Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
7
14.4 milljaröar
í hafnar-
framkvæmdir
Samgönguráðherra
lagðí nýverið fram
skýrslu á Alpingi um
hafnarframkvæmdir í
landinu á liðnu ári. Að
sögn ráðherra var varið
2.178,1 m. kr. í pessar
framkvæmdir samanlagt
á pví ári, sem er tæplega
16% aukning frá árinu
1976. Á líðandi kjörtíma-
bili, p.e. á árunum
1974—77, hefur hins
vegar verið varið samtals
til hafnarframkvæmda í
landinu 14.4 milljörðum
króna, séu fjárframlög
færð til verðlags dagsins
í dag. Heildarfjárveiting
til hafnarframkvæmda
skiptist pann veg, skv.
skýrslu ráðherra: Suður-
landskjördæmi 28.7%,
Reykjaneskjördæmi
17.4% Austurlandskjör-
dæmi 13.4%, Norðurland
eystra 12.2%, Vesturland
12,0%, Vestfiröir 8,9% og
Norðurland vestra 7,9%.
Hornsteinar
verömæta-
sköpunar
Útgerðar- og fisk-
vinnsluhafnir, sem
mynda keðju framieiðslu-
eininga meðfram allri
strandlengju landsins,
eru tvímælalaust
traustustu hornsteinar
verðmætasköpunar og
gjaldeyrisöflunar í
pjóðarbúinu. Það kemur
pví engum á óvart, að
töluverðu fjármagni er
varið til að byggja upp
starfsaðstöðu útgerðar
og fiskvinnslu. Það er
hyggileg fjárfesting.
Þjóðhagslegt gildi
fiskihafna veldur pví að
sameiginlegur sjóður
landsmanna, ríkissjóður,
fjármagnar drjúgan hluta
stofnkostnaðar Þeirra.
Þetta er ekkert sér-
íslenzkt fyrirbrígði. Þann
veg er einnig staðið aö
málum í öðrum ríkjum,
Þar sem fiskveiðar hafa
umtalsvert Þjóðhagslegt
gildi. Þessí Þátttaka ríkis-
sjóðs í stofnkostnaði
hafna styðst einnig við Þá
staðreynd, aö
viðkomandi hafnir Þjóna
oftast fleiri byggðar-
lögum, Þó eitt sveitar-
félag standi undir rekstri
Þeirra og hluta stofn-
kostnaðar á móti ríkis-
sjóði.
sú að stofnkostnaðarhluti
ríkissjóðs í höfnum sé
75%. í Þremur svonefnd-
um landshöfnum er
stofnkostnaöarÞátttak
ríkissjóðs hins vegar
100%. Þær eru Keflavík,
Njarðvík, Rif og Þorláks-
höfn. Reykjavíkurhöfn ein
verður að standa að fullu
og öllu undir sínum
stofnkostnaöi, án
minnstu Þátttöku ríkis-
sjóðs. Eðlilegt er að
Reykvíkingar, sem greiða
sinn hlut fullmældan í
sameiginlegan sjóð
landsmanna, og hafa
Þurft aö horfa upp á
samdrátt í frumatvinnu-
greinum sínum, einkum
varðandi sjávarútveg,
spyrji: hvers vegna
pennan mun á opinberri
fyrirgreiðslu varðandi
hafnarframkvæmdir og
útgerðaraðstöðu? Spyrja
mætti raunar hins sama
um lánsfjárfyrirgreiðslu
til atvinnuvega sjávarút-
vegs úr opinberum fjár-
fesTingarsjóðum.
Aöstaöan fyrr
og nú
Sú var tíö að sá munur
var á fjárhagsstöðu
Reykjaví kurhafnar og
annarra hafna í landinu
að nokkur mismunun í
Þessu efni var réttlætan-
leg. En Þessar aðstæöur
hafa breytzt í höfuð-
dráttum. Reykjavíkur-
höfn, sem var vagga
togaraútgerðar í landinu,
hefur mátt sæta veru-
legum útgerðarsam-
drætti, sem veikt hefur
atvinnulíf borgarinnar,
Þótt hún sé enn
Þýöingarmikil útvegs-
höfn. Hún hefur ekki haft
hliðstæða fjárhagsfyrir-
greiðslu og önnur
sveitarfélög varðandi
hafnarframkvæmdir.
