Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 12
12
Amerískar teikn-
ingar 1927—1977
í sölum Listasafns Islands
stendur nú yfir í tilefni Lista-
hátíðar ein hin merkasta sýn-
ing er inn í þá sali hefur ratað.
Hér er um að ræða sýningu
amerískra teikninga á tímabil-
inu 1927—1977 frá listasafninu
„Minnesota Museum of Art“ og
var sú sýning haldin í tilefni
fimmtíu ára afmælis safnsins.
Hingað er svo kominn kjarni
sýningarinnar, 75 verk eftir
jafnmarga listamenn, og eru
það velflestir þekktustu mynd-
listarmenn þjóðarinnar á sviði
nýlista á þessu tímabili sem á
annað borð fengust við þessa
listgrein. Er hér um slíkan
hvalreka að ræða að engir, sem
áhuga hafa á þessari grein
myndlistar, mega láta hana
fram hjá sér fara — og vísast
fá margir áhuga á listgreininni
er áður hafa látið sig hana litlu
varða til þessa, komi þeir á
annað borð inn í nefnda sali.
Það sem öðru fremur vekur
óskipta athygli er hin mikla
tæknibreidd sem hér kemur
fram — jafnframt óþrjótandi
möguleikum sem marga hér-
lenda mun ekki hafa órað fyrir
enda alltof lítil rækt verið lögð
við þetta svið myndlistar.
Þetta er farandsýning, sem á
að fara víða um lönd og er
ísland- fyrsti áfangastaðurinn
utan Bandaríkjanna. Sú stað-
reynd ein er athygli verð og
mætti boða tímamót í menn-
ingarlegum samskiptum stór-
þjóða við hinar fámennari.
Þetta er ánægjuleg þróun, því
að til þessa hafa menn yfirleitt
orðið að ferðast óralangar
leiðir til að líta frumverk
nafntogaðra snillinga. — I
flestum tilvikum fáum við
einungis ljósmyndir af verkum
þeirra en þær segja einungis
hálfa sögu þótt ljósmyndirnar
geti verið óaðfinnanlegar sem
slíkar.
Annars, sem vert er að geta,
er að sýningunni fylgir vegleg
og mjög eiguleg sýningarskrá
með ágætum myndum af ýms-
um verkanna á sýningunni —
auk ágætlega ritaðra formála
með mikilsverðum fróðleik og
upplýsingum. Ættu sem flestir
að lesa formálana um leið og
þeir skoða sýninguna og gefa
sér til þess góðan tíma.
Vil ég hér aðeins drepa niður
í formála Malcolm E. Leins
forstöðumanns listasafns
Minnesota: Hið ævintýralega
flug Charles Lindbergs yfir
Atlantshafið árið 1927 — og
hetjudýrkunin sem það hafði í
för með sér að skyggði á svið
nærtækrar vísbendingar um
þá þróun sem átti eftir að
umbylta heiminum á næstu
fimmtíu árum.
GASTON LACHAISE (1882-1935) „Kona, meö Hárskraut“,
pennateikning 1933—1935.
;
REGINALD MARSH (1898—1954) „Stúlkur á Coney Islands,“
blekteikning 1945.
L jitgáfanTn á Encyclopedia
Brittanica frá 1975 fæst stað-
festing á mikilvægi þessara
ára, — sem styrjaldir varpa
skugga á, framfarir á sviðum
læknisfræða, vísinda og mann-
réttinda bregða birtu yfir og
tunglferðir sveipa frægðar-
ljóma, — en þar í fræðum er
varið milljónatugum orða til
að lýsa þessu tímabili. Teikn-
ingarnar á þessari sýningu
skrá meginatriði sjónlistanna
á þessum ólgutímum...
Hér er réttilega mælt, og
mættu menn hafa þetta hug-
fast er þeir reika um sali
Listasafnsins og njóta heims-*
listar í þeim gæðaflokki, er
þeim var gersamlega lokað
svið fyrir fáum árum hér
heima. Hér birtist þýðing og
gildi Listahátíðar í skæru ljósi
og hér má ekki láta staðar
numið en sækja fram án afláts.
