Morgunblaðið - 25.04.1978, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.04.1978, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978- 47 Lýsingar sjónarvotta á sovésku þotuárásinni á kóresku farþegaþotuna Boeing 707 farþegaþota kóreska flugfélagsins KAL á ísilögðu vatni í Rússlandi eftir að sovézk orrustuþota skaut 6 hana og neyddi hana til að ienda. Japanskur farþegi tók myndina. „Héldum að verið væri að sýna okkur kurteisi, en skömmu síðar stóðu blossar fram úr orustuþotunni” Þannig gekk ferðin fyrir Helsinki, 24. apríl. Reuter. ENNÞÁ pykir með öllu óljóst hvaó olli Því að vél kóreska flugfélagsins í flugi 902 villtist af leiö og nauðlenti í Rússlandi eftir að sovézkar orustupot- ur skutu á vélina og neyddu hana til að lenda. Þó hefur sendiráð Suður-Kóreu í Helsinki skýrt svo trá að vélin hafi farið af leið vegna siglingafræðilegrar skekkju. Það var klukkan 11:40 fyrir hádegi að íslenzkum tíma á sumardaginn fyrsta að vélin hóf sig til flugs frá París í flugi 902 til Seoul í Suður-Kóreu. Innanborðs voru 97 farÞegar, Þar af fimm börn, og 13 manna áhöfn. Klukkan 16:51 er vélin yfir íshellu Noröurheimskautsins þegar flugstjórinn sendir síöustu skilaboðin um staösetn- ingu vélarinnar, áöur en rússnesku orustuþoturnar koma til sögunnar. Flugstjórinn segir vélina stadda á 80. gráöu norðurlengdar og 69. vestur lengdar, þaö er hún er í loftinu á milli vesturstrandar Grænlands og Elles- mere-eyju, nyrztu eyju kanadísku heim- skautaeyjanna. Nálægasta landsvæöi Sovétríkjanna er Franz Josef land, sem er í 1.000 mílna fjarlægð. Klukkan 18:00. Flugumferöarstjórnin í Edmonton í Alberta-fylki í Kanada móttekur ekki staðarákvörðuh flugs-902, eins og venjulega þegar vélin framhald á bls. 30 Flugstjóri kóresku farþegaþotunn- ar sem sovézkar þotur neyddu til að lenda í Rússlandi. Flugstjórinn, Kim Chiang-Kyu, var kyrrsettur og svör hafa ekki borizt við kröfum um að hann verði látinn laus ásamt siglingafræðingi farþegaþotunnar sem var líka kyrrsettur. Helsinki, Tokýó. AP. Reuter. „ÉG trúi því ekki aö þetta hafi í rauninni átt sér staö, og sonur minn látist vegna þess. Hvernig geta Sovétríkin leyft sér að skjóta á flugvél sem ekki getur svarað í sömu mynt? Aögerð Sovétríkj- anna er á allan hátt óábyrg, einkum af mannúöarástæöum, og er hún ófyrirgefanleg. Hún er martröö, í sjálfu sér, og verður að mótmæla kröftuglega framferöi Sovétríkjanna." Þannig mæiti Japaninn Takashiro Sugano, 69 ára að aidri, en hann missti son sinn, Yoshitaka Sugano, í skotár- ás Sovétmanna á kóresku farþegavélina sem neydd var til aö lenda í Sovétríkjunum eftir aö hún villtist af leiö í áætlunarflugi frá París til Seoul í Suður-Kóreu. Foreldrar Takashiro voru í fjölmenn- um hópi venslamanna sem beið komu flugvélar til Tókýó með farþega og áhöfn kóresku vélarinnar. „Ég skil þetta alls ekki,“ sagöi móðir Takashiro, „hví drápu þeir saklausan og varnarlausan son okkar? Mér kemur ekki dúr á auga þegar ég hugsa um síðustu stundir hans í flugvélinni. Maður trúir því vart annars að hann sé látinn." Margir farþeganna í kóresku vélinni lýstu fyrir fréttamönnum í Helsinki, í Anchorage og í Tókýó því sem gerðist frá þvt aö sovéskar herþotur komu til móts við vélina. hófu skothríð