Morgunblaðið - 20.05.1978, Side 27

Morgunblaðið - 20.05.1978, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 27 Brzezinski í Peking-ferð Tokyo. 19. maí. AP. ZBIGNIEW Brzezinski. ráðu- nautur Carters forseta í þjóðar- öryggismálum. kom til Tokyo í dag til viðra'ðna við japanska ráðamenn um alþjóðamál og samskiptin við Kína og fer á morgun til Peking. Brezezinski ræddi ástandið í Kína og samskipti Bandaríkj- anna og Japans í kvöld við handaríska sendiherrann í Tokyo. Mike Mansfield. íyrr- verandi leiðtoga demókrata í Hátíð á Taiwan Taipei 19. maí. AP. HÁTIÐARHÖLD eru hafin á Taiwan í tilefni af því, að Chiang Ching-Kuo, eldri sonur Chiang Kai-Sheks, verður á morgun settur inn í embætti forseta þjóðernissinnastjórnar- innar. öldungadeildinni sem er sér- fræðingur f málefnum Kína. I fylgd með Brzezinski eru Richard Holbrooks aðstoðar- utanríkisráðherra sem fjallar um málefni fjarlægari Austur- landa og Kyrrahafs staðgengill hans, William Gleysteen og Morton Abramowitz varaað- stoðarutanríkisráðherra. Þegar Brzezinski kemur aftur frá Peking 23. maí ræðir hann við Takeo F'ukuda forsætisráð- herra og Sunao Sonoda utan- ríkisráðherra. Daginn eftir fer hann til Seoul. Brzezinski er fyrsti háttsetti bandaríski embættismaðurinn sem kemur til Kína síðan Cyrus Vance utanríkisráðherra var þar í ágúst í fyr.ra, en í Washington hefur verið lögð áherzla á að Brzezinski fari ekki þangað til að semja heldur til að eiga skoðanaskipti við Kínverja. Kínverjar sögðu að heimsókn Vance hefði fremur haft í för með sér afturför en framför í þeirri viðleitni að færa sambúð Bandaríkjanna og Kína í full- komlega eðlilegt horf. VEÐUR víða um heim Amsterdam 19 sól Apena 27 8ÓI Berlín 22 SÓI Briissel 16 skýjað Chicaco 26 heiðskírt Frankfurt 21 skýjað Genf 15 skýjað Helsinki 21 heiðskýrt Jóh.borg 18 heiðskírt Kaupm.höfn 17 skýjað Lissabon 21 8ÓI London 17 skýjað Los Angeles 33 heiðskírt Madrid 23 sól Malaga 22 heíöskírt Miami 27 rigning heiðskírt Moskva 21 New York 20 heiðskírt Ósló 12 skýjað Palma, Mall. 25 heiðskírt Parfs 19 rigning Róm > 21 skýjað Stokkhólmur 14 skýjað Tal Aviv 25 heiöskírt Tokýó 24 skýjað Vancouver 18 bjart Vinarborg 17 Brezkir sjómenn hóta með „klippum” FISKIMENN í Brighton í Englandi hafa hótað að taka dráttarbát á leigu og beita víraklippum gegn skuttogurum sem þeir segja að eyðileggi vísvitandi net þeirra og veiðar- færi. Fiskimennirnir segja að það tjón sem þeir hafi orðið fyrir nemi mörgum þúsundum punda og að sökudólgarnir séu togarar frá Plymouth, Brixham og Portsmouth. Yfirvöld hafa hvatt fiskimenn til að gæta stillingar og boðað komu eftirlitsskips til Newhaven til að koma í veg fyrir frekara netatjón. Þetta gerðist 1974 — Líbýumenn semja við Rússa um aukin viðskipti og hernaðaraðstoð. 1971 — Níu sovézkir Gyðingar í Leníngrad fundnir sekir um andsovézka starfsemi. 1967 — Bandaríkjamenn granda fimm MIG-þotum í loftorrustu yfir Norður-Víet- nam. 1946 — Þjóðnýting brezka kolaiönaðarins samþykkt í Neðri málstofunni. 1929 — Japanir hörfa frá Shantung. 1927 — Lindbergh leggur upp í flug sitt yfir Atlantshaf einn síns liðs. - 1920 — Carranza Mexíkóforseti ráðinn af dögum. 1917 — Franskir hermenn í Champagne gera uppreisn. 1882 — ítalir ganga í bandalag Þjóðverja og Austurríkismanna sem verður þríveldabandalagið. 1834 — Frakkinn Lafayette iNórð- hetja úr frelsisstríðinu ur-Ameríku deyr. 1799 — Napoleon hættir við umsátrið um Tyrki í Acre. 1631 — Her Tillys fer ráns- hendi um Magdeburg og nánast gereyðir borginni. 