Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
33
Jöfnunargjald iðnaðarins:
Endurgreiðsla söluskatts
nemur 235 milljónum kr.
JÖFNUNARGJALD af innfluttum iðnaðarvörum
kom til umræðu í neðri deild í gær, en
stjórnarfrumvarp um 3% gjald af þessu tagi var
nýlega lagt fram.
Matthías Á. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, mælti fyrir frum-
varpinu og gerði grein fyrir helztu
efnisþáttum þess, sem eins og
greint hefur verið frá í Mbl. gerir
ráð fyrir að bæta eigi íslenzkum
framleiðendum iðnaðarvara mis-
rétti er þeir hafa mátt sæta í
samkeppni við samsvarandi inn-
fluttar vörur og á rætur sínar að
rekja til mismunandi sölúskatts-
kerfa í helztu viðskiptalöndum
íslands en þar hefur mjög víða
verið tekinn upp svokallaður
virðisaukaskattur. Tekjur af fram-
angreindu jöfnunargjaldi eru
áætlaðar um 1080 milljónir króna
miðað við heils árs tímabil en
tekjurnar á þessu ári tæplega 700
milljónir. kGjaldið rennur í ríkis-
sjóð og á að hluta að verja til
iðnþróunar hér á landi.
Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði að
lengi hefði verið rætt um þennan
uppsafnaða söluskatt, en hann
taldi að allan þann tíma sem um
þetta hefði verið rætt, hefði
athyglin beinzt að því að ríkið
skilaði til baka nokkru af því sem
það hefði fengið með þessum
hætti. Með frumvarpi því sem hér
væri til umræðu væri á hinn
bóginn ekki verið að endurgreiða
söluskattinn heldur leggja á nýjan
skatt, sem kæmi sem viðbót við
söluskattinn. Því væri hér um það
að ræða að samþykkja nýja
skattlagningu sem óðar gengi út í
verðlagið. Lúðvík kvaðst vera
andvígur þessari aðferð — hann
viðurkenndi vandamálið sem til
staðar væri og kvaðst vilja hafa
Heimilað
að veiða
2500 lestir
af humri
í sumar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að í sumar skuli heimilað
að veiða 2500 lestir af humri og er
það 200 lestum minna en á
vertíðinni í fyrra.
í fréttatilkynningu frá sjávar-
útvegsráðuneytinu segir, að
humarvertíð hefjist 27. maí n.k. og
standi ekki lengur en til 15. ágúst.
Ekki verði leyft að veiða meira en
2500 lestir humars á vertíðinni og
verði veiðarnar stöðvaðar fyrir-
varalaust þegar því magni hafi
verið náð.
Þá segir að humarleyfi verði
aðeins veitt bátum, sem eru minni
en 105 brúttórúmlestir. Þó verði
stærri bátum veitt leyfi til veið-
anna séu þeir búnir 400 hestafla
aðalvél eða minni, enda hafi þeir
ekki sótt um leyfi til sídveiða í
hringnót.
Ennfremur segir í fréttatilkynn-
ingunni að umsóknir sem berist
eftir 10. maí n.k. verði ekki teknar
til greina. Auk þessa gilda venju-
legar reglur um lágmarksstærð
humarhala, gerð humarvörpu,
skýrslugjöf um veiðarnar o.fl.
Ráðuneytið mun hafa eftirlit með
því, að allar reglur sem um
humarveiðar gilda, verði haldnar.
verið með í því að leiðrétta
misræmi þetta en hann gæti ekki
stutt það í þeirri mynd sem það
kæmi nú fyrir alþingi. Raunar
sagðist hann telja frumvarp þetta
fyrir margra hluta sakir einstakt,
því að í því segði t.d. á einum stað
að verja ætti tekjum áf gjaldinu að
hluta til iðnþróunar en að öðru
leyti rynni það beint í ríkissjóð og
væri þannig ný tekjuöflunarleið
fyrir hann.
Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði að
þegar hann hefði á sínum tíma
unnið að því sem viðskiptaráð-
herra að Island gerðist aðili að
Fríverzlunarbandalaginu, hefði
hann og ríkisstjórnin gefið fyrir-
heit um að íslenzkur iðnaður fengi
eðlilegan aðlögunartíma og yrði
tryggð jöfn samkeppnisaðstaða, en
einn þáttur þess hefði verið
undirbúningur frumvarps um
virðisaukaskatt. Hefði mikill
undirbúningur verið lagður í það
mál og það komið á góðan rekspöl
er stjórnarskipti urðu en síðan
hefði ekkert þokast í þessum
efnum. Taldi hann að með þessu
móti hefðu verið hafðar verulear
fjárhæðir af íslenzkúm iðnaði,
jafnvel svo milljörðum skipti.
