Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Olafjir Bjömsson prófessor: Félagshyggja og félagi Napóleon „The social reformers who seek through politics to do nothing but serve the public interest invariably end up serving some private interests that was no part of their intention to serve. They are led by an invisible hand to serve a private interest.“ Milton Friedman Hægri og vihstri Það er lengi búin að vera skoðun mín, að orðin hægri og vinstri, þegar rætt er um stjórnmálastefnur séu vígorð ein, sem nú orðið hafi svo óákveðna merkingu, að þau séu alls ónothæf til þess að skýra mismun- andi viðhorf til stjórnmála eða félagsmála. í nýútkominni bók eftir mig er gerð fyrir þessu nánari grein. i Á si. vetri heyrði ég þá Gylfa Þ. Gíslason próf. og ólaf Jóhannesson ráðherra láta í ljósi svipaðar skoðan- j ir. Ef það er á misskilningi byggt, bið ég báða fyrirfram afsökunar. En meðan ég hefi þetta fyrir satt, þykir mér þetta mikill og góður liðsauki við þessa skoðun og það þeim mun fremur, sem engin tengsl geta verið milli þess, hvernig þeir hafa komizt | að sínum niðurstöðum, hvor um sig og ég að mínum. En fyrir u.þ.b. 12 árum heyrði ég tvo unga menn glíma við það í samtalsþætti í hljóðvarpinu að gera grein fyrir því hver væri merking orðanna hægri og vinstri á vettvangi stjórnmála. Þeir virtust sammála um það, að vinstri stefna merkir félagshyggju en hægri stefna ein- staklingshyggju. Spurningin er nú sú, hvort hér er um nothæfa lausn að ræða á þvi viðfangsefni að skilgreina merkingu þessara orða. Hvað er einstaklingshyggja? Það er útbreidd skoðun, að ein- staklingshyggja sé sú lífsskoðun, að hver sé sjálfum sér næstur og því sé ekki hægt að heimta annað og meira af hverjum einstaklingi en það að hann gæti fyrst og fremst eigin hagsmuna og vinni að framgangi þeirra en hljóti alltaf aö láta sig heill og hag samborgara sinna minna máli skipta. Þessi skoðun hefir gjarnan verið rökstudd með tilvitn- unum í hin frægu ummæli Adams Smiths, að þegar einstaklingurinn gerði þaö, sem hann taldi sjálfum sér fyrir beztu þá væri hann af hulinni hönd leiddur til þess að gera það sem þjóðfélaginu væri fyrir beztu. Fá ummæli hafa í tímanna rás verið eins mistúlkuð og þessi. Smith átti hér einungis við það, að sjálfsbjarg- arhvötin væri slíkur aflvaki fram- leiðslunnar, að án hennar myndu afköst minnka svo, að allir yrðu fátækari. Hitt var fjarri Smith að lofa eigingirni og sérhyggju eins og skýrt kemur fram í ritum hans um siðfræði. gam^væmt skilningi 18. aldar heimspekinganna Smiths og Humes sem öðrum fremur er jafnan vitnað til þegar einstaklingshyggja er skilgreind, þá merkir hún það, að einstaklingnum leyfist sjálfum að setja sér markmið sín í eigin þágu eða annarra, en er ekki neyddur til þess að hlíta vilja stjórnvalda. Báðum verði ljóst að einstaklingur- inn hlaut þó í þessu efni að hlíta vissum almennum reglum sem nauð- synlegar væru vegna hagsmuna annarra. Hvað er félagshyggja? Félagshyggja er tiltölulega nýtt orð í íslenzkri tungu og leiðir þegar af því að um hefðbundna skilgrein- ingu á merkingu orðsins.er ekki að ræða. Almenningur mun þó gjarnan leggja þann skilning í orðið félags- hyggja, að með því sé I fyrsta lagi átt við mannúðarstefnu eða það, að nægilega sé séð fyrir þeim, sem ekki eru þess megnugir af eigin ramm- leik, en í öðru lagi að frjáls félagasamtök fólksins bæði á sviði efnahagsmála og menningarmála séu ekki til frekari áhrifa. Ef þessi merking er lögð í orðið félagshyggja er í rauninni ekki um neina andstæðu að ræða milli félagshyggju og einstaklingshyggju í skilningi þeirra Humes, Smiths og annarra heimspekinga og þjóðfé- lagsfræðinga, sem boðað hafa ein- staklingshyggju. Hvoru tveggja er skilyrði góðs samfélags. „Söngvari þjóðvís- unnar“ Ef samkomulag væri um þann skilning á orðunum einstaklings- hyggja og félagshyggja, sem hér hefir verið gerð grein fyrir, þyrfti þessi grein ekki að vera lengri. En undan pilsfaldi félagshyggj- unnar gægist bæði hér á landi og annars staðar óhugnanlegur náungi, sem ég vel að kalla nafni söguhetj- unnar í hinni alkunnu bók Orwells, en efni hennar er íslenzkum sjón- varpsáhorfendum kúnnugt, auk þess sem bókin hefur verið þýdd á íslenzku. Sumir leggja nefnilega þá merkingu í orðið félagshyggja að hún sé í rauninni fallegra nafn á alræðishyggju eða þeirri stefnu, að í stað markaðsbúskaparins komi und- ir nafninu áætlunarbúskapur eða einhverju þess háttar ákvörðun- artekt opinberra aðila á svokölluðum „félagslegum" grundvelli. Bezta dæmið um þetta eru hin miðstýrðu hagkerfi. Ef þessi merk- ing er lögð í orðið félagshyggja á hún ekkert skylt við þá merkingu, sem rædd var hér að ofan og er raunar eins og nánar skal sýnt hér fram á, andstæða hennar. En það er vel- þekkt bragð á vettvangi stjórnmál- anna að breyta merkingu