Morgunblaðið - 29.04.1978, Síða 44

Morgunblaðið - 29.04.1978, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978 GRANI göslari Ilann spyr hvort rkki sé hæxt að taka ljósrit af skýrslu, sem hann naf í sær út af sams konar árekstri? Aðrir hundar koma með inni- skóna húsbóndans! Já. ég veit að klukkan er orðin fjiÍKur, en hvorki þú né íbúðin tilheyra mér h nnur! Staðgreiðsl- an væri bezt Nú fara fram nokkrar umræður um skattamálin, sem lesendum er kunnugt og er því ekki úr vegi að birta hér nokkur orð frá skatt- borgara um þau mál. „Skattamálin eru stórmál hjá okkur og það er vissulega nauðsyn- legt að fara sem varlegast í allri breytingu og öllum skipulagsatr- iðum í sambandi við þau mál. Hér eru í húfi fleiri hundruð milljónir eða jafnvel milljarðar að því er manni skilst og því hlýtur það að verða kappsmál að gera skattalög- in þannig úr garði að sem flestir geri sig ánægða með þau. Ekki hefi ég velt mjög mikið fyrir mér einstökum atriðum þess frumvarps eða þeirra frumvarpa er nú liggja fyrir þingi, þannig að ekki er ég reiðubúinn að tjá mig um þau, en eitt vildi ég leggja áherzlu á. Það er varðandi stað- greiðslu skatta, sem ég tel vera farsælustu lausn okkar mála Þannig álít ég að bezt væri tryggt að menn greiddu skatta af þeim peningum sem þeir væru að fá í laun í það og það skiptið, en ekki að borga inn á skattana og í raun borga ári eftir skatta af launum fyrra árs. Ég held að staðgreiðslan létti mönnum það að taka á sig tekjulegar sveiflur! þá er þess vegna hægt að vinna mikið eitt árið og lítið hið næsta, t.d. eins og títt er um hjá sjómönnum. Á sama hátt er það með gamla fólkið, það liggur við að því sé gert ókleift að hætta að vinna, því það verður að hafa tekjur til að borga skattana frá því ári sem það var við vinnu. Þó má segja að hljóti að vera hægt að hliðra því eitthvað til ef sérstaklega stendur á en svona er ráð fyrir þessu gert í lögunum og BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ásamt fjögurhundruð heima- mönnum tóku eitt hundrað spilar- ar frá tólf löndum þátt í Philip Morris Evrópukeppninni, sem haldin var í febrúar í Israel. Mikil spilahátíð það, en spilið í dag er einmitt t>aðan. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. ÁD107 II. 5 T. D964 L. KG83 Ve.stur S. KG8532 H. 4 T. G52 L. D54 Vcstur NnrAtir 2 S dohl pass p;is> Austur S. 94 H. KG92 T. ÁK73 L. Á72 Austur Sudur 2 (i I II dnhl allir pass Eftir þessa óvenjulegu sagnröð spilaði vestur út spaða. Drottning- in fékk slaginn. Tígull var látinn af hendinni í spaðaás og síðan svínaði sagnhafi hjartatíu. Og þegar það tókst ákvað sagnhafi að reyna trompbragð. P’rá hendinni spilaði hann lauf- sexi. Þegar vestur lét lágt lét hann áttuna frá borðinu og austur tók á ásinn. Næsta slag fékk austur á tígulás og reyndi kónginn en suður trompaði. Og laufið gaf síðan tvær innkomur til að trompa tvo tígla til viðbótar á hendinni. Með þrjú spil á hendi; ás, drottningu og áttu í hjarta, spilaði suður áttunni og varð nía austurs þá þriðji slagur varnarinnar. En tvo síðustu slagina fékk sagnhafi á hjartaháspilin tvö. Snyrtilega unnið spil. En báðir varnarspilararnir gátu gert betur þrátt fyrir óheppilegt útspil. Vestur