Morgunblaðið - 10.06.1978, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978
hafa þegar haft gagnger áhrif á
hugsunarhátt manna og viðhorf til
jafnréttismál og munu þau áhrif
enn aukast á komandi árum.
Jafn kosningaréttur
Það er grundvöllur lýðræðis, að
allir séu jafnir fyrir lögunum. Af
þessu leiðir að allir menn, sem
konir eru til ákveðins aldurs, hafi
jafnan kosningarrétt.
Á undanförnum áratugum hefur
oft skort á að þessu jafnrétti væri
náð. Hér hefur verið um tvenns
konar misrétti að ræða, flokkslegt
misrétti og staðarlegt. Hið fyrra
felur það í sér, að stjórnmálaflokk-
um er mismunað, hið síðara
mismunun eftir búsetu.
Flokkslegt
jafnrétti
Vegna galla á kjördæmaskipun
og kosningalögum áður fyrr höfðu
flokkar, sem nutu aðallega fylgis í
fámennum kjördæmum, meiri rétt
en aðrir. Þannig kom það fyrir að
stjórnmálaflokkur með þriðjung
atkvæða í landinu fékk hreinan
meirihluta á Alþingi. Slík af-
skræming lýðræðis getur ekki
staðist.
Til þess að ráða bót á þessu hafa
hvað eftir annað verið gerðar
stjórnarskrárbreytingar, síðast
1959. Landinu var þá skipt í átta
kjördæmi. 11 uppbótarsæti eru til
jöfnunar milli þingflokka þannig
að hver þeirra fái þingsæti í sem
fyllstu samræmi við atkvæðatölu
sína við almennar kosningar. í þau
19 ár, sem síðan eru liðin hefur
náðst meiri jöfnuður milli stjórn-
málaflokka en áður. En oftast
hefði þurft nokkur uppbótarsæti
til viðbótar til þess að fenginn
væri fullur jöfnuður.
Staðarlegt
jafnrétti
Það er eðlileg grundvallarregla
að menn hafi jafnan atkvæðisrétt
hvar sem þeir eru búsettir. Á
þessu er mikil misbrestur nú.
Atkvæði þeirra, sem búa í Reykja-
vík og á Reykjanesi, vega ekki
þyngra en svo, að þau eru þriðj-
ungur eða fjórðungur á móti
atkvæði manna í ýmsum öðrum
kjördæmum.
Því er haldið fram, að atkvæði
kjósenda í strjálbýli eigi að vega
þyngra en hinna sem eru nær
stjórnvöldum og ýmsum opinber-
um stofnunum. Þessa ólíku að-
stöðu þarf fremur að jafna á
annan veg en með mismunun
kosningarréttar og það er unnt að
gera með margvíslegum hætti.
Til þess að lagfæra það misrétti,
í kjördæmaskipun, sem nú er og
jafna kosningarréttinn þarf að
breyta stjórnarskránni. Að því
verki verður að ganga af fullri
festu á næsta kjörtímabili.
Gunnar Thoroddsen.
11. Héraðsskjalasafn
Skagfirðinga 500.000
Til skráningar mynda og teikn-
inga safnsins, eftirtöku mynda
varðveittra í erlendum stofnunum
o.fl.
12. Safnastofnun
Austurlands 1.500.000
Til uppmælingar gamalla húsa í
Suður-Múlasýslu, skráningar forn-
minja og minjasöfnunar á Austur-
landi.
13. Landvernd. landgræðslu-
og náttúruverndar-
samtök íslands 3.000.00
Til ákveðinna útgáfuverkefna og
umgengniskönnunar með tilliti til
landverndar.
14. Náttúruverndarsamtök
Suðurlands 60.000
Til að ljúka athugunum og
undirbúa til prentunar rit um
fólkvangssvæði í Ölfusi ásamt
náttúruminjaskrá sama svæðis.
15. Náttúruvcrndarráð 2.000.000
Til útgáfu fræðsluefnis um
friðlýst svæði og umgengni sem
hér segir:
1. Almennir bæklingar um einstök
svæði.
2. Lesarkir um einstaka þætti í
náttúru friðlýstra svæða.
3. Líkan af þjóðgarðinum í Skafta-
felli og nánasta umhverfi.
16. Minjasafn
Neskaupstaðar 1.000.000
Til viðgerðar á vélbátnum Hrólfi
Gautrekssyni (NK-2), „Gauta",
elzta vélbáti á Austfjörðum, en
hann var smíðaður í Danmörku
árið 1906 og kom sama ár til
Neskaupstaðar.
17. Byggðasögunefnd
Eskifjarðar 1.000.000
Til að endurbyggja og lagfæra
elzta verzlunarhúsið á staðnum,
svokallaða Gömlu-Búð, sem var
byggt af fyrirtækinu Örum &
Wulff, eftir því sem næst verður
komizt, árið 1834.
18. Sóknarnefnd
Þingeyrarkirkju 1.000.000
Til viðgerðar á Þingeyrarkirkju,
sem er steinkirkja úr íslenzku
grjóti fyrir 100 árum.
19. Rannsóknarstöð
Náttúruverndarráðs
við Mývatn 1.400.000
Til kortunar lífverusamfélaga í
Laxá, Mývatni og nálægum vötn-
um. Verkefnið felst m.a. í könnun
á gróðri og dýrum (einkum botn-
dýrum ), svo og á botngerð,
straumhraða og sýrustigi. Kann-
anir þessar eru nauðsynlegar
forsendur umhverfisverndar á
svæðinu.
