Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Forsíða Mbl. eftir að Óslóarsamkomulagið hafði innsiglað íslenzkan sigur í landhelgismálinu. Ártöl úr landhelgissögUi • 1631 — 1662« íslenzk landhelgi talin hafa verið 6 mílur • 1662—1859« Landhelgin talin hafa verið 4 mílur eða 16 sjómílur. • 1859—1900« Dönsk yfirvöld framfylgja landhelgis- vörzlu aðeins að einni mílu, þrátt fyrir áskoranir Alþingis um víðfeðmara vörzlusvæði. • 1901« Dönsk yfirvöld gera sérstakan samning við Breta um 3ja sjómílna landhelgi við ísland. • 1946« Ólafur Thors, þáv. forsætis- og utanríkisráð- herra ræður Hans G. Andersen sem þjóðréttarráðu- naut, er fyrst og fremst skyldi vinna að undirbúningi af íslands hálfu til útfærslu fiskveiðilögsögunnar. • 1948« Jóhann Þ. Jósepsson, þáverandi sjávarút- vegsráðherra Sjálfst.fl. hefur frumkvæði að setningu laga um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins (landgrunnslög), sem voru forsenda allra síðari aðgerða í landhelgismálum okkar. • 1948« Jóhann Hafstein (S), Sigurður Bjarnason (S) og Gunnar Thoroddsen (S) flytja tillögu til þingsályktunar um stækkun landhelgí og landhelgis- gæzlu. • 1948. Hermann Jónasson (F) og Skúli Guðmunds- son (F) flytja formlega tillögu á Alþingi um uppsögn samningsins við Breta frá 1901. • 1949« Bjarni Benediktsson, þá utanríkisráðherra, segir upp samningnum við Breta frá 1901. • 1951« Fyrstu aðgerðir á grundvelli landgrunnslaga. Ólafur Thors, þáv. sjávarútvegsráðherra, gefur út reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi, þar sem afmarkað er svæði eftir skandinavísku reglunni, þ.e. dregin grunnlína um yztu sker og útnes, fyrir mynni flóa og fjarða, en markalína sett 4 mílum utar. Allar botnvörpuveiðar bannaðar á þessu svæði. • 1952« Ríkisstjórn íslands gefur út bráðabirgðalög um 4ra mílna landhelgi miðað við grunnlínur frá yztu skerjum og annesjum. Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra. • 1958« Ríkisstjórn íslands gefur út reglugerð um útfærslu í 12 mílur. Sjávarútvegsráðherra Lúvík Jósepsson. • 1972. Reglugerð um útfærslu í 50 mílur kemur til framkvæmda. Sjávarútvegsráðherra Lúðvík Jóseps- son. • 1973« 50 þjóðkunnir menn senda stjórnvöldum áskorun um útfærslu fiskveiðilögsögu í 200 sjómílur. • 1973« Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja fram tillögu á Alþingi um útfærslu í 200 mílur. • 1974« Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar leggur fram og fær samþykkt stjórnarfrumvarp um útfærslu í 200 mílur. • 1975« Fiskveiðilögsagan færð út í 200 mílur. Sjávarútvegsráðherra Matthías Bjarnason. • 1976« Gert Óslóarsamkomulag er tryggir endan- lega viðurkenningu á 200 mílna útfærslu, íslenzkri veiðistjórnun í landhelginni, bindur enda á þorska- stríð sem og brezka og v-þýzka veiðisókn á íslandsmiðum og tryggir íslenzkum sjávarafurðum greiðari aðgang á Evrópumarkað (bókun 6). sjómannadafíinn, er hann vegur aö núverandi ríkisstjórn og kallar 200 mílan útfærsluna og Oslóarsam- komulagið „innantómt grobb“ við- komandi ráðherra. Óslóarsamkomulagiö Allir íslendingar viðurkenna í dag þann stórsigur, sem fólst í svokölluðu Óslóarsamkomulagi, 2. júní 1976. Þessi endanlegi sigur okkar í landhelgismálinu var margþættur: • 1) Bretar viðurkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands og íslenzka veiði- stjórnun innan hennar. • 2) Samkomulagið batt enda á þorskastríð, sem gat leitt til atburða, sem ekki hefðu verið bættir. • 3) Samkomulagið batt enda á brezka og raunar v-þýzka veiðisókn á íslandsmiðum og varð þann veg mikilvæg