1506 — Kólumbus deyr. Afmæli dagsins. Honore de Balzac, franskur höfundur (1799-1850) - John Stuart Mill brezkur heimspekingur (1806-1875) - Sigrid Undset norsk skáldkona (1882—1949) — James Stewart, bandarískur leikari (1908—). Orð dagsins. Allir ættu að hafa aðeins eina alvarlega sannfær- ingu og hún er sú að það er ekkert hægt að taka alvarlega — Samuel Butler, enskur rithöf- undur (1835-1902). Annáll Zaire HELZTU atburðir úr sögu Zaire síðan hvítir menn komu þangað: 1879—84 — Stanley kannar Kongó fyrir Leopold II Belga- konung. 1885 — Leopold II stofnar Fríríkið Kongó, sem hann stjórnar sjálfur. 1908 — Fríríkið Kongó verður Belgíska Kongó. 1960 — Kongó fær sjálfstæði eftir 75 ára nýlendustjórn Belga 30. júní. — Kongóher gerir uppreisn viku síðar og belgískt herlið skerst í leikinn til að vernda belgíska borgara — Moise Tshombe lýsir yfir að- skilnaði Katanga (Shaba) — Einnig lýst yfir aðskilnaði Kasai og Kiuu. SÞ sendir gæslulið að beiðni stjórnarinnar í þæopold- ville — Valdabarátta milli þjóðhöfðingjans Josef Kasavubu sem er hægrisinnaður og Patrice Lumumba forsætisráð- herra sem er róttækur — Josef Mobutu ofursti yfirmaður Kongóhers hrifsar völdin. 1961 — Mobutu kemur Kasa- vubu aftur til valda — Lum- umba myrtur með dularfullum hætti og morðið veldur nýjum væringum. 1962—63 — Harðir bardagar milli gæsluliðs SÞ og aðskiln- aðarsinna í Katanga sem njóta stuðnings hvítra málaliða. Upp- reisnin í Katanga endanlega bæld niður um mitt ár 1963 — Herlögreglumenn Katanga- stjórnar flýja til Angola. 1964 — Tshombe boðið að koma heim úr útlegð og verður forsætisráðherra — Önnur upp- reisn stuðningsmanna Lum- umba, svokallaðra „Simba“ (Ljóna), brýzt út í Stanleyville (Kisingani) — Uppreisnarmenn bíða fljótt ósigur fyrir belgísk- um hermönnum sem sendir eru með bandarískum flugmönnum — Hvítir málaliðar skráðir í her Mobutu. 1965 — Tshombe aftur svipt- ur völdum og hann íer aftur í útlegð — Mobutu gerir aftur herbyltingu og steypir stjórn Kasavubus. 1967 — Tshombe boðar nýja stjórnarskrá sem kveður á um sambandsríki með valdamiklum forseta og þingi í einni deild — Sambandsstjórnin tekur eignar- námi eignir Union Miniere, belgíska námafélagsins í Kat- anga. 1969 — Kasavubu deyr í marz — Tshombe deyr í júní í útlegð í Alsír þar sem hann var fangi. 1971—73 — Mobutu berst fyrir þjóðlegri afrískri stefnu — Landið og fljótið nafnkunna skírð upp og fá nafnið Zaire — Mobutu bannar kristin nöfn og tekur sér nýtt nafn; á í útistöð- um við kaþólsku kirkjuna. 1974 — Verðhrun á kopar sem aflar Zaire 65% árlegra tekna í erlendum gjaldeyri. 1975 — Mobutu veitir hægri- sinnuðum hópum í borgarastríð- inu í Angola hernaðarlega og fjárhagslega aðstoð með stuðn- ingi bandarísku leyniþjónust- unnar CIA. Skuld Zaire við erlend ríki fer upp í tæpa þrjá milljarða dollara. 1977 — Fyrrverandi her- lögreglumenn Katangastjórnar ráðast inn í Shaba 7. marz og taka nokkra smábæi. Innrásinni hrundið sex vikum síðar eftir gagnárás Marokkóhermanna sem voru sendir á vettvang með frönskum flugvélum og Zaire- manna. 