Morgunblaðið - 27.05.1978, Page 34

Morgunblaðið - 27.05.1978, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Frosti Sigurjónsson: Svifflug í Kópavogi í lönsaKnarumdæmi Kópavot;s og raunar Seltjarnarness líka, nánar tiltekið á Sandskeiði, fer fram mjö(; merk starfsemi. Þar á ej; við starfsemi SviffluKfélags íslands er var stofnað 20. ágúst 1936. Aðalhvatamaður og driffjöð- Frosti SÍKurjónsson ur hefur verið frá upphafi núver- andi fluKmálastjóri Agnar Kofoed-Hansen. í fyrstu var starf- semin í Vatnsmýrinni, en fluttist vorið 1938 upp á Sandskeið og hefur verið þar síðan. Fyrstu kennarar félagsins voru þeir Agnar Kofoed og kvikm.vnda- leikarinn Herbert Böhme. Saga 7þessarar íþróttar er mjög merk. Hún hefst í Berlín fyrir aldamót, og það er engin fullyrðing, heldur staðreynd að alit flug í dag, á rætur sínar að rekja til þessarar íþróttar. Þrátt fyrir erfið veður- skilyrði, hefur árangur í þessari starfsemi verið undraverður. Má þar t.d. nefna langflug frá Sand- skeiði norður í Húnavatnssýslu. Arlega er haldið allsherjarmót, austur á Hellu, þar sem meðlimum gefst kostur á að leiða saman hesta sína. Bjartsýni, dugnaður en fjárskortur hafa einkennt starf- semi félagsins. En erfiðleikar hafa verið yfirstignir, hindrunum rutt úr vegi með samstilltu átaki og óbilandi trú meðlima félagsins. Því ber ekki að neita, að fjárskort- urinn er sá þáttur sem hefur staðið þróun félagsins mest fyrir þrifum. Félagið er byggt upp að mestu á frjálsum framlögum, en þó bér að geta þess, að Reykja- víkurborg veitir félaginu ómetan- legan fjárhagslegan stuðning og það ber að þakka. íþróttasamband íslands virðist ekki líta á svifflúg sem íþrótt, enda hefur engin hjálp borist úr þeirri átt. Seltjarnarneshreppur hefur lát- Frá svifflugi á Sandskeiði. ið þessa starfsemi afskiptalausa, en Kópavogur gengur nú hart fram í innheimtu gjalda og keppist við að koma þessari starfsemi á kné. Það er vilji S-listans, að styðja við bakið á hverskonar frjálsri félagastarfsemi innan Kópavogs. Það er vilji S-listans einnig að styðja við bakið á Svifflugfélagi Islands. Það ætti að vera stolt kaupstaðarins, að innan vébanda hans fari fram svona merk starfsemi; það ætti að vera stolt kaupstaðarins að styrkja þessa starfsemi í stað þess að bregða fyrir hana fæti. Ef til vill er hér um að ræða vanmat eða vanþekkingu á þessari íþrótt. Svifflug er stundað af ungum sem öldnum, en vissulega gætir enn ýmissa fordóma í garð þessarar íþróttar. Ég vil hvetja menn til að kynna sér starfsemina nánar, ég vil hvetja menn til þess að koma upp á Sandskeið og virða fyrir sér félagið í starfi. Það er trúlega ekki í mörgum íþróttum þar sem 15 ára unglingar og sjötugir öldungar vinna saman sem jafningjar að hugðarefni sínu. Þar er ekkert kynslóðabil. Þar er ekki spurt, hver ert þú? Hvað gerir þú? hvað ertu gamall? Þar ræður aðeins eitt, að svífa, að herma eftir hröfnunum við Vífilsfeil. Einungis þeir sem reynt hafa, þekkja þá tilfinningu að svífa eins og fugl hljóðlaust um loftin blá. Ég skrifa þetta hér til þess að vekja athygli á þessari göfugu íþrótt, ég skrifa það til að vekja athygli á uppeldisgildi hennar. íþróttin er krefjandi, hún krefst aga, en þann aga láta sér allir vel lynda. Ég vil hvetja Kópavogs- kaupstað til að styðja