Morgunblaðið - 29.04.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
47
Asgeir endurnyjar
samning við Stand-
ard til þriggja ára
KNATTSPYRNUMAÐURINN Asgeir Sigur-
vinsson undirritaði á fimmtudaginn nýjan
samning við belgíska félagið Standard Liege til
næstu þriggja ára, en Ásgeir hefur leikið með
félaginu undanfarin 5 ár. Þegar samningurinn
tekur gildi verður Ásgeir hæstlaunaði knatt-
spyrnumaðurinn hjá Standard og einn hæst-
launaði knattspyrnumaður í Belgíu.
Eins og áður hefur komið
fram í Mbl. hafði Asgeir gengið
frá samningnum við belgíska
stórliðið Anderlecht og félagið
hafði gert tilboð í Asgeir að
upphæð 18 milljónir franka eða
144 milljónir íslenzkra króna.
Þessu tilboði hafnaði Standard
og setti á móti upp 25 milljónir
franka fyrir Asgeir eða jafn-
virði 200 milljóna króna. Ander-
lecht var tilbúið að hækka boðið
ef Standard vildi lækka sölu-
verðið á móti en Standard var
ófáanlegt til þess og féllu því
samningaumleitanir niður.
Síðan gerðist það að Petit,
framkvæmdastjóri Standard,
bauð Ásgeiri nýjan mjög hag-
stæðan samning. „Þessi samn-
ingur var ákaflega hagstæður
fyrir mig og kjörin betri en
Anderlecht bauð,“ sagði Ásgeir
í samtali við Mbl. í gær. „Því sló
ég til og skrifaði undir þriggja
ára samning. Það hafði líka sitt
að segja að ég var orðinn mjög
leiöur og þreyttur vegna óviss-
unnar, sem verið hefur yfir
þessum málum að undanförnu
og. ég vildi fá þetta alveg á
hreint. Það hafa félög verið að
tala við mig alveg síðan í janúar
og alltaf einhverjir að hringja
með ný og ný. tilboð. Pram-
kvæmdastjóri Standard hefur
anzað þessu litlu og haldið mér
í svo háu verði að engin von var
fyrir mig að fá samning við
annað félag nema hann lækkaði
sig. Það hefði kannski gerst
einhverntíma seinna í sumar
eftir að ég væri kominn á
sölulista, en ég hef engan áhuga
á því að bíða lengur í óvissu,"
sagði Ásgeir.
Ásgeir sagði að mikill áhugi
væri hjá forráðamönnum
Standard að styrkja lið félags-
ins með kaupum á nýjum
mönnum. I gær keypti Standard
t.d. belgíska landsliðsmanninn
Willy Wellens frá Molenbeek og
líklegt er að tveir nýir menn
bætist í hópinn á næstunni,
annar frá Uruguay og hinn
Þjóðverji, frá liðinu Bayern
Múnchen.
Ásgeir kemur heim til íslands
í frí í næstu viku en hann heldur
síðan aftur til Belgíu til æfinga
upp úr miðjum júní. Hann
kvaðsL hafa mikinn áhuga á því
að leika með íslenzka landslið-
inu í sumar og sérstakan áhuga
hefði hann á því að leika
landsleikina gegn Dönum og
Pólverjum hér heima.
Þess skal getið að lokum, að
Standard Liege skýrir ekki
ópinberlega frá þeim kjörum,
sem leikmenn félagsins njóta
hjá því og Ásgeir hefur fylgt
Ásgeir Sigurvinsson
sömu reglu. Það liggur þó fyrir,
að með nýja samningnum er
Ásgeir hæstlaunaði leikmaður
féiagsins og í hópi hæstlaunuðu
leikmanna í belgísku knatt-
spvrnunni.
- SS.
Er nú kominn í hóp hæstlaunuöu knattspyrnumanna Belgíu
gegnHK
ÞAÐ verða KR-ingar eftir allt I
saman, sem Þurfa að leika tvo
aukaleiki við HK um lausa sætiö í
1. deild karla. Fyrr í vikunní hafði
KR sigrað Fram örugglega 24:18 og
var fastlega búist við Því að
Framarar Þyrftu að leika gegn HK.