Reykjavíkurhöfn Þjónar
ekki aðeins hafnlausum
nágrannasveitarfélögum
(Kópavogi, Garðabæ' og
Seltjarnarnesi), heldur er
hún uppskipunarhöfn
fyrir landið allt. Reyk-
víkingar greiöa, sem fyrr
segir, sinn skerf í
sameiginlegan sjóð
landsmanna, og Þeim
mun ríflegri sem Þeir eru
fleiri en íbúar annarra
byggðarlaga. Ekkert
mælir með Því nú orðið,
að Reykjavíkurhöfn njóti
ekki hliöstæðrar fyrir-
greiðslu varðandi stofn-
kostnað og aðrar hafnir.
Það er e.t.v. eðlilegt að
Reykjavíkurhöfn fái jafn-
rétti við aðrar hafnir í
áföngum, til að aðlaga
„kerfið“ breytingunni. En
Það vekur hins vegar
athygli, að forystumenn
flokka, sem harðast deila
á forystu borgarmála í
Reykjavík, hafa sýnt
hagsmunum Reykja-
víkurhafnar algjört
áhugaleysi í Þessu efni,
sumir beínan fjandskap.
Þeir biöla til atkvæða
Reykvíkinga — en taka
afstöðu gegn peim eða
sýna algjört áhugaleysi,
Þegar slík velferðarmál
borgarinnar ber á góma.
Hvers vegna
mismunur á
stofnkostnaðar-
þátttöku?
Hin almenna regla er
*
É r jfWeöáur f^ámorgun BÆNADAGlJli Ba'narofnii IIcIkí mann- leg.s lífs.
w 1 LITUR DAGSINSi Ilvítur. Litur Kleðinnar.
ípt 'WéMh
Hinn almenni bænadagur
DOMKIRKJAN: Messa kl. 11 árd.
Séra Hjalti Guðmundsson. Messa
kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen.
Einsöngvarakórinn syngur við
báöar messurnar.
LAND AKOTSSPÍT ALINN: Messa
kl. 10 árd. Séra Þórir Stephensen.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma ( Safnaöarheimili
Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd.
Guösþjónusta í Safnaðarheimilinu
kl. 2. Séra Guðmundur Þorsteins-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 5,
(athugið breyttan messutíma)
organleikari Guðni Þ. Guðmunds-
son. Séra Ólafur Skúlason,
dómprófastur.
FELLA- OG Hólaprestakall:
Fermingarguðsþjonustur kl. 10:30
árd og 1:30 síðd. Séra Hreinn
Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 2, altarisganga. Organ-
leikari Jón G. Þórarinsson. Séra
Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Lesmessa
n.k. þrlöjudag kl. 10:30 árd. Beölö
fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11 árd.
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Tómas
Sveinsson. Síðdegisguösþjónusta
og fyrirbænir kl. 5 síðd. Séra
Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 2. Barnasam-
koma í Safnaðarheimilinu viö
Bjarnhólastíg kl. 11. Séra Þor-
bergur Kristjánsson.
LANGHOLTSPREST AKALL:
Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Séra
Árelíus Níelsson. Guösþjónusta kl.
2. Ræðuefni: Helgi mannlegs lífs.
Einsöngur: Elín Sigurvinsdóttir, viö
orgelið: Jón Stefánsson.
Safnaðarstjórnin.
LAUGARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa
kl. 2. Aðalfundur safnaöarins
verður strax a lokinni messu.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
10:30. Séra Guðmundur Óskar
Ólafsson. Guösþjónusta kl. 2 e.h.
Séra Frank M. Halldórsson. Bæna-
guðsþjónusta kl. 5 síðd. Séra
Guðm. Óskar Ólafsson.
