Morgunblaðið - 10.06.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR' 10. JÚNÍ 1978
Starfsfólk B.Ú.IL Kcnsur aí fundi eftir að vísað var frá sáttatillögu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Ljósm.
Rax.
Sáttatillögu bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar vísað frá
SÁTTATILLAGA sú sem bæjar
stjórn Hafnafjarðar samþykkti
á fundi sínum á miðvikudags-
kvöld var felld á fundi sem verka-
lýðsfélögin í Hafnarfirði héldu
með starfsfólki Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar f gærdag, þar sem
samþykkt var frávísunartillana
þar sem scgir að fundurinn tclji
það rétt að ráða nú þegar
verkstjóra í 1—2 mánuði meðan
fundin sé lausn á þessum mál-
efnum.
Á fjölmennum fundi starfsfólks
B.Ú.H. sem Verkakvennafélagið
Framtíðin og Verkamannafélagið
Hlíf héldu voru í upphafi lesnar
kveðjur og stuðningsyfirlýsingar
við starfsfólk frá Verkamanna-
sambandi íslands, Verkakvenna-
félaginu Snót í Vestmannaeyjum,
Verkalýðsfélaginu í Vestmanna-
eyjum, trúnaðarmannaráði starfs-
manna ísal, Verkakvennafélaginu
Framsókn og Starfsmannafélag-
inu Sókn og fleiri kveðjur höfðu
áður borist.
Hallgrímur Pétursson formaður
Hlífar lagði fram tillögu bæjar-
stjórnarinnar ásamt tillögu
minnihluta, en þá kom fram.
eftirfarandi frávísunartillaga:
„Fundur verkafólks í Fiskiðju-
veri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
haldinn 9.6. 1978 samþykkir eftir-
farandi: Tillaga sú sem meirihluti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sam-
þykkti á fundi sínum 7.6. og hér
hefur verið rædd á fundi okkar er
efnislega sú sama og sú er felld
var með greinilegum atkvæðamun.
Við teljum okkur misboðið með
tillögu þessari og vísum henni frá.
Framhald á bls. 26.
Alþýðubandalag:
Grunur um að
forystumenn
ætliað„svíkja”
í „herstöðva-
málinu”
- Sýnum „valtmkollum” styrk
okkar, segir Árni Björnsson
Bersýnilet er, að innan Al-
þýðubandalagsins hafa vaknað
grunsemdir um, að forystusveit
þ'ess hyggist „svíkja" í
„herstöðvamálinu". Þessar
grunsemdir koma afar skýrt
fram í grein er Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur ritar í Þjóð-
viljann í gær, þar sem hann
hvetur flokksbræður sína til
þátttöku í Keflavíkurgöngu að
því er virðist fyrst og fremst til
þess að gera „eina þingflokki
herstöðvarandstæðinga" ljóst
hver styrkur þeirra er. Segir
Árni Björnsson aö gangi flokks-
bræður hans ekki „getum við
sjálfum okkur um kennt, ef
Alþýðubandalagið „svíkur" í
herstöðvamáiinu."
í grein sinni kvartar Árni
Björnsson undan því, að „aúð-
valdið“ gerir sér vonir um að
með því að draga varnarmálin
inn í kosningabaráttuna „megi
takast að hræða forystu Al-
þýðubandalagsins frá því að
gefa nokkrar stórorðar yfirlýs-
ingar um brottför hersins og
Natoúrsögn sem skilyrði fyrir
stjórnaraðild."
Jafnframt er greinarhöfundur
fullur grunsemda yfir því, að
Þjóðviljinn hafi lítið fjallað um
varnarmálin og segir: „Sumum
finnst reyndar einmitt, að
Alþýðubandalagið og Þjóðvilj-
inn hafi ennþá ekki svarað
hvað þá tekið þessari áskorun
Framhald á bls. 26.
Breytt ástand á miðunum
Sjö sóttu um stöðu
skattstjóra 1 Rvík
Sjö manns sóttu um embætti
skattstjóra í Reykjavík, en um-
sóknarfrestur rann út fyrir
skömmu. úm stöðuna sóttu eftir-
taldiri
Atli Gíslason, lögfræðingur, full-
trúi við embætti ríkisskattstjóra,
Gestur Steinþórsson lögfræðingur,
varaskattstjóri við embætti skatt-
stjórans I Reykjavík, Haraldur
Árnason deildarstjóri við embætti
skattstjórans í Reykjavík, Úlfar
Sigvaldason, fulltrúi við embætti
skattstjórans í Reykjavík, Ólafur
Stefánsson lögfræðingur, fulltrúi í
fjármálaráðuneytinu, Ragnar
Olafsson, deildarstjóri við embætti
skattstjórans í Reykjavík og Sig-
valdi Friðgeirsson lögfræðingur,
skrifstofustjóri við tollstjóraem-
bættið í Reykjavík.
RÍKISSTJÓRNIN einsctti sér um
það leyti sem hún tók við völdum,
að framfylgja því stefnumarki
Sjálfstæðisflokksins að færa fisk-
veiðilögsöguna út í 200 mflur.
Þetta tókst n\eð Óslóarsamningn-
um, scm gerðir voru við Breta, og
með samningunum við V-Þjóð-
vcrja.
Hinn 28. ágúst, 1974, þegar rík-
isstjórnin tók við völdum, var
ástandið á miðunum þannig að við
veiðar voru 58 brezkir togarar,
sem skiptust í þrjá hópa. Einn
hópurinn var að veiðum norðvest-
ur af Grímsey og hinn þriðji var
við Hvalbak.
