Morgunblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978
ANNATÍMI — Senn íer sauðburður í hönd ok þá um leið einn annasamasti tími ársins
hjá bændum ojf búaliði. Margir bændur halda sig í húsunum mestan tíma
sólarhringsins meðan á sauðburði stendur. Ef stund gefst milli stríða nota þeir
ííjarnan tækifærið til að kasta sér niður stutta stund í senn og hlöðugólfin eða
dýnuræfill á áburðarpokum eru þá sem konunglegt rúm. Þessi mynd er tekin meðan
sauðburður stóð yfir í fyrra og sýnir ungan bónda í Hrunamannahreppi, Eirík
Kristófersson á Grafarbakka. (Ljósm. Sig. Sigm.)
Aðalfundur Mjólkursamsölunnar:
Fyrirtækið gangi úr
VSÍ og í VMSS
Landbúnaóarsýning á Selfossi:
Reiknað með 100 þátttak-
endum og 100.000 gestum
,.I>að hcfur verið geysimikið um
fyrirspurnir vegna þessarar sýn-
ingar. þannig að við reiknum með
skjótum og góðum viðbriigðum
þegar við nú sendum út upplýs-
ingar um sýninguna og um-
sóknareyðublöð.” sagði Kjartan
Ólafsson framkvæmdastjóri
Landhúnaðarsýningarinnar á
Selfossi 1978. sem Búnaðarsam-
band Suðurlands efnir til í tilefni
af 70 ára afma-li sínu. en sam-
handið hélt einmitt upp á 50 ára
afmælið með landbúnaðarsýn-
ingu á Selfossi.
Kjiiitan Ólafsson sagði að sýn-
ingarsvæðið inni og úti, en sýning-
in verður í og við gagnfræðaskól-
ann og íþróttahúsið, yrði um
33.000 fermetrar. Kvað hann
áætlanir hyggjast á um 100
sýningaraðilum og 100.000 gestum.
Sýningin verður þróunar- og
tæknisýning jafnframt því sem
kynnt verða hjutverk og staða
iandbúnaðarins í þjóðfélaginu.
Sagði Kjartan að innanhúss yrðu
þróunarsý n i ng. tækj asýni ng,
heintilisiðnaðarsýning, afurðasýn-
Blásaratón-
leikar Tón-
listarskólans
Tónlistarskólinn í Reykjavík
gengst fyrir tónleikum í Bústaða-
kirkju kl. 5 í dag, láugardag, en
þar munu nemendur í Itlásara-
kennaradeild skólans leika saman
á blásturshljóðfæri. A efnis-
skránni eru m.a. verk eftir
Beethoven, Poulenc og nemendur
sjálfa, svo sem Ásgeir Steingríms-
son, Björn Leifsson og Atla
Guðleifsson.
ing, garðyrkjusýning, vöru- og
þjónustusýning, blómasýning,
byggðasafn og þar verða sýndar
kvikmyndir en á útisvæði er
reiknað með vélasýningu, tækja-
sýningu, búfjárræktarsýningu,
jarðræktarsýningu, þróunarsýn-
ingu, afurðasýningu og þar verða
sýningartorg fyrir sérsýningar,
vörukynningar og sýningar á búfé.
Sýningin mun standa dagana
11.—20. ágúst og mun forseti
íslands, dr. Kristján Eldjárn,
verndari sýningarinnar, opna
hana við hátíðlega athöfn 11.
ágúst.
ÞRIÐJUDAGINN 25. apríl var
haldinn aðalfundur Mjólkursamsöl-
unnar formaður stjórnarinnar Ágúst
Þorvaldsson bóndi á Brúnastöðum,
stjórnaði fundi og flutti ásamt
Guðlaugi Björgvinssyni fram-
kvæmdastjóra yfirlit um rekstur og
afkomu Mjólkursamsölunnar:
Reksturinn gekk mjög vel á árinu,
bændum er greittgrundvallarverð
sem er kr. 84.06 en það er 7 aurum
hærra en landsgrundvallarverðið.
Auk þess fá þeir greidda þá 33 aura
sem vantaði uppá grundvallarverðið
fyrir framleiðslu ársins 1976. Þannig
verður meðal útborgunarverð á
hvern lítra fyrir framleiðslu árins
1977 krónur 84.35, en það var 72.8%
af útsöluverði mjólkur.
Heildarinnvigtun mólkurbúa á
svæði Mjólkursamsölunnar var á
síðastliðnu ári 58,5 milljón lítrar, en
það var 6,3% aukning frá fyrra ári.
Mest varð aukningin hjá Mjólkurbúi
Flóamanna 7,7% en smávegis sam-
dráttur varð hjá Mjólkurstöðinni í
Reykjavík eða 1.9%. Um Mjólkur-
stöðina í Reykjavík fóru 33.1 milljón
lítrar af mjólkurvörum, þar af 5.2
milljón Itr. beint frá framleiðendum.
