Morgunblaðið - 10.06.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978
Er hœttulegt að
geyma frimerki
íplastumbúðum?
Á síðastliðnum vetri var
nokkuð rætt um þetta efni á
fundi í Félagi frímerkjasafn-
ara í Reykjavík. Einn félags-
manna lýsti þar slæmri
reynslu sinni af geymsiu
fyrstadagsumslaga í plast-
albúmum, þar sem frímerkin
höfðu festst við plastið og
eyðilagzt. I þessum umræðum
kom fram, að allmikið hefur
verið ritað um þetta efni í
erlend frímerkjablöð undan-
farin ár, enda reynsla erlendra
safnara sízt betri en okkar hér
heima. Menn voru sammála um •
það á fundinum, að þörf væri
að kynna sér rannsóknir og
niðurstöður þær, sem fengjust
erlendis um ýmis plastefni, og
koma þessu á framfæri við
íslenzka frímerkjasafnara.
Varð þetta til þess, að einn
fundarmanna, Björgúlfur Lúð-
víksson verzlunarmaður, tók að
kynna sér málið nánar. Hefur
hann nú sent frímerkjaþætti
Mbl. ágæta grein, og er sjálf-
sagt að birta hana hér
óbreytta, enda geri ég ráð fyrir,
að margir lesenda þáttarins
hafi átt við þetta vandamál að
stríða í einhverri mynd. Björg-
úlfur skrifar á þessa leið:
„Margir frímerkjasafnarar
bera ugg í brjósti vegna
varðveizlu frímerkja í svo-
nefndum glærum, þ.e. gegnsæj-
um blöðum eða umbúðum úr
plasti. Hefur af þessum sökum
spunnizt allmikil umræða um
þessi mál, bæði hérlendis og
erlendis. Hafa margir safnar-
ar, þó einkum af eldri kynslóð-
inni, orðið fyrir töluverðu
tjóni, þar sem sumar glærur
gefa frá sér litarefni, gult eða
rauðleitt, sem festist í merkj-
um og umslögum. Þessi litun
tekur töluverðan tíma, þ.e.a.s.
nokkur ár, að því er bezt er
vitað. Fullyrða má einnig, að
flestar glærur séu skaðlausar
og tjónvaldarnir séu undan-
tekning frá reglunni, en það er
þó jafnslæmt fyrir þá, sem
fyrir tjóni verða.
Efni það, sem yfirleitt er
notað í glærurnar, er „polyvyn-
ilchloride" og inniheldur oftast
mýkingarefni til að gera þær
þjálli í notkun. Sé of mikið af
þessu mýkingarefni (PCB:
Polychlorierte Bi-Phenyle) í
plastinu, þ.e. fyrir ofan hættu-
mörk, er við getum nefnt svo,
þá veldur þetta litun á umslög-
um og frímerkjum á löngum
tíma. Þetta má með vissu
fullyrða og hefur enda verið
vísindalega staðfest.
Ég gat þess, að það væru
einkum eldri safnarar, er fyrir
þessu hefðu orðið, þar sem
notkun þessa mýkingarefnis
hefur farið mjþg minnkandi á
síðari árum. Sumar þjóðir hafa
gengið svo langt að banna
notkun þess með öllu, einkum
í umbúðum matvæla, þar sem
það getur haft eituráhrif, og
við vinnslu þess í opnum
kerfum getur það orðið krabba-
meinsvaldur. Algengast mun
því að. nota frenvur „polyeth-
ylene“ 'í matvaélatlmbúðir, én
það inniheldur lítið eða jafnvel
ekkert að PCB. Einnig skal þess
getið, að sé plastefnið unnið úr
celluloseacetate, er það algjör-
lega skaðlaust.
Mörgum safnara hefur
reynzt erfitt að losna við
litarefni úr merkjum og um-
slögum. Þó hef ég heyrt getið
um einn þýzkan safnara, sem
baðar merki sín vandlega í
hreinsuðu bensíni með góðum
árangri. Sel ég þetta þó ekki
dýrara en keypt var, þar sem
ég hef hvergi séð þetta staðfest
af opinberum aðilum.
