Morgunblaðið - 27.05.1978, Page 10

Morgunblaðið - 27.05.1978, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Reykjavíkurdeild Rauða Krossins: Sumardvalarheimilið tekur til starfa í júníbyrjun Frá Silungapolli. í byrjun næsta mánaðar mun sumardvalarheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands að Silunga- polli taka til starfa og er gert ráð fyrir að heimilið verði opið júní, júlí og ágúst. Umsóknir um dvöl á sumardvalarheimilinu eru þegar farnar að berast en tekið verður við þeim næstu daga. Er gert ráð fyrir að tveir hópar barna frá sex ára aldri dvelji að Silungapolli í sumar og verður hægt að velja um fimm og sex vikna dvöl. Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur nú starf- rækt sumardvalarheimili í rúm 30 ár, en að sögn þeirra Kristínar Halldórs- dóttur forstöðukonu og Ragnheiðar Guðmunds- dóttur, formanns Reykja- víkurdeildarinnar hófst þessi starfsemi í heims- styrjöldinni síðari. Var þá farið að flytja börn frá Reykjavík og þeim komið fyrir uppi í sveit yfir sumarið. Sumardvölin náði strax miklum vinsældum og var því ákveðið að halda þessari starfsemi áfram er stríðinu lauk. Börnin sem dvelja á sumardvalarheimilinu eru úr Reykjavík og tjáðu þær stöllur okkur að mikið væri um það að sömu börnin kæmu sumar eftir sumar. Þær sögðu að þó að húsið á Silungapolli væri orðið nokkuð gamalt væri það vinalegt og líkaði börnun- um þar vel. Frá fyrstu tíð hefur verið vandað til þessarar starfsemi Reykja- víkurdeildar Rauða krossins og er öllum settum réglum um sumardvöl barna vandlega fylgt. Sem dæmi má nefna að öll börn er þangað koma verða að fara í læknisskoðun áður en þau fá að fara. Þá er einnig mikið lagt upp úr öryggi á staðnum og hefur ekkert þar verið til sparað. Ekki liggur ljóst fyrir hve margt starfsfólk kemur til með að starfa á Silunga- polli í sumar, en starfs- fólkið þar hefur flest orðið 19. Allt starfsfólkið fær þjálfun í skyndihjálp, enda er .sú þjálfun þáttur í starfsemi Rauða Krossins. Húsnæðið á Silungapolli er í eigu Reykjavíkurborg- arinnar og öll starfsemi þar fer fram í fullu samráði við borgaryfirvöld, sem einnig styrkja starfsemina. Kristín Halldórsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdótt- ir fyrir utan húsnæði Reykjavíkurdeildarinnar að Öldugötu 4. Landsþing L.Í.F. og frímerkjasýningin Hafnex 78 Dagana 2.-4. júní nk. verður frímerkjasýning hald- in í Víðistaðaskóla í Hafnar- firði, og nefnist hún HAFNEX 78. Er hún haldin í tengslum við ellefta þing Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara, sem kemur saman í Hafnarfirði laugar- daginn 3. júní. Hefur stjórn L.I.F. fyrir nokkru sent frá sér tilkynningu um væntan- legt þing. Hefst það kl. 9 að morgni í Víðistaðaskóla. Eru nú öll félög og klúbbar frímerkjasafnara hér á landi orðin aðilar að sambandinu, og eiga rúmlega 40 fulltrúar rétt til þingsetu. Eru það stjórn sambandsins og vara- stjórn, umdæmisstjórar og einn fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn hvers félags eða hluta af þeirri tölu. Enn fremur eiga rétt til þingsetu tveir áheyrnarfulltrúar frá hverju félagi. Stjórn L.Í.F skipa nú: Sigurður H. Þorsteinsson for- seti, Sigurður P. Gestsson varaforseti, Hálfdan Helga- son ritari, Páll Ásgeirsson gjaldkeri og sem meðstjórn- endur Jón Aðalsteinn Jóns- son, Jón Halldórsson og Sigurður Ágústsson. Tímaritið Grúsk hefur ver- ið gefið út um rúmlega ársskeið af L.I.F. og Félagi frímerkjasafnara í Reykjavík. Eftir inngöngu F.F. í Lands- sambandið verður sú breyting á, að L.I.F tekur algerlega að sér útgáfu ritsins. Er ásetn- ingur stjórnar þess að koma útgáfunni á fastan og örugg- an fót, enda má segja, að sambandið sé sá aðili, sem bezt geti tryggt rekstur slíks rits. Eg hef áður látið í ljós þá von, að Grúskið geti einnig orðið vettvangur annarra safnara en frímerkjasafnara, þar sem á þann hátt má hafa ritið fjölbreyttara að efni og um leið áhugaverðara en ella. Félag frímerkjasafnara í Hafnarfirði og Garðabæ held- ur sýninguna HAFNEX 78. Þar verða rúmlega 50 sýn- HAFn eXIB FRlMERKJASÝNING I HAFNARFIRÐI 2.