Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 121. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kúbanir senda 1000 til Angóla London, 9. júní. — AP. EITT þúsund Kúbumenn hafa verið sendir til Angóla til hjálpar 5.000 Kúbumönnum sem hafa byrjað nýjar árásir á yfirráða- svæði skæruliðahreyfingarinnar IATA hótað úrsögn London, 9. júní. AP. BREZKA flugfélagið British Air- ways sem brezka stjórnin á, hótaöi í dag að segja sig úr Alþjóðasambandi flugfélaga (IATA) ef pað tæki ekki upp frjálslyndari stefnu í fargjalda- málum og sætti sig ekki við aðrar róttækar breytingar á fyrirhuguðum fundi 30. júní. Afleiðingin getur orðið nýtt fargjaldastríð. Flugfélagið vill fá aö lækka fargjöld sín á öllum helztu flug- leiðum. Aðstoðarframkvæmda- stjóri félagsins Ross Stainton sagði í dag í riti sem starfsmenn flugfélagsins gefa út mánaöarlega að lág fargjöld væru orðin stað- reynd og flugfélögin yrðu að laga sig að þeirri staðreynd. Stainton átti áreiðanlega viö flugfélag Sir Freddie Lakers og hann bætti því viö aö flugfélög ættu aö hafa rétt aö bjóöa eins lág fargjöld og þeim væri framast unnt. Unita að sögn talsmanns skæru- liða í London í dag. Hann sagði að leyniþjónusta skæruliðahreyfingarinnar hefði varað við því að ýmsar aðgerðir Kúbumanna í Angóla gætu verið undanfari nýrrar innrásar Kúbu- manna í Shaba-héraði í Kongó. Kúbumenn hafa drepið milli 100 og 200 óbreytta borgara í loftárás- um sem héldu áfram í dag að sögn talsmannsins. Hann sagði að stór svæði væru enn á valdi Unita-hreyfingarinnar. Hingað til hefur verið talið að alls 25.000 Kúbumenn væru í Angóla og ef nýi liðsaukinn er talinn með eru þeir orðnir 26.000. Skæruliðar hafa 8.000—10.000 menn undir vopnum í Suður-Ang- óla og að sögn talsmanns þeirra beita þeir skæruliðaaðferðum gegn fullkomnum herbúnaði sem Kúbu- menn hafa fengið frá Rússum. Talsmaðurinn sagði að loftárás- ir hefðu verið gerðar í Bie-héraði í Pereira de Eca og Serpa Pinto í Huila-héraði og Cuito-Cuanavale í Cuando Cubango-héraði. Hann segir að aðrar flugvélar hafi eyðilagt uppskeru með eldsprengj- um og efnavopnum. Að sögn talsmannsins flytja Kúbumenn nú herlið og hergögn frá hafnarbæjunum við Atlants- haf flugleiðis til Luso höfuðborgar Moxico-héraðs og þaðan með járnbraut til Teixeira de Sousa sem Benguela járnbrautin liggur um til Zaire og Zambíu. 2 andófsmenn senn fyrir rétt London. 9. júní. AP. RÚSSNESKU andóísmennirnir Anatoly Shcharansky og Alex- ander Ginzburg verða leiddir fyrir rétt í sumar að því er skýrt var frá í Moskvu í dag. Frétt þessi er komin frá blaða- manninum Viktor Louis sem skrifar fyrir Evening News og talið er að sovézk yfirvöld noti til að koma áleiðis upplýsingum til Vesturlanda. Samkvæmt óstaðfestum fréttum að undanförnu hefur staðið til að láta Shcharansky lausan til að draga úr spennunni í sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. En sérfræðingar hafa talið ólík- legt að honum verði sleppt án Framhald á bls. 26. Tveir palestínskir skæruliðar í rústum húsanna sem ísraelsmenn gerðu árás á í Aaqbiye, um 50 km suður af Beirút. ísraelsmenn eyða flotavigi skændiða Aaqhiye. Lihanon. 