Mest var mjólkurframleiðslan í júlí
í fyrra 6.56 millj. ltr. en minnst í
febrúar 3.19 milljón Itr. Þessi sveifla
í mjólkurframleiðslunni skapar
mikið vandamál, því er ákveðið að
hækka verulega haustuppbót á
mjólkurverðið.
Samtals voru seldir 32.6 milljón
Itr. af nýmjólk, en það var 5.3%
minna en á árinu 1976. Nokkur
samdráttur varð í sölu á venjulegu
skyri og jógurt, en hann vannst upp
með sölu á Ýmir, sem hófst á árinu.
Mest varð aukningin I sölu undan-
rennu. Keypt var af mjólkurbúunum
á Norðurlandi 106 þúsund ltr. af
Samningur um
ríkissjóðs og
viðskipti
Seðlabanka
SAMNINGUR um viðskipti ríkis-
sjóðs og Seðlabankans um lána-
fyrirgreiðslu og vaxtakjiir var
undirritaður nýlega. eins og fram
hefur komið í Mhl. Samkva/mt
samningnum skal árstíðahundin
rekstrarfjárfyrirgreiðsla Seðla-
hankans við ríkissjóð í mánaðar-
lok og innan hvers mánaðar
miðast við greiðsluáætlun. sem
fjármálaráðuneytið gerir í upp-
hafi hvers fjárlagaárs og aðilar
koma sér saman um. Greiðslu-
áatlanir þessaf- skulu byggðar á
íjárliigum og þeim breytingum.
sem kunna að verða samþykktar
á þeim. og skulu þær miðast við
jöfnuð í lok hvers fjárlagaárs.
eftir að greitt hefur verið af
samningsbundnum skuldum
ríkissjóðs við hankann.
Reynist rekstrarfjárþörf ríkis-
sjóðs nieiri en ráð er fyrir gert
Karl Olsen jr. opnar fyrstu einkasýningu sína í Sjálfstæðishús-
inu Ilólagötu 15. Njarðvíkum á laugardag.
Karl sýnir 33 verk. olíu-. túss-. krítar- og vatnslitamyndir.
Sýningin stendur til 15. maí. Myndin er af Karli við tvö verka
sinna.
mun Seðlabankinn veita
viðbótaryfirdrátt á viðskipta-
reikningum allt' að 30G umfram
greiðsluáætlun, en jafnframt mun
fjármálaráðuneytið bejta tiltæk-
um ráðum til þess að draga úr
lánsfjárþörfinni, svo sem nteð
endurskoðun útgjaldaáforma og
öflun viðbótartekna.
Við afgreiðslu fjárlaga og láns-
fjáráætlunar fyrir næsta ár skai
þess gætt, að heimild til lántöku
rúrni hgsanlega skuld-amyndun
ríkissjóðs við Seðlabankann á því
ári, sem er að líða. í samrænti við
það skal skuld á viðskipta-
reikningum ríkissjóðs við Seðla-
bankann í árslok jöfnuð í upphafi
næsta árs með lántöku á lána-
markaði utan Seðlabankans og
aðstoðar bankinn ríkissjóð við þá
lánsfjáröflun eða lánsútboð.
Ef hins vegar eru innstæður á
viðskiptareikningum ríkissjóðs í
árslok, verði stefnt að því að nota
þær til að flýta endurgreiðslum
umsamir.na lána við Seðla-
bankann. Dagsmeðaltal
nettóskuldar á viðskiptareikning-
um, er til vaxtareiknings konia,
beri vexti endurkeyptra afurða-
lána að þeint mörkum, er greiðslu-
áætlun setur en sé skuld þar
umfrarn, verði greiddir almennir
yfirdráttarvextir, eins og þeir eru
hjá innlánsstofnunum á hverjum
tíma, þ.e. samtala vaxta og við-
skiptagjalds.
Af nettóinnstæðu á viðskipta-
reikningum, skal reikna vexti
endurkeyptra afurðalána í Seðla-
bankanum.
Af viðskiptáskuld, sem unt hefur
verið samið, sé samkvæmt náriara
samkomulagi að jafnaði hluti í
formi ríkissjóðsvíxla, er beri
almenna víxilforvexti, eins og þeir
eru á hverjum tí-ma. Fari kaup
ríkisví.xla fram úr 15% af þeirri
fjárhieð, skal það sem umfram er
ekki skerða þá fjárhæð, er ber
ve.xti endurkeyptra afurðalána.
Verði verulegar breytingar á
innbyrðis hlutfalli útlánsvaxta
skulú vaxtaákvæði samningsins
tekin til endurskoðunar nteð
viðræðum milli samningsaðila.