-4- JONl FFHC.-2 ingarrammár með áhuga- i verðu frímerkjaefni úr söfn- um innlendra safnara. Þar sem sýningin nýtur stuðnings; L.Í.F., hljóta söfn þau, sem fá silfurverðlaun hið minnsta, rétt til þátttöku á alþjóðasýn- ingum. - Á HAFNEX 78 verður, starfrækt sérstakt pósthús með sérstimpli og laugardag- inn 3. júní verður hann auðkenndur vegna 11. þings L.Í.F. þennan dag. Umslög með merki sýn- ingarinnar verða seld á staðn- um, en það merki hefur Hálfdan Helgason teiknað. Svo sem lesendur geta séð af mynd þeirri, sem fylgir þættinum, er fléttað inn í sýningarmerkið tákni Haf narfj arðarkaupstaðar, vita, og fer einkar vel á að tengja þetta saman. Þá verð- ur sérstök minningarblokk til sölu, en á henni er mynd af Frfmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÖNSSON 5 aura frímerki úr Alþingis- hátíðarseríunni 1930. Slíkar blokkir eru mjög eftirsóttar, eins og vel kom í ljós á FRÍMEX 77. Sýningarnefnd HAFNEX 78 skipar stjórn Félags frí- merkjasafnara í Hafnarfirði og Garðabæ, en í henni sitja Hartvig Ingólfsson formaður, Páll Ásgeirsson ritari, Michael Guðvarðarson gjald- keri og Jón Egilsson með- stjórnandi. Sýningarnefnd hefur ákveðið, að aðgangur verði ókeypis að HAFNEX 78, enda vill hún hvetja sem flesta til að koma og skoða þau fágætu söfn, sem verða til sýnis á þessari fyrstu frímerkjasýn- ingu í Hafnarfirði. Þá er auðvelt að komast á sýning- una, því að strætisvagnar stanza rétt við Víðistaða- skóla. Grúsk, tímarit fyrir safnara Um þessar mundir er nýtt hefti af Grúski að berast í hendur frímerkjasafnara. Svo sem getið hefur verið hér framar í þættinum, er þetta síðasta hefti, sem út kemur í samvinnu milli L.Í.F. og F.F. Því miður varð þetta hefti seinna á ferðinni en fyrirhug- að var, en margt vill oft verða til að tefja útkomu rita, þar sem allt starf er unnið í hjáverkum manna og hvílir einnig oft á fáum. Vil ég hér taka undir það, sem segir í ritstjórnargrein, og leyfa mér að birta eftirfarandi kafla úr greininni: „í fyrsta tölublaði þessa rits var látin í ljós sú von, að lesendur sendu blað- inu efni eða ábendingar um efni tii birtingar. Því miður hefur ríkt í þeim efnum svo til alger doði. Gefur auga leið, að efnisval sem byggist ein- göngu á skriffinnsku rit- nefndar, getur orðið næsta einhæft og þar af leiðandi ekki eins skemmtilegt til lestrar, auk þess sem það beinlínis hamlar útkomu blaðsins." Þetta eru orð að sönnu, og vil ég taka undir þau og benda frímerkjasöfnurum á að senda Grúskinu eitthvert efni til birtingar, svo að blaðið geti orðið sem fjölbreyttast að efni. Ég þekki það af minni reynslu bæði við þennan þátt og eins í ritnefnd Grúsksins, hversu erfitt er að setja nær alltaf saman efni upp á eigin spýtur. Ekki er ástæða til að greina hér frá efni síðasta tölublaðs Grúsksins, enda berst það fljótlega til flestra safnara. Ég játa hins vegar hreinskilnislega, að ég kysi meifi fjölbreytni en verið hefur í þeim þremur tölublöð- um, sem út eru komin. En þar er sem sagt ekki einvörðungu við ritstjórn blaðsins að sak- ast, heldur of mikinn doða af hálfu safnara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.