1978 — Mobutu tekur af lífi 13 foringja úr hernum og óbreytta borgara og varpar 67 öðrum í fangelsi í marz fyrir samsæri gegn stjórn sinni, þar af mörgum Lunda-ættflokka- mönnum frá -Shaba. Mánuði síðar ráðast Katangamenn aftur inn í Shaba frá stöðvum í Angola. — Rannsóknin beindist... Kramhald af bls. 23 tékka, sem gengiö hafa milli þeirra. Tékkar þessir hafa verið Ijósritaðir, fundið hefur verið það innlegg sem einstakur tékki er talinn hafa farið í og hvort tveggja verið Ijósritaö með reikningsyrirliti þar sem bókun tékkans kemur fram. Þannig má á einu blaði sjá alla leið tékkans um bankakerfið. Fram kemur útgáfa tékkans, fram- sal hans, innlögn og bókun. Tölvuskrár þær sem fyrir lágu hafa verið lagfærðar, endurbættar og nýjum bætt við. Gögn þessi hafa öll veriö lögð fram í tíu málum, fleiri kærðir eru teknir saman í nokkrum málanna. Síðasta mánuðinn hefur verið unnið að því að sýna kærðum þessi gögn og fá andsvör þeirra við þeim. í heild hafa 56 menn verið yfirheyrðir í sambandi við rannsóknina, margir oftar en einu sinni. Af gögnunum og framburðunum kemur fram að tékkavelta sumra reikninganna er að miklum hluta til komin vegna tékka sem gengu á milli reikninga kærðra. Má sem dæmi taka stærstu reikningana sem í könnun eru. Heildarvelta annars þeirra nemur kr. 557.532.468. Þar af fá aðrir kærðu kr. 487.291.322. Heildartékkavelta hins er kr. 659.944.555. Þar af fara til annarra kæröra kr. 415.639.601. Þetta eru þær upp- hæðir sem út af þessum reikning- um fara, en inn á móti koma svo líkar upphæðir frá öðrum kærðu. Tilraun hefur verið gerð til að leiða saman tékka sem reikningshafi fær og sem hann gefur út á nokkrum dögum eða ganga á milli reikninga hans innan slíkra tíma- marka. Gerð hefur verið tölvuskrá yfir þessa tékka. í Ijós kemur aö á móti miklum hluta þeirra tékka sem kæröur reikningshafi lætur til annars kærös reikningshafa kem- ur tékki eða tékkar þannig aö áöur en tékkinn kemur til bókunar eða í sama mund hefur tilsvaröandi upphæö verið lögð inn á móti. Þessir tékkar gætu fallið undir skilgreiningu Seölabankans um keðjutékka. Reikningshafar hafa gefiö ýmis svör við þessum gögnum án þess aö vilja bera birgður á þau. Vilja þeir sumir halda sig viö áöur gefnar skýringar um að hér sé um lán að ræða, jafnvel þótt þeim sé bent á að engin raunveruleg upphæð hafi þurft aö fara á milli þeirra, væri þessi háttur hafður á „láninu". Þeir hafa haldið því fram, að þegar tékkinn var framseldur í banka, hafi þeir átt innstæðu fyrir honum eða haft skriflega eða munnlega heimildi til útgáfu hans veitta af bankastarfsmönnum. Slíkur fram- burður stangast á við það sem bankastarfsmenn hafa borið og bankarnir hafa fullyrt í bréfum sínum til undirritaðs. Aðrir reikn- ingshafar hafa gefið skýrari svör og jafnframt hafa verið yfirheyrð vitni sem hafa lýst því hvernig þessi skipti á tékk um hafa birst þeim. Viðbrögö banka torvelduðu rannsókn Þáttur reikningshafanna, sem Seölabankinn kæröi meö bréfi sínu 9. ágúst 1976, er ákaflega misjafn, og sumra sáralítill, í þessari meintu keðjutékkastarf- semi. Hins vegar blandast inn í þessi mál viöbrögð reiknings- banka við þeim tékkum þessara manna, sem engin innistæða eða skrifleg heimild reyndist fyrir, þegar tékkinn barst reiknings- banka. í þessu sambandi er ekki endilega verið að ræða um keðju- tékkastarfsemi sem sltka. Innlög var oft komin fyrir slíkum tékkum eða barst fljótlega. í Ijós hefur komiö að sumir bankar a.m.k. leyföu mönnum, á þeim tíma sem rannsóknin tekur til, að fara yfir innstæöu og skriflega heimild og eru ýmsar ástæöur bornar fyrir þessu. Hafa sérfræðingar við skiptabankanna viljaö kalla þetta „umliðna" stöðu og hafa viðskipta- bankarnir í þessum tilfellum, eins og þegar farið er yfir á reikningi í leyfisleysi, tekiö dráttarvexti af viöskiptavininum. Þessi