Margir safnarar álíta, að
sumar glærur geti valdið öðr-
um skemmdum, t.d. að lím
leysist upp, prentlitir merkj-
anna festist á glærunni, gyll-
ingarefni verði að mylsnu og
jafnvel, að glæran geti valdið
myglu. Þetta mun ástæðulaus
grunur. Almennt munu sér-
hæfðir menn á þessu sviði telja
orsakir ofangreindra skemmda
ranga meðferð og notkun á
glærunum, en ekki efnið sjálft.
Má þar aðallega nefna rangt
Frlmerki
eftir JÓN AÐAL-
STEEV JÓNSSON
rakastig. Er það þá annaðhvort
of hátt í herbergi því, sem
merkin eru geymd í, eða svo
hafi verið í merkjunum og
umslögunum sjálfum, áður en
þeim var komið fyrir í glærun-
um. Einnig verður að varast
loftleysi, þar sem blöðum eða
bókum er raðað of þétt saman
— eða jafnvel þrýst saman.
Bezt mun vera að geyma blöð
og bækur, sem í eru frímerki,
í lóðréttri stöðu og ekki svo
þétt, að loft nái ekki að leika
þar um. Einnig er sjálfsagt að
opna frímerkjabækur annað
veifið til að viðra þær, jafnvel
þó að áhugi sé farinn að dofna
fyrir innihaldi þeirra! Ágætur
safnari hér í borg leggur aldrei
svo frímerki eða umslög í
glærur, að hann setji ekki áður
snyrtileg smágöt á glæruna,
svo að loft leiki betur um
innihaldið. Verður þetta í raun
að teljast sjálfsagt öryggisat-
riði.
Ekki er eins erfitt fyrir
venjulega safnara að forðast
þetta mýkingarefni og margur
gæti haldið. I þýzka frímerkja-
tímaritinu Michel Rundschau
no. 11/1977 er gefið ágætt ráð
í þessu sambandi. Tel ég þar
vera á ferðinni aðila, sem
treysta má í hvívetna. Ef
plastglæra er stinn og stöm og
brakar í henni og brestur,
þegar reynt er að beygla hana
eða brjóta saman, á að vera
skaðlaust að nota hana. Sé hún
hins vegar lin og „voðfelld“, svo
að ekkert hljóð heyrist við
snertingu, veldur hún tjóni
fyrr eða síðar.
Eftir því sem ég bezt veit,
munu flestar glærur, sem
frímerkjasöfnurum standa til
boða í dag, vera algjörlega
skaðlausar. „Hawid“-glærurn-
ar, sem flestir kannast við og
„Leuchturm" og fleiri fyrirtæki
nota, hafa fengið jákvæðar
niðurstöður eftir opinbera
rannsókn í Þýzkalandi. Sama
mun gegna með „Visir“ í
Svíþjóð. „Verbiss" liggur undir
grun, en er í rannsókn, og
munu niðurstöður vera vænt-
anlegar. Þettamál hefur einnig
ko'míð til kásta sáenska „um-
boðsmannsins", sem er eins
konar „kvörtunarmálaráð-
• herra" og opinber embættis-
maður meðal Svía. Ekki eru
enn komnar niðurstöður frá
honum, að því er ég bezt veit,
en væntanlegar og ná þá að
öllum líkindum yfir mörg
vörumerki eða fyrírtæki í
þessari grein.
Að síðustu skal vikið nokkuð
að plasti því, sem Múlalundur
1
notar, þar sem allur þorri
íslenzkra safnara notar plast
frá þeim til varðveizlu umslaga
sinna. Plastefnið er aðallega
„polyvynilchloride" og keypt af
þýzkum framleiðendum. Stein-
ar Gunnarsson, verksmiðju-
stjóri Múlalundar, hefur ekki
getað fengið óyggjandi svör frá
framleiðendum plastsins í
Þýzkalandi um innihald þess af
PCB. Má segja, að þeir yppi
nánast öxlum yfir spurningum
Steinars, hvað svo sem það
kann að tákna af þeirra hálfu.
Þó skal á það bent, að það
brakar og skrjáfar ágætlega í
öllu plasti frá Múlalundi, svo
að við getum væntanlega þess
vegna notað það áhyggjulaust.
Auk þess hefur Steinar tjáð
mér, að hann hafi fyrir mörg-
um árum safnað frímerkjum
og eigi enn þá umslög í
plastumbúðum frá Múlalundi,
sem hafa ekki verið hreyfð í tíu
ár. Virðast þau algjörlega heil
að sjá.