FÍLADELFÍUKIRK JAN: Almenn
guösþjónusta kl. 8 síðd. Einar J.
Gíslason.
KFUM Sunnudagaskólinn Amt-
mannsstíg 2 B, fyrir öll börn kl.
10.30 árd. Þetta er síðasti sunnu-
dagaskólinn á vorinu.
GRUND elli og hjúkrunarheimilið:
Messa kl. 2 síðd. Séra Hjalti
Guðmundsson dómkirkjuprestur
prédikar.
FRÍKIRKJAN Reykjavík
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2
síðd. Séra Þorsteinn Björnsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 síöd. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 8.30 síðd.
Óskar Jónsson.
DOMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla virka daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum þá kl. 2 síöd.
FÆREYSKA sjómannaheimilið:
Samkoma kl. 5 síðd. Johann
Olsen.
GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd. Messa kl.
2 síðd. Skólakór Garöabæjar
syngur. — Nemendur Heyrnleys-
ingjaskólans taka þátt í afhöfninni.
Séra Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garöabæ: Hámessa kl. 2 síðd.
HAFNARFJARDARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra
Sigurður H. Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði:
Guðsþjonusta kl. 2 síðd. Séra
Magnús Guðjónsson.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messað aö Mosfelli kl. 2 síðd.
Sóknarprestur.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Innri-Njarövíkur-
kirkju kl. 2 síðd. Séra Sveinbjörn
Sveinbjörnsson prédikar. Kór
Hrunakirkju syngur undir stjórn'
Sigurðar Ágústssonar frá Birtinga-
holti.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 2
síðd. Sóknarprestur.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 2
síðd. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA:
Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30
árd. og kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Almenn
guðsþjónusta kl. 2 síðd. Ferming.
Sóknarprestur.
REYNIVALLAKIRKJA: Messa kl.
14. — Ferming. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 10.30. árd.
Messa kl. 2 síðd. Séra Björn
Jónsson.
f---------------------------------------------\
Fáksfélagar
Farin veröur hópferö á hestum aö Hlégaröi,
sunnudaginn 30. apríl. Lagt veröur af staö frá Efri
hesthúsum félagsins, aö Víöivöllum, kl. 14
stundvíslega.
Nauösynlegt aö allir leggi af stað á sama tíma,
vegna umferöar á fjölförnum bílavegum.
Félagar fjölmenniö.
Hestamannafélagið Fákur.
5 ára Verzlunarskólanemar
útskrifaðir 1973
Mætum öll í Óðali kl. 4 á morgun sunnudag.
Nefndin.
‘Þakkir’
„Öllum þeim, sem glöddun mig meö heillaskeytum,
heimsóknum og gjöfum á áttræöisafmæli mínu 17.
apríl s.l. þakka ég auðsýndan heiöur og vinarhug.
Guö blessi ykkur öll.“
Benedikt Grímsson,
Kirkjubóli.
^Snyrtistofan
UTLIT
Snyrtistofan veröur lokuð um
óákveöinn tíma vegna veikinda
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Snyrtisérfræðingur.
Píanótónleikar
Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleikari heldur
tónleika á vegum Tónlistarfélags Kópavogs,
sunnudaginn 30. apríl kl. 5 e.h. í sal Tónlistarskól-
ans að Hamraborg 11, 3. hæö. Á efnisskránni eru
verk eftir Beethoven, Chopin og Liszt.
Aögöngumiöar veröa seldir viö innganginn.
Kynningar
kvold
Spánarkvöld —
Benidorm kynning
Hafnarfjörður
Skiphóll
Sunnudaginn 30. apríl kl. 19.
Ljúffengur veizlumatur.
Feröakynning — Benidorm.
Feröabingó 3 umferöir.
Skemmtiþáttur, Ómar Ragnarsson.
Tískusýning Karon.
Danssýning — Sæmi og Didda.
Dans. Dominic.
Borðapantanir í síma 52502.
Ferðamióstööin hf.