Morgunblaðið - 20.05.1978, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjórí
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúí
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvín Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aóaistræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
i iausasölu 100 kr. eintakiö.
Á Karl Marx að
verða næsti borgar-
stjóri Reykjavíkur?
Einn helzti talsmaöur kommúnista í borgarstjórn lýsti yfir
því í sjónvarpsumræöum ekki alls fyrir löngu, aö þeir
sósíalistar ætluöu aö leyfa einhverjum einkafyrirtækjum aö
halda áfram starfsemi sinni í Reykjavík, ef þeir næöu völdum
ásamt Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum. Þegar
borgarfulltrúinn var nánar spurður um þetta, sagöi hann, að
„viö hliö félagslegs reksturs yröi einnig rúm fyrir einkafyrir-
tæki“, en þá spuröi Morgunblaðiö af því tilefni, hvort
Alþýðubandalagið væri meö þessari yfirlýsingu falliö frá þeim
grundvallarsjónarmiöum í kenningu Marx aö þjóönýta
atvinnurekstur. Borgarfulltrúinn „kvaöst ekki vera svo kunnug
kenningum Marx, aö hún gæti fullyrt, hvort hann tæki fyrir
aö nokkur einkaatvinnurekstur gæti þrifizt í sósíalistísku
kerfi...“! Nú sitja þeir Alþýðubandalagsmenn áreiöanlega
kófsveittir yfir því aö leita í fræöum Marx frá miöri síðustu
öld fyrirmæla um þaö, hvernig atvinnuuppbygging Reykjavíkur
eigi aö vera háttaö á næstu árum eöa hvort Marx leyfir
einkafyrirtæki í borginni eöur ei. Vonandi þurfa borgarbúar
aldrei aö upplifa þaö, hver niðurstaöa „þeirra sósíalista“
veröur, en þeir mundu áreiöanlega finna fyrir kenningum hins
gráskeggjaða 19. aldar manns, ef „þeir sósíalistar" kæmust
til valda í Reykjavík eftir næstu borgarstjórnarkosningar.
Framkvæmdaáætlun um umhverfí og útiv
Hvetur til meii
/
— segir Birgir Isleifur Gunna
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var sl. þriðjudag lögð fram í borgarráði
framkvæmdaáætlun í umhverfis- og útivistarmálum fyrir árin 1978—1983.
Heildaráætlun um umhverfi og útivist var samþykkt í borgarstjórn 2. maí 1974. Þá var
jafnframt lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir árin 1974 — 1977 og er þessari áætlun,
sem frammi liggur ætlað að vera leiðarljós að framkvæmdum á árunum 1978—1983.
_________Inngangur____________
I inngangi að áætluninni segir,
að heildaráætlunin skiptist í tvo
hluta; skýrzlu sem lýsi opnum
svæðum í borginni, ástandi þeirra
og notkun og í öðru lagi fram-
kvæmdaáætlun 1974—1977. í
henni varð eftirfarandi verkefnum
gefinn forgangur:
1. Frágangur minni grænna svæða
í íbúðarhverfum.
2. Gangstéttar og grænar reinar
meðfram þeim, þar sem gatnagerð
er lokið að öðru leyti. Sérstök
áherzla skyldi lögð á íbúðarhverfi.
3. Gerð göngu- og hjólreiðastíga
milli skóla, íþróttasvæða og ann-
arra slíkra staða, sem draga að sér
umferð innan einstakra hverfa. 4.
Gerð göngu, hjólreiða- og reiðstíga
frá Ægisíðu um Fossvogsdal og
Elliðaársvæði. 5. Fullnaðargerð
Artúnssvæðisins. Þá segir, að í
áætlun sem þessari birtist ásetn-
ingur borgaryfirvalda til lengri
tíma séð. Framkvæmdaáætlanir,
sem gerðar séu gjarnan til 4ra ára,
séu verðmæt stjórntæki. Slíkar
áætlanir þurfi þó ávallt að taka
upp til endurskoðunar, enda var
ráð fyrir því gert í upphafi, að
áætlunin yrði tekin til endurskoð-
unar eftir tímabil fyrri fram-
kvæmdaáætlunar. Bæði gæti
framkvæmdamagn tímabilsins
breyzt verulega frá því, sem ætlað
var, þegar framkvæmdaáætlanir
eru gerðar og svo kunni mat
manna á forgangsröð fram-
kvæmda að breytast á skemmri
tíma en fjórum árum.
Fyrirferðarmeiri
verkefni en aetlað var
I hinni nýju framkvæmdaáætl-
un kemur fram, að unnið hefur
verið við framkvæmdir utan fram-
kvæmdaáætlunarinnar, en aðrar
hafi orðið út undan. Þar er minnt
á, að nokkur verkefni hafi orðið
fyrirferðarmeiri á árunum
1974—1977 en ætlað var og þar á
meðal fólkvangur í Bláfjöllum,
vegagerð, raflagnir, skíðalyftur og
fleira. Ennfremur landverndar-
verkefni í Hólmsheiði, en þar voru
440 ha lands alfriðaðir, rofabörð
stungin niður og sáð í sárin;
Lækurinn í Nauthólsvík þar sem
skipulagning á umferð, snyrting
og lagfæring hefur breytt staðnum
til hins betra. I lokakafla inngangs
segir, að markmið framkvæmda-
áætlunar þessarar, sem hér liggi
frammi sé að ljúka í stórum
dráttum þeim verkefnum, sem
talin séu upp í áætlun um
umhverfi og útivist.
