Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 30

Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 raöauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar Málarameistarar Tilboö óskast í utanhúsmálun fjölbýlishúss- ins aö Ásbraut 15—17 Kópavogi. Tilboö sendist húsfélaginu Asbraut 15—17 fyrir 15. maí n.k. Nánari upplýsingar í síma 41892 eftir kl. 19. Utboð Óskaö er eftir tilboöum í forsteypta hitaveitubrunna fyrir hitaveitu Borgarfjarö- ar. Útboösgagna má vitja hjá VST. Ármúla 4, Reykjavík og Berugötu 12, Borgarnesi, gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö aö Berugötu 12, Borgarnesi þriöjudaginn 16. maí kl. 11. f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN H.F., ÁRMÚLA 4, REYKJAVÍK, SÍMI 84499. 29 tonna eikarbátur til sölu Höfum fengið til einkasölumeðterðar 29 tonna eikarbit. Smíðair 1975. Aðalvél Volvo Penta 300 ha. Biturinn er búinn öllum nýjustu og tullkomnustu fiskleitar og siglingatnkjum. A ÐALSKIPASALAN. Vesturgötu 17. Símar 26560 og 28888. Heimasimi 51119. HAMPIÐJAN HF Aöalfundur Hampiðjunnar h.f. áriö 1978 veröur haldinn miövikudaginn 10. maí í mötuneyti félagsins aö Stakkholti 4. og hefst kl. 4 s.d. Á dagskrá eru venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Lífeyrisþegar Starfsmannafélags ríkisstofnana Aöalfundur lífeyrisdeildar SFR veröur haldinn sunnudaginn 30. apríl aö Grettis- götu 89 kl. 3 e.h. Stjórnin. Tilkynning Eigendur skúra sem standa í óleyfi á hafnarsvæöi Reykjavíkurhafnar í Örfirisey og Vatnagöröum í Sundahöfn skulu hafa fjarlægt þá fyrir 20. maí n.k. Aö öörum kosti veröa þeir fjarlægöir á kostnaö eigenda. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Ihaldsmenn unnu í aukakosningum London. 28. apríl. Reuter. BREZKI íhaldsflokkurinn sigr- aði í daK í aukakosninjjunum í Wycomhe og í Epsom og Ewell, eins ok við haíði verið húist. Flokkurinn jók fyltfi sitt um 6.2% og 7.9% í kjördæmunum. sem eru í útjaðri London. og var sú aukning einkum á kostnað Listi sjálf- stæðismanna á Ólafsvík — leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í Morgun- hlaðinu í fyrradag, þegar skýrt var frá lista sjálfstæðismanna í Ólafsvík, að nokkur nöfn fram- bjóðenda féllu niður og er því listinn birtur í heild á ný, en hann skipa> 1. Helgi Kristjánsson, verk- stjóri, 2. Kristófer Þorleifsson, héraðslæknir, 3. Soffía Þorgríms- dóttir, yfirkennari, 4. Snorri Böðv- arsson, rafveitustjóri, 5. Kristján Bjarnason, stýrimaður, 6. Emanúel Ragnarsson, verzlunar- maður, 7. Erla Þórðardóttir, hús- móðir, 8. Ragnar Agústsson, vél- stjóri, 9. Halla Eyjólfsdóttir, húsmóðir, 10. Úlfljótur Jónsson, kennari. Til sýslunefndar eru boðnir fram Bjarni Ólafsson, stöðvar- stjóri og Guðjón Bjarnason, iðn- verkamaður. Frjálslynda flokksins sem nú hlaut aðeins um þriðjung þess atkva'ðamagns sem flokkurinn hlaut í kjördæmunum í þingkosn- ingum 1974. Útkoma Frjálslynda flokksins er af fréttamanni Reuters talin endurspegja almenna óánægju stuðningsmanna flokksins með bandalag hans við Verkamanna- flokkinn á þingi. íhaldsflokkurinn hefur nú 282 þingmenn, Verkámannaflokkurinn 307 og Frjálslyndir 13. Aðrir flokkar eiga færri þingmenn, en alls eru 635 sæti í neðri deild í enska þinginu. Þingsætin í Wycombe og í Epson og Ewell hafa lengi verið „örugg“ sæti íhaldsflokksins. — 