Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 Tónleikar framundan Kl. 28. aprfl. 20.00 Þjóðlcikhúsið. káta ckkjan. Miðasala hafin. 29. apríl. Kl. 15.00 Hlégarði í Mosíellssveit. Vortðnleikar Tónlistarskóla Mosfcllshrepps, 29. aprfl. KI. 20.00 Þjóðloikhúsið. Kála ckkjan. Miðasata hafin. 1. maí. KL 14.00 Félagsgarði 1 Kjós. Vortónleikar Tónlistarskóla Mosfellshrcpps. 1. maí hl. 17.00 Fólkvangf á Kjalarnesi. Vortónlcikar Tónlistarskóla Mosfcllshrepps. , 2. mai Kl. 20.00 I>jóoleikhúsið. Káta ckkjan. Miðasala befst 27. aprít. 3. maí. KI. 20.30 Tónlistarskóli Kópavogs. Vortónleikar Tónlistarskóla Kðpavogs. 4. Biai'. Kl. 20.00 I.jóoloikhúsið. Káta ekkjan. Miðasala hefst 30. aprfl. 5. mai'. KI. 21.00 Stykkisnðlmi. Sinfi'iníuhljómsveit Islands leikur undir stjðrn Páls P. PáLssonar. Einleikari. Agnes Lövc. Einnig verða sérstakir harnatónleikar cftir hádegi sama dag. Nánar augtýstir sfðar. 6. roaí KL 14.30 Austurhajarhíó. Vi.rtónleíkar Tónlistarskólans i Rcykjavík. 7. ma/. Kl. 17.00 Norrtcna húsið I.okatónleikar Ástmars E. Ólaíssonar frá Tónskóla Sigursveins. Verkefni. Frönok Svfto nr. 5 eítir .I.S. Itarh, Sonata op. 120 eftir F. Schuhcrt. Rhapsodien up. 79 nr. I & 2 cftir i, Brahms, Sechs Klcine Klavierstiiekc op. 19 eftir A. Schönberg og Dettx Bommag- es ettir John A. Spetght. 10. maí. Kl. 19.00 Austurhæjarbíó. Píanótónleikar Önnu Þorgrímsdðttur á vegum Tðnlistarskólans í Reykjavík. 11. maí Kl, 2040 Háskólahíói S'mfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Páte P. Pálssonar. Einlcikari, Innur Svcinbjarnardóttir Vcrkefni, Konsertkantata eftir (.iið mund llafsteinsson, Víólu Konsert eftir liartok. Piní di Koma eftir Kespighi. 12. maí. Kt. 20.3« fþrótlaskerainan Akarejri Sinfðníuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Páfs P. Pálssonar. Eínleikari á láiífiðlu, Unnur Svcinhjarnardóttir. Efnisskrá, Forlcikur að Holiemlingnum íljúgandi eftir Wagnen Lágfíðlu- konsert eftir Hartok, Furur Rómar eftir Kesphigi. 18. maí. KI. 20.30 Iléskólahfói. Tónicikar Sinfðníuhf jómsveitar íslands Stjðrnandi. Karsten Andersen. Einleikari. Effiil Gilels, Verketni, Sinfónía nr 12. eftir Sjostakovitsj Og Píanókonsert eftiir (irieg. 21. maí. Pákumcssa Ifaydns flutt af Kór Siing- skólans og Sinfóníuhljómsveit Reykja víkur. KinsBngur. Ólíif K. Ilarrtardóttir, Guðrún Á. Símonar. Magnús Jónsson og Kristinn Halisson. fiarðar Cortes stjórn ar. Staður og stund augiýst síðar. 27. maf. Kl. 20.30 HáskólahiV i. Sinfóníuhljómsveit íslands og Sðng- svcitin Fílharmónía undir stjórn Martins H. Kriðrikssonar. Einsiingvarar. Sieglindc Kahmann, Kut Magnússon. Ilalldór Vilhelmsson og Sigurður Itjiirnshon. Efnisskrá. Greniskógurinn eftir Sigur svein D. Kristinsson, Tc Deum eftir h.Klaly, Sigurljóð eftir Brahms. Tðnicikar þessir verða endurteknir 29. mai kl. H.30. 