vinnu- brögð hafa mjög torveldað þessa rannsókn enda hafa kærðir reikn- ingshafar borið þetta fyrir sig. Þegar um slíkt innstæðuleysi er aö ræða, og hér er vikið að, vakna óneitanlega spurningar um hvort bankinn hafði nægar tryggingar fyrir slíkum „umliðnum" yfirdrætti og hvenær þær tryggingar voru settar, hvort það var áður eða eftir að yfirdrátturinn myndaðist, hvort þessi „umliðni" yfirdráttur er veittur fyrirfram eða látinn við- gangast án alls leyfis. Þótt svona sé í pottinn búið er þó ekki víst að þetta skipti máli um keðjutékk- starfsemi sem slíka, en þessi atriði verða óneitanlega að skoðast. Þá hefur einn kærðra haldið því fram að tilgangur tékkaútgáfu hans hafi að miklu leyti verið flutningur sama fjármagns milli reikninga hans. Reikninga hafði hann í a.m.k. í fjórum bönkum. Þetta hafði hann gert til þess að fá fyrirgreiðslu í þessum bönkum og sé hann sannfærður um að það hafi tekist. xxx Hér að framan hefur gangur og núverandi staða þessara meintu keðjutékkamála verið að nokkru rakin. Stórar tölur hafa verið nefndar um tékkaveltu ákveðinna reikninga. Taka verður fram að fjármagnið sem menn hafa til umráða vegna keðjutékkastarf- semi er auðvitað allt annað og minna. Fjármagnið sem í raun var á bak við tékkaveltu kærðra var mjög mismunandi eftir mönnum og tímum. Hafa kærðu tjáð sig nokkuð um það, einnig má sjá það á upphæð einstakra tékka og ef til vill hámarkið á upphæð þeirra tékka sem sumir þessara manna misstu í skyndikönnun Seðlabank- ans 7. nóvember 1975. Hámarks- upphæö skiptir í öllum tilfellum nokkrum milljónum króna. Reykjavík 19. maí 1978. Hrafn Bragason. — Vill banna með lögum . . Framhald af bls. 48 Oddsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, að Guðrún Helgadóttir, sem skipar 4. sæti á lista Alþýðubandalagsins til borgarstjórnar, hefði ljóstrað því upp í Þjóðviljanum að hálfsmánaðarlega kæmu 10 kommúnistar í borgarmálaráði Alþýðubandalagsins saman til lokaðs fundar í kaffi heima hjá Öddu Báru Sigfúsdóttur. Kvaðst Davíð Oddsson ekki hafa heyrt eða séð, að þessir fundir hjá Öddu Báru væru auglýstir eða opnir almenningi. Hins vegar sagði Davíð Oddsson, að hann hefði ekkert á móti því að fulltrúar Alþýðubandalagsins gerðu sér gott af kaffi Öddu Báru sem væri vel lagað og gott. Það kom fram í máli Þor- björns Broddasonar, að hann taldi ekki ástæðu til að banna lokaða fundi minnihlutaflokka, þar sem þar væru ekki teknar bindandi ákvarðanir. Nánar verður sagt frá tillögum Þor- björns Broddasonar og umræð- um um þær síðar en frávísunar- tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum gegn 3. Allir borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði með tillögu Þorbjörns en borgarfulltrúar Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins sátu hjá. — Þrír myrtir Framhald af bls. 1 heimsstyrjöldinni síðari lauk, að Rauða krossmönnum væri ráðinn bani við störf. Að sögn rhódesísku lögregl- unnar benda ummerki við árásarstaðinn eindregið til þess að árásarmennirnir hafi verið sjö talsins og hafi vopn þeirra verið frá ótilgreindum komm- únistaríkjum. Hafi líkin verið rænd áður en árásarmenn hurfu af vettvangi. Af hálfu Alþjóða Rauða krossins hefur því verið lýst yfir að í kjölfar þessa atburðar sé nauðsynlegt að taka starf- semi stofnunarinnar í Rhódesíu til endurskoðunar, með tilliti til öryggis þeirra 80 starfsmanna, sem Rauði krossinn hafi þar á sínum vegum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.