Þennan sama dag voru 9 vest-
ur-þýzkir togarar að veiðum vest-
ur af Látrabjargi og höfðu þá aðrir
9 rétt áður verið farnir út fyrir 200
mílna mörkin, því að deginum
áður voru þar 18 vestur-þýzkir
verksmiðjutogarar. Þá voru einnig
þrír belgískir togarar að veiðum
innan við 200 mílna mörkin eða
samtals 80 togarar að veiðum
innan eða við 200 mílna mörkin.
Ástandið á miðunum í dag er
allt annað, að því er varðar veiðar
erlends togaraflota. Samkvæmt
upplýsingum Landhelgisgæzlunn-
ar voru hér í fyrradag 3 belgískir
togarar og 4 færeyskir. Þá voru
hér einnig 3 færeyskir línuveiðar-
ar, 5 færeyskir handfærabátar og
5 norskir línuveiðarar.
Mikið kal vída í
S-Þingeyjarsýslu
LJÓST er nú að töluvert er um
kal í Suður-Þingeyjasýslu, og
mun sömu sögu að segja úr
Norður-Þingeyjasýslu, og eins úr
Húnavatnssýslum að því er
Morgunblaðinu var tjáð í gær.
Sumsstaðar er ástandið þannig,
að bændur munu aðeins geta
hálfnýtt túnin.
Stefán Skaftason ráðunautur í
Straumnesi tjáði Morgunblaðinu
í gær, að kal hefði orðið meira að
þessu sinni í S-Þingeyjasýslu en
menn hefðu átt von á. Kvað hann
ástandið sérstaklega slæmt f
Ljósavatnshreppi. „Þar ná bænd-
ur ekki nema hálfum heyjum í
sumar," sagði hann.
Þá sagði Stefán, að á Reykjum
II í Fnjóskadal væru tún illa farin
og gizkuðu menn á að 70% af þeim
væru ónýt. Sömu sögu væri að
segja frá nokkrum stöðum í
Aðaldal, og einnig vissi hann að
tún væru mjög kalin á nokkrum
bæjum í Kinninni eins og Lækja-
móti og Hriflu.
Um ástæðuna sagði Stefán að
tún hefðu verið mjög svelluð um
Ráðherrar Alþýðubandalagsins vorið 1974:
Tóku 7,5 vísitölustig aflaun-
þegum—verðtryggðu lán
Húsnæðismálastjómar
Þverbrot á glldandi kjarasamningum, sagði forseti ASÍ þá
VORIÐ 1974 stóðu ráðherrar Alþýðubandalagsins í
þáverandi ríkisstjórn og þingflokkur þess að tveimur
veigamiklum aðgerðum í efnahagsmálum
• 7,5 vísitölustig voru tekin af launþegum með
bráðabirgðalögum
• í fyrsta sinn var tekin upp verðtrygging á lánum
Húsnæðismálastjórnar.
Hinn 1. júní átti kaupgjaldsvísitala að hækka um 15,5
vísitölustig sem greiða átti á öll laun. Ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar, sem Alþýðubandalagið átti aðild að, ákvað
að greiða niður 8 af þessum vísitölustigum. Ekkert fé var
til í ríkissjóði til þess að standa undir því. Síðan gaf
ríkisstjórnin og þ.á m. þeir Lúðvík Jósepsson, púverandi
formaður Alþýðubandalagsins, og Magnús Kjartansson út
bráðabirgðalög þar sem 7,5 vísitölustig voru tekin af
launþegum. Með þeirri ákvörðun einni var tekin af
launþegum fjárhæð, sem í dag mundi jafngilda 3—4
milljörðum króna bara um þau mánaðamót.
Jafnframt ákvað vinstri stjórnin og þar með Alþýðu-
bandalagið að taka skyldi upp verðtryggingu á lánum
Húsnæðismálastjórnar. Var það í fyrsta sinn sem slíkt var
heimilað.
Um afnám 7,5 vísitölistiga með bráðabirgðalögum sagði
Björn Jónssin forseti ASÍ í viðtali við Morgunblaðið um þær
mundir: „... ég tel þetta þverbrot á gildandi
kjarasamningum...“
Var þá ákvörðun vinstri stjórnarinnar og þar með
Alþýðubandalagsins að verðtryggja lán Húsnæðismála-
stjórnar sagði Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar í
viðtali við Morgunblaðið um þær mundir: „Ég teldi það
ákaflega slæmt, ef sá hluti íbúðarlána, sem ætlað er að
verða þeim fátækustu að liði, yrði vísitölubundinn."
áramót, síðan hefðu komið miklar
þýður í byrjun apríl, og svo
snöggfrosið á blauta jörðina, við
þannig ástæður væri ávallt mikil
hætta á kali.
Þá sagði hann að lítið sem
ekkert hefði borið á kali í túnum
á þessum slóðum síðan 1970.
25 m. kr. til að
leysa atvinnu-
vanda unglinga
EINS og Brigir ísleifur Gunnarsson
fyrrverandi borgarstjóri skýrði frá í
Morgunblaðinu í gær hafði fyrrver-
andi meirihluti borgarstjórnar til-
búnar áætlanir til að leysa atvinnu-
vanda unglinga í Reykjavík. Þetta
mál var á dagskrá á fundi borgar-
ráðs Reykjavíkur í gær, og var þá
samþykkt 25 millj. kr. aukafjárveit-
ing til að auka atvinnu unglinga 16
ára og eldri.
33 milljón
króna sala
hjá Engey
Skuttogarinn Engey RE seldi
165,2 lestir af fiski í Hull í
gærmorgun fyrir 32.9 millj. kr.
Meðalverð á kfló var kr. 199.32.