Morgunblaðið - 27.05.1978, Side 5

Morgunblaðið - 27.05.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 5 Jónína Þorfínnsdóttir, formaður Hvatar; Að vera — eða vera ekki — í meirihluta, það er spumingin Fyrir þessar kosningar hafa vinstri flokkarnir lagt sig sérstak- lega fram um aö breiða sem mest yfir höfuðatriði þeirra, en það er, hvort Sjálfstæðisflokkurinn held- ur meirihluta í Reykjavík eða ekki. Framsóknarmenn hafa sagt, að baráttan standi milli 9. manns Sjálfstæðisflokksins og þriðja manns Framsóknar, og Alþýðu- bandalagsmenn hafa hamrað á því, að baráttan standi milli níunda manns Sjálfstæðisflokks- ins og fjórða manns Alþýðubanda- lagsins. Vitanlega væri það skaði, ef sjálfstæðismenn misstu níunda sætið, en hversu margfalt hrapal- légra slys yrði það, ef áttunda sætið glataðist og þar með meiri- hlutinn. Og það er vert að benda á, að það sæti skipar Elín Pálmadóttir, blaðamaður, og ætti jafnt konum sem körlum að vera heiður að þvj að stuðla að kjöri hennar og forða um leið borginni frá því hrapal- lega slysi, sem valdataka hinna sundurleitu vinstri afla í borgar- stjórn vissulega yrði. Hamingja eða hamingjuleysi, lán eða lánleysi, þetta tvennt vegst á í lífi einstaklinga og samfélags. Jónína borfinnsdóttir. Vinstri menn geta ekki einu sinni leynt sundrunginni fyrir kosningar. Guðrún Helgadóttir segir: Það er kosið um það, hvort Marx eigi að verða næsti borgar- stjóri, en samflokkskona hennar mótmælir þessu, og Páll Bergþórs- son segir í blaðagrein að Marx borgarstjóri sé bara eins og ljóti boli, sem börnin voru hrædd með. Fráfarandi borgarfulltrúa Fram- sóknar lízt ekkert á forystu alþýðubandalagsmanna í borgar- stjórnarmeirihluta. Enginn veit, hvaða borgar- stjóraefni þessir menn hafa fram að færa, enda ekki eini sinni sami skilningur á því eða samkomulag innan neins hinna þriggja flokka. Gætu þessir flokkar komið sér saman um, þótt ekki væri nema eitt stefnuskráratriði, hvað þá fleiri, væri kannski hlustandi á þá. En það geta þeir ekki, ekki einu sinni fyrir kosningar, hvað þá eftir þær. Þegar lánleysi þeirra er svona mikið fyrir- kosningar, hversu margfalt meira yrði það ekki eftir kosningar? Kunn er sagan af Samsoni hinum sterka, en afl hans fólst í hárinu. Með sviksamlegri blíð- mælgi var hann lagður að velli, eftir að hár hans hafði verið skorið, aflgjafa hans svipt burtu og hann smánaður og beygður í duftið. Um seinan skildist honum, hvers virði uppspretta krafta hans hafði verið. Hafa Reykvíkingar gert sér grein fyrir, hvaðan höfuðborginni kemur sú farsæld og afl, sem hún býr yfir? Því miður eru of mörgum áhrifamönnum vinstri manna tamar blekkingar og óheilindi. Eða hvað er það annað en óheildindi að kalla borgarstjórann „góðan borgarstjóra" í öðru orð- inu, en níða niður allt starf hans í hinu, eins og Guðrún Helgadóttir gerði í sjónvarpinu? Eða þá að þykjast sætta sig við meirihluta sjálfstæðismanna og ætla sér bara að klippa einn lokk úr hári meirihlutans, en stefna í raun að því að nema burtu á einum kosningadegi þá uppsprettu, sem farsæl stjórn borgarinnar sækir afl sitt í? Góðir kjósendur. Að vera — eða vera ekki — í meirihluta. það er spurningin. Ólögmætur aðalfundur AÐALFUNDUR Félags áhuga- manna um heimspeki, sem boðað var til þann 7. maí s.l., var ólögmætur sakir ónógrar þátttöku, að því er segir í fréttatilkynningu frá félag- inu. Samkvæmt lögum félagsins verður því aðalfundurinn haldinn sunnudaginn 28. maí í Lögbergi og hefst kl. 14. Að fundinum loknum flytur Vil- hjálmur Árnason erindi, sem hann nefnir „Siðfræði Jean-Paul Sartres". 