Morgunblaðið - 27.05.1978, Side 47

Morgunblaðið - 27.05.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1978 47 HVERNIG svo sem leikar fara í Argentínu, hvort Vestur-Þjóð- verjum tekst að vera heimsmeist- aratitil sinn eður ei, þá er það ljóst aö Helmut Schön, einvaldur v-þýzka landsliðsins, lætur af störfum að keppninni lokinni. Tap eða sigur skiptir ekki máli, Ilelmut Schön hefur verið við stjórnvölinn í v-þýzkri knatt- spyrnu í 14 ár, lengur en nokkur annar landsliðseinvaidur, og nú finnst honum kominn timi til að hætta. • Landsliðseinvaldurinn llelmut Schön á tali við Hansi Miiller, leikman Stuttgart. Schön er að sjálfsögðu með húfulokið, sem hann skilur helzt ekki við sig. Hansi MUller er aðeins 21 árs, en einn af þeim mönnum, sem Schön reiknar með að verði fastamaður f landsliði V-Þýzkalands í framtíðinni. Undir stjórn Helmuts Schön varð v-þýzka landsliðið heims- meistari 1974, í 2. sæti í keppninni í Englandi 1966 og þriðju í Mexíkó 1970. Þeir urðu Evrópumeistarar 1972, en töpuðu úrslitaleik Ev- rópukeppninnar 1976 eftir víta- spyrnukeppni 1976. Eftir að hafa stjórnað liði V-í^kalands í sinni fjórðu heimsmeistarakeppni ætlar hinn 62 ára gamli Schön að hætta og afhenda aðstoðarmanni sínum, hinum lítt þekkta JUpp Derwall, stjórn landsliðsins. Á sama tíma og landsliðsþjálf- arar í flestum löndum hafa verið látnir hætta og jafnvel verið flæmdir í burtu hefur staða Schöns verið trygg og svo virðist sem hann hefði getað haldið áfram endalaust. Það er hann sjálfur, sem tók ákvörðun um að hætta, engar óskir voru um slíkt frá leikmönnum eða ráðamönnum í þýzkri knattspyrnu. Schön vildi reyndar hætta 1975, en var þá píndur af v-þýzka knattspyrnu- sambandinu til að halda áfram. Stór liður í velgengni v-þýzka landsliðsins er því að þakka að Schön hefur alltaf verið á sínum stað. Landslið hans hefur fengið á sig festu á sama tíma og lið hafa verið rótlaus og óörugg vegna stöðugra þjálfaraskipta. Helmut Schön er sonur listaverkasala frá Dresden og hafði á unglingsárum mestan áhuga á að verða skurð- læknir. Schön er hæverskur og kurteis, hefur gaman af að fara í óperuna og býr í úthverfi í Wiesbaden ásamt konu sinni Önnu Lísu og hundi þeirra hjóna. Þúsundir V-Þjóðverja eiga lengi eftir að minnast hans, en Schön er gjarnan kallaður „der lange“ eða sá hávaxni, en Schön er 1.95 m á hæð. Schön gengur alltaf um með húfulok og ekki er ólíklegt að Schön hafi átt sinn þátt í að gera þess konar höfuðföt vinsæl í V-Þýzkalandi á seinni árum. Schön var á sínum tíma mjög snjall knattspyrnumaður og lék sem framherji með Dresden. Á árunum 1937 — 1941 lék hann 16 sinnum með landsliði Þýzkalands og skoraði 14 mörk. Eftir að Þýzkalandi var skipt í tvennt eftir seinni heimsstyrjöidina fluttist Schön til V-Þýzkalands og byrjaði sem þlálfari í Saarland. 