Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 3

Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 3 ERRO Þannig mun forsíða íslenzku Erró-bókarinnar líta út. Náttúruverndar- þing um helgina 20 svæði friðlýst á sl. 3 árum Náttúruverndarþing verður sett í dag á Hótel Loftleiðum. Sækja það um 120 fulltrúar víðs vegar að af landinu. fulltrúar náttúruverndar- nefnda, sem eru í hverri sýslu og hverjum kaupstað, svo og fulltrúar ýmissa samtaka, stjórnmálaflokk- anna og náttúruverndarráð. Nátt- úruverndarþing er haldið þriðja hvert ár og er þetta þriðja þingið, en þar er fjallað um náttúruvernd landsins og þau verkefni, sem brýnast er talið að leysa. Eysteinn Jónsson, formaður Nátt- úruverndarráðs, mun setja þingið kl. 9. Þá flytur Vilhjálmur Hjálmarsson ávarp, en síðan verður gengið til þingstarfa. I dag verða flutt sex erindi um náttúruverndarmál: Páll Líndal talar um endurskoðun nátt- úruverndarlaga, Hrafn V. Friðriks- son um mengunarmál, Sigurður Þórarinsson og Arnþór Garðarsson um vatna- og jarðhitasvæði, Vil- hjálmur Lúðvíksson um val á stöðum til iðnrekstrar og Eyþór Einarsson um verndun villtra dýra og plantna. Fyrir þinginu liggja ýmis mikil- væg mál, auk þeirra sem að ofan eru nefnd, svo sem meðferð auðlinda, fræðsla um náttúruvernd og umferð- arréttur um landið. FRIÐLÝSINGAR OG NÁTTÍIRUMINJASKRÁ Fyrir þinginu liggur ítarleg skýrsla um störf Náttúruverndar- ráðs síðan síðasta þing var haldið 1975. Kemur þar m.a. fram að 20 Framhald á bls 30 Bókin um Erró kem- ur út í næsta mánuði LISTAVERKABÓKIN um hinn kunna íslenzka málara Erró — Guðmund Guðmundsson — er væntanleg á markaðinn hjá Iceland Review og Almenna bókafélaginu í næsta mánuði. eða skömmu áður en yfirlits- sýning á verkum Erró verður opnuð í Reykjavík í tilefni listahátíðar. Bókin verður gef- in út samtímis á ensku og íslenzku. Iceland Review sér um ensku útgáfuna, en Al- menna bókafélagið um íslenzku útgáfuna. Haraldur Hamar fram- kvæmdastjóri Iceland Review, sem er upphafsmaður að þessari bók, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að liðin væru nærri 2 ár, síðan hann fór að huga að útgáfu þessarar bókar og þá með viðtölum við Erró og Matthías Johannessen. „I upphafi var eingöngu hug- myndin að gefa bókina út á ensku, en síðan seldi Iceland Review Almenna bókafélaginu íslenzka útgáfuréttinn," sagði Haraldur. Haraldur kvað bókina prent- aða á Ítalíu og væri íslenzka og enska útgáfan prentaðar sam- tímis. „Erró valdi sjálfur mynd- irnar í bókina, og birtast myndirnar í réttri tímaröð, þ.e. frá því hann fór frá Islandi til þessa dags. Þá fylgdist hann sjálfur með litgreiningu mynda og nýlega var hann á Italíu til Framhald á bls 30 Ragnar Páll að Kjarvalsstöðum LAUGARDAGINN 29. apríl opnar Ragnar Páll Einarsson málverkasýningu að Kjarvals- stöðum. Þetta er níunda einka- sýning Ragnars Páls en síðast sýndi hann í Bogasalnum í júní í fyrra. Hann hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýning- um, meðal annars í Þýzkalandi og Danmörku. ,Á sýningunni að Kjarvals- stöðum eru 78 málverk, þar af eru 40 til sölu og eru þau máluð á síðustu fjórum árum. Verð sölumyndanna er frá 70 til 400 þúsund krónur. Sýnd eru olíu- málverk, portrait, vatnslita- myndir og pastelmyndir. Mynd- efnin eru flest sótt í íslenzka náttúru og atvinnulíf. Mörg af landslagsmálverkunum eru frá Austurlandi en þar hefur lista- maðurinn dvalið síðustu tvö sumur. Einnig eru málverk frá Snæfellsnesi, úr Mývatnssveit, frá Þingvöllum, úr nágrenni Reykjavíkur og víðar að. Sýning Ragnars Páls að Kjarvalsstöðum verður opin daglega kl. 14-22 til sunnudags- kvölds 7. maí. — segir Sveinn Eiðsson sveitarstjóri á Raufarhöfn „ÞETTA hangir saman enn, en nú líður senn að því að fólk fari að skrá sig atvinnulaust,“ sagði Sveinn Eiðsson sveitar- stjóri á Raufarhöfn í sam- tali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður um atvinnuástand þar, en sem kunnugt er berst lítill fiskur þangað nú, eftir strand skuttogarans Rauðanúps. Sveinn sagði, að um 40 smábátar væru gerðir út frá Raufarhöfn um þessar mundir, og væri svona kropp hjá þeim. Flestir bátanna væru nú á grásleppuveiðum Veiðin hjá þeim hefði yerið sæmileg fyrst, en síðan hefði hún dottið niður, en glæðst á ný nú síðustu dagana. Þá væru nokkrir bátar á þorskanet- um, en afli þeirra væri mjög tregur. „Ástandið er því ekki glæsilegt hjá okkur, en það sem gerir andrúmsloftið betra hjá Raufar- hafnarbúum er að nú er vor í lofti, og fólk tekur þá ekki eins nærri sér að fá nokkurra daga frí. Það er því ekki mikið framund- an hjá okkur, en að sjálfsögðu finnst manni sárt að heyra að járniðnaðarmenn ætli sér að gera okkur lífið leitt. Togarinn hefur til þessa bjargað staðnum, og aflað alla tíð vel,“ sagði Sveinn. Friðrik Jesson safnvörður aðstoðarmönnum sínum. sést hér grafa í skurðvegginn ásamt Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. Ein myndanna, sem prýðir listaverkabókina. Eyjar: Onnur haus- kúpan fannst Tennumar óskemmdar „Líður senn að því að fólk skrái sig atvinnulaust,, HAUSKÚPA af annarri beina- grindinni. sem fannst í holræsis- skurðinum á Þrælaeiði í Vest- mannaeyjum í fyrradag. kom í ljós í gærmorgun, þegar farið var að grafa í stórum malarhaug. sem skurðgrafa hafði mokað upp úr skurðinum. Ilaldið var áfram að róta í haugnum og skurðinum í gær. en ekki fannst neitt frekar. Friðrik Jensson safnvörður í Eyjum sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að í gærmorgun hefði hann fengið menn til að róta í malarhaugnum á skurðbakkanum og það hefði farið eins og hann hefði grunað: Hluti af annarri hauskúpunni hefði verið þar. „Þessi hauskúpa er nokkuð illa farin, sennilega hefur hún farið svona þegar skurðgrafan rótaði henni upp. En það athyglisverða er áð annar tanngarðurinn þ.e. sá sem fannst er mjög heillegur, og hefur engin tönn verið skemmd í manninum,“ sagði Friðrik. Kvað hann menn myndu halda áfram að grafa á þessum slóðum í gær og jafnvel eitthvað lengur í þeirri von, að fleira fyndist. Eins og sést á þessari mynd eru tennurnar úr hauskúpunni algjörlega óskemmdar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.