MMnCI
Gylfi nefndi í þessu sambandi að
þessi brigðmæli hefðu m.a. komið
fram í því, að ekkert hefði verið
endurgreitt af uppsöfnuðum sölu-
skatti fyrir árin 1975 og 1976 og
það væri fyrst í þessu frumvarpi
sem vitneskja fengist um að
ráðagerðir væru nú uppi um að
endurgreiða iðnaðinum upp-
safnaðan söluskatt ársins 1977,
sem Gylfi sagðist hafa heimildir
um að næmu alls 235 milljónum
króna.
íslenzkur iðnaður ætti hins
vegar kröfu til mun hærri fjár-
hæðar fyrir liðin ár og þá ekki
aðeins vegna útflutningsiðnaðar-
ins, þótt misréttið hafi veri
hróplegast gagnvart honum .
Gylfi sagði, að nú væri um það
að að ræða að bæta stöðu íslenzks
iðnaðar með því að hækka inn-
fluttar iðnaðarvörur um 3% og
mætti þá gera ráð fyrir því að
íslenzkar vörur hækkuðu í kjölfar-
ið. Kjarni frumvarpsins væri, að
íslenzkum neytendum væri ætlað
að bæta ranglætið gagnvart ís-
lenzkum iðnaði. Auk þess taldi
Gylfi ákvæði frumvarpsins um
ráðstöfun fjármagnsins með ein-
dæmum, engar reglur væru í
frumvarpinu þar að lútandi.
Gylfi vék einnig að verðjöfnun-
argjaldi til stofnlánadeildar land-
búnaðar, sem hann kvað mundu
þýða um 900 milljóna króna
skattlagningu á neytendur og að
viðbættum þeim tæplega 1100
milljónum sem í jöfnunargjaldi
iðnaðarins væri fólgnar, væri
þannig á síðustu dögum þingsins
verið að leggja 2ja milljarða króna
skattheimtu á íslenzka neytendur,
er þeir að sjálfsögðu mundu ekki
sitja þegjandi undir. Verðjöfnun-
argjald landbúnaðar væri rökstutt
með því, að með þessum hætti
væri þar unnt að halda vöktunum
niðri en útkoman fyrir neytendur
yrði hins vegar sem næst hin sama
hvor aðferðin væri farin. Gylfi
kvaðst telja þetta algerlega ranga
leið, því að með þessum hætti væri
verið að ívilna fjárfestingu í
landbúnaði, sem væri þveröfugt
við það er gera þyrfti, þegar fyrir
lægi að fjárfesting í landbúnaði
skilaði engum arði.
Gylfi kvaðst mundu í nefnd
þeirri sem málið yrði nú sent
leggja áhérzlu á að fá upplýsingar
um áhrif þessa gjalds á vísitölu og
nánari upplýsingar um það hvern-
ig stæði til að ráðstafa þessu
fjármagni er fengist með þessu
gjaldi.
Gunnar J. Friðriksson (S)
kvaðst fagna því að frumvarp
þetta væri fram komið, þótt seint
væri. Hann kvaðst geta tekið undir
með fyrri ræðumönnum að hann
saknaði þess að hvergi væru
ákvæði um það hvernig þessu fé
skyldi varið. Varðandi þá fullyrð-
ingu Gylfa, að um skatt væri að
ræða á neytendur, sagði Gunnar,
að þetta gjald mundi aðeins
leggjast á þær vörur sem ættu í
samkeppni við samsvarandi ísl.
vörur, og íslenzkir neytendur ættu
því ætíð þann valkost að kaupa
hina íslenzku vöru. Hann kvað
áhrif þessa gjalds á vísitölu verða
hverfandi og vísaði á bug þeirri
staðhæfingu Gylfa, að þetta gjald
kynni að verða til þess að hækka
einnig hina ísl. vöru. Minnti
Gunnar á að hinar ísl. vörur ættu
í harðri samkeppni innbyrðis og
við innfluttar vörur. Lét Gunnar í
ljós þá von að þetta frumvarp
myndi hljóta afgreiðslu á þessu
þingi.
Einnig tók þátt í þessum um-
ræðum Tómas Árnason (F).
Orlof húsmæðra:
Framlag um hækk-
un fjárframlags
sveitarfélaga
Félagsmálanefnd efri deildar
hefur lagt fram, að beiðni
félagsmálaráðherra, frv. til laga
um orlof húsmæðra. Miðar fr. að
breytingu til hækkunar á fram-
lagi sveitarfélaga til orlofs
húsmæðra. í frv. er gert ráð
fyrir að lágmarksframlag
sveitarfálags verði kr. 100,- á
hvern íbúa sveitarfélags (er nú
kr. 150,- á hverja húsmóður).