1954 hóf' hann störf hjá DFB, v-þýzka knattspyrnusambandinu, og var aðstoðarmaður Sepp Herbergers í HM-leik gegn Chile 1962. — Alla tíð hefur þess verið krafizt af mér að ég næði árangri, sagði Schön í blaðaviðtali nýlega. — V-Þjóðverjar urðu heimsmeist- arar 1954 og síðan hefur þess verið krafizt að liðið ynni titilinn á ný. Eg vildi mjög gjarnan hætta eftir HM 1974, þá hefði ég hætt á toppinum. Ég vildi einfaldlega fá að hverfa í fjöldann á ný eftir að þessum árangri hefði verið náð, segir Schön. Schön þykir sérstaklega snjall í að velja stjörnuleikmenn með félagsliðum og fá stjörnurnar til að gera góða liðsheild með lands- liði. Hann hefur haft í liði sínu skipuleggjendur eða „arkitekta" eins og Wofgang Overath, Gunter Netzer og Jurgen Grabowski. í v-þýzka landsliðinu undir stjórn Schön hafa verið óviðjafnanlegir markaskorarar eins og Uwe Seeler og Gerd Muller. Það er til marks um snilli Schön að þó þessir leikmenn hafi lagt skóna á hilluna eða hafi hætt að leika með iandsliði þá hefur vegur V-Þjóð- verja ekki minnkað í knattspyrn- unni. Gott dæmi um heiðarleika og hugrekki Schön er hvernig hann brást við er Franz Beckenbauer hélt til liðs við Cosmos í Banda- ríkjunum fyrir rúmu ári. Þrátt fyrir góða vináttu þessara manna og það að „keisarinn" hefði verið einn mikilvægasti þátturinn í liði hans í áratug, þá sagði Schön að Beckenbauer setti sjálfan sig út úr landsliðinu við það að fara til Bandaríkjanna. Schön stóð fast við þessa yfirlýsingu sína þrátt fyrir öldu mótmæla í V-Þýzka- landi. Hann dregur enga dul á það að V-Þýzkaland á nú færri stjörnur í knattspyrnunni en fyrir um 10 árum og segist ekki vera á sama máli og veðmangarar, sem telja V-Þýzkaland líklegt til að verja heimsmeistaratitil sinn. — Mörg lið hafa tekið miklum framförum síðan 1974 og bilið milli liðanna í keppninni hefur minnkað með hverju árinu, segir Schön. Hann viðurkennir þó að lið hans hefur alltaf verið sterkast þegar mest hefur reynt á. Leikmenn v-þýzka landsliðsins sungu nýlega inn á hljómplötu og þar er Schön kvaddur á eftir- minnilegan hátt. I lauslegri þýð- ingu segir meðal annars í söng sem heitir „Maðurinn með húf- una“. „Þú sigraðir með okkur, þú tapaðir mörgum árum. Endalok samvinnu okkar nálgast og augu okkar fyllast tárum. Maðurinn með húfuna hverfur til síns heima. Hann tekur með sér virðingu okkar og viðurkenningu. Við miss- um vin úr hópnum." Hljómplata þessi hefur hlotið mjög góðar viðtökur í Þýzkalandi og þegar hafa yfir 300 þúsund eintök selst. Schön sagði eftir að platan kom á markað: „Því gleðj- umst við ekki hæversklega. Ég vildi ekki allan þennan hávaða. Því fæ ég ekki að fara í friði. Markalaust jafntefli milli Hauka og KR „Því fæ ég ekki að fara í friði" Helmut Schön hættir sem landsliðseinvaldur f V-Þýzkalandi eftir 14 ára árangursríkt starf KR-INGAR töpuðu sína fyrsta stigi í annarri dcild í knatt- spyrnu er þeir gerðu marklaust jafntefli við Ilauka á Ilvaleyrar- hoitsvelli í gærkveldi. Meiri hluti leiksins var mikið um háloftsspyrnur og knötturinn gekk mótherja á milli á vallar- miðjunni. Eina umtalsverða mark- tækifæri leiksins kom á 21. mínútu síðari hálfleiks, er KR-ingar fengu hornspyrnu, sem