Morgunblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.04.1978, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978 Minning — Sigur- björg Magnús- dóttir - Borgarnesi Fædd fi. desember 1896. Dáin 20. apríl 1978 A sumardatjinn fyrsta barst mér andrátsfregn föðursystur minnar, SifíurbjarKar Mafínúsdóttur. Ekki kom andlát hennar á óvart, því síðustu mánuði fór heilsu hennar síhnijjnandi ojí síðustu dagana, sem hún lá á sjúkrahúsinu á Akranesi, var ljóst að hverju dró. Sifjurbjört; fæddist 6. desember 1896 i Tíðarfíerði á Vatnsleysu- strönd. Voru foreldrar hennar hjónin Herdís Jónsdóttir, Þorkeis- sonar frá Fiekkuvík og Magnúsar Maftnússonar, Halljírímssonar, prests í Görðum á Akranesi. Var Sif;urbjör>; ynfjst sex barna þeirra hjóna. Tvö syskini létust nýfædd (tvíburar) áður en SifjurbjOrf; fæddist, en tvær systur missti hún, er hún var barn að aldri, Guðrúnu, sem dó 1901, 19 ára of; Soffíu, sem lézt 1904, 24 ára. Föður sinn missti hún 1910, 13 ára f;ömul. Við andlát þeirra þrigfya var þunf;ur harmur kveðinn að heimil- inu í Tíðarj;erði en Herdís, amma mín, var afar vel gerð Of; tók öilu með stakri ró ok jafnaðarf;eði. Hélt hún heimili með börnum sínum, Erlendi (f. 1910) of; Sif;ur- björj;u þar til Elrlendur giftist ok fór að búa 1915. A unj;linf;sárun- um fór hún á sumrum í kaupa- vinnu upp í Borf;arfjörð og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Stefáni Olafssyni, skó- smíðameistara í Borf;arnesi. Þau voru bæði í kaupavinnu á Svarf- hóli í Stafholtstun);um. Foreldrar Stefáns voru Sif;ríður Ólafsdóttir, ættuð af Álftanesi og Ólafur Stefánsson ættaður úr Borgarfirði, en ekki þekkti ég ætt hans. Þau bjuggu á Bjargarsteini í Stafholtstungum og víðar en síðast á Akranesi. Stefán settist að í Borgarnesi 1914 og hóf þar skóviðgerðir og skósmíði eftir að hafa lokið námi í þeirri iðn. Hann rak einnig um skeið skóverzlun. Sigurbjörg og Stefán giftust 19. marz 1921 og reistu sér hús í Borgarnesi, sem þau bjuggu í fram til ársins 1976, að þau fóru á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi, þegar Sigurbjörg gat ekki lengur annazt um heimiii sitt. Stefán hefur til þessa unnið við iðn sína stund úr degi á vinnustofu sinni í gamla húsinu þeirra. Fyrir mörgum árum hófust þau handa um trjárækt í garðinum bak við húsið, sem hallar mót vestri og eru þar nú stór og falleg tré. Foreldrar Stefáns áttu heimili hjá þeim síðustu æviár sín. Stefán er mörgum að góðu kunnur fyrir störf sín, ekki sízt langferðabíl- stjórum fyrri ára, sem oft þurftu að fá gert við hjólbarða með hraði. Sigurbjörg og Stefán eignuðust tvö börn, Sigríði og Magnús. Sigríður er gift Guðmundi Sverris- syni, Gíslasonar í Hvammi í Norðurárdal. Þau bjuggu í Hvammi í 35 ár, þar sem Guð- mundur tók við búi eftir foreldra sína, en flutti til Borgarness haustið 1976 og var Sigurbjörgu það óblandið ánægjuefni að hafa þau í nágrenni við sig síðustu misserin sem hún lifði og heilsa hennar þvarr. Sigríður og Guðmundur eiga 4 börn: Þau eru Sigurlaug, kennari á Akranesi gift Indriða Valdi- marssyni prentara; Sigríður, sem vinnur á rjúkrahúsinu á Akranesi, gift Sigurði Þórðarsvni bifreiða- stjóra; Sverrir tók við búi í Hvammi eftir að foreldrar hans fluttust til Borgarness, en hann hafði áður stundaö tónlistarnám í Þýzkalandi í nokkur ár. Sverrir er giftur Sigþrúði Þórðardóttur frá Hraöavatni. Yngstur er Guðmund- ur Stefán, sem dvelur hjá foreldr- um sínum. Magnús, sonur Sigurbjargar og Stefáns, nam fyrst við háskóla í Þýzkalandi í 2—3 ár en las síðan sagnfræði við háskólann í Ósló. Hann er giftur norskri konu, Gunnhild Sogne, sem stundaði nám við sama háskóla og eiga þau 3 börn; Sigurð Ólaf, 16 ára menntaskólanema; Ingunni Maríu, 14 ára og Erlend Stefán, 11 ára. Magnús kenndi fyrst við háskól- ann í Ósló en hefur verið lektor við háskólann í Bergen síðan 1956 og þar býr fjölskyldan. Magnús hefur oft komið heim með fjölskyldu sína, til mikilla gleði foreldrum sínum, en þau fóru einnig í heimsókn til þeirra í Noregi. Eftir að Sigurbjörg og Stefán voru orðin ein í húsinu sínu, dvöldu nokkra vetur hjá þeim ungar stúlkur, er sóttu framhalds- skóla í Borgarnesi. Eg held að foreldrum þessara stúlkna hafi þótt þeim vel borgið á þessu heimili, þar sem reglusemi og sk.vldurækni sátu í öndvegi, og Sigurbjörg fróð og fróðleiksfús, hafði áhuga á og ánægju af, að fylgjast með námi og framförum þeirra. Sigurbjörg undi vel hag sínum í Borgarnesi. Hún kunni vel að meta hina rómuðu fegurð Borgarfjarðar og njóta hennar, en oft dvaldi hugurinn suður með sjó og þaðan var spurt frétta. Einstakur var vilji Sigurbjargar að skrifa sendibréf og mörg voru bréfin er hún skrifaði okkur krökkunum, sem reyndum síðan að svara hverju bréfi og lærðum t Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vináttu vegna andláts og jarðarfarar SIGURJÓNS JÓNSSONAR skipstjóra frá Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. María Kristjánsdóttir, Guðfinnur Sigurjónsson, Helga Bachmann, Kristján Sigurjónsson, Margrét Olafsdottir, Jón Ármann Sigurjónsson, Sigríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Tengdafaöir minn og afi okkar. ÁRNI SIGFÚSSON, lézt hinn 17. apríl s.l. aö Hrafnistu. Jaröarförin hefur fariö fram. Sóley Sveinsdóttir, Árni Rafnsson, Oddný Rafnsdóttir. Norræna hússins mikið á því. Þau skrifuðu bæði fágætlega fagra rithönd, Sigur- björg og Stefán, og eru jólakortin þeirra hreinustu listaverk, bæði vegna fagurrar rithandar og ósk- anna þeirra, sem komu beint frá hjartanu. Þá má heldur ekki gleyma jólagjöfunum hennár, er við vorum lítil og afmælisdagana okkar allra mundi hún upp á hár. Já, margs er að minnast og margt er að þakka. Eftir að síminn kom, hringdi Sigurbjörg oft og ætíð 1. desem- ber, á nýarsdag og sumardaginn fyrsta, en sá dagur var henni ávallt kær og sumarkoman fagnaðarefni. Það er því táknrænt, að einmitt þann dag skyldi hún kveðja jarðlífið og heilsa hinu eilífu sumri fyrir handan. Eg bið Guð að styrkja og styðja Stefán á dögum sorgarinnar og blessa honum ógengin spor. Blessuð sé minning kærrar frænku minnar. „Far þú í fríi, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt.“ Ingibjiirg Erlendsdóttir. DAGANA 29. apríl til 7. maí verður ljósmyndasýning í anddyri Norræna hússins um Christaníu- hverfið í Kaupmannahöfn. Það er Þróunarstofnun Álaborgarhá- skóla, sem hefur undirbúið þessa sýningu. Hún var fyrst sett upp sem hluti af sýningunni Alternativ Arkitektur í Louisiana-safninu á Sjálandi í fyrrasumar og vakti mikla athygli. Fyrirspurnir og beiðnir um sýninguna bárust frá stofnunum víða um heim og varð það til þess að sýningin var gerð að farandsýningu, sem ráðgert er að setja upp víða, að því er segir í frétt frá Norræna húsinu. Anne Maríe Rubin prófessor í arkitektúr við Álaborgarháskóla setur upp sýninguna hér og kynnir hana. Samtímis hyggst Alaborgarhá- skóli kynna starfsemi sína og menntunarmöguleika í hinum ýmsu deildum. Rektor Álaborgar- háskóla, Sven Casperse og J. Kier Nielsen deildarforseti koma til landsins um næstu helgi og heimsækja meðal annars Tækni- skóla íslands og Háskóla íslands í því skyni, og dveljast þeir hér á landi frá 29. apríl til 6. maí n.k. GUNNAR EINARS- SON— KVEÐJA Fæddur 18. júní 1960 I)áinn 23. apríl 1978. Með fáum línum vil ég kveðja elskulegan vin. Ég þakka honum fyrir samfylgdina í þessu lífi. Þó hún hafi verið stutt markaði hún sinn þátt. Einnig vil ég þakka honum fyrir þann dýrmæta tíma, sem hann eyddi í leik og glens með mér og Jóhönnu frænku hans. Þessar stundir munum við geyma í hjarta okkar sem minningar um hann. Síðan vil ég biðja góðar vættir að blessa minningu hans. Ég votta eftirlifandi unnustu hans, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð og bið góðan guð að hjálpa þeim að komast yfir þann mikla missi. Anna Þormóðsdóttir. Þeir sem >?uðirnir elska deyja ungir Hvílík harmafregn, hvílíkt reiðarslag, er fréttin barst. Á fögrum vordegi endaði hann sitt æviskeið á leiðinni heim með unnustu sinni. Þá greip Drottinn í taumana. Gunnar Einarsson var fæddur 18. júní 1960, sonur hjónanna Einars Gunnarssonar, húsgagna- smiðs, og Sigríðar Guðbrandsdótt- ur. Var hann næst yngstur af fimm systkinum. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna, fyrst að Smáratúni 32 og síðar að Háaleiti 38 í Keflavík. Var ætíð ríkjandi mikill kær- leikur og góð vinátta á heimilinu, milli systkinanna, maka þeirra og foreldra. Var þar oft glatt á hjalla og málin rædd. Gunnar var ætíð blíður í lund og stutt í brosin, hann átti auðvelt með að umgangast aðra og var sannur vinur vina sinna. Besti vinurinn var þó án efa Valdís unnusta hans sém stóð ætíð við hlið hans frá þeirra fyrstu kynnum. Á milli þeirra var órjúfandi samband vináttu og ástar. Manni finnst svo óréttlátt að svo ungur piltur í blóma lífsins skuli Ein af myndunum sem er á sýningunni í anddyri Norræna hússins. hrifinn á brott svo skyndilega. Framtíðin björt framundan, gleði yfir nýstofnuðu heimili og hann langt kominn með námið við trésmíðina, þá iðn sem hann frá fyrstu árum var svo ákveðinn í að læra og undir handleiðslu föður hans tók svo skjótum framförum við. Hver er tilgangurinn? spyrj- um við hin, sem eftir stöndum, agndofa. Það grúfir nú þung sorg yfir heimilum foreldra hans, unnustu, systkina og annarra ættingja. En minningin lifir, björt og fögur um góðan dreng, sem eigi mátti vamm sitt vita. Ég bið góöan Guð sem öllu ræður að styrkja þau í þessari þungu raun. Við fjölskyldan á Sunnubrautinni, amma og afi, þökkum Gunnari innilega sam fylgdina og vottum okkar dýpstu samúð. Far þú í (riði, friöur KUÖs þiu hlessi. Ilaföu þökk fyrir allt og allt Gckkst þú með guði. Guð þér nú fylgi. Ilans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. Frænka. Landsliðs- æfingar að hefjast í skák INNAN skamms er áformað að landsliðsæfingar hefjist í skák vegna væntanlegrar þátttöku Islands í Olympíuskákmótinu í Argentínu í haust. Stefnt er að því að Island tefli fram sinni sterkustu sveit og munu okkar beztu menn taka þátt í æfing- unura, þeirra á meðal stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, alþjóðlegu meistararnir Ingi R. Jóhannsson og Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Haukur Angantýsson, Jón L. Árnason og Ingvar Ásmúndsson. Handvinnu- sýning í Flataskóla FLATASKÓLI í Garðabæ er nú að ljúka sínu 20. starfsári. í tilefni af því verður afmælissýning á handa- vinnu, teikningum og vinnubókum og alls konar verkefnum nemenda opin klukkan 14—-19 í dag, laugar- dag, og á morgun. Ennfremur verða sýndar Ijósmyndir af nem- endum og myndir úr félagsstarfi síðustu 20 árin. Kvenfélag Garðá- bæjar selur kaffi báða dagana á meðan á sýningu stendur til ágóða fyrir dagheimiíin í bænum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Ljósmyndasýning um Christaníu í anddyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.