fisk- verndaraðgerð og sögulegur viðburður í Islandssögunni. • 4) Samkomulagið tryggði fram- kvæmd bókunar 6, sem þýddi niðurbrot tollmúra í EBE- ríkjum og greiðari aðgang fyrir íslenzkar sjávarafurðir (og iðnaðarvörur) á Evrópu- markað, sem var mikilvægt viðskiptalegt hagsmunamál þjóðarinnar. Andstaöa Alþýöubandalags Alþýðubandalagið snerist önd- vert gegn þessu mikilvæga sam- komulagi, sem innsiglaði endan- lega íslenzkan sigur í landhelgis- málinu. Kjartan Ölafsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem nú býður sig fram á Vestfjörðum gegn Matthíasi Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra, sagði í leiðara blaðs síns 29. maí 1976; „Úrslitaátök í landhelgis- málinu eru hafin. Tekist er á um það. hvort íslendingar eigi að fallast á það að uppkast að samningum við Breta, lítt eða ekki breytt, sem þeir Geir Hallgrímsson og Einar Ágústs- son komu með heim frá NATO fundinum í Ósló... Þau svik eru nógu alvarleg til þess, að ráðherrarnir báðir ættu að segja af sér þcgar í stað.“ Hinn framboðsritstjóri Þjóð- viljans, Svavar Gestsson, sem nú skipar 1. sæti Alþýðubandalagsins á lista þess í Reykjavík, sagði í leiðara blaðsins daginn eftir: „I þeim samningsdrögum, sem fyrir liggja nú. er ekki gert ráð fyrir neinni viðurkcnningu af hálfu Breta á yfirráðarétti okkar yfir íslenzku fiskveiðiland- helginni. Þar er heldur ekki um að ræða neinar tryggingar fyrir því að Bretar haldi ekki upptekn- um hætti — þar er þvert á móti bætt við þann vanda sem ís- lendingar kynnu að standa frammi fyrin samcinuðum styrk Efnahagsbandalagsins. viðskipta- hótunum þess og þvingunum andspænis smárikinu íslandi. Það eru þessi óþverraverk (leturbr. Mbl.) sem nú er verið að framkvæma í hvíta húsinu við Lækjartorg í Reykjavík. Þennan háskn (leturhr. hér) verður að stöðva.“ Það er fróðlegt að skoða þessi skrif framboðsritstjóra Þjóð- viljans i ljósi reynslunnar og staðreynda líðandi stundar: íslenzk 200 mílna fiskveiðiland- helgi hefur verið nær alfriðuð af erlendri veiðisókn. Brezk og v-þýzk veiðiskip eru endanlega horfin af íslandsmiðum. „Viðskiptaþvingun- um“, sem Svavar Gestsson boðaði, hefur verið breytt í viðskipta- fríðindi (bókun 6). Málstaður íslands nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar. Þetta var „samnings- uppkastið“, sem „Geir Hallgríms- son kom heim með frá NATO-fundinum í Ósló“, eins og Kjartan Ólafsson orðaði það í Þjóðviljanum á sínum tíma. — Framhald á bladsíðu 27 /,y. AHí hafði verið reynt 1,1 prautar í'f" Um heimiid 1« v,ð B V'ormáíum h, f tefntíbráða ... efði Vt ficettu yntnhir sarnstarfsj samnin nieira Forsíða Þjóðviljans eftir að ráðherrar og pingmenn Alpýðubandalags- ins sambykktu brezkar veiðiheimildir — innan 50 mílna markanna — til 2ja ára: 130.000 tonn af porski hvort árið. Gildi stjórnarsamstarfs- ins (ráðherrastólanna) meira en gildi samníngsins, segir í fyrirsögn Þjóðv. I t»eir oe [ Einar * \leiddir se, \t<>mb m stótrurtar i Osló vkhki við bretan! [ Friérik barðút ttl tigun grgn Karpov heimM- *« <•**■. nemar \atvinnu- Þjóðviljinn Þakkar Nató árangur Óslóarsamkomulagsíns — með sérhæfðum orðhengilshætti. Guðmundur J. kallar sigurinn í landhelgismálinu að „selja landhelgina fyrir bókun sex“. im við nú að se\ía| lhelgina í Þnðia f n tyrir bókun sex. > verður SsyVSsisrjríj samið "CrH' ■ um ____" áfram- haldandi veiðar breta, S-SSSÍrS., nema... «KENN*RAÍ<, . „„.rasiof''' 1 W*'*tt!Ud«rt" l.ioi s.gurien ..... , .„T **h'J , pplsMNgo' ^ ».-> JTknto*'!-'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.