á hana og neyddu hana til aö lenda. Þeim bar saman um aö allt í einu hefðu heyrst skothvellir, mikll spreng- ing og skotkúlur heföu dreifst um farþegarýmið. Á einum stað á skrokk vélarinnar var hnefastórt gat. Við skothríöina tók vélin dýfu og á nokkrum minútum lækkaöi hún flugið úr 35.000 fetum í 3.500 fet. Síðan tók þaö flugstjórann um Vh klukkustund að finna hentugan staö til aö lenda á. Um síðir lenti hann flugvélinni á ísilögöu vatni nálægt borginni Kem og um 370 kílómetra suður af Murmanzk. „Farþegarnir héldu í fyrstu að sovéska orustuþotan væri amerísk herþota aö bjóöa okkur velkomin til Alaska. Viö áttum samkvæmt áætlun- inni að vera rétt ókomin til Anchorage þegar vélarnar birtust," sagði franski kaupsýslumaöurinn Jean-Claude Fory, sem hélt heim til Parísar frá Helsinki í stað þess aö halda áfram ferð sinni til Japans með flugvélinni sem sótti farþegana til Helsinki. „Ég hélt að verið væri að sýna okkur kurteisi, en skömmu eftir aö ég tók eftir orustuþotunni kvað við mikill hvellur og blossar stóöu frá henni. Næstu mínútur voru eins og í lyftu, við fórum niður á við með miklum hraða,“ sagði evróþskur farþegi sem óskaði að láta ekki nafns síns getið. Þegar sovéska orustuþotan birtist hjá kóresku farþegaflugvélinni ritaði Seiko Shiozake í sæti 19a athuga- semdir í dagbók sína. Um síðir fylltu athugasemdirnar sex síður, þétt ritaðar japönsku táknletri. „Klukkan er 8:43 og sovésk orustuþota er aö skjóta á okkur frá vinstri hlið. Nokkrar konur eru grátandi, einn Kóreumaður hefur verið drepinn og einn Japani helsæröur og okkur ber hratt niður, niður niður." Nokkrum mínútum síðar ritar Shiozake: „Flugstjórinn var að segja að vélin væri heil og hann heföi fullt vald á henni. Hann segist vera að undirbúa lendingu. Mér finnst ég þurfi aö selja upp.“ Um það bil Vh klukkustundu síðar ritar Shiozake: „Klukkan er 10:25 og við erum að lenda. Eldbjarma slær fyrir á vinstri væng. Viö erum lent á snjó skammt frá vatni. Tunglið lýsir upp umhverfið .. .flugstjóranum er klappað lof í lófa fyrir vel heppnaöa lendingu." „Kukkan er 12:10 og við sjáum fólk, ef til vill hermenn, í síðum frökkum og með byssur. Við vitum ekki hvort þetta eru Ameríkanar eða Rússar," heldur Shiozake áfram. „En nú heyrum við að þetta eru Rússar og fólk verður gagntekiö af ótta. Ég sé að sólin er að koma upp fyrir sjóndeildarhringinn," bætir Shiozake viö. „Lendingin tókst mjög vel. Hún var ekki neitt verri en fjölmargar undir eölilegum kringumstæðum," sagöi Benson Cohen 55 ára gamall leður- framhald á bls. 30 Kista annars tveggja farþega sem biðu bana í árásinni á kóresku farþegaþotuna flutt úr flugvél sem flutti hana til Helsinki. Hermdarverkamenn- irnir sem ræning j- ar Moros vilja lausa Áhugaljósmyndari tók þessa mynd í Genúa 26. marz 1971 og hún sýnir hryðjuverkamanninn Mario Rossi, sem ræningjar Moros fyrrverandi forsætisráðherra krefjast að fá leystan úr haldi, rétt áður en hann skaut til bana bankastarfsmanninn Alessandro Floria sem reyndi að stöðva hann eftir bankarán. EINS og kunnugt er af fréttum hafa ræningjar Aldos Moros nú krafist þess að 13 félagar þeirra, sem eru fyrir rétti í Tórinó, vcrði látnir lausir í skiptum fyrir Moro . Ilér á eftir fer stutt yfirlit