Múlalundur mun ætla að
beina viðskiptum sínum frá
þýzkum aðilum og til Noregs.
Sagði Steinar, að ekki yrðu
framleiddar glærur úr plasti
þaðan, fyrr en örugg vissa væri
fengin fyrir því, að mýkingar-
efni þess væri fyrir neðan
hættumörk. Hafi Steinar þökk
fyrir þessa viðleitni sína.“
Hér lýkur grein Björgúlfs, og
hafi hann þökk okkar frí-
merkjasafnara fyrir hana og
þessa greinargerð um ýmis
plastefni og ráðleggingar í því
sambandi. Ef einhverjir safn-
arar hafa viðbótarfræðslu um
eyðileggingar af völdum plast-
umbúða, er ekki nema rétt og
sjálfsagt, að þeir láti þá
vitneskju sína öðrum í té. Mun
ég þá annaðhvort birta um-
sögn þeirra hér i þættinum eða
koma henni á framfæri við
málgagn safnara, Grúskið.
Frímerkjasýning
Um síðustu helgi var haldin
frímerkjasýning í Hafnarfirði,
svo sem öllum lesendum þessa
þáttar er vel kunnugt um, þar
eð sagt var frá henni í síðasta
þætti. Reynt verður fljótlega
að greina nokkru nánar frá
sýningunni og því ekki rætt
frekar um hana hér.
Dagana 15. —17. júní nk.
verður svo frímerkjasýning
haldin á Eyrarbakka af Félagi
frímerkjasafnara á Selfossi í
skólahúsinu. Af því tilefni
verður sérstakt pósthús opið á
sýningunni hinn 16. júní og
notaöur sérstimpill þann dag,
svo sem sjá má á meðfylgjandi
mynd. Gefur F.F.S. út sérum-
slög af því tilefni.
Ekki hefur þættinum borizt
greinargerð frá F.F.S. um
sýningu þessa, svo að ekki
verður unnt að segja nánar frá
henni að þessu sinni. Engu að
síður ættu þeir safnarar hér
suðvestanlands, sem tök hafa
á, að sækja sýninguna og
kynna sér efni hennar af eigin
raun. Slíkar heimsóknir eru
alltaf til uppörvunar fyrir
heimamenn, um leið og þær
geta orðið gestum bæði til
fróðleiks og skemmtunar. Sýn-
ingin verður opin daglega frá
kl. 14-22.
Þar sem enn er nokkurt efni
til, sem ég álít, að þörf sé að
komá að fyrir sumarleyfi,
munu væntanlega birtast tveir
þættir til viðbótar á næstu
tveimur til þremur vikum. Úr
því verður svo hvíld til hausts-
ins, enda taka frímerkjasafn-
arar upp önnur hugðarefni að'
sumri til og loka því söfn sín
niður að mestu.
1... ■
Gunnar Thoroddsen;
Jafn-
rétti
Á síðari árum ber tvenns konar
jafnrétti hæst.
Annað er jafnrétti kvenna og
karla — hitt er jafnrétti við
kosningar til Alþingis: jafn kosn-
ingaréttur.
Jafnrétti kvenna
og karla
Löng barátta og hörð fyrir
jafnrétti kvenna og karla hefur
verið háð í mörgum löndum, m.a.
á Islandi. Margir sigrar hafa
unnist á einstökum sviðum og
merkum áföngum verið náð. Hér á
landi voru fyrir löngu sett lög um
að konur skyldu hafa rétt til
skólagöngu til jafns við karla og
sama rétt til embætta. Kosningar-
rétt fengu konur 1915. Síðar komu
lög um að konur í opinberum
störfum skyldu hafa sömu kjör og
karlar, lög um launajöfnuð kvenna
og karla í áföngum og lög um
Jafnlaunaráð.
Á árinu 1976 var stórt skref
stigið í þessum efnum. Þá var
lögleitt stjórnarfrumvarp um
jafnrétti kvenna og karla, þar sem
staðfest er fullt jafnrétti á öllum
sviðum.
Tilgangur laganna er að stuðla
að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna
og karla. Konum og körlum skulu
veittir jafnir möguleikar til at-
vinnu og menntunar og greidd jöfn
laun fyrir jafnverðmæt og sam-
bærileg störf. Jafnréttisráð skal
annast framkvæmd laganna og sjá
um að ákvæðum þeirra sé fram-
f.vlgt.