29. maí. KL 11.3(1 Háskolabíó. Sinfóníuhljómsvcit ísiands og Siing- svcitin Eílharmónía undir stjórn Martins H. Friðrikssonar. Endurtcknir tónlcikar frá 27. maí. Dr. Hallgrímur Helgason er um marggt sérstæður maður, eins og lífsferill og starf hans ber með sér. Hann talar og hugsar hátt um ýmis fyrirbrigði íslensks tón- listararfs, er fáir, jafnvel engir, hafa afskipti af. Þeir eru sjaldséð- ir hvítu hrafnarnirl Fyrir vikiö er dr. Hallgrímur hvort tveggja í senn innsti koppur í búri og utangarðs. Skoðanir hans eru einatt meitlaðar og fullmótaöar, enda hefur hann sætt gagnrýni fyrir pað gegnum árin. En prátt fyrir mótbyr á stundum hefur hann siglt fleyi sínu samkvæmt bestu vitund, og unnið afrek sem seint verða afmáð. íslenska Þjóð- in á dr. Hallgrími mikið að Þaícka. Og enn grúskar hann af óbilandi atorku: íslands lag BLM: Að hvaða ritsmíðum hefur þú unnið undanfarin ár? „Ég gaf út fyrir nokkrum árum tónlistarsögulega bók, sem mér fannst vanta, og hef notað við kennslustörf hér á íslandi." BLM: Var bók þessi pöntuð af ákveðnum útgefanda? „Já, ég hafði orö á þessu viö Dr. Hallgrímur Helgason Örlyg Hálfdánarson, sem var fús að gefa hana út. Þar koma fram ýmis atriði, sem ekki hefur verið fjallaö um áöur í ritum um íslenska tónlistarmenn og brautryðjendur á því sviði. Að burtteknum Pétri Guðjohnsen, þá hefur mörgum þeirra aldrei veriö gerö fullnægj- andi skil, t.d. Jónasi Helgasyni og Helga Helgasyni. Starf þessara manna, sem hófst í kringum þjóöhátíöina 1874, leiddi okkur inn í nýjan heim, sem var aðallega sóttur til norrænna frændþjóða og Þýskalands í bók minni var ekki pláss fyrir alla svo ég varö aö velja og hafna. Ég iét þann elsta sitja í fyrirrúmi, þ.e. Pétur Guðjohnsen. Bókin heitir íslands lag; pættir sex tónmenntafrömuða. Bókin endar á umfjöllun um Jón Leifs, og svo tók ég til meöferðar nokkra helstu forgangsmenn þar á milli, þá Sigvalda Kaldalóns, sr. Bjarna Þorsteinsson, Árna Thorsteinsson og Björgvin Guðmundsson. íslands lag kom út 1973." Tónfræðibók BLM: En hvað um tónfræöibók þína? „Hún kom út tveimur árum seinna, eða 1975." BLM: Af hverju var hún skrifuð? Fannst þér vanta bók á þessu sviöi enda þótt nokkrar slíkar væru þá þegar á markaðnum? „Ég var nýkominn heim erlendis frá og vantaöi einhverja bók til aö styöjast við í kennslustörfum viö Háskóla íslands og annars staöar; og var reyndar búinn aö vinna aö henni áður. Heimatökin voru hæg." BLM: Að hvaða leyti er bók þín frábrugöin þeim sem fyrir eru? „í henni er vísir að lagmyndunar- fræði, og ég reyni einnig að gera grein fyrir gildi tónbila, eöa hvaða tjáningu tónbil fela í sér. Laglínan er nú ekkert annaö en skipuiögö röð samsettra tónbila. Ég' held við höfum gert fulllítiö af því aö rannsaka tónbilasetningu, ekki síst í þjóðlögum okkar." BLM: Er nokkuð hægt að alhæfa um tjáningargildi tónbila. Fer gildi þeirra ekki eftir samhengi? „Það er viss hefð í þessum efnum, þó vitanlega sé þaö einstaklingsbundið hvernig menn skynja tónbil. Þó hafa tónbilin flest sterk séreinkenni. Tökum til dæm- is rísandi fimmund. Hún getur falið í sér spurningu, tóm og jafnvel auðn, ef hún hljómar sem laglínu- bil. Nú sexundin, sem er útvíkkun á fimmundinni, býr yfir