9. júní. AP. ISRAELSKIR „hermenn" eyðilögðu flotabækistöð Palestínumanna í fiskiþorpinu Aaqbiye í Suður-Líbanon í skjóli myrkurs í nótt. ísraelsmenn sögðu að árásin hefði verið gerð til að fyrirbyggja árásir sem skæruliðar hygðust gera af sjó á Israel. Abu Jihad. yfirmaður skæruliða A1 Fatah í Líbanon. sagði að setuliðið hefði átt sér einskis ills von. Ilann sagði að 10 ísraelsmenn og fimm Palestínumenn hefðu fallið. Herstjórnin í Tel Aviv segir hins vegar að aðeins tveir ísraelsmenn hafi fallið og átta særzt og að árásarmennirnir hafi séð átta palestínsk lík og talið að fleiri hefðu fallið. Heimildir í friðar- gæzluliði SÞ hermdu að fjórir Israelsmenn hefðu fallið en sjúkrahússtarfsmenn kváðust hafa séð lík fimm Palestínu- manna. Einn úr hópi um 40 skæruliða sem voru við rústirnar í dag sagði að allir hefðu verið sofandi þegar árásin var gerð nema tveir verðir. Hann sagði að fleiri hefðu fallið ef þeir hefðu verið í aðalhúsinu þegar árásin var gerð en þeir hefðu sofið undir trjánum. Palestínumenn segja að sex líbanskir verkamenn hafi grafizt undir rústunum en það er ekki hægt að fá staðfest strax. Abu Aiman, 15 ára gamall skæruliði, lýsti árásinni: „Hún var gerð um kl. 2:20. Við heyrðum hróp í öðrum verðinum seni varð var við þrusk í fjörunni. Enginn svaraði þegar hann hrópaði og hann hóf skothríð. Síðan hófst árásin. Eg fleygði mér niður og skaut á einn óvininn fyrir framan mig. Ég er viss um að ég hæfði hann en þá skaut annar maður á mig og ég missti meðvitund." Jihad sagði að 19 skæruliðár hefðu verið í víginu en ísraels- menn segja að þeir hafi verið Framhald á bls. 26. Mobutu kemur á fót emvalaliði i Shaba Kinshasa, 9. júní. — Reuter. MOBUTU Sese Seko forseti skýrði frá því í dag að hann væri að koma á fót einvalaliði sem gæti varið Shaba-hérað og gert gagn- árás ef ný innrásartilraun yrði gerð. Ilann sagði að þctta væri liður í ráðstöfunum til að auka öryggi í Shaba og sagði að gæzia yrði aukin á landamærunum. Hann sagði þetta í fyrsta viðtalinu við erlenda fréttamenn síðan innrás- in var gerð í sfðasta mánuði. Öryggisgæzlulið Afríkuríkja skipað um 2.700 mönnum frá sjö löndum tekur við vörnum Shaba, en Mobutu sagði að það gæti ekki verið þar lengi. Þess vegna kvaðst hann mundú koma á fót einvala- liði og sagði að öryggi héraðsins yrði tengt hæfni til að svara í sömu mynt. Mobutu forseti sagði að kúbanskir liðsforingjar hefðu þjálfað um 6.000 uppreisnarmenn í Angóla í sex mánuði áður en innrásin var gerð. Þar til einum degi áður en uppreisnarmenn réðust til atlögu segir hann að vélvædd sveit Kúbumanna hafi verið á Kolwezi-svæðinu um 160 km frá landamærum Angóla. „Fyrir liggja fjölmargar sannanir um íhlutun Rússa og Kúbumanna,“ sagði forsetinn. „Farið var eftir hernaðaráætlun sem sérfræðingar sömdu og Nathaniel Mbuma lögregíuforingi (Ieiðtogi uppreisnarmanna) hefði ekki getað samið.“ Framhald á bls. 27 Hringurinn um fangelsi Moros þrengist sifellt Róm. 9. júní. AP. LÖGREGLAN, sem leitar að morðingjum Aldo Moros fyrrverandi forsætisráðherra, hefur þrengt svæðið þar sem þeir leita að „alþýðufangelsinu“ og aukið yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem voru fangelsaðir og ákærðir fyrir morð. Lögreglan sagði að athugun á sandi, sem fannst í skóm Moros, gæfi til kynna að hann hefði sennilega verið hafður í haldi við ströndina nálægt Róm milli Maccarese og baðstaðarins Fregene. Svæðið er nálægt Fiumic- ino-flugvelli og leitað var á því án árangurs meðan Moro var í gíslingu en nú vonast lögreglan að ný leit verði til þess að hún finni fangelsi Rauðu herdeildanna. Nýjar yfirheyrslur hófust í dag yfir fimm mönnum sem voru handteknir þegar fund- izt hafði prentsmiðja sem Rauðu herdeildirnar notuðu og ákærðir voru fyrir rán Moros, morðin á fimm líf- vörðum hans og morðið á Moro. Fyrstur var tekinn til yfirheyrslu Enrico Triaca eigandi prentsmiðjunnar. Meintur aðalforsprakki Rauðu herdeildanna í Róm, Mario Moretti, var einnig ákærður fyrir ránið og morð- ið á Moro en hann leikur enn lausum hala.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.