myndarlega við bakið á þessari starfsemi. Það ætti að vera stolt kaupstað- arins að hafa Svifflugfélag íslands innan vébanda sinna. Það er yfirlýst stefna S-listans, framboðs sjálfstæðisfólks i Kópavogi að styðja dyggilega hverskonar frjálsa félagastarfsemi. Skóli reynsl- unnar Skóli reynslunnar er ekki mót- aður af reglugerðum eða fyrirmæl- um. Og við einkunnir úr þeim skóla sleppum við ekki. Hann getur oft verið strangur og harður en undan ábyrgð tekst ekki að skjóta sér. Haldbezta veganestið í skóla reynslunnar er að skoða söguna, taka mið af þvi, sem liðið er um leið og horft er til framtíðarinnar. Og raunar er það eina viðmiðunin, sem hægt er að hafa. Margir óttast dóm reynslunnar. Þeir leggja allt kap[) á að breiða yfir sína sögulegu slóð. Þetta hefur komið mjög fram, þegar vinstri flokkarnir í Hafnarfirði ræða um bæjarmálefni. Ekki vitna Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið í tímabilið 1926—1962. Þá voru þeir í meirihluta í bæjarstjórn og gátu látið fara saman loforð og efndir. Ilvers vegna eru þeir feimnir við að læra þetta tímabil saman við tímabilið 1962—1978. Og hvers vegna eru Framsóknarmenn feimnir við þetta fyrra tímabil. Þeir studdu meirihlutann þá og þágu að launum setu í Krísuvíkur- nefnd o.fl. Hvers vegna sýna þessir flokkar ékki fram á arðbæri þeirra togaraverða, sem þeir eyddu í búskaparbröltið í Krísuvík? Hvers vegna skýra Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið ekki frá fjárhag bæjarins eins og þeir sk.vldu við hann 1962? Allt er þetta auðskilið. Þeir voru í reynslunnar skóla í stjórn bæjarmála Hafnarfjarðar í 36 ár og kolféllu á'prófinu. Nú vilja þessir aðilar komast til áhrifa á ný og vona að svo margir nýir kjósendur séu komnir í bæinn, sem ekki hafi kynnt sér Páll V. Daníels- son skrifar: sögu þeirra í stjórn bæjarmálefna, að hægt sé að hylja fyrir þeim slóð sína, slóð aðgerðarleysis og ráð- leySis. Hafnfirðingar. Tímabil fram- fara og uppbygginga hófst 1962. Síðan hefur bærinn verið á fram- farabraut. Við þurfum ekki annað en að líta á skólabyggingar, gatnagerðarframkvæmdir, hita- veitu, hafnarframkvæmdir, marg- ar stórframkvæmdir á félagslega sviðinu o.fl. o.fl. mætti telja. Og ekki má gleyma því að 60% íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði þ.e. 60 íbúðir af hverjum 100 eru byggðar eftir 1962. Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði biðja þig kæri samborgari um stuðning á sunnudaginn. Þeir leggja áherzlu á frelsi þitt, at- hafnasemi og hugsjónir. Þeir leggja áherzlu á að fá að vinna með þér í blíðu og stríðu en ekki taka af þér völd og forræði. Þeir leggja áherzlu á að fá að vinna með þér að framgangi góðra mála og umfram allt leggja þeir áherzlu á að við getum fundið hamingjuna og lifað farsælu lífi í fögru umhverfi okkar byggðarlags. Með þetta í huga bið ég þig, Hafnfirðingur, um stuðning við sjálfstæðismenn það er mín bjarg- fasta skoðun byggð á skóla reynsl- unnar, að það sé það bezta, sem þú getur gert fyrir Hafnfirðinga og Hafnarfjörð. Heill fylgi þér og heill fylgi bænum okkar. X"D Páll V. Daníolsson Þórunn Gestsdóttir: Það að kjósa Kosningaréttur og kjörgengi hvers einstaklings er einn hinn dýrmætasti réttur borgaranna í hverju landi, og hart hefur verið barist fyrir þessum