var prýðilega framkvæmd. Upp úr henni kom nokkuð gott skot á mark Hauka af stuttu færi, sem markvörðurinn, Örn Bjarnason, varði af stakri prýði. Rétt fyrir lok leiksins lifnaði aðeins yfir leikmönnum liðanna og nokkrar sæmilegar sóknarlotur sáust af hálfu beggja aðila, en í heildina gladdi fátt augu fjöl- margra áhorfenda, sem fengu heldur lítið fyrir snúð sinn. Sundmót JT Armanns SUNDMÓT Ármanns fer fram í Laugardalshöllinni í dag. Hefst keppnin klukkan 16. Keppt er í fjöldamörgum greinum og er búist við skemmtilegri keppni. Lið KR lék þennan leik illa. Afar sjaldan brá fyrir samleik, en þess heldur meira var um háar óná- kvæmar spyrnur og mikil hlaup. Lið Hauka barðist allvel í leiknum, en sýndi heldur litla knattspyrnu, spil þeirra, það litla sem sást, var afar þröngt, og í því var iítil breidd. Úrslit leiksins, 0—0, voru, eftir gangi hans, sanngjörn. - Þr. Afmæli Fylkis íþróttafélagið Fylkir í Árbæ verður 11 ára á sunnudaginn, en það er 28. maí. Eins og vænta má munu aðstandendur félagsins halda daginn hátíðlegan og fer þá fram fjáröflun í formi kaffisölu í Safnaðarheimili Árbæjar. Verður starfsemi hinna fjögurra deilda Fylkis kynnt við það tækifæri. Einnig verða í hófi þessu afhent verðlaun fyrir Árbæjarhlaupið, en það fer fram samdægurs og stendur Fylkir fyrir því. • Mynd þessi var tekin um hvitasunnuna í Vestmannaeyjum, þegar þar fór fram fyrsta stigamöt sumarsins í golfi. óvíða er umhverfi golfvallar jafn fagurt og í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Opið golfmót hjá GS GOLFKLÚBBUR Suðurnesja efnir í dag og á morgun til opins golfmóts á Leiruveiii og nefnist það „Michelin-mót". Þetta er 36 holu punktakeppni og er búist við góðri þátttöku. Keppnin hefst klukkan 9 f.h. í dag. Góð verðlaun verða í mótinu og ennfremur verða veitt aukaverðlaun fyrir þá golfmenn, sem slá næst holu á 5. braut. lengsta hiiggið á 9. braut og bæta sig mest seinni daginn. Þá er þess loks að geta að á staðnum verður eins konar tívolí, þar sem gestir geta reynt hæfni sína í golfi. Evcc Svisvs Eicc: A&BivAS ICUATT&MVOAJU WfcTM _ I-EÍVÖO, 'S'IMA., HEUSUIC f VJKj toicósisl 'i íWeíVMti Idkj/VTTÖPV^JU 'l L6IYC Mil-M e>°'. SEM ueodivjM SR. 'I eVe>i'- Mi3(S.teítU(sji 'I eoicjsoe. -<_Hiee si_a&*vst m.s(ovi 'I SAtOVÍELTO , í LeiCMOM M'iull 'ITAUA OCt VESTue- þ>oó©vec3A t e ÚvOvie KWS.TOM oAt-KJ 6LÆUAT 0(5i ÞEWA S^vj -tvo AF OSSTO ú-fcAjM evedoo |E£-Tll> H1/6RT (v'ls- VoOi'lSBeAírlsio bað fe?. &H5 Oíj tpeiE- öEe.i AU_r TÍL p&ss AÐ i/lWWA. ■bx/u- Man. City kaupir MANCHESTER City hefur nú fest kaup á miöverði Lutorts, Paul Futchers og kostaði hann 360.000 steriingspund. Verður ' 'agið að teljast hverri einustu któs fátæk- ari, pví að sem uny jur var Futcher hjá City til reyr , en peir álitu að hann væri ekki pess verður að halda í hann. Futcher fór til Chester ásamt tvíburabróöur sinum Ron og fluttust síöan báðir til Luton par sem peír voru keyptir fyrir stórpening.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.