vissri eftirvæntingu og kannski þrá." . BLM: En er hér ekki um að ræða persónulegt mat þitt fremur en viðurkenndar staöreyndir? „Ég held að ég sé ekki einn um þetta. Ég hef borið niöurstööur mínar saman við skoðanir erlendra starfsbræðra minna, en þetta er vafalaust rétt athugaö, því veröur hins vegar ekki neitao, að t.d. rísandi ferund felur í sér ákveöna framsækni og einbeitta framrás, eins og raunar kemur fram í hljómfræðinni, þar sem for- hljómurinn sækir ætíö sterkt aö grunnhljómnum." Schönberg og Mozart BLM: En hefur rísandi ferund sömu áhrif í tónlist Schönbergs og Mozartz? „Ég hef ekki rannsakaö þetta atriöi mikiö. En tökum lag eins og ísland ögrum skoriö eöa þjóösöng frakka, er hefjast á rísandi ferund. Bæði hafa þessi lög yfir sér anda frelsis og karlmennsku og eru jafnvel vígaleg áheyrnar." BLM: Miöast þá túlkun þín á tónbilum viö tónal tónlist (dúr/moll) fremur en atonal tónlist, eöa tónlist nútímatónskálda? „Já, þessar skilgreiningar mínar á tjáningargildi tónbila eru ákaf- lega bundnar viö dúr/moll kerfið, og hljómfræði þess." Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON BLM: En hvað verður þá um tjáningargildi tónbita Schönbergs? „Þá verður viöhorfið allt öðru vísi. Þaö aö láta tónbilin fylgja kerfisbundinni framvindu, frá fyrsta tónbili til þess tólfta, eins og svokölluö tólftóna tónskáld gera, gerir það að verkum að dúr/moll tóntak og skilgreining fellur úr sögunni — og um leið skilgreining- ar mínar á tilfinningalegu innihaldi tónbila. Enda kemur tilfinningalegt innihald þeirra ekki í Ijós fyrir þeim óm-stríðsleik er einkennir nútíma tónlist. En nútíma tónskáld hafa komið með ýmíslegt nýtt, og víkkað tóntakshugmyndina óhemju mikið. í því er alltaf viss ávinningur." Hlutdrægni BLM: En leggur þú blessun þína yfir tónlist Schönbergs almennt? „Ja, þaö er nú þaö. Maöur er «,----- ^= - feísUí tots u vfsindalega menntaöur og tekur þessa hluti hlutlægt, reynir að blanda ekki persónulegum skoðunum eöa huglæpu til- finningamati inní máliö. Eg man, aö einn kennara minna, Paul Hindemith, var gjarn á að vera hlutdrægur í fyrirlestrum sínum, t.d. um tólftónatækni Schönbergs og nýja Vínarskólann. Þetta fannst ýmsum umdeilanleg og óréttmæt vinnubrögö af hálfu háskóla- prófessors. Kennslustofa í háskóla er ekki réttur vettvangur til aö túlka persónulegar skoöanir. Prófessorinn verður að gera grein fyrir hlutlægum staöreyndum fyrst og fremst, og hjálpa nemendum til þess aö öölast aögang aö nýjum hugmyndaheimi — þótt sá heimur sé ekki í samræmi við skoöanir fyrirlesarans." BLM: Er hugsanlegt aö snúa þessari gagnrýni að þér og segja aö þú sért of persónulegur í túlkun tónbila? „Ég veit það ekki. Ég er ekki einn um þessa skoðun. Ég get raunar ekki sagt að þetta sé persónuleg túlkun mín. Þegar maður blaðar í vísindalegum ritum um tónbilaskipan virðist flestum bera saman um aö hún sé ákaflega mikilvægt atriði sem nauðsyn sé aö fjalla ítarlega um, ekki síst í tónlistaruppeldi. Þaö er á þessum forsendum sem ég fjallaöi