10.000 flýðu frá Burma Framhald af bls. 1. Sultani Begum, 24 ára, sagðist hafa misst eiginmann sinn þegar hún flýði þorp sitt í náttmyrkri. „Hermennirnir drápu móðurbróð- ur minn og ráku okkur öll saman frá heimilum okkar," sagði hún grátandi í flóttamannabúðum nærri landamærabænum Taknaf. Fulltrúi á þjóðarþingi Burma tjáði þinginu í fyrra að fjöldi ólöglegra innflytjenda hefði sest að í héruðum í vesturhlutum Burma í nágrenni landamæra landsins og Bangladesh. I kjölfarið var tekið til við að endurnýja ríkisborgaraskilríki Burmamanna svo að hægt yrði að fá sem gleggstar upplýsingar um útlend- inga í landinu. — Byltingar- stjórnin. . . Framhald af bls. 1. er einnig haft að sex orrustuvélar hafi gert hríð að forsetahöllinni sem hafi verið nánast jöfnuð við jörðu. Af öllu má marka að hinn nýi leiðtogi virðist vera Abdúl Khadir hershöfðingi, aðstoðaryfirmaður flughersins. Talsmaður sendiráðs Afganistan í Indlandi hefur mjög eindregið vísað því á bug að Khadir hallist að Sovétríkjunum. Einn sendiráðsstarfsmanna sem þekkir hann mjög vel sagði að hann sé dæmigerður lýðræðis- sinni. Hann hlaut þjálfun sína í herskóla í Sovétríkjunum og hann átti hlut að valdaráninu 1973 þegar Daoud forseti komst til valda. Fljótlega kom upp ágrein- ingur milli þeirra og var hann þá lækkaður í tign og var Daoud umfram.um að reyna að halda áhrifum hans í skefjum. Nú ríkir útgöngubann í Afganistan, og öll samkomu- og fundahöid eru bönnuð að sinni. — Sölur orustu- þotna 3 mál Framhald af bls. 1. unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins, en þær eru samt ekki taldar nægjanlegar til að koma samn- ingaviðræðum ísraels og Egypta- lands í gang á ný. Ekkert var skýrt frá innihaldi tillagna Dayans, en sagt að þær væru ferskar og skýrðu að ein- hverju leyti afstöðu Ísraelsmannaí deilunni fyrir botni Miðjarðar- hafs. Sömu aðilar sögðu Vance hafa beðið Dayan um frekari skýringar á afstöðu Israelsmanna í deilunni, en Dayan þá svarað að það yrði stjórn hans að gera. Dayan gagnrýndi harðlega í dag áætlun Bandaríkjastjórnar um að selja orustuþotur til Saudi Arabíu og Egyptalands, á fundi með fréttamönnum. Dayan er nú kom- inn til New York þar sem hann bíður Menachem Begin forsætis- ráðherra sem halda mun fund með Carter forseta í næstu viku. — Bókin. . . Framhald af bls. 3. að fylgjast með prentun og frágangi bókarinnar. Hefur hann sagt við mig í símtali að frágangur bókarinnar væri góð- ur.“ Bókin um Erró er 80 blaðsíður að stærð, með fjölmörgum myndum t.d. veröa 58 litmyndir í bókinni. Bragi Ásgeirsson listmálari ritar inngang og síðan ritar Matthías Johannes- sen ritstjóri um Erró, lífshlaup hans og list. í kafla Matthíasar eru birtar svart/hvítar myndir eftir Erró, en að kaflanum loknum taka við litmyndirnar. Islenzku setninguna annaðist prentstofa G. Benediktssonar. Brynjólfur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins sagði þegar Morgunblað- ið ræddi við hann, að bókin um Erró væri mjög mikilsverð bók og um leið mikilsvert framtak af hálfu Iceland Review. Eftir að Iceland Review hefði ákveðið að ráðast í útgáfu bókarinnar, hefðu tekizt samningar um að AB fengi einkarétt til útgáfu á íslenzku og yrði bókin eingöngu seld til félaga í bókaklúbbi AB. „Þetta er líká sérstakur at- burður að því leyti, að í stað þess venjulega