Hefur þessi breyting í för með
sér, ef samþykkt verður, tölu-
verða hækkun á framlögum
sVeitarfélaga. Þá felst í frv. það
nýmæli, að hið tilgreinda lág-
markframlags breytist á hverju
ári til samræmis við breytingar
á vísitölu framfærslukostnaðar.
Er þetta ákvæði í samræmi við
óskir forvígiskvenna í orlofs-
málum húsmæðra. í greinargerð
segir að frv. þetta, ef að lögum
verður, muni verða „til mikillar
eflingar orlofsstarfsemi fyrir
húsmæður í landinu, en hún er
mikils metin og hefur átt
vaxandi vinsældum að fagna.
Lögin um orlof húsmæðra og sú
starfsemi, sem innt er af hönd-
um skv. þeim, hafa veitt margri
húsmóðurinni kost á hvíld og
tilbreytingu, sem hún hafði ekki
getað notið ella. En jafnframt
ber að leggja á það áherzlu, að
þessi aðstaða til orlofs standi
fyrst og fremst til boða þeim
konum, sem hafa hennar mest
þörf og við erfiðust. kjör búa.“
BYGGUNG REYKJAVIK
Aðalfundur
félagsins veröur haldinn sunnud. 30. apríl kl. 14 aö Hótel
Esju.
1. Venjuleg aðalfundarstörf. ■ JL
2. Kynntar verða kostnaðaráætlanir fyrir
byggingarhópa 2 og 3. Gestir fundarins
verða borgarfulltrúarnir
Albert Guðmundsson
Björgvin Guömundsson
Markús Örn Antonsson. stjórnin.
1
1
ALLT MEÐ
m
EIMSKIF
næstunni ferma
íslands, $
I
I
Ujil i
m ANTWERPEN:
Lagarfoss
m' Fjailfoss
ni: Lagarfoss
rpl ROTTERDAM:
jMj Lagarfoss
[Jjji Fjallfoss
[S Lagarfoss
p FELIXSTOWE
P Má
I
I
Mánafoss
Dettifoss
Mánafoss
Dettifoss
. HAMBORG:
IJ Mánafoss
[íj) Dettifoss
rp Mánafoss
1
, . i
3. mai rp:
8. maí LLí
16. maí [Ö7
i
2. maí
9. maí
17. maí. tfr
P
. Jí
2. mai
8. maí
15. maí
22. maí
4. maí ffl
11. maí
18. maí
Dettifoss
PORTSMOUTH:
Selfoss 3. maí
1, - -1
aí £jj]
aí [rp|
24. maí [pj
Ujj Selfoss 3. maí ffl
[m Bakkafoss 11. maí [W
ra Goöafoss 17. maí rH
Bakkafoss 2. júní 7—1
W GAUTABORG:
[m Háifoss 2. maí im
r~Lj Laxfoss 8. maí i|T|
jjj Háifoss 16. maí ipj
IJ KAUPMANNAHÖFN:
[u' Háifoss 3. maí irj
fp| Laxfoss 9. maí jfj|
j—li Háifoss 17. maí |r=j
HELSINGBORG: H
[íjt Skeiðsfoss 2. maí iiU
jjp Tungufoss 11. maí (7
l—■ Grundarfoss
Hj Tungufoss
(]j MOSS:
[p- Skeiðsfoss
J Tungufoss
Tungufoss
H KRISTIANSAND
HJ Skeiösfoss
(JT Tungufoss
rpL Grundarfoss
[ÍJ Tungufoss
STAVANGER:
jiT Skeiðsfoss
H Grundarfoss
H GDYNIA:
[i) Múlafoss
Uj irafoss
[tT LISSABON:
[7p Stuölafoss
[7L VALKOM:
r-J írafoss
Uj Múlafoss
[f RIGA:
[m, Hofsjökuil
[f WESTON POINT:
rJ Kljáfoss 10
I
11. maí [fjTi
18. maí jr-1
25. maí jÍJj
. £j
3. mai f|
12. maí JJ
26. maí jrr!
4. maí
i3. maí l]J
Kljáfoss
í ÍQ
ií [r;
20. maí jr
27. maí jp!
íi
5. maí 17
22. maí jfj
. '1
5. mai
19. maí
8. maí
. I
16. mai i'r
30. maí -j-
3. maí
10. maí
23. maí
[—i Reglubundnar feröir alla
l£j mánudaga frá Reykjavik til
H isafjaröar og Akureyrar.
j—J Vörumóttaka í A-skála á tö
(Jj dögum.
1 ^