rétti öldum saman. Þess vegna finnst undirrit- aðri skjóta skökku við nú árið 1978, þegar ungir sem aldnir í okkar íslenzka þjóðfélagi bera á torg skoðanir sínar eða hlutleysi og segja, — ég kýs ekki — eða til hvers að kjósa — ég hef engin áhrif á gang mála, þetta er allt sami grautur í sömu skál. Ef fólk hugsar sem svo að stjórnmál og kosningar séu eitthvað óhreint fyrirbrigði, sem hægt sé að þvo hendur sinar af í einni andrá, skolar það um leið niður ögn af sinni sjálfsvirðingu og einstakl- ingsfrelsi, frelsinu til að velja og hafna. Stjórnmálin tengjast öllum þáttum okkar daglega lífs, hvað við snæðum, hvernig við búum, Athugasemdir við ummæli Bessíar Morgunblaðið birti miðvikudag- inn 24. maí síðastliðinn viðtal við Bessí Jóhannsdóttur, 12. mann á lista Sjálfstæðisflokksins við væntanlegar borgarstjórnar- kosningar. I viðtalinu víkur Bessí að Félagsvísindadeild Háskóla Islands m.a. á þessa leið: „I dag eru flestallir kennararnir Alþýðubandalagsmenn, sem í sjálfu sér skiptir ekki máli, ef þeir litu ekki á sig sem pólitíska trúboða. Sem dæmi vil ég nefna kennslu Svans Kristjánssonar í alþjóðastjórnmálum. Hluti af náminu fjallar um utanríkismál Islands. Feykilegt gildismat er í vali námsbóka, og mestur hluti tímans fer í að rífa niður stefnu, okkar í þessum málurn." 1) Haustið 1976 hugðist Bessí Jóhannsdóttir hefja nám í nám- skeiði um alþjóðastjórnmál, sem undirritaður kenndi á vegum Félagsvísindadeildar Háskóla Islands. Af þeirri fyrirætlan Bessíar varð hins vegar ekki, einhverra ástæðna vegna. í nám- skeiðinu voru fluttir tveir fyrir- lestrar á viku í þrettán vikur, eða samtals 26 fyrirlestrar. Umræðu- tímar voru einnig tvisvar í viku. Bessí Jóhannsdóttir sótti 1—2 fyrirlestra og Wi umræðutíma, eða samtals 2’/á —3 '/2 tíma af 52 kennslustundum. Kennarinn Bessí Jóhannsdóttir er- mér vonandi sammála um, að slík ástundun í námi sé harla ótraustur grundvöll- ur þeirra fullyrðinga, sem hún leyfir sér að bera á borð fyrir lesendur Morgunblaðsins. 2) Mér er ljóst, að í hita kosningabaráttu geta ógætileg orð fallið, sem ekki eru í samræmi við raunverulegar skoðanir eða inn- ræti fóiks. Ég vil því gefa Bessí Jóhannsdóttur kost á að biðjast ppinberlega afsökunar á þeim atvinnurógi um kennslustörf mín og samkennara minna, sem fram kom í umræddu viðtali. Reykjavík, 26. maí, 1978. Dr. Svanur Kristjánsson. lektor. hvernig við undirbúum börnin okkar fyrir framtíðina og höfum áhrif á að þau gerist nýtir þj óðfélagsþegnar. Okkar íslenzka þjóðfélag hefur marga vankanta, og oftast er einblínt á þá, og litið fram hjá því heiðarlega og sem vel er að staðið. Allir vita að neikvæðu hugarfari fylgja niðurrif, en já- kvæðu hugarfari framfarir. Það sprettur ekkert af sjálfu sér, að öllu þarf að hlúa, hlúum því að sjálfsvirðingu okkar, hún er okkur nauðsyn. Gildi mannsins er ekki að finna í því, sem hann hefur þegar öðlazt, heldur hinu sem hann þráir. Þegnar þjóðfélagsins hafa misjafnar þarfir og þrár, en þörfum og þrám er ekki fullnægt með aðgerðarleysi, eða því að falla í grautarskál meðalmennskumúg- sefjunar. Gangið að kjörborðinu í dag með virðingu fyrir ykkur sjálfum, virðingu fyrir einstakl- ingunum sem byggja íslenzkt þjóðfélag. Þórunn Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.