orða, sem talið er að láti vel í eyrum almenn- ings, þannig að hún verði jafnvel öfug við þá sem almenningur leggur í hana. Eru orð eins og lýðræði og frelsi nærtæk dæmi um þetta. I tilvitnuðum orðum Miltons Friedmans hér að framan hrekur hann á einfaldan hátt þær bábiljur, að þeir sem efnahagslegar ákvarðan- ir taka á vegum hins opinbera séu gæddir einhverju sjötta skilningar- viti, sem segi þeim hvað séu þjóðarhagsmunir eða hin „félags- lega“ rétta lausn. Aldrei hefir verið gerð grein fyrir því, hvorki af vísindamönnum né öðrum, hverrar náttúru þetta sjötta skilningarvit sé, enda er það ekki til. Þegar taka skal ákvarðanir um það, hvað skuli framleitt eða flutt inn eru valkostir svo óteljandi margir, að eina boðmiðlunartækið, er gefi til kynna vilja og mat almennings í því efni er markaður- inn. Þetta boðmiðlunartæki getur vissulega aldrei orðið fullkomið, en það er það eina, sem til er. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar af opinberum aðilum, hafa þeir sem ákvarðanirnar taka enga aðra við- miðun en eigin þarfir og smekk. Þær þarfir sem ekki falla að þeirra smekk eru sniðgengnar. Kunnur norskur hagfræðingur komst einhvern tíma þannig að orði, að í hinum miðstýrðu efnahagskerf- um, þar sem allar meiriháttar ákvarðanir væru teknar af fulltrúum hins opinbera, væri fánýtt að ræða um framboð og eftirspurn eða önnur markaðslögmál. Ef gera ætti sér grein fyrir því, hvað gerast kynni í efnahagsmálum yrði að sálgreina atferli Hitlers eða Stalins (þetta var á þeirra velmektardögum) og reyna að henda reiður á því hvað þeim dettur í hug í dag eða á morgun. En þar sem allir eru nú einu sinni ekki steyptir í sama mót og einræð- isherrarnir, þannig að þorri fólksins hefir öðruvísi smekk og þarfir en þeir, þá verður að vinna að því að steypa alla í sama mót og þá. Þetta er skýringin á hinum óhugnanlegu fyrirbrigðum alræðisríkjanna svo sem heilaþvotti og innilokun andófs- manna á geðveikrahælum o.fl. Skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld var Nóbelsskáldið Halldór Laxness á ferð í Kaupmannahöfn og hélt þar erindi fyrir íslenzka stúdenta um hið fagra mannlíf í sovétríkjunum og ágæti leiðtogans mikla, félaga Stalíns. Erindinu lauk með þýðingu á lofkvæði er skáld frá Kasakistan, Djambúl að nafni, hafði flutt Stalín og Iauk kvæðinu þannig: „í Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð. Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka, þú ert skáld jarðar- innar. Stalín, þú ert söngvari þjóðvísunnar. Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Djambúls." í aðlræðisríkjum er hlut.verk skálda og listamanna það eitt að lofsyngja einræðisherrana eins og hirðskáldanna til forna. Og þótt vera megi að Kasaka skáldið hafi hvorki verið læs né skrifandi, skynjaði hann betur en þorri þjóðfélagsfræðinga sennilega gerir hvernig lofa bæri einræðisherrann þannig að það væri honum hjálp í vandamálum hans. Stalín var „söngvari þjóðvísunnar", Frá fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness talið frá vinstrii Jón Gunnlaugsson, Guðmar Magnússon, Snæbjörn Ásgeirsson, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Álfþór B. Jóhannesson bæjarritari, Magnús Erlendsson forseti bæjarstjórnar, Guðrún Þorbergsdóttir og Guðmundur Einarsson. Magnús Erlendsson forseti bæjarstjómar Seltjamamess NÝKJÖRIN baejarstjórn Seltj ar narnesskaupstaðar kom saman til fyrsta fund- ar s.1. miðvikudag. Á fund- inum fór fram kosning helztu embættismanna bæjarins. Samþykkt var ráðning Sigurgeirs Sig- urðssonar sem bæjarstjóra Seltjarnarnessbæjar fyrir komandi kjörtímabil. Hlaut Sigurgeir 5 atkvæði sjálfstæðismanna, fulltrú- ar vinstri manna sátu hjá: Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Magnús Erlendsson, fyrsti varafor- seti Snæbjörn Ásgeirsson og annar varaforseti Júlíus Sólnes. Kosið var í allar helztu nefndir á vegum bæjarins og notuðu nú sjálfstæðis- menn heimild sína til að kjósa 4 fulltrúa í flestar fimm manna nefndir bæjarins en á síðasta kjör- tímabili gáfu þeir vinstri mönnum kost á tvéimur mönnum í þessar nefndir. Þýsk uppreisn á st jörnuhátíð ÞÝSKI leikhópurinn Das Freies Theater kom fyrst við sögu á setningardegi LÍ3tahátíðar á Kjarvalsstöðum. Þá birtust leik- ararnir öllum að óvörum á stultum sínum, en eðlilegur bakgrunnur þeirra eða leiktjöld voru myndir Errós. Leikur þeirra á Kjarvalsstöð- um var trúðleikui; og sama er að segja um hluta þeirrar dagskrár sem þeir buðu upp á í miðbæ Reykjavíkur. Áhersla var lögð á að rjúfa hefðbundinn ramma, fá fólk til að nema staðar og hugsa með sér: Hvað er nú hér á ferð? Leikþáttur um syndaaflausnir miðalda var að vísu meira en venjuleg ærsl. Hann var herör gegn hræsni og yfirdrepsskap og settur fram á djarflegan og nýstárlegan hátt. Ekki var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.