Við íslendingar urðum þannig
fyrstir Norðurlandaþjóða til þess
að setja almenn lög um jafnrétti
kvenna og karla. Þessi lög vöktu
verðskuldaða athygli og ærið
umtal. Eins og gengur um merk
nýmæli voru sumir menn efa-
blandnir út af einstökum ákvæð-
um laganna, sérstaklega um
starfsauglýsingar. Varð stundum
úr því meira gaman en gagnrýni.
Við framkvæmd þessa ákvæðis
verður að fara með gát, og það
hefur félagsmálaráðuneytið falið
Jafnréttisráði að gera.
Þessi lög eru eitt hið merkasta
spor í jafnréttisbaráttunni. Þau
70millj.kr.
veitt úr Þjóð-
hátíðarsjóði
STYRKJUM úr Þjóðhátfðarsjóði
fyrir árið 1978 hefur verið
úthlutað og er það fyrsta úthlut-
un úr sjóðnum. Ráðstöfunarfé
nam 70 milljónum króna og skal
allt að helmingi þess varið til
styrkja samkvæmt umsóknum.
Nú bárust 63 umsóknir um styrki
að fjárha'ð um 235 millj. kr. og
voru veittir 22 styrkir að fjárha^)
samtals 34.030.000 krónur. Fjórð-
ungur af ráðstöfunarfé sjóðsins
J7.5 milljónir króna. rennur til
Friðlýsingarsjóðs til náttúru-
verndar og annar fjórðungur til
varðveizlu fornminja og annarra
menningarverðmæta á vegum
Þjóðminjasafnsins.
Hér fer á eftir skrá um úthlut-
anir styrkja samkvæmt umsókn-
um:
Styrkþegari
1. V-Barðastranda-
sýsla 4.000.000
Til að ljúka við nýbyggingu á
safnahúsi yfir byggðasafn það,
sem Egill Ólafsson bóndi á Hnjóti
í Örlygshöfn hefur komið upp á sl.
20—30 árum, og er í reynd hið
eiginlega byggðasafn sýslunnar.
Safnahúsið er byggt á Hnjóti.
2. Minjasafnið á
Akureyri 6.000.000
Til byggingar viðbótarhúsnæðis
við aðalsafnahús Minjasafnsins á
Akureyri, Aðalstræti 58, (Kirkju-
hvol).
3. Guðmundur P. Ólafsson. líf-
fræðingur. og Óli Örn Andrcas-
son. kvikmyndagerðarmaður
2.500.000
Til töku á kvikmynd um náttúru
Vestureyja á Breiðafirði. Mynd-
inni er ætlað að verða lýsing á
sambúð mannsins við umhverfi
sitt og jafnframt heimild um
hverfandi atvinnuhætti.
4. Byggingarnefnd
Þjóðveldisbæjar 2.400.000
Hér er um að ræða fyrri greiðslu
af tveimur til að fullgera kvik-
mynd, er lýsir byggingu þjóðveld-
isbæjar í Þjórsárdal. Gerð mynd-
arinnar hófst sumarið 1974. Áuk
þess að rekja byggingarsögu bæj-
arins, sýnir myndin forn vinnu-
brögð og vinnuaðferðir.
5. Kvennasögusafn
íslands 2.000.000
Til skráningar rita og heimilda
um kvennasöguleg efni í eigu
safnsins.
6. Landshókasafn
íslands 1.000.000
Til að láta hlynna að ýmsum
hinna eldri rita safnsins og öðrum
ritum, yngri, sem illa eru farin.
7. Ættfræðifélagið 750.000
Til útgáfu allsherjarmanntals
1801 af öllu íslandi. Frumrit
manntalsins er varðveitt’í Þjóð-
skjalasafni.
8. Hið fslenzka
bókmenntafélag 750.000
Til að ljúka útgáfu Annála
1400-1800. '
9. Sögufélagið 750.000
Til útgáfu ritsins Grænland í
miðaldaheimildum í gerð Ólafs
Halldórssonar, handritafræðings.
10. Hörður Ágústsson,
listmálari 1.000.000
Til útgáfu á yfirlitsriti um sögu
íslenzka torfbæjarins..