Útivistarsvæði
og græn svæði
í íbúðarhverfura
Nú á þessu ári eru eftirtaldar
framkvæmdir áætlaðar: Lagfær-
ing á Skólavörðuholti, gróðursetn-
ing milli Seljabrautar og Breið-
holtsbrautar, lagfæring svæðis
milli Kvisthaga, Ægisíðu og Hofs-
vallagötu, lagfæring á svæði við
Múlaveg og umhverfis Þvotta-
laugarnar, neðan við Sjómanna-
Alþýdubandalagi
rautt en ekki g
Framsóknarflokkurir
kvæmur sjáJfum sér í m
Morgunblaðið hefur einnig bent á þaö, hvernig glundroðinn
er hjá minnihlutaflokkunum. Afstaöa þeirra til atvinnumála í
Reykjavík hefur veriö athyglisveröari en flest annaö: fulltrúi
Framsóknarflokksins samþykkti tillögu Sjálfstæöisflokksins í
atvinnumálum um stórfellda atvinnuuppbyggingu en síöan
lýstu þeir framsóknarmenn því yfir, aö þetta væri „okkar mál“;
fulltrúi Alþýöubandalagsins greiddi atkvæöi gegn atvinnutil-
lögum sjálfstæöismanna, en fulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá.
Þetta er lítið dæmi í hnotskurn um þaö, hvernig
borgarmálefnum yröi stjórnaö, ef fulltrúar minnihlutaflokkanna
næöu völdum í Reykjavík í kosningunum.
Borgarbúar ættu aö íhuga þessi mál vandlega og þeir skyldu
ekki ganga aö því gruflandi, aö mikil hætta er á því, aö
Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlutann í borginni, svo oft
sem litlu hefur munaö. Minnihlutaflokkarnir hafa ekki einu
sinni talaö saman um neina samstööu eftir borgarstjórnar-
kosningarnar, hvaö þá aö þeir hafi látiö sér detta í hug aö
kjósa um borgarstjóraefni, sem þeir hygöust láta stjórna
borginni, ef þeir kæmust til valda. Karl Marx er látinn duga.
Þannig ber allt aö sama brunni: ef borgarbúar sýndu þaö
andvaraleysi aö láta höfuöPorgina falla í hendur minnihluta-
flokkanna leiddi það áreiðanlega til þess, aö sams konar
glundroöi yrði hér og á Vinstri-stjórnarárunum, en þau eru enn
í minnum höfö vegna þess, hvernig vinstri flokkunum tókst
aö eyðileggja grundvöll atvinnulífsins, tæma alla sjóöi og
missa veröbólguna svo út úr höndunum á sér, aö enn veröur
ekki viö neitt ráöiö.
Reykvískir kjósendur hafa það nú í hendi sér, hvort
gráskeggjaöur fræöimaður frá síöustu öld fái meö úreltum
kenningum, — sem ýmist eru einskis viröi eöa hafa leitt til
mesta einræöis sem sagan þekkir — aö skipa málum
borgarbúa næstu 4 árin —■ eöa kannski miklu lengur. Viö
skulum ekki kalla yfir okkur neinn Karl Marx til að segja okkur,
hvort ástæöa sé til „aö slátra allri einkastarfsemi" í
ifuöborginni okkar og gera líf einstaklingsins eins óbærilegt
g efni standa til samkvæmt þeirri kenningu, sem þessi orö
jiga rætur í. Pólitísk „guðstrú“ er íslendingum ekki að skapi.
Elín Pálmadóttir
Sigurjón Pétursson
Björgvin Guðmundsson
Frumkönnun á starfr
skemmtigarðs í Reyl
Björgvin Guðmundsson (A)
lagði á fundi borgarstjórnar 18.
maí fram tillögu, sem segir, að
borgarráði skuli falið að athuga,
hvort unnt sé að koma á fót
skemmtigarði í Reykjavík. Tillög-
unni var frestað á fundi borgar-
stjórnar 27. apríl. Björgvin ræddi
um möguleika á umsetningu
skemmtigarðs og nefndi, að borgin
gæti ef til vill reist leikræki, en
síðan framleigt öðrum til rekstrar.
Markús Örn Antonsson (S)
sagði, að þessi mál hefðu oftsinnis
verið rædd á liðnum árum. M.a.
kæmi þetta fram í framkvæmda-
áætlun um. umhverfi og útivist
1978—1983. Markús ræddi um
mögulegar hugmyndir vegna þessa
svo sem gerð leiksvæðis með
góðum ieiktækjum fyrir börn,
fullkomið Tívolí, hús (uppblásið
svo sem tíðkast erlendis) með
leiktækjum og svo aðstöðu svipaða
og fyrir væri í Legolandi í
Danmörku, en þar væru litlir
bílar, sem börnin ækju og lærðu
um leið umferðarreglurnar. Mark-
ús Örn lagði síðan fram eftirfar-
andi tillögu: „Borgarstjórn sam-
þykkir að Reykjavíkurborg skuli
hafa forgöngu um frumkönnun á
möguleikum til starfrækslu
skemmtigarðs í Reykjavík. Skal
þetta gert í samráði við þá
einstaklinga og félagssamtök, sem
þegar hafa lýst áhuga sínum á að
beita sér fyrir eða taka þátt í
stofnun og rekstri skemmtigarðs í
borginni. í þessu skyni felur
borgarstjórn borgarráði að skipa
sérstaka nefnd, sem kanni m.a.
eftirfarandi:
1. Hverjir væru mögulegir þátt-
takendur í stofnun skemmtigarðs,
hvort sem um væri að ræða
einstaklinga, fyrirtæki eða félaga-
samtök. 2. Staðsetningu og hlut-
verk slíks garðs, með tilliti til
tækjakosts og skemmtanafram-