Það væri freistandi að gera
sýningunni ítarleg skil en það
Myndllst
Á LISTAHÁTÍÐ
eftir BRAGA
ASGEIRSSQN
yrði of langt mál hér að sinni
og skal því látið staðar numið
um leið og áréttuð er fyrri
hvatning um að skoða sýning-
una. En því megum við ekki
gleyma, að án velvildar, fórri-
fýsi og fyrirgreiðslu þeirra
aðila er standa að sýningunni,
hefði þetta framtak ekki verið
mögulegt og ber þeim mikil-
lega að þakka, einkum nefnd-
um Malcolm E. Lein, þeim
menningarlega persónuleika
og víðsýna húmanista.
Þá er og skylt að geta þess
að sýningunni er ágætlega
fyrirkomið.
Bragi Ásgeirsson.
Frönsk vefjalist
og grafík
F’ramlag Frakka til Listahátíðar
á myndlistarsviðinu er að þessu
sinni farandsýning á veflist og
grafík, er sett hefur verið upp í
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Sýning þessi hefur farið víða um
lönd og er hingað komin fyrir
Mireille Vcauvyi Veggteppi
„Demi-poire“ (Hálf pera).
milligöngu franska sendiráðsins
hér og var opnuð af ambassador
Frakka með menningarlegri reisn
og glæsibrag. Þetta er frekar lítil
sýning og kennir hér margra
grasa, enda fyrst og fremst hugsuð
sem kynning á þessum þætti
franskrar myndlistarhefðar —
hógvært yfirlit yfir ýmsar tegund-
ir veflistar þar sem teflt er saman
viðurkenndum listamönnum og
þeim yngri og lítt þekktari. Líkt og
segir í sýningarskrá „vaknaði á
árunum kringum 1930 á ný áhugi
manna fyrir möguleikum veflistar,
er Marie Cuttoli hóf að íhuga
hvort stíll ýmissa listamanna
myndi ekki hæfa veflistinni, en
sjálf hafði hún áhuga bæði á
málaralist og vefnaði. Sumir
listamannanna litu að vísu á
veflistina sem leik með nýjar
tæknibrellur, en fyrir aðra varð
hún opinberun. Síðan kom Jean
Lurcat til sögunnar, en hann var
einnig málari (sem oft vill
gleymast) — og hann átti mikinn
þátt í því að útbreiða boðskap
veflistarinnar meðal nútímalista-
manna. En fleira kom hér til:
Gallerí Denise Majorel var ein-
vörðungu helgað veflist, og Pierre
Baudoin gafst ald.rei upp á því að
beina athygli bestu listamanna
samtíðarinnar að veflistinni — og
nú er svo komið á vorum dögum
að erfitt er að greina á milli
veggteppa, málverka og jafnvel
lágmynda."
— Þetta eru vissulega orð að
sönnu og fáir hafa gert meira að
því en einmitt Frakkar að rækta
þá hlið vefnaðar er lýtur að því að
yfirfæra málverk þekktra
meistara nútímalistar í ofin teppi.
Þótt sú hlið veflistar sé umdeild af
ýmsum hreinræktuðum vefjar-
listarmönnum þá er það víst að
hér hafa verið gerðir stórir hlutir.
Pierre Daguini Veggteppi, ofið af
Saint Cyr vinnustofunni (13)
Dany Guillouxi Veggteppi (19)
Hin mjúka, hlýja áferð vefsins
hefur hér í mörgum tilvikum
reynst sem mikilsverð viðbót við
málverkið. Á seinni tímum hefur
minna borið á slíkum vinnubrögð-
um en þeim mun meira á sjálf-
stæðum tilraunum vefjarlistar-
manna á þessum vettvangi og hafa
þeir gengið svo langt að ýmsum
hefur fundist tilraunir þeirra eiga
lítið skylt við veflist. En menn
vefa einnig ósjaldan sér til
gamans, til að kanna þetta svið, og
slíkir koma úr öllum greinum svo
sem málaralist, höggmyndalist,
grafík og jafnvel byggingarlist, og