að íslenzkir útgefendur selji útgáurétt er- lendis, kaupum við rétt til að gefa bók út á íslenzkú," sagði Brynjólfur. — Náttúruvernd- arþing Framhald af bls. 3. svæði hafa verið friðlýst, þ.e. 11 friðlönd, 6 náttúruvætti og 3 fólk- vangar. Eitt svæði var afhent ráðinu að gjöf. Auk þess er getið um 25 friðlýsingarmál, sem eru á dagskrá, auk friðunar á votlendi og á öðrum svæðum, og friðlýsingu á plöntum og dýrastofnum. Bætast nú 7 lönd á listann yfir friðlýstar plöntur og stefnt er að friðun 10 valinna votlendissvæða. Önnur náttúruminjaskráin hefur verið gefin út. I henni eru tiltekin 150 svæði og staðir, þar af 77, sem ekki voru áðir skráðir sem náttúru- minjar. — Nýi sáttmáli Framhald af bls. 12 hverja tóvinnu og kveðnar voru sömu rímurnar og lesnar sömu sögurnar ár eftir ár, já, meira að segja sömu draugarnir voru á kreiki í hverju skúmaskoti mann fram af manni og öld eftir öld. Þá voru taugarnar í lagi og lítið bar á streitu. Danska er einmitt að margra dómi sem skyldugrein í íslenzku skóla- og fræðslukerfi réttnefndur draugur, afturganga, sem kveðá ber niður. Hitt er annað mál, að tungur frændþjóða vorra á Norðurlöndum ætti að kenna sem valgreinar á framhaldsskólastigi. Hins vegar ættu Norðurlanda- þjóðirnar að kosta kapps um að gefa sínum beztu mönnum tæki- færi til að læra íslenzku, tungu feðra sinna, sem forðum var sameiginlegt móðurmál Norður- landaþjóða og oft nefnd í fornum ritum „dönsk tunga“. Ef eitthvað eimdi enn eftir af fornum mann- dómi með íslenzkri þjóð, þá mundi hún finna hvöt hjá sér til að launa frændum sínum á Norðurlöndum drengilega hjálp eftir gosið í Vestmannaeyjum með því að styrkja árlega nokkra efnilega menntamenn frændþjóða vorra til náms í íslenzkri tungu á íslandi og leiða þá þannig að hinni lifandi uppsprettu, sem móðurmál þeirra sjálfra eiga ætt sína að rekja til. Betur gætu íslendingar ekki laun- að eldhjálp frænda sinna. Hins vegar er ólíklegt, að mikill áhugi sé nú hérlendis á því, að ísland verði aftur, nú að vísu aðeins í menningarlegum efnum, ásamt Færeyjum og Grænlandi, „een af de danske Atlanterhavs oer“, svo sem Stórdanir orðuðu það fyrr meir. Jón Gíslason — Lækkun vaxta Framhald af bls. 13 komið á kné? Þegar öllu er á botninn hvolft eru háir vextir bæði orsök og afleiðing verðbólgunnar, eins og hátt verðlag eða kaupgjald almennt. Sá vítahringur verður ekki rofinn nema með samstilltu átaki, þar sem hamlað er gegn verðbólgu með aðhaldsamri stefnu í peningamálum, kaupgjalds- málum, ríkisfjármálum og út- gjöldum einstaklina og fyrirtækja almennt. Vaxtalækkun ein sér væri bæði óréttlát gagnvart spari- fjáreigendum og mundi sennilega gera illt verra, þegar til lengdar lætur. — Að bera Framhald af bls. 18 ingarnar í enn dapurri mynd ef enn sígur lengra í ógæfufenið í þessum efnum. Höfum við efni á því að láta þetta líðast lengur. Hvað segir forysta Seðlabank- ans um það? Stykkishólnd 23. apíl 1978. Árni Ilelgason — Fyrirtækið Framhald af bls. 8 mun láta af störfum um næstu áramót fyrir aldurssakir en hann hefur gegnt forstjórastarfinu í 25 ár. I hans stað hefur verið ráðinn Guðlaugur Björgvinsson viðskipta- fræðingur, sem undanfarin ár hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra MS. (Fréttatilky nning).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.