um tilfinningalegt innihald tónbila í tónfræöibók minni. Doktorsritgeró BLM: Hvað hefur þú verið með annað á prjónunum? „Þaö hatði dregist úr hömlu aö gefa út doktorsritgerð þá er ég varði við háskólann í Ziirich 1954, og heitir á íslensku: íslenskar tónmenntin kvæðalög, forsaga peirra, bygging og flutningshátt- ur. Háskólinn í Graz hefur tekiö aö sér þýsku útfáguna, en íslenska þýðingin (og tóndæmin sem eru yfir eitt hundrað) verður prentuö í Vínarborg." Blm: Hefur þú tryggt þér nægan fjölda kaupenda? „Ég hef leitaö til ýmissa áhuga- manna hér á landi, en auðvitaö eru þeir ekki margir þar sem ritið er mjög sérfræðilegt. En þetta viröist hafa tekist. íslensk tónmenntaritun er ákvaflega fáskrúðug og í riti mínu legg ég vissan grunn að hugtakanotkun (termínólógíu) sem gæti oröið undirstaöan í framtíðar- rannsóknum á þessu sviöi." Tónlistarbókaskrá BLM: Þú ert að sögn að vinna að ritskrá? „Já, þetta verður eins konar tónlistarritskrá, eöa músik-biblíó- grafía. Ég hef í frístundum mínum tekiö saman í spjaldskrá talsvert mikiö af heitum, t.d. alla prentaöa íslenska tónlist, öll sönglög og aðrar tónsmíðar, sem að vísu eru ekki margar þar sem lítiö hefur verið gefið út á íslandi af slíku. En ég hef líka tekiö með lög sem hafa verið prentuð í tímaritum víös vegar." BLM: Eru handrit talin með í spjaldskránni? „í svona skrá eiga handrit ekki heima. Þetta á bara við um útgefin verk, þ.e. prentuö eða fjölrituð. En í skránni er einnig aö finna ýmislegt sem hefur verið skrifaö um íslenskar tónmenntir á erlend- um vettvangi. Eins verður getið allra ritgeröa um tónlist á íslenskri tungu, Meira aö segja skáldverk, sem snerta tónmenntir, t.d. kvæð- ið Langspilið eftir Einar Bene- diktsson, og Stefjahreimur, eiga heima í skrá sem þessari. Eins ef komiö er inn á íslenska tónlistar- iökun í skáldsögum, þá er gerö grein fyrir slíku. Mér dettur í hug smásaga eftir Einar H. Kvaran, sem birtist í Þjóöólfi í lok síöustu aldar, og heitir Orgelið." BLM: Hvað eru spjaldskráratriö- in orðin mörg? „Ég gæti trúaö aö þau fari aö nálgast tvö þúsund." BLM: Hve mikiö af þessu eru rituð orö, og hve mikið tónlist? „Þegar allt er taliö, þá er meira um ritgerðir og önnur skrif en nótur eða tónverk." BLM: Snúum okkur aftur að handritum. Þú segir að þau eigi ekki heima í skrá sem þessari, og bendir jafnframt á, aö prentaöar nótur séu í miklum minnihluta í spjaldskránni. Heldur þú aö skrá yfir hin fjölmörgu óprentuöu hljóm- sveitarverk okkar væri ekki mikil- væg og gæfi miklu mun skýrari mund af tónlistarlífi þjóöarinnar en þau fáu tónverk sem hafa verið prentuð? „Jú, vitanlega gæti komiö til greina að hafa í svona riti eins konar viðbæti þar sem væri skrá yfir helstu handrit. Það myndi gera handbókina miklu verömætari. Hins vegar hef ég nú þegar gert nokkrar unantekningar, þar sem um er að ræöa forn íslensk handrit." '^P"' HtU-M '. c -(.^-i tfELClSTICF r~<iA s::-.-^' r— '§$. tiiHfíftsWi. 8"! ' ¦ i ¦ i i í '•¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.