Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 10.06.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JUNÍ 1978 F"rá ferdalagi frambjóóenda Sjálfstæóisflokksins um Suðurnes: ÞinKmenn Sjálfstæðisflokksins á si'Aasta kjörtimabili frá v. Axel Jónsson, ólafur G. Einarsson, Oddur Ólafsson og Matthías Á. Mathiesen fjármálaráóherra við hitaveitumannvirki í Svartsengi. Hitaveitan sparar Suðurnesjabúum 1800 milljónir kr. á árunum 1977—1980. Hita» veita Suðurnesja hefur notið margvísleKrar fyrirgreiðslu stjórnvalda, ekki sízt fjármálaráðherra. og sagði, að tvö öfl tækjust nú á í íslenzkum stjórnmálum, Sjálf- stæðisflokkurinn, afl til uppbygg- ingar, og Alþýðubandalagið, afl til niðurrifs. Heimsókn í Grindavík og Hafnir Ekið var að þessu loknu til Grindavíkur. Eiríkur Alexanders- son bæjarstjóri sagði frá fram- kvæmdum í Grindavík og Sævar Óskarsson og aðnr sjálfstæðis- menn í Grindavík buðu frambjóð- endum til kaffidrykkjú í Festi. Oddur Ólafsson ávarpaði menn að henni lokinni og minnti á það, að kommúnistar hefðu þá stefnu að þjóðnýta alla útgerð í landinu, Þjóðviljinn hefði skrifað um það 1974, þótt hann teldi hyggilegast að þegja um það núna. Oddur sagði frá hinni öru þróun síðustu ára í sjávarútvegsmálum og lofaði Suðurnesjabúa fyrir dugnað þeirra og framkvæmdahug. Pikið var niður að Grindavíkurhöfn, en nýtt nótaskip Dagbjarts Einarssonar, Grindvíkingur, lá við festar í höfninni, og sýndi Dagbjartur Hitaveitan sparar hverri fjölskyldu á Suðurnesjum um 250 þús. kr. 1977—1980 Hitaveituframkvæmdir skoðaðar Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi í næstu þingkosningum fóru í ferða- lag um Suðurnesin sunnudaginn 4. júní sl. til að skoða framkvæmdir þar og heimsækja Suðurnesjabúa. Lagt var af stað frá Hafnarfirði um morguninn, og var Jóhann Petersen fyrrv. form. kjördæmis- ráðs, fararstjóri. I ferðina fóru frambjóðendurnir Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra, Odd- ur Ólafsson læknir og alþingis- maður, Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri í Grindavík, Salóme Þorkelsdóttir Matthías A Mathicsen lóðsar cina ferðakonuna i land úr hinu nýja nótaskipi. sem frambjóðendur skoðuðu, Grfndvíkingi. skrifstofumaður, Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi, Hannes Hólmsteinn Gissurarson háskólanemi, Ellert Eiríksson verkstjóri, Axel Jónsson alþingismaður, makar flestra frambjóðenda og nokkrir aðrir. Jóhann Petersen sýndi frambjóð- endum DAS-heimilið nýreista í Hafnarfjarðarhrauni, en að því loknu var ekið til Svartsengis, og lýsti Eiríkur Alexandersson stað- háttum, þegar kom í land Grinda- víkur. í Svartsengi tóku Ingólfur Aðalsteinsson hitaveitustjóri og hópur sjálfstæðimanna úr Vogun- um á móti hópnum, og sagði Ingólfur frá Hitaveitu Suðurnesja. Sú saga er mikil ævintýrasaga, svo vel hefur allt gengið. Árið 1971 hófust fyrstu boranir, og félag var stofnað um heitaveituna 1974. Eiga sveitarfélögin 60% í henni og ríkið 40%. Þegar hefur hitaveita verið lögð í flest hús í Grindavík og Ytri Njarðvík, og verið er að leggja hana í hús í Keflavík og hefja framkvæmdir við hitaveitu í Sandgerði, Garðinum og Vogun- um. Stefnter að því að tengja allar byggöirnar saman fyrir mitt ár 1979. Ingólfur Aðalsteinsson sagði, að hitaveitan sparaði (á núverandi verðlagi) hvorki meira né minna en 1800 milljónir kr. eða 1,8 milljarð kr. á árunum 1977—1980. En innfiutt efni til hennar kostar 1,4 milljarð kr., svo að öll gjald- eyrisútgjöld fást aftur á þessum árum og meira en það. Þessar 1800 millj. kr. nema 250 þús. kr. á hverja fjölskyldu á Suðurnesjum. Með mikiili hugkvæmni tækni- manna hefur einnig tekizt að nýta varma til rafmagnsframleiðslu á Svartsengissvæðinu og sparar það 10 milljónir á' þessu ári, og er ætlunin að gera fleiri, tilraunir til rafmagnsframleiðslu Ingólfur sagði, að fyrirgreiðsla stjórnvalda hefði verið mjög góð. Sigurgeir Sigurðsson þakkaði Ingólfi og félögum hans fyrir móttökurnar : Mr 1 . WLA f Garðinum drukku frambjóðendur sjómannadagskaffi i samkomuhúsinu með sjálfstæðismönnum á staðnum, Birni Finnbogasyni og fleirum, og kveðast þeir á þrepunum. En til Garðskagavegarins hefur verið varið 111 milljónum kr. sl. 3 ár. Jósep Borgarsson, hreppsstjóri í Höfnum, Eiríkur Alexandersson. bæjarstjóri í Grindavík. og Finnbogi Björnsson við framkvæmdir tilraunaverksmiðjunnar til saltvinnslu á Reykjanesi. Þessi verksmiðja mun veita 30 mönnum atvinnu og spara nokkur hundruð milljónir kr. í gjaldeyri, ef af hcnni verður. Eiríkur Alexandersson er fulltrúi Suðurnesjabúa á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.