meginatriði
Stefán Jónsson.
Gunnar Thoroddsen.
málsins er, að yfirstjórn um-
hverfismála verði á einum stað
í stjórnkerfinu. í samræmi við
það verða einstakir þættir um-
hverfismála, sem nú eru dreifðir
um mörg ráðuneyti, fluttir að
því er yfirstjórn varðar í ný
heimkynni. Þess er að vænta,
sagði G.Th. ennfremur, að með
slýkri samræmdri yfirstjórn og
þeim nýju réttarheimildum á
sviði umhverfismála, sem frv.
geymir, verði kleift að koma
fram þeim markmiðum, sem
liggja til grundvallar virkri
umhverfisvernd og stefnumörk-
un á komandi árum.
• Hagur og
velferð hvers
þjóðfélagsþegns
Jon Á. Héðinsson (A) sagði
að frumvarpið snerti framtíðar-
hag og heill hvers þjóðfélags-
þegns, þó menn gerðu sér e.t.v.
ekki ljósa þýðingu þess í fljótu
bragði. JÁH sagði 15 mikilvæg-
ar stofnanir hafa sent umsagnir
um frv. og það síðan mótað á ný
til samræmis við ábendingar.
Hér væri um að ræða stofnanir,
sem fjölluðu um mikilvæga
Stjórnar-
frumvarpi
vel tekið
þætti í efnahagskerfi þjóðarinn-
ar, s.s. rafveitumál, hafrann-
sóknir, iðnþróun, náttúruvernd,
ferðamál, heilbrigðismál og
rannsóknastofnanir ýmiss kon-
ar.
JÁH þakkaði ráðherra frv. og
taldi feng að því að alþjóð
gæfist kostur á að skoða það
áður en lengra væri haldið. Efni
frv. væri mjög mikilvægt og vel
virtist staðið að undirbúningi
þess.
• Góð vinnubrögð
Stefán Jónsson (Abl) tók
undir þakklæti JÁH til ráð-
herra.'Ég tel þetta góð vinnu-
brögð, sagði hann, að ætla
nægan tíma til að afgreiða frv.,
en það er nú lagt fram til
kynningar og umræðu, sem
æskilegt er að nái til alþýðu
manna í landinu. Síðan fjallar
Alþingi endanlega um, þannig
að félög áhugamanna, náttúru-
verndarfélög og almenningur
um land allt geti komið viðhorf-
um sínum til þess á framfæri,
áður en fullafgreitt verður.
Ég er næstum viss um, sagði
StJ.. að hefðum við haft lög í þá
átt, sem hér um ræðir, og
sérstaka ráðuneytisdeild, er um
hefði fjallað, hefði okkur auðn-
ast að sneiða hjá hættulegum
ágreiningsmálum, sem upp hafa
komið. Ég vil aðeins í lokin
segja það, sagði StJ.. að fyrir þá
forsjón, sem fram kemur í þessu
frv., og fyrir frumkvæði hæstv.
ráðherra í þessu máli, er ég
reiðubúinn að fyrirgefa ýmis-
legt.