ö
INNLENT
Leiðrétting
á gagnrýni
m’ ■
I gagnrýni um
tónleika Skag- u
firzku söng- ^
sveitarinnar ^
féll niður eitt
orð, þar sem
fjallað er um
söng Hjálmtýs
Hjálmtýssonar. njáimt>r
Setningin á að iijáimt<»Min
vera svona: „Hjálmtýr hefur, eins
og einn hlustandi §agði svo- vel,
óþægilega fallega rödd og það er
einmitt það, sem gerir'söng hans
svo viðkvæman fyrir allrí tilgerð
og stælingar augljósar“.
Ennfremur var annað orð, fyrr
í greininni, brenglað og á setning-
in að vera: „Það er varla hægt að
tala um flóknari samsetningar í
verkum hans en einfaldar eftirlík-
ingar stefja."
J.Ásg.
rjóma, en engin mjólk var flutt að
norðan.
Seldar voru mjólkurvörur fyrir
samtals 535 milljón krónur. Lagt var
í byggingarsjóð 24,8 milljón krónur,
en í honum voru um s.l. áramót 371
milljón kr. Mest var fjárfest við
ostagerðina í Búðardal, en heildar-
fjárfesting þar, er nú orðin 170
milljónir króna.
Starfsmönnum Mjólkursam-
sölunnar fækkaði um 171 á árinu en
það voru eingöngu afgreiðslustúlkur
í mjólkurbúðunum. Starfsmenn um
síðustu áramót voru 112. Flestar
búðirnar hafa verið seldar, þó eru
enn 6 í eigu M.S. Frá því að
mjólkursalan var gefin frjáls hefur
útsölustöum mjólkur fjölgað um 29.
þar af 10 í Reykjavík. Mjólkurfram-
leiðendum fækkaði um 71 á árinu,
um síðustu áramót voru þeir 1295.
Á aðalfundi Mjólkursamsölunnar í
fyrra var kosin nefnd til að kanna
aðild fyrirtækisins að Vinnuveit-
endasambandinu og hvort ástæða
væri til að hætta þar þátttöku.
Nefndin skilaði áliti nú, þar sem lagt
er til að stjórn Mjólkursamsölunnar
segi fyrirtækið úr Vinnuveitenda-
sambandinu og sæki um aðild að
Vinnumálasambandi Samvinnu-
manna og hafi um það samráð við
stjórn Mjólkurbús Flóamanna,
ályktun nefndarinnar var samþykkt
samhljóða.
Tveir stjórnarmenn áttu að ganga
úr stjórn að þessu sinni, það voru
þeir Eggert Olafsson, Þorvaldseyri
og Oddur Andrésson, Neðra Hálsi,
voru þeir báðir endurkosnir. Fyrir
eru í stjórn Ágúst Þorvaldsson,
Brúnastöðum, Gunnar Guðbjarts-
son, Hjarðarfelli og Vífill Búason á
Ferstiklu. Stefán Björnsson forstjóri
framhald á bls. 30
ALFTAMYRI
4ra—5 herb. íbúð á 1. hæð ca.
110 ferm., suður svalir, bílskúr
fylgir. Skipti á sérhæð koma til
greina. Upplýsingar á skrifstof-
unni.
MIKLABRAUT
4ra herb. íbúð á 1. hæð í mjög
góðu ásigkomulagi. Aukaherb.
í kjallara fylgir.
2JA OG 3JA
HERB. ÍBÚOIR
í Hlíðunum og Norðurmýri.
5 HERB. ÍBÚÐ
HAFNARFIRÐI
120 ferm. glæsileg íbúð í
Norðurbænum, þvottahús inn
af eldhúsi, stórar suður svalir.
Verð 16.5 millj.
ÞINGHÓLSBRAUT
KÓP.
góð 3ja herb. íbúð á 1. hæö,
bílskúrsréttur. Verð 11.5—12
millj.
GÓÐ 2JA HERB. ÍBÚÐ
viö Þverbrekku í Kóp. á 2. hæö.
Útb. 6.5 millj.
3JA HERB. ÍBÚÐ
viö Grettisgötu á 3. hæö. Góð
íbúð. Verð 10.5 millj.
HÁTEIGSVEGUR
5 herb. íbúð á 2. hæð ca. 140
ferm., bílskúr. Verð 17 millj.
réttarholtsvegur
4ra herb. íbúð-á 2. hæð, bílskúr
fylgir. Verð 15 milij.
SÖRLASKJÓL
3ja herb. risíbúð, bílskúr fylgir.
VESTURBÆR
góð 3ja herb. íbúð á 4. hæö.
Verð 10—11 millj.
ÓSKUM EFTIR ÖLLUM
STÆPÐUM FASTEIGNA
A SOLUSKRA.
Pétur Gunnlaugsson, lögfr.
Laugavegi 24,
simar 28370 og 28040.