En í gærkvöldi gerðu Framarar sér
lítíö fyrir og unnu KR-inga 20:13 og
Þar með höfðu Þeir samanlagða
markatölu 38:37. Fram heldur Því
sæti sínu í 1. deild en KR-ingar leika
tvo leiki við HK og fer sá fyrri fram
í Laugardalshöllinni á sunnudags-
kvöld klukkan 21.
KR-ingar þurfa engum að kenna
um nema sjálfum sér að svona fór í
gærkvöldi. Það var greinilegt þegar
leikurinn hófst að þeir litu aðeins á
leikinn sem formsatriði. En fyrir það
hefndist þeim grimmilega, því að
Framararnir komu mjög ákveðnir til
leiks og réðu KR-ingarnir ekkert við
þá. Það voru fyrst og fremst þrír
menn, sem skópu sigur Fram í!
gærkvöldi, Gústaf Björnsson, Atli
Hilmarsson og Guðjón Erlendsson
markvörður. Hann varði allan tímann I
mjög vel. Gústaf var mjög góður
leikinn út í gegn og á lokamínútunum |
skoraöi Atli mörkin, sem gerðu út um
leikinn.
KR-ingarnir voru slakir að þessu
Framhald á bls. 26
.1 r f # ijpm
1 iiiiSl ¥1 ijSHH
í s rmmr HT ,
íslandsmeistarar Fram í 1. deild kvenna ásamt Þjálfara sínum Guðjóni Jónssyni og Ólafi Jónssyni
stjórnarmanni.
FRAM ÍSLANDSMEISTARI
FRAM varó Islandsmeistari í 1.
deild kvenna í ár. Seinni aukaleik
FH og Fram sem fram fór í
gærkveldi í Laugardalshöll lauk
meö jafntefli 9—9. Fram sigraði í
fyrri leiknum 11—9 Þannig að
jafntefli kom íslandstitlinum í
höfn.
Leikur liðanna í gær var bráð-
skemmtilegur á að horfa, og mikil
barátta var í honum allan tímann.
Það var ekki fyrr en 20 sek. voru
til leiksloka að Jóhanna braust
laglega í gegn um vörn FH og
jafnaði leikinn. FH-stúlkurnar
mættu mjög ákveðnar til leiks og
beittu því herbragði að elta Guöríði
og Oddnýju, og í fyrstu virtist þetta
ætla að heppnast vel, því sókn
Fram var fálmkennd og lítil ógnun
var í leik liösins, FH náði öruggri
forystu og þegar 4 mínútur voru til
loka fyrri hálfleiks var staðan 6—2
FH í hag, en á síðustu mínútum
hálfleiksins bættu Jóhanna og
Sigrún tveim mörkum við fyrir
Fram og staöan í leikhléi var 6—4.
I síðari hálfleik náðu Framstúlk-.
urnar svo mun betri tökum á
leiknum, jafnframt því sem FH-ing-
unum mistókst hver sóknartilraun-
in af annarri með slæmum send-
ingum eða óyfirveguðum
markskotum.
FH hélt samt forystu fram á
lokamínútu leiksins en eins og fyrr
segir tókst Fram að jafna. Fram-
stúlkurnar eru vel að sigrinum
komnar og er þetta þriðja árið í röö
Framhald á bls. 26
Aratunga
Haukar
Skemmta all svaöalega þetta
kvöld.
Sætaferðirnar eru frá B.S.Í., Laugarvatni,
Selfossi, Þorlákshöfn.
Muniö eftir brosi á vör,
því þá verður fjör.
Stebbi B.
FH sigraði Þrótt
Lokakeppni í 2.fl. karla í hand-
knattleik hófst í gær og léku þá
Þróttur og FH. Sigraði PH með 13
mörkum gegn 11.
Bæði liðin eiga eftir að leika við
Þór frá Akureyri.
Fimleikasamband Islands
Firmakeppni F.S.Í. veröur í Laugardalshöll
sunnudaginn 30. apríl kl. 15.
Forgjafakeppni besta fimleikafólk landsins keppir.
Spennandi keppni.