yfir hermdarverkamennina 13 og þátt þeirra í hryðjuverkum undanfarinna ára. — Renato Curcio, 36 ára. Lagði áður stund á heimspeki og er stofnandi Rauðu herdeildar- innar. Var handtekinn 1974, en félagar hans frelsuðu hann árið eftir. í janúar 1976 var hann aftur tekinn höndum. Hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmiss konar hermdarverk. Er nú sakaður um að hafa stðfnað vopnuð samtök, sem hafi haft þann tilgang að bylta stjórn Ítalíu. Þá er hann einnig sakaður um að hafa tekið þátt í ráninu á auðjöfrinum Ettore Amerio, og freyðivínskónginum Villarino Gancia. Kemur fyrir rétt í Mílanó, þegar Tórínó-réttarhöldunum lýkur. — Alberto Franceschini, 32 ára. Sagður “vera hægri hönd Curcios. Hefur hlotið 10 ára fangelsisdóm fyrir hermdar- verk, en er borinn sömu sökum og Curcio í réttarhöldunum í Tórínó. — Giorgio Panizzari, 19 ára, Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á skartgripasala í Tórínó. Stjórnaði mörgum vopnuðum árásum. Er einnig félagi í „vopnuðu öreigunum" (NAP). Bíður dóms fyrir að vera í vopnuðum samtökum og fyrir tilraun til morðs. — Pasquale Abatangelo, 28 ára. Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir hryðjuverk og þjófnaði. Verður að sæta öðrum réttar- höldum fyrir að hafa tekið þátt í vopnuðum aðgerðum og fyrir að vera félagi í Rauðu herdeild- inni. Er einnig sakaður um að hafa skotið á og sært Giovanni Theodoli, forstjóra ítalsks olíu- fyrirtækis, og Alfonso Noce, lögreglumann er barðist gegn hermdarverkamönnum. — Mario Rossi, 36 ára. Dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa játað að hafa tekið þátt í ráni i Genúa. Sendisveinn lét lífið í ráninu. Var einnig dæmdur fyrir þátttöku í ráninu á Sergio Gadolla, og fyrir fjölmargar aðgerðir gegn iðn- fyrirtækjum. Rossi er talinn stofnandi vinstri öfgasamtak- anna 22. október, sem mjög létu að sér kveða á svæðinu í kringum Genúa á 7. áratugnum. Þegar Mario Sossi dómara var rænt í Genúa var Rossi einn þeirra sem ræningjarnir kröfð- ust að fá lausan. — Cristoforo Piancone, 28 ára. Grunaður um að vera félagi í Rauðu herdeildinni. Liggur nú alvarlega særður á sjúkrahúsi í Tórínó, en fangavörðurinn Lorenzo Cotugno særði hann í skotbardaga. Cotugno lézt sjálf- ur í skotárásinni, sem Rauða herdeildin hefur sagzt bera ábyrgð á. — Sante Notarnicola, 38 ára. Á sínum yngri árum var Notarnicola venjulegur glæpa- maður, er dæmdur var í lífs- tíðarfangelsi fyrir morð. Gerðist öfgasinnaður vinstrisinni vegna áhrifa frá félögum í NAP er hann kynntist í fangelsi. Hefur skrifað bók um „galla þjóð- félagsins" og hvernig þeir koma niður á föngum. — Augusto Viel, 34 ára. Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir þátttöku í nokkrum ránum og öðrum hermdarverkum. Var félagi í 22. október. — Giuseppe Battaglia, 34 ára. Var einnig félagi í 22. október. Dæmdur í 32 ára fangelsi fyrir ýmiss konar glæpi, mannrán og fyrir að hafa tekið þátt í morðinu á sendisveininum í Genúa ásamt Rossi. — Domenico Delli Veneri. Sagður hafa verið einn af stofnendum NAP. Dæmdur í nokkurra ára fangelsi fyrir að eiga vopn og sprengiefni. Bíður dóms fyrir að hafa tekið þátt í ráninu á iðnaðarauðjöfrinum framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.