20. Byggðasafn Austur-
Skaftfellinga 500.000
Til viðgerða á munum byggða-
safnsins, sem safnað hefur verið í
A-Skaftafellssýslu sl. 12 ár.
21. Minjasafn
Austurlands 500.000
Til viðgerða á munum minja-
safnsins, sem safnað hefur verið á
Austurlandi á undanförnum árum.
22. Landsbókasafn
íslands 420.000
Til kaupa á handriti Eggerts
Ólafssonar, er hann vann að frá
því í nóvember 1750 fram til 26.
janúar 1751 og nefnist Populorum
Aqvilonarium theologiae gentilis
stricte sumtae historia sive de
natura deorum.
Þjóðminjasafni
Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð-
hátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið
verja árlegum styrk til varðveizlu
fornminja, gamalla bygginga og
annarra menningarverðmæta á
vegum safnsins. Þjóðminjavörður
hefur gert grein fyrir ráðstöfun
styrksins í ár og eru þessi verkefni
helzt:
I.
1. Framhald viðgerðar á torfbæn-
um á Galtastöðum fram í
Hróarstungu, N-Múl.
2. Safnið hyggst kaupa gamla
torfbæinn að Hólum í Eyjafirði
og hefja nauðsynlegar viðgerðir
á honum.
3. Uppmæling, nákvæm rannsókn
og fyrsta viðgerð á Grundar-
kirkju í Eyjafirði.
4. Endursmíði verzlunarhúss frá
Vopnafirði, sem hafizt var
handa um í Árbæjarsafni á sl.
ári.
II.
Fornleifarannsóknir að Stóru-
Borg undir Eyjafjöllum, einnig
Framhald á bls. 27
Fiskveiðisjóður:
Nýr lánaflokkur til hag-
ræðingar í fiskiðnaði
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð um ráðstöfun á
eftirstöðvum gengismunar sam-
kvæmt lögum nr. 97/1972, nr.
106/1974 og nr. 27/1975, tii stofn-
unar nýs lánaflokks við Fiskveiða-
sjóð íslands til hagræðingar í
fiskiðnaði.
Samkvæmt reglugerðinni skal
stofna við Fiskveiðasjóö íslands
nýjan lánaflokk er heiti: „Lán til
hagræðingar í fiskiðnaði." Eftir-
stöðvar gengismunar samkvæmt
lögum nr. 97/1972, nr. 106/1974 og
nr. 27/1975, sem nemur alls um 545
millj. kr., þar með talin lán, sem búið
er að veita, skulu ásamt óinnheimt-
um vöxtum, vera stofnframlag til
þessa lánaflokks.
Úr þessum lánaflokki skulu veitt
lán til hraðfrystihúsa, fiskimjöls-
verksmiðja og annarra fiskvinnslu-
stöðva til hagræðingar, svo sem
vélakaupa, endurnýjunar á vélum og
vinnslurásum og annarra ráðstaf-
ana, sem horfa til hagræðingar að
mati sjóðsstjórnar. Lánin skulu vera
til allt að 5 ára og ákveður
sjóðsstjórn lánstíma eftir eðli hvers
láns. Vextir af lánum þessum skulu
ekki vera hærri en almennir fast-
eignalánavextir eru hverju sinni og
ákvarðast af sjóðsstjórn.
Þau lán sem veitt hafa verið af
umræddu gengismunafé við útgáfu
þessarar reglugerðar skulu njóta
hagstæðustu kjara þessa nýja lána-
flokks.
Ennfremur gaf ráðuneytið út í dag
reglugerð um breyting á reglugerð
nr. 164 13. apríl 1978, um ráðstöfun
15,05% fjár gengismunasjóðs 1978
(áætlaðar 350 millj. kr.), til að greiða
fyrir hagræðingu í fiskiðnaði sbr.
b-lið 3. gr. laga nr. 2/1978.
Er með breytingu þessari gert ráð
fyrir, að fé það, sem lánað var
samkvæmt reglugerðinni, skal jafn-
óðum og það innheimtist, ásamt
öllum vöxtum, renna til þessa
lánaflokks Fiskveiðasjóðs íslands,
sem skýrt er frá í fréttatilkynningu
þessari, og veita á lán úr til
hagræðingar í fiskiðnaði.
YUngir Sjálfstæöismenn í Suöurlandskjör-
dæmi halda baráttuþing á Hellu laugardag-
inn 10. júní undir kjöroröinu:
Sjálfstæði eða sósíalisma?
• Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í
efnahagsmálum og lausn hans á verö-
bólguvandanum?
• Hvernig hefur samstarfiö viö Framsókn-
arflokkinn tekist?
• Hvaö er framundan í stjórnmálum,
öryggismálum og efnahagsmálum?
Framsöguræður flytja:
Jón Magnússon
formaður S.U.S.
Dagskrá:
14.00-15.30
15.30-16.00
16.00-17.00
17.00-18.00
Baldur Guölaugsson
lögfræðingur
viðskiptafræðingur
Ræður framsögumanna
og fyrirspurnir fundarmanna
Kaffihié
Hópar starfa um drög aö ályktun um veröbólguna,
byggöastefnuna og ríkisbúskapinn
Umræöur um ályktun þingsins og afgreiösla hennar
Þingið hefst kl. 14.00 í Verkalýðshúsinu á Hellu. Þingið sitja meöal annarra
frambjóðendurnir Eggert Haukdal og Árni Johnsen.