184 kr. fyr- ir kílóið af stórri rækju Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í fyrradag var ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækju frá 1. júní til. 30. septem- ber n.k.i Rækja. óskelflett í vinnsluhæfu ástandii a) 18Q stk. og færri í kg. hvert kg. kr. 184.00 b) 181 til 200 stk. i kg. hvert kg. kr. 171.00, c) 201 til 220 stk. í kg. hvert kg. kr. 158.00, d) 221 til 240 stk. í kg. hvert kg. kr. 145.00, e) 241 til 260 stk. í kg. hvert kg. kr. 132.00, f) 261 til 280 stk. í kg. hvert kg. kr. 119.00, g) 281 til 310 stk. í kg. hvert kg. kr. 106.00. Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslueftirlits sjávarafurða eða trúnaðarmanns, sem tilnefnd- ur er sameiginlega af kaupanda og seljanda. Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Er hægt að hugsa sér lánlausari söfnuð en vinstra tætingsliðið, sem reynir nú að stinga borgarbúa svefnþorni, svo að þeir vakni upp við þann vonda draum, að vinstri flokkarnir hafi laumast til meiri- hluta í borgarstjórn, og segja á eftir: við ætluðum aldrei að fella, nema níunda manninn. Lánleysi þessa vinstra liðs stingur óþægilega í stúf við farsæld núverandi meirihluta sjálfstæðismanna undir öruggri og styrkri forystu Birgis Isleifs Gunnarssonar, borgarstjóra. „Ix'iðrétting” greinar um kosningafund sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði Þar sem ég undirritaður hefi orðið þess var, að ýmsir hafa „misskilið" það sem eftir mér er haft í grein um fundinn (Morgun- blaðið 26.05) þykir mér rétt að taka fram: a) I frásögn blaðamannsins vant- ar, að á fundinum talaði ég um nýtingu skólahúsnæðis utan þess tíma er skóli starfaði þ.e. einstaka kvöld og helgar auk sumartímans. í því eina sambandi gat ég um nýtingu skólahúsnæðis fyrir félags- og æskulýðsmál í Hafnar- firði. b) Mér er það vel ljóst, að skólahúsnæði það sem við Hafn- firðingar höfum yfir að ráða í dag, er meir en fullnýtt fyrir kennslu. c) Þeir sem enn kunna að vera í vafa um álit mitt varðandi nýtingu skólahúsnæðis fyrir félags- og æskulýðsmál hljóta að „misskilja" minn málflutning með einhver annarleg sjónarmið í huga. Ellert Börgar Þorvaldsson, kennari Harnarfirði. tiULYSIMiASÍMINN EK: 22480 R >í' •- i : s . . wmmamm■ smm -m'- MK m ,■ _ u* ^Hlftauiii VII valiö er auðvelt □ Staölaöar innréttingar í allt húsiö í fjölbreyttu úrvali. □ 30 mismunandi tegundir huröa í 12 verðflokkum er staðreynd. □ Lítið við í sýningarhúsnæöi okkar í Skeifunni 8 þar sem viö sýnum 12 mismunandi geröir innréttinga. Verzlunin verður opin í dag, verið laugardag frá kl. 10.00 til kl. 15.00 velkomin. kalmar innréttingar hf. SKEIFAN 8, REYKJAVÍK SÍMI 82645

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.