með því að láta drottninguna þegar suður spilaði laufasexinu og hefði austur ekki reynt að fá tvo slagi á tígul. I stað þess að reyna tígulkónginn þurfti að spila laufi upp í gaffalinn í borðinu. MAÐURINN Á BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 31 Þess vegna kom ég til að tala við yður. Monique sat enn hreyfingar laus en hann fann hve mjög henni létti. Það bar ekki á því að Maigret hefði tekið eftir henni og hún reyndi að láta fara eins lítið fyrir sér og mögulegt var. — Ég geri ráð fyrir að þér og systur yðar þekkið flesta sem koma til útfararinnar, það geri ée aftur á móti ekki. — Eg skil hvað þér eigið við! sagði mágurinn Magnin og sneri sér drýldinn að hinum cins og hann vildi segja: „Sjáið þið nú bara.“ —. Það sem mig langar til er bara að þér gefið mér merki ef einhver birtist sem þér furðið yður á að sjá. — Ilaldið þér að morðinginn komi? — Nei, ég á ekki von á því. En ég vil ekki að ncitt fari framhjá okkur og við megum ekki gleyma að stór hluti af lííi eiginmanns yðar siðustu þrjú árin er okkur lcyndardómur... — Eruð þér með kvenmann í huga? Svipur hennar var hörkuiegri og sama máli gegndi um systur hennar báð- ar. — Ég er ekki að hugsa um neitt sérstakt. Ég er að þreifa fyrir mér. Ef þér gefið mér merki á morgun mun ég skilja það. — Scm sagt einhver sem við þekkjum ekki? Hann kinkaði kolli. bað aftur afsökunar á að hafa truflað. Mágurinn Magnin fylgdi hon- um fram. — Hafið þér komizt á snoðir um eitthvað? spurði hann t trúnaðartóni eins og þeir væru sérstakir virktavinir. — Nei. — Alls ekki neitt? — Nci. Sadir. Ekki hafði þessi hcimsókn orðið til að létta af honum þeim drunga sem yfir honum hvíldi. í bílnum á leiðinni til Parísar reyndi hann að sætta sig við að ekkcrt hefði enn miðað. Ilann vissi að hann hafði oft verið á þessu sama stigi áður en engu að síður hakaði það honum jafn mikinn leiða í hvert skipti. í tuttugu og fimm ár hafði Louis Thouret morgun hvern farið með sömu lcstinni og sömu ferðafélögunum og með nestið sitt undir hendinni og á kvöidin hafði hann komið heim, alltaf á nákvæmlega sama tíma — heim í „hús systranna þriggja“ eins og Maigret kall- aði það enda þótt þær Ccline og Hortense byggju auðvitað ekki i sama húsinu. — Ætlið þér á skrifstofuna, húsbóndi? — Nei, heim. Um kviildið fór hann í bíó með konu sinni. Eins og venju- lega fóru þau um Boulevard Bonne Nouvelle og tvívegis gekk hann framhjá undirgang- inum á Boulevard Saint Martin og lciddi konu sína. — F>tu í slæmu skapi? — Nei. — Þú hefur ekki mælt orð af vijrum allt kvöldið. — Nú, ekki hafði ég tekið eftir því. Um nóttina fór að rigna og hvessa og um hálfsjö-leytið heyrði hann í gegnum svefninn hvernig vatnið rann niður þakið og safnaðist í rennUrnar. Fólkið sem var á fcrli herti takið um regnhlífarnar sinar. — Svei mér viðfelldið veður á allraheilagrames.su, sagði konan hans. í hugskoti hans var allra- heilagramessa grár, hvass og kaldur dagur, en þurr. Hann vissi ekki hvers vcgna. — Verður mikið að gera í dag? — Ég veit það ekki almcnni- lega enn. — Þú ættir að fara í skóhlíf- ar